Morgunblaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 35 Petra Helga Cliríst iansen —Minning Fædd 20. mars 1914 Dáin 21. janúar 1994 Elskuleg tengdamóðir mín lést á Borgarspítalanum 21. þ.m. eftir langvarandi veikindi. Kynni okkar hófust fyrir 17 árum er ég og dóttir hennar Rose-Marie felldum hugi saman. Petra var heilsteypt persóna og góðum gáfum gædd. Ljóðelsk var hún. Einar Benediktsson var hennar uppáhaldsskáld. Hún var ávallt já- kvæð og sáttfús. Aldrei bar skugga á vináttu okkar. Ég minnist margra góðra sam- verustunda er við Rósý áttum með Petru heima og heiman. Sérstaklega er mér minnisstæð ferð sem við fór- um með henni til London 1980, þar sem hún gekkst undir erfiða hjarta- aðgerð sem tókst vel. Tel ég það mikil forréttindi að hafa fengið að kynnast slíkri sæmd- arkonu sem Petra var. Petra fæddist í Siglufirði. Foreldr- ar hennar voru Helga Arngrímsdótt- ir úr Svarfaðardal og Sæmundur Jónsson, sjósóknari úr Fljótum í Skagafirði. Ung kynntist hún dönskum manni, Harry Christiansen. þau gengu í hjónaband 10. júní 1933 í Kaupmannahöfn. Eignuðust þau eina dóttur. Petra nam kjólasaum í Danmörku og útskrifaðist sem kjólameistari 1939. Eftir heimkomu í stríðsbyrjun stofnaði hún saumastofu er hún rak óslitið til 1960. Um það leyti festi hún kaup á litlu húsi við Njálsgötu þar sem hún bjó lengst af. Hún flutti í dvalarheimili aldraðra, Seljahlíð, 1990. Þar undi hún hag sínum'vel og kynntist mörgu góðu fólki. Að lokum vil ég geta þess að sam- band móður og dóttur var mjög náið og gott. Blessuð veri minning hinnar mætu konu. Sjá vetrarrósir í röðum. Hver rós er við mosa byrgð; en ilmur og angan af blöðum, þar ástvinahjörtu eru syrgð. Og enda, ef ekki sést rofa hið efra, um land og sjó, þær lýsa, að létt muni sofa það líf, sem aldrei dó. (Einar Benediktsson) Tengdasonur. Því varð allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guðmundsson) Á landi okkar er þörf á mikilli miskunnsemi og mannkærleika. Við verðum að anda djúpt og draga að okkur ilm vorsins, trúna á sjálft lífið og trúna á samband við annan heim, svo hugir okkar haldist hlýir og heil- brigðir. Það er erfitt að þurfa að sætta sig við að amma, sem alltaf hefur verið órjúfanlegur hluti af tilveru okkar, barnabarna hennar, sé látin. Við systkinin viljum minnast elskulegrar ömmu okkar sem and- aðist á Borgarspítalanum aðfaranótt 21. janúar eftir langvarandi veikindi. Amma fæddist í Siglufirði 20. mars 1914. Foreldrar hennar voru þau Sæmundur Jónsson, sjómaður, og Helga Arngrímsdóttir. Þau áttu þijár dætur, þær Dagbjörgu, Önnu og Petru. Amma kynntist ung afa okkar, dönskum fiðluleikara, Harry Christ- iansen, sem kom hingað til lands með hljómsveit sinni. Þau gengu í hjónaband í Kaupmannahöfn 10. júní 1933 og eignuðust eina dóttur, móður okkar, Rose-Marie Christa Christiansen. Amma útskrifaðist sem kjóla- meistari frá hinum þekkta skóla „Köbenhavns Tilskærer Akademi" í Kaupmannahöfn 15. maí 1939 og rak hún stóra saumastofu hér á landi um árabil. Elsku hjartans amma okkar, nú þegar komið er að kveðjustund er svo margs að minnast. Þrátt fyrir löng og érfíð veikindi þar sem gruna mátti að hvert stefndi er samt erfítt að sætta sig við það að amma sé ekki lengur hér á meðal okkar. Síð- Minning Ketill Gíslason Vinur minn Ketill Gíslason er dáinn. Hið hlýja handtak hans kólnar nú í gröfinni. Eg minnist kærs vinar. Aldrei fór styggðaryrði á milli okkar í langri sambúð þar sem við deildum húsnæði í Hveragerði. Hinn 15. þ.m. var