Morgunblaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27, JANÚAR 1994 13 Umræður um skólamál eftir Kára Arnórsson Það er ánægjuefni hve skólamál í borginni hafa verið mikið til um- ræðu í fjölmiðlum að undanförnu. Sumpart er þetta vegna væntan- legra borgarstjórnarkosninga en einnig vegna skýrslu sem gerð hefur verið um þá þjónustu sem nefnd hefur verið heilsdagsskóli og fjöl- miðlar hafa greint frá. Inni í heitinu heilsdagsskóli, en sú nafngift hefur verið umdeild, felst að boðið er upp á heilsdagsvist- un fyrir nemendur. Hér er um mjög mikið framfaraspor að ræða og nær óskiljanlegt að ekki skuli fyrr hafa verið horfið að þessu ráði. Skólabörn í Reykjavík og foreldr- ar þeirra hafa fram til þessa búið við endalausan hrakning frá einum stað til annars yfir skóladaginn vegna mismunandi skólatíma. Ör- yggisleysið var því mikið og sífelld vandræði vegna vistunar barnanna þar sem báðir foreldrar voru útivinn- andi. Þetta hefur komið niður í ótal myndum, bæði hvað snertir aukna umferð þar sem flýtir hefur verið mikill til að koma flutningi af í há- degi og einnig hefur álagið sem þessu fylgir komið niður á vinnu foreldranna. En síðast en ekki síst er það þveitingurinn á börnunum eða þá að þau voru látin vera ein heima langan hluta úr degi. Það er því mikið ánægjuefni þegar skóla- málaráð hóf tilraun með þetta verk- efni í nokkrum skólum haustið 1992 sem síðan leiddi til allsherjar þátt- töku á þessu skólaári._ Þetta átak var gert að frumkvæði Áma Sigfús- sonar formanns skólamálaráðs og „Þetta átak var gert að frumkvæði Arna Sig- fússonar formanns skólamálaráðs.“ alger samstaða var um það meðal ráðamarina, en fulltrúi minnihlutans í skólamálaráði er Sigrún Magnús- dóttir. Fleiri breytingar hafa raunar verið að eiga sér stað í átt til fram- fara eftir að skipt var um Törystu í skólamálaráði. Vissulega var tími til þess kominn og skólamenn búnir lengi að beijast fyrir umbótum. I stöðu forstöðumanns Skóla- skrifstofu var ráðinn skólamaður og er hann jafnframt framkvæmda- stjóri skólamálaráðs. Það var mikil framför. Við sem lengi höfum barist fyrir umbótum á sviði skólamála í borg- inni, oft við daufar undirtektir væg- ast sagt, hljótum að fagna því þeg- ar til forystu veljast menn sem áhuga hafa og nennu til að fylgja eftir framfaramálum hvar sem þeir svo annars eru í flokki. Blikur á lofti Skólamál eru meginmál hvers byggðarlags, hvers samfélags. í þeim málaflokki hefur frammistaða borgarinnar nú hin síðari árin æði oft verið slök. Þáttaskilin nú eru því fagnaðarefni sem fyrr segir. Nú þarf að fylgja áfram því verki sem hafíð er. Heilsdagsskólinn er bara byijun. Næsti áfangi er einsetinn skóli þar sem allir nemendur eru samtímis í skóla. Daglegan skóla- tíma þarf að lengja frá því sem nú Kári Arnórsson er. Að þeim skólatíma liðnum verði svo boðið upp á lengri viðveru með heimanámsaðstoð og margs konar þroskandi tómstundastarfí. Því miður eru dökkar blikur á lofti varðandi þessa þróun þar sem fé er mjög skorið við nögl í fram- kvæmdum við skólabyggingar í fjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir 1994. Þetta er hryggileg staðreynd og dregur úr vonum manna að þeir nýju straumar framfara sem menn þóttust skynja fái framrás. Næsta stórátak Reykjavíkurborgar í bygg- ingarmálum er skólabyggingar svo hægt verði sem fyrst að byggja yfír börnin og láta þess vegna bygging- ar yfir listawerkin bíða um sinn. Það er áskorun mín til þeirra sem nú vinna að framboðsmálum í Reykjavík að þeir gæti þess að list- ana skipi fólk sem slær skjaldborg um skólamálin þannig að við getum þar orðið jafningjar annarra menn- ingarþjóða. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Fossvogsskóla. Abyrgur málflutn- ingur - sigurstrang- legnr frambjóðandi eftirÁslaugu Sigurbjörnsdóttur Það er mikilvægt að við sjálfstæð- ismenn í Reykjavík berum gæfu til þess í prófkjörinu 30. og 31. janúar að velja sterkan, samhentan og sig- urstranglegan framboðslista sem leitt getur flokkinn tii sigurs í borg- arstjómarkosningunum í vor. Hver og einn þátttakandi í prófkjörinu ber nokkra ábyrgð á því að vel takist til við val forystumanna flokksins í borgarstjóm. I kjörklefanum hlýtur sérhver sjálfstæðismaður að veija atkvæði sínu á sama hátt og ef hann einn hefði á sínu valdi hveijir skuli skipa framboðslistann og í hvaða röð. Þá geta sjálfstæðismenn aðeins haft eitt að leiðarljósi; það að fram- boðslistinn verði sem sigurstrangleg- astur í kosningunum. Því segi ég þetta og set þessi orð á blað að ég vil hvetja sjálfstæðis- fólk í Reykjavík til þess að tryggja með atkvæði sínu að Gunnar Jóhann Birgisson héraðsdómslögmaður hljóti góða kosningu í prófkjörinu og verði í hópi borgarfulltrúa flokksins á næsta kjörtímabili — hann á heima í fremstu röð þess fríða hóps sem úr er að velja. Eg hef þekkt til Gunn- ars Jóhanns um árabil og fylgst með störfum hans, ekki síst nú í prófkjörs- baráttunni. Mér hefur fallið málflutn- ingur Gunnars Jóhanns vel i geð og þykir hann einkennast af ábyrgðar- tilfinningu og virðingu fyrir sameig- inlegum hagsmunum okkar Reykvík- inga allra og mikilli yfírsýn yfir þau mál sem brýnast er að takast á við í borginni á næstu árum. Jafnframt hefur hann hvatt til skynsamlegra aðgerða til þess að Áslaug Sigurbjörnsdóttir „Mér hefur fallið mál- flutningur Gunnars Jó- hanns vel í geð og þykir hann einkennast af ábyrgðartilfinningu og virðingu fyrir sameigin- legum hagsmunum okkar Reykvíkinga allra.“ vinna gegn upplausn fjölskyldunnar í þjóðfélaginu og hlúa að hornstein- um mannlífsins. Reykvíkingum er fengur að því að maður sem leggur áherslu á hluti af þessu tagi í málflutningi sínum gefí kost á sér til starfa í borgar- stjórn. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Júlíus Hafstein borgarfulltrúa í 2. sætið REYNSLA FORYSTA ÁRANGUR Veljum kröftugan málsvara fyrir störf og stefnu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.