Morgunblaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIB FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 47 ; Krummi krunkar úti HAGSÝNI OG AÐHALD - VELJUM Frá Sigfúsi Steindórssyni: Enn er verið að þrengja að bænd- um. Nú verða þeir að fara að hugsa sinn gang, og losa sig við eitthvað af þessum ómögum sem þeir eru búnir að hafa á framfæri sínu í áratugi. Nú þurfa þeir að taka sölu- mál landbúnaðarvara í sínar hendur og umfram allt fækka milliliðum. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þess- ar línur er sú að þegar ég frétti að búið væri að stofna nýtt umboðs- sölufyrirtæki og hræið af Goða, sem Löggæsla frá ríki til borgar Frá Agli Sigurðssyni: ÉG TEK heilshugar undir kjörorð Gunnars Jóhanns Birgissonar í prófkosningum Sjálfstæðisfiokks- ins þess efnis að yfirstjórn lög- gæslu verði færð aftur undir borg- aryfirvöld frá ríki (sjá Morgunblað- ið 12. janúar). Svo margt virðist nú fara úrskeiðis þar. Lögreglu- menn virðast hvergi kunna við sig nema á rápi í bílum sínum fram og aftur úm götur. Þeir hafa fengið flota ómerktra lögreglubifreiða til að fylgjast með rauðum umferðar- ljósum og þeir hafa sett upp sjón- varpsskerma um alla borgina í sama skyni. Nýlega fréttu þeir af tæki í Svíþjóð til að mæla hraða í umferð- inni úr bílstjórasætinu — og vilja ólmir fá slík tæki. Hinsvegar er lip- urmennskan minni þegar þeir eru beðnir um viðvik, t.d. að losa bíl úr snjó fyrir vegfarendur, skakka leik í fjölskylduátökum o.fl. sem þeir hafa lengi sinnt. „Við höfum ekki tíma,“ er viðkvæðið. Njósnir og bófahasar virðast taka hug þeirra allan. EGILL SIGURÐSSON, Mávahlