Morgunblaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1994 Prófkj örshugleið- ingar um vand- virkni og vinsældir Prófkjöríð eftir Skarphéðin Ossurarson eftir Kjartan Gunnar Kjartansson í rúma þijá áratugi hafa prófkjör vegna framboðslista sjálfstæðis- manna í borgarstjórnarkosningum verið mikilvægur þáttur í sjálfum kosningaundirbúningnum. Próf- kjörin hafa stóraukið kynningu á borgarmálefnum, skapað umræðu um þau og eru fyrir löngu orðin óaðskiljanlegur hluti af lýðræðis- hefð borgarbúa. En prófkjörum fylgir óhjákvæmi- lega brambolt og uppákomur, bros- legar eða grátbroslegar — allt eftir því’hversu aivarlegum augum menn líta mannlífið. Borgarfulltrúar eru því vanastir að vera hundeltir af ótíndum al- menningi með patentlausnir á hveijum fíngri og stöðugar kröfur um alls kyns fyrirgreiðslu. En þeg- ar u.þ.b. tíu dagar eru í prófkjör snúa virðulegir borgarfulltrúar vörn í sókn og heimta viðtal við almenn- ing. Skrifstofur eru opnaðar um allan bæ, hellt er upp á könnuna og gestum og gangandi boðið upp á kaffi og kleinuhringi, bara ef þeir reki inn nefið og heilsi upp á brosandi frambjóðandann. Þeir frambjóðendur sem ekki opna skrif- stofur auglýsa leynisímanúmerið sitt í dagblöðum og grátbiðja Pétur og Pál um að hringja nú endilega og spjalla. Svo fá menn bæklinga með gluggapóstinum og greinar birtast í blöðum þar sem ólíklegustu greinarhöfundar tvinna saman há- stemmdustu lýsingarorð tungunnar um mannkosti sinna frambjóðenda. Og auðvitað eru allir þessir fram- bjóðendur sérstaklega reyndir, ábyrgir, traustir og heiðarlegir, víð- sýnir, framsýnir, framtakssamir og sjálfstæðir, svo eitthvað sé nefnt. Ég er einn þeirra sjálfstæðis- manna sem í þessa þijá áratugi hafa reynt að mynda sér sómasam- lega skoðun á frambjóðendunum hveiju sinni, þrátt fyrir allt uppi- standið. Og þar sem ég veit ekki til þess að ég sé neitt sérstaklega illa kynntur — þrátt fyrir allt — og hef þar að auki hreint sakavottorð — hefur það oft hvarflað að mér að lýsa því yfir í blöðum hveija frambjóðendanna ég telji frambæri- legasta hveiju sinni. En einmitt þegar lýsingarorðagreinarnar taka að fýlla síður blaðanna hef ég alltaf lagt árar í bát og þótt einfaldlega nóg að gert. En nú get ég ekki lengur orða bundist. Ég held nefnilega að það hafi sjaldan skipt meira máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík, en einmitt nú, að kjósendur flokksins i prófkjöri láti yfirvegaða ígrundun ráða vali sínu, fremur en yfirborðs- kennt auglýsingaskrumið og þá fjármuni sem að baki því býr. Þvi •;>þar er ekki alltaf allt sem sýnist. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, eftir veruleg og áralöng kynni af allflestum núverandi borgarfulltrú- um flokksins, að Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson sé lang best að því kom- inn að skipa annað sæti listans eft- ir borgarstjóranum. Stretsbuxur kr. 2.900 Mikib úrval af allskonar buxum Opib ó laugardögum kl. 11-16 „Ég held nefnilega að það hafi sjaldan skipt meira máli fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavík, en einmitt nú, að kjósendur flokksins í prófkjöri láti yfirvegaða ígrundun ráða vali sínu, fremur en yfirborðskennt aug- lýsingaskrumið.“ Þegar Vilhjálmur settist fyrst í borgarstjórn árið 1982 var honum falin formennska skipulagsnefndar, sem er éitthvert vandasamasta og veigamesta trúnaðarstarf borg- arstjórnar. Þá þegar kom berlega í ljós að hann var fyllilega þeim vanda vaxinn að leiða skipulag Reykjavíkur þegar teknar voru stefnumótandi ákvarðanir um fram- tíðarbyggð norðan Grafarvogs, unnið var röggsamlega að skipulagi nýrrar íbúðabyggðar og tryggt nægt framboð á byggingarlóðum eftir áratuga úthlutunarpólitík. Ýmislegt fleira mætti tína til úr skipulagsstarfinu sem hefur mak- lega aukið hróður Vilhjálms hjá hvoru tveggja, starfsmönnum