Morgunblaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 Tónleikar í Bústaðakirkju GISLI Magnússon píanóleikari og leikarnir klukkan 20.30. Gunnar Kvaran sellóleikari halda Þar munu þeir leika verk eftir tónleika í Bústaðakirkju sunnu- Beethoven, Bramhs, Jón_Nordal daginn 30. jánúar og hefjast tón- og Schostakovits. Námskeið fynr söngvara NAMSKEIÐ um röddina fyrir söngvara verður haldið laugar- daginn 5. febrúar kl. 12-18. Á námskeiðinu verður m.a. fjall- að um byggingu og hlutverk bark- ans, tal- og öndunarfæra, ýmsa þætti raddbeitingar, helstu radd- vandamál, raddvernd og aðra hag- nýta þætti fyrir söngvara, t.d. mat- aræði, slökun o.fl. Nánari upplýsmgar veita Bryndís Guðmundsdóttir og Þóra Másdóttir, talmeinafræðingur. KIRKJUSTARF______________ ÁSKIRKJA: Opið hús fyrir alla aldurshópa í dag kl. 14-17. Bibl- íulestur kl. 20.30 í safnaðarheim- ilinu. Fyrsta Mósebók. Árni Bergur Sigurbjömsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Mömmu- morgunn kl. 10.30. HALLGRÍMSKIRKJA: Opið hús fyrir foreldra ungra barna i dag kl. 10-12. HÁTEIGSKIRKJA: Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17. Kvöld- söngur með Taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. ÁRNAÐ HEILLA ára afmæli. í dag, 27. janúar, er fimmtugur Sigþór Ingólfsson skrifstofu- stjóri, Sæviðarsundi 66, Reykjavík. Eiginkona hans er Sólveig Kristjánsdóttir ritari. Þau taka á móti gestum á afmæl- isdaginn á heimili sínu milli kl. 20-23. LANGHOLTSKIRKJA: Aftan- söngur kl. 18. LAUGARNESKIRKJA: Kyrrð- arstund kl. 12. Orgelleikur, alt- arisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. NESKIRKJA: Hádegissamvera í dag kl. 12.10 í safnaðarheimii- inu. Umræður um safnaðarstarf- ið, málsverður og íhugun Orðs- ins. Þorragleði í safnaðarheimili laugardag kl. 16. Skemmtidag- skrá, söngur. Þátttaka tilk. kirkjuverði fyrir föstudag í s. 16783 milli kl. 16-18. BREIÐHOLTSKIRKJA: Mömmumorgunn föstudag kl. 10-12. SvanhildurH. Bergsdóttir kemur í heimsókn. FELLA- og Hólakirkja: Æsku- lýðsfundur 10-12 ára kl. 17 í dag. KÁRSNESSÓKN: Starf með eldri borgurum í safnaðarheimil- inu Borgum í dag kl. 14-16.30. SELJAKIRKJA: Frímerkja- klúbbur í dag kl. 17. ára afmæli. Laugardag- inn 29. janúar nk. verður fimmtugur Sigvaldi Ingimund- arson íþróttakennari, Kögurs- eli 24, Reykjavík. Eiginkona hans er Sigurrós Gunnarsdótt- ir. Þau taka á móti gestum á morgun, föstudag, í Húnabúð, Skeifunni 17, efstu hæð, eftir kl. 19. Leikhús í þorpinu _________Leiklist_____________ Bolli Gústavsson Leikfélag Akureyrar. Bar Par. Höfundur: Jim Cartwright. Þýð- ing: Guðrún J. Bachmann. Leik- stjóri: Hávar Siguijónsson. Leik- mynd og búningar: Helga I. Stef- ánsdóttir. Lýsing: Ingvar Björns- son. - Á þessum vetri hefur nokkur um- ræða orðið um leiklistargagnrýni. Sýnist ýmsum sem varlegt sé að taka mark á þeim dómum, er felldir eru um leiksýningar í fjölmiðlum. Að því er oftar en ekki vikið, að fæstir sem um leiklist rita í dagblöð séu sérstak- lega menntaðir í leikhúsfræðum. Þeirri staðhæfingu er gjarnan svarað á þá leið, að eðlilegt sé að óbreyttir áhorfendur og áhugamenn um þessa listgrein, fulltrúar úr hópi leikhúss- gesta, séu til þess valdir að fjalla um sýningar leikhúsanna til glöggv- unar því fólki, sem vill kynna sér hvað sé þar á seyði hveiju sinni og hefur hug á að njóta þess. Álit kröfu- harðra og hámenntaðra fræðimanna í listgreininni er að sjálfsögðu talið góðra gjalda vert, en mörgum þykir þeim hætta til að leggja of strangan kvarða á sýningarnar. Mér virðist það grundvallaratriði, að hver sá sem umsögn ritar í dagblað eftir að hafa horft á frumsýningu leikrits, eigi ekki að móta álit þeirra, sem lesa, heldur vekja þá til viðbragða, þegar þeir sjá verkið. Geti það leitt til umhugsunar og skoðanaskipta, þá er tilgangi umsagnar náð. Nú vill svo til, að sá sem hér ritar, hefur um áratuga skeið gegnt starfi sálusorg- ara og kynnst fólki við ýmsar að- stæður í gleði og sorg, meðbyr og mótlæti. Leiklistin endurspeglar mannleg samskipti á ýmsa vegu og því er ekki að undra, þótt hún veki áhuga þeirra, sem gegna því hlut- verki. Að sjálfsögðu kemur margt annað til og varðar hina listrænu hiiðar, svo sem nokkur þekking á bókmenntum, tilfinning fyrir tónum og þá ekki síð- ur auga fyrir myndum. En því er hér að þessu vikið, að mér var efst í huga á athyglisverðri sýningu LA á óvenjulegu leikriti í óvenjulegu um- hverfí, að þar er fjallað um margvís- ieg samskipti hjóna og hjónaleysa, sem sálusorgarar fá ósjaldan að kynnast. Átök, sem spretta af ýms- um orsökum, og siðast en ekki síst sorg, sem ekki hefur verið unnið úr, og bitrum afleiðingum þeirrar heft- ingar, er af henni getur leitt. Leikritið Bar Par, sem hér er fjall- að um, verður varla talið tii afreka á sviði fagurbókmennta, þótt það hafí þegar vakið mikla athygli og njóti vinsælda eins og fleiri verk breska Ieikskáldsins Jim Cartwr- ights. Það er ekki djúpsett, margsl- ungið listaverk. Meginstyrkur þess felst hins vegar í því, að leikstjóra og leikurum gefst fágætur kostur á að njóta fjölþættra hæfileika sinna, að bregða upp mörgum myndum, sem eru ólíkar, þótt allar sýni sam- skipti karls og konu, sem að kvöldi dags leggja leið sína á sömu krána. Og hiutverkin, sem eru fjórtán tals- ins, eru leikin af tveim leikurum, Þráni Karlssyni og Sunnu Borg. Leikstjórinn, Hávar Siguijónsson, hefur mótað athyglisverða sýningu við óvenjulegar aðstæður. Fyrir kjör- búð KEA í Gierárhverfi (löngum nefnt Þorpið fyrir norðan) hefur ver- ið breytt í krá og áhorfendur sitja við lítil, kringlótt borð andspænis barnum. Þar standa þau við af- greiðslu, Hann og Hún, kráareigend- urnir. Leikstjórn Hávars einkennist af fumleysi, svo honum tekst að skapa heilsteypta mynd úr mörgum brotum. Þar hjálpar til, að leikmynd Helgu I. Stefánsdóttur er vönduð og öllu hagalega fyrir komið. Ann- Samsýiiing- Myndlist Bragi Ásgeirsson í litla og notalega listhúsinu Greip á horni Hverfisgötu og Frakkastígs sýna um þessar mundir þijú ungmenni sitt verkið hver. Ekki getur þetta knappara verið og mætti kannski frekar nefna þetta uppsetningu (install- ation). Þó er ekki hægt að ve- fengja að hér sé um samsýningu að ræða þó slíkar bjóði yfirleitt upp á íjölþættara úrval. Ung- mennin eru þau Margrét Har- aldsdóttir Blöndal (f. 1970) sem sýnir lágmynd í gifsi, Asmundur Asmundsson (f. 1971) sem hefur hengt upp akryllitað skinn og Magnús Sigurðsson (f. 1966) sem er með tvískipta lágmynd af þorski og lúðu, (spónaplötur, málning og leir). Fyrirferðar- miklar eru myndirnar ekki, og að auki sýnist mér litlar breyting- ar hafa orðið á Ásmundi sem sýndi nýverið í Gerðubergi. Litur- inn sem hann notar á skinnið er harla kvenlegur og hef ég stund- um nefnt hann í gamni „stút- ungskerlingableikt" og að vonum heillar hann mig ekki beinlínis ef ekki kemur á móti annar iitur er dregur úr áhrifunum. Kannski virkar hann ögrandi á einhveija, jafnvel kynþokka- fullur, en ekki telst ég í þeim hópi og svo er formið í skinninu frekar slappt og kemur hug- myndafræði gerandans naumast nægilega greinilega til skila. Það er öllu meiri formræn geijun í óhlutlægri gifsmynd Margrétar, jafnvel svo mikil að skoðandinn fer að leita að þekkjanlegu formi í henni, en sem betur fer árang- urslaust. í gamla daga þótti það voðalegt áfall fyrir listamenn er aðhylltust óhlutlægt form ef eitt- hvað þekkjanlegt sást í mynd- heildum þeirra, en til allrar ham- ingju hafa viðhorfin breyst. En hins vegar er það ávallt aðal lista- verka ef þau eru hrein og bein og villa ekki á sér heimildir með einhverri jafnvægislist. Minni einungis á þetta, en hér hafa hlutirnir vafalítið gerst ósjálfrátt og verkið er síst lakara fyrir vik- ið. Lágmynd Magnúsar er þokka- lega útfærð hvað fiskaformið snertir, en spónaplöturnar virka full hráar. Verkið hefur í sér ýmsar vísanir til umhverfisins og atvinnusögu þjóðarinnar en áhrifin er mun frekar hlutlaus en ögrandi. í heild er þessi sýning hin snotrasta á veggjunum, en vissi gestur og gangandi ekki fyrir- fram að þetta væri sýning, færi hún sennilega framhjá flestum. Framkvæmdin í heild hefði að ósekju mátt vera ferskari og metnaðarfyllri. „ÞESSA LEIÐ BROUWN“ I Listhúsinu „Onnur hæð“ a Laugavegi 37 hefur verið opnuð sýning á nokkrum verkum hins dularfulla Stanley Brouwn, sem mun vera Hollendingur, en fædd- ur í Surinam. Eins og segir í einblöðungi „hafa verk Brouwn verið sýnd um alla Evrópu og hann er nú prófessor við listaakademíu Hamborgar. Verk hans fjalla um göngur, vegalengdir og mæliein- ingar. Hann hefur unnið sam- fellt, afar kerfisbundið og á vís- indalegan hátt að verkum sínum frá því um 1960, mörgum árum áður en byijað var að tala um hugmyndalist. Hann er álitinn brautryðjandi þeirrar tegundar listar. Á yfirborðinu virðast verk- in afar einföld og rökrétt en að baki liggur ákaflega sérstætt vinnuferli, og þegar grannt er skoðað eru niðurstöðurnar oft óvenjulegar og ekki einungis af- urðir einfaldrar rökhugsunar." Það sem til sýnis er staðfestir, að allt er þetta rétt að því við- bættu, að knappari tjáhugsun er naumast hægt að hugsa sér en getur að líta á þrem borðum sem verkin hafa verið staðsett. Er hér um að ræða mælieiningar úr stáli „eitt skref“, „einn fótur“ og „lík- amslengd“. Sjálfur er listamaður- inn samkvæmur myndhugsun sinni og er jafn torráður og verk- in. Hann er aldrei viðstaddur opnanir sýninga sinna og hafnar öllum blaðaviðtölum — vill helst vera „anonym", nafnlaus. Þetta aftrar því ekki að hann áritar teikningar sínar iðulega með setningunni „this way brouwn" og vegna hins knappa forms verður hún að dijúgu áhersluatr- iði á myndfletinum þannig að sjálfsvitund listamannsins er sjaldnast langt fjarri. En á þess- ari sýningu eru því miður engar teikningar heldur eru allar mæli- einingar úr stáli og þetta gerir framkvæmdina mun torskildari en ella. Að vísu liggja frammi bækur og sýningarskrár á af- greiðsluborði og getur hver og einn flett upp í þeim, en það er ekki það sama og ef teikningar væru t.d. í knöppu skipulagi á vegg eins og til áherslu stálverk- unum. Að öllu samanlögðu eru svona sýningar hvalreki á fjörur þeirra sem aðhyllast hugmyndafræði- lega list, en þeir sem ekki eru alveg með á nótunum hefðu gjaman viljað örlitla leiðsögn inn í hugarfylgsni listamannsins. Slíkar sýningar búa yfir vissu meinlæti og skírskotun til ákveð- inna þátta innan myndlistar, sem á sína áhangendur úti í hinum stóra heimi, en hér í fámenninu verða þeir að óverulegri mæliein- ingu og því er upplýsingastreymi sýnu mikilvægara en annars staðar. Metsölublaðáhverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.