Morgunblaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 19 Fallið frá golfvelli í Foss- vogsdal BÆJARSTJÓRN Kópavogs hef- ur samþykkt að falla frá tillögu að golfvelli í austurhluta Foss- vogsdals. í greinargerð með til- lögunni kemur jafnframt fram að halda skuli opnum möguleika á vegtengingu milli Reykjanes- brautar og Kringlumýrarbrautar samanber Aðalskipulag Kópa- vogs 1988-2008 og Aðalskipulag Reylqavíkur 1990-2010. Sigurður Geirdal bæjarstjóri seg- ir að um 4.000 manns hafi sent inn mótmæli vegna golfvallar í Foss- vogsdal þegar skipulagstillagan var kynnt. A fundi bæjarstjórnar var samhljóða samþykkt tillaga og bók- un skipulagsnefndar bæjarins frá því fyrr í mánuðinum, þar sem seg- ir að mikil andstaða hafi komið fram við að stórt svæði yrði tekið undir sérhæfa landnotkun. Lagt var til að fallið yrði frá auglýstu skipulagi og golfvelli í dalnum. Jafnframt yrði Bæjarskipulagi Kópavogs falið að vinna nýja tillögu að skipulagi í austurhluta dalsins sem gerði ráð fyrir að sá hluti yrði áfram útivist- arsvæði opið öllum almenningi. Til- lagan yrði kynnt bæjaryfirvöldum um mánaðamót febrúar og mars. Möguleiki á jarðgöngum Segir Sigurður að þegar deilunni um lagningu Fossvogsbrautar lauk hafi náðst samkomulag um að halda eftir tveimur óskipulögðum svæðum í Fossvogsdal. Annað við Lund við Nýbýlaveg og öðru austast í dalnum við Reykjanesbraut ef til þess kæmi að jarðgöng yrðu lögð í dalnum. Þeim möguleika er enn haldið opn- um. -----♦ ♦ ♦---- Nýir stúdenta- garðar teknir í notkun SAUTJÁN íbúðir í nýju húsi á stúdentagörðum verða teknar í notkun 1. febrúar nk. í tilefni af því verður opið hús í dag, fimmtudaginn 27. janúar, kl. 12-16 á Eggertsgötu 18 þar sem íbúðirnar verða til sýnis og boðið verður upp á kaffiveitingar. Eggertsgata 18 er þriðja einingin sem tekin er í notkun í nýju hverfi, Ásgörðum. Áætlað er að fram- kvæmdum á Ásgörðum verði lokið árið 2000 og mun Félagsstofnun stúdenta þá geta boðið um 700 stúdentum við Háskóla Íslands hús- næði. ■BusFupI EN ERU KOMNAR AFTUR! r niiirnurair Ambvn ^URA f**0 sprinta 486 SX, 25 MHz, 130 MB diskur, 4 MB minni, LocalBus, laust sæti fyrir Pentium örgjörva, Vesa skjástýring, MS DOS 6.0 stýrikerfi, Windows 3.1, 14" SVGA/LR litaskjár, lyklaborð og mús. Fyrir aðeins krónur: ó mánuði í 24 mánuði. Staögreiðsluverö tölvunnar er kr. 112.900. Ofangreind afborgun miöast við staðgreiðslusamning Glitnis og mánaöarlegar greiöslur {24 mánuöi. Innifalið Iafborgun er VSK, vextir og allur kostnaöur. 486 DX, 33 MHz, 4 MB minni, 240 MB diskur, 1 MB skjáminni, LocalBus, laust sæti fyrir Pentium örgjörva, Vesa skjástýring, MS DOS 6.0 stýrikerfi, Windows 3.1,14' SVGA/LR litaskjár, lyklaborð og mús. Fyrir aðeins krónur: á mánuði í 24 mánuði. Staðgreiðsluverð tölvunnar er kr. 164.900. Ofangreind afborgun miðast við staðgreiðslusamning Glitnis og mánaðarlegar greiðslur í 24 mánuði. Innifalið í afborgun er VSK, vextir og allur kostnaður. Hjá Ambra er öryggi ekki aðeins innantóm fullyrðing, heldur geta kaupendur verið fullkomlega áhyggjulausir um sinn hag. Við stöndum við okkar loforð. Hjá Ambra merkir afkastageta ekki aðeins skjótan svartíma og hraða vinnslu, heidur afburðagæði. Það sama á við um alla okkar þjónustu, vörur og sérfræðilega aðstoð. Hjá AMBRA felast góð kaup ekki aðeins í hagstæðu verði á tilteknum vélargerðum, heldur bjóðum við frábært verð á öllum vörum og þjónustu, sé miðað við gæði. Einstaklega hagstætt verð miðað við afköst. Örugg viðskiþti við áreiðanlegt fyrirtæki. Traustar vörur með AMBRA ábyrgð. Esm @|þúviH Á- Tölvunar í þessari auglýsingu eru aðeins tvö dæmi um þá möguleika sem þér standa til boða. Hægt er að aðlaga tölvuna nákvæmlega að þínum þörfum. Þú ákveður diskstærð, minni, skjástærð og velur þér þann aukabúnað sem þú vilt fá. Við útbúum svo tölvuna eftir þínum óskum fljótt og örugglega - Þér að kostnaðarlausul A M B R A NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 OO Alltafskrefi á undan »ac\NG i rEvmsla » Pall GisVason i í prófkjöri Sjálfstœðisflokks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.