vinur minn Ketill Gíslason lögfræðingur til moldar borinn á Eyrarbakka, þar sem hann ólst upp sem drengur. Seinna lá leið hans til Reykjavíkur í menntaskólann og Háskólann, þar sem hann nam lögfræði með góðum árangri. Eg minnist Ketils fyrst, þegar hann var að vinna í Sjúkra- samlaginu, en eg starfaði í prent- myndagerðini Leiftri, sem var í sama húsi. Við hittumst oft á göngunum, en um nánari kynni var ekki að ræða í það sinn. Hins vegar kynntist eg honum vel í Hveragerði, þar sem við vorum sambýlismenn um áraraðir og unn- um saman i gróðurhúsunum hjá Gísla Sigurbjörnssyni, þeim ágæta manni. Við Ketill vorum vanir að fara saman í gönguferðir þegar vel viðraði og komum þá gjarnan við í Kondítoríinu í Hveragerði, þar sem við spjölluðum saman og nutum veit- inga. Nú er hann farinn heim til Drott- ins Jesú Krists, sem hann trúði á síðustu ár ævi sinnar. Það var mitt hlutskipti að benda honum á boðskap Biblíunnar, sem hann tók við í trú og styrkti hann oft í ellinni og mun fylgja honum út yfír gröf og dauða. En nú er hann farinn og sakna eg hans mjög, því að ljúfari manni hefi eg ekki kynnst. Eg bið aðstand- endum hans blessunar Guðs í Jesú nafni. Eggert E. Laxdal. ustu mánuðir voru henni og hennar nánustu mjög erfiðir en móðir okk- ar, Rose-Marie, var hennar stoð og stytta allt til dauðdags. Við sem eftir erum og syrgjum þig reynum af fremsta megni að standa saman og hjálpa hvert öðru að takast á við sorgina í þeirri fullvissu að nú líði þér vel, engir verkir, enginn kvíði, aðeins friðsæld. Hugsunin reikar til baka og rifj- ast upp. Ýmsir atburðir liðinna ára koma upp í hugann og gefa lífinu gildi meira en áður. Efst er okkur í huga hversu gott var að leita til ömmu. Alltaf var hún til staðar fyrir okkur þegar við þörfn- uðumst hennar. Litla fallega húsið hennar, „ömmubú" eins og við köll- uðum það, stóð alltaf opið og maður fann að þangað vorum við alltaf velkomin hvenær sem var. Elsku sæta amma tók vel á móti okkur og umvafði okkur með ást og kær- leika. Amma var afar greind og víðlesin og virtist alltaf hafa svör á reiðum höndum við því sem okkur lá á hjarta og er sárt til þess að hugsa að geta ekki leitað oftar í viskubrunn henn- ar. Amma var afar glæsileg kona, fríð sýnum, tignarleg í framkomu, vel klædd og var eftir henni tekið hvar sem hún kom. Tókst ellinni aldrei að beygja hennar teinrétta bak, þótt margt yrði hún að reyna á langri og oft stormasamri ævi. Amma lifði fyrir fjölskyldu sína í æinu og öllu og var það með eindæm- um hversu hjartahlý og gjafmild hún var. Móðir okkar Rose-Marie hafði ömmu hjá sér í eitt ár á meðan hún beið eftir íbúð á vistheimilinu Selja- hlíð. Sá tími var mjög lærdómsríkur fyrir mömmu. Það var aðdáunarvert að sjá hversu einstaklega vel mamma hlúði að ömmu enda var samband þeirra mjög einlægt og náið alla tíð. Fráfall ömrnu hlýtur að skilja eftir mikinn söknuð í hjarta mömmu. Amma bjó fjögur ár í Seljahlíð og leið henni mjög vel þar. Hún hafði unun af því að hjálpa og leið- beina sér eldra og veikara fólki er þar býr og var hún mjög vel liðin og mátti oft á tíðum vart greina á milli hvort um starfsstúlku eða ömmu væri að ræða, svo hjálpsöm var hún. Elsku amma. Nú þegar þú ert farin, hugsum við til baka og efst í huga okkar er þakklæti fyrir að hafa átt þig sem ömmu.1 Söknuðurinn nístir hjörtu okkar. Það er þó stór huggun harmi gegn að vita til þess að þú munt örugg- lega bíða okkar með bros á vör og útbreiddan faðminn þegar að okkar tíma kemur. Megi algóður Guð styrkja móður okkar á sorgarstundu og lina sorgina í fullvissu um endurfundi. Þúsund þakkir fyrir allt, elsku amma. Hvíl þú í friði. Velkomnir, kirkju og valdastjómar menn!“ Hann varpaði kveðju á alla senn - einart, en án þess að þóttast. Svo gekk hann og yrti’ á hvem einn fyrir sig þeim orðum; „Ekki hræðir þu mig. Og biskup, ei heldur hræðist ég þig. Á himnum er sá, sem ég óttast." Min kirkja er lágreist og hrörlegt hof, en hver sá, sem gefur hér sjálfum sér lof, hann stendur með stafkarls búnað. Vesalings hroki af veraldarseim, með visnandi hendur þú þjónar tveim, því pð metur aldrei annað í heim en auðmýkt og hjartans trúnað. (Einar Benediktsson) Pétur Karl, Erla Sólveig og Kristján Harrý Kristjánsbörn. Láttu smátt, en hyggðu hátt, heilsa kátt, ef áttu bágt. Leik ei grátt við minni mátt. Mæltu fátt og hlæðu lágt. (Einar Benediktsson) Elsku sæta langamma okkar er dáin. Það er svo furðulegt að hún sé farin, allt gerðist svo hratt að við erum ekki búnar að átta okkur á að hún komi aldrei aftur, en við vonum að hún sé hjá okkur og hjálpi okkur í framtíðinni og segi okkur hvað sé rétt og rangt. Okkur systurnar langar til þess að kveðja elsku langömmu sem var okkur alltaf svo góð. Við sátum oft hjá henni og hlustuðum á sögumar hennar frá því að hún var ung. Okkur fannst langamma vera góð kona og við heyrðum hana aldrei tala illa um nokkurn mann. Elsku langamma, þakka þér kær- lega fyrir allt. Við biðjum góðan Guð að geyma þig. Dauðans stríð af þin heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja; meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesú, andláts-orðið þitt í mínu hjarta ég geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna ég burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson) Helga María, Lísa Rut, Linda Rós og Katrín Ósk Grétarsdætur. hejmsinp IR Tilboð fyrir hópa: 2.000 kr. afsláttur á mann ef í hópnutn em 15 manns eða fleiri. 40.000 kr. spamaóur fyrir 20 manna hóp. kr, a mannirm t tvíbýli í 3 nœtur og 4 daga á Hotel Sheraton Towson. Brottfarir á mióviku-, fimmtu- og föstudögum. Heimflug á sunnu-, mánu- og mióvikudögum. Veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur* í Baltimore bjóóum viö gistíngu á eftirtöldum gæóahótelum: Holiday Inn Inner Harbor, Sheraton Towson, Hyatt Regency, Days Im Inner Harbor og The Latham. *M.v. að greitt sé með minnst 14 daga fyrirvara. Innifalið er flug og gisting og flugvallarskattar. Böm, 2ja - 11 ára, fá 15.500 kr. í afslátt. Börn að 2ja ára aldri greiða 3.500 kr. Enginn bókunarfyrirvari. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18). QAlXAjS^ CE)S Frábært tækifæri til þess aö gera hagstæö innkaup; m.a. stærsta verslunarmiðstöð á austurströnd Bandaríkjanna, Towson Town Center. Heillandi miðbær með aragrúa veitingastaða, verslana, leikhúsa og skemmti- staða. Einstök söfh. Örstutt til höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington D.C. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi MMC Pajero stuttur v-6 árg. '90, blásans, ek. 51 þ. km., upph., 31" dekk, krómfelg., brettak. Verð 1650 þús. MMC Lancer 1500 GLX árg. ’89, grásans, ek. 75 þ. km., sumar/vetrardekk. Isuzu Crewcab bensín árg. ’92, steingrár, ek. 25 þ. km. Verð 1650 þús. M.A.N. 26362 árg. ’90, hvítur ek. 254 þús. km. Verð. 6.250 þús með vsk. Daihatsu Applause 4x4 árg. ’91, grásans, ek. 41 þ. km. Verð 990 þús. BILASALAN BILDSHOFÐA 3, SIMI 670333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.