borg- arskipulagsins og hinum kjörnu fulltrúum. En fátt sýnir betur árangur hans í starfi og það traust Kjartan Gunnar Kjartansson. sem þar fylgir, en þau trúnaðar- störf sem honum hafa síðan verið falin. Vilhjálmur er nú varaformað- ur borgarráðs þar sem borgarstjóri er formaður. Þá hefur hann sem formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga verið einhver skeleggasti málsvari sveitarfélaganna í stöðugu stappi þeirra við ríkisvaldið um verksvið og tekjustofna. Eftir því sem ég fylgist lengur með íslenskum stjórnmálum verður mér það æ ljósara hversu mikilvægt það er — stjórnmálamönnum sjálf- um og almannaheill — að þeir taki sig ekki of hátíðlega. Vilhjálmur er tvímælalaust í þeim fámenna hópi stjórnmálamanna sem taka vel unnin verk sín fram yfir hugsanleg- ar vinsældir líðandi stundar. Við þurfum á fleiri slíkum að halda, því prinsiplausir dýrkendur eigin per- sónu valda hvergi meiri skaða en einmitt á vettvangi stjórnmálum. Höfundur er blaðamaður. Margir telja að nýir vendir sópi best. Vissulega er hægt að finna því stað í vissum tilfellum. En ein- hlýtt er það ekki. Það er ekki hægt að fallast á að ungt fólk, sem ekki þekkir öldrunina nema af afspurn, haldi betur á málefnum þeirra sem standa í fjörbrotum áranna sem að baki eru, heldur en þeir sem um langa hríð hafa farsællega haft margvíslega forustu um velferð þeirra sem ellin mylur síðan að skari. Þeim fjölgar stöðugt sem hljóta að lúta því. Það hefir komið í hlut Páls Gísla- sonar læknis í borgarstjórn Reykja- víkur að leggja línumar um veiferð þess fólks sem öldrunin hefir beygt þannig til hlítar. Hljóðlega hefir hann unnið og ekki farið offari. Læknisfræðileg þekking, skiln- ingur og yfirvegað raunsæi hefir leitt hann þar til sætis í heimi reynsl- unnar, að aðrir standa honum ekki jafnfætis á því sviði sem hann hefir helgað sér í öldrunarmálum borgar- innar. Hingað til hefir reynslan ver- ið talin ólygnust um hæfni manna sem og annað sem orkar tvímælis. Það er líka önnur hlið á málinu, sem fellur að þessari sem þegar er nefnd. Sem æskumaður og ungur maður kom Páll Gíslason til áhrifa í skátahreyfingunni. Þar varð hann mikill og fjölhæfur foringi, með leit- andi, viðkvæmar sálir ungæðisins undir armi sínum. Þar risti hann dýrar rúnir í ómótaðan leirinn. Þar flutti hann óð frá háleitum leiðum til þroska og manngildis ungmenn- um samtíðar sinnar, sem eiga ennþá í minni „liðin sumur og yndisleg vor“. Þannig er það samofið í sál þessa Páll Gíslason. „Það hefir verið ævi- starf Páls Gíslasonar að milda og bæta.“ drenglundaða manns að standa þar í fylkingarbijósti sem viðkvæmast er í mannlífinu og mildustum hönd- um þarf að fara um, þar sem er æskan og ellin. Það hefir verið ævi- starf Páls Gíslasonar að milda og bæta hvert það mein, sem hann hefir komið höndum að á farsælum ferli. Það væri virðingarleysi við þenn- an mæta mann að setja hann ekki í annað sætið á lista Sjálfstæðis- flokksins í prófkjörinu. Það væri glópska gagnvart borgurunum að hafna honum. Höfundur er verslunarmaður. Sveinn Óskar Sigurðsson bjóðendanna í þessu prófkjöri. Hún hefur nýtt öll tækifæri til að koma málefnum sínum á framfæri og það er ljóst, að hún hefur margt til brunns að bera. Hún færir okk- ur í Sjálfstæðisflokknum sem og landsmönnum öllum nær því sam- félagi sem við munum þróast i um ókomna framtíð, samfélagi án hafta, án ójafnréttis og kynþátta- fordóma. Ég vil skora á allt sjálfstæðis- fólk í Reykjavíkurborg að veita Amal Rún brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 30. og 31. jan- úar. Með því eruð þið ekki einung- is að velja frambærilega mann- eskju með málefnalegan og traust- an grundvöll heldur einnig að höggva á haldreipi þeirra er vegið hafa að þessari göfugu manneskju. Ég treysti Amal Rún til að gegna trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, borgarbúum sem og öllum landsmönnum til heilla. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna ogncmandi viðHásfíóla Islnnds. Orðræða til stuðnings Amal Rún Qase Veitið ungri, einstæðri móður brautargengi Kynþáttafordómar * eftir Svein Oskar Sigurðsson Undarlegt þykir mér það þjóðfé- lag, sem getur virst svo slétt og fellt, nánast heillandi, en þegar nánar er að gáð blasir við hug- skotssjónum manns ótrúleg grimmd nokkurra einstaklinga samfélagsins gagnvart blásak- lausu fólki. Kynþáttafordómar eru stað- reynd hér á landi. Misviturt fólk telur sig geta fellt dóma um ein- staklinga af öðrum kynstofnum en lætur vera að líta í eigin barm. Ég vil halda því fram að fólk sem haldið er fordómum sem þessum eigi einfaldlega við ákveðið félags- legt vandamál að stríða. Það er félagslega einangrað, óþroskað og óupplýst. Sú grimmd sem ríkir er afleiðing þessa veikleika sem býr nú í íslensku samfélagi og ábyrgð- in hvílir á því fólki sem eftir stend- ur með heilbrigða skynsemi. Okkur ber að upplýsa og fræða hinn al- menna borgara og ekki síður kom- andi kynslóðir um að fólk af öðrum þjóðfiokkum býr yfir öllum þeim mannkost.um er við höfum til að bera. Við lifum við mismunandi að- stæður og eflum menningu okkar og þroskum hana með hliðsjón af menningu annarra þjóða og þjóðar- brota. Með því að geta tekið á móti ferskum menningarstraum- um og nýjum þjóðfélagsþegnum af öðrum kynstofnum og litið á þá sem íslendinga, náum við að veikleiki í íslensku samfélagi „Ég vil skora á allt sjálfstæðisfólk í Reykjavíkurborg að veita Amal Rún braut- argengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 30. og 31. janúar. Með því eruð þið ekki einungis að velja frambærilega manneskju með mál- efnalegan og traustan grundvöll heldur einnig að höggva á haldreipi þeirra er vegið hafa að þessari göfugu mann- eskju.“ þroska okkur sem göfugar mann- eskjur, göfuga þjóð. Með það í huga að ung íslensk kona hefur sætt rógburði og hótun- um um líkamsmeiðingu einungis vegna kynþáttar síns, mun ég vilja að almenn umræða um þessi mál fari fram hið allra fyrsta. Koma verður í veg fyrir að óvægin grimmd, vankunnátta og veikleiki misviturra einstaklinga verði sak- lausu fólki að fjörtjóni. Með þetta að leiðarljósi mun ég æskja þess að fram fari opin umræða um þessi mál innan sem_ utan flokkspólití- skra samtaka. Ég tel að hið opin- bera eigi að ríða á vaðið enda ber því að vernda borgara sína með einum eða öðrum hætti þegar sam- félagsleg meinsemd sem þessi hef- ur komið upp á yfirborðið meðal íslensku þjóðarinnar. Amal Rún á fullt erindi í íslensk stjórnmál Amal Rún er ung, islensk kona og býður sig nú fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þessi unga, einstæða móðir hefur grund- vallað baráttu sína á dagvistarmál- um, öldrunarmálum, æskulýðs- og íþróttamálum, heilbrigðismálum, málefnum er varða margar stofn- anir borgarinnar og yfirleitt mál- efnum er snúa beint að hagsmun- um allra borgarbúa og þjóðarinnar allrar. Hún hefur með málefnaleg- um hætti bent ítrekað á það ójafn- rétti sem ríkir innan Kvennalist- ans, ójafnrétti er meinar einstakl- ingum að gegna trúnaðarstörfum vegna kynferðis. Amal Rún var alin upp við óbærilegt og miskunn- arlaust ójafnrétti og ber því skyn- bragð á þá meinsemd er ríkir í flokksómynd þeirri er nefnist Kvennalistinn. Við vitum mæta vel að það þarf ótrúlega mikið fjármagn, stóran og tryggan hóp vina og ættingja og tengsl víða í okkar flókna sam- félagi til að geta rekið kosninga- baráttu fyrir prófkjör innan Sjálf- stæðisflokksins. Ung, íslensk kona, sem nýlega hefur gerst íslenskur ríkisborgari, stundar nám og hefur barn á framfæri, hefur ekki kost á að reka kosningabaráttu sína með sama hætti og flestir fram-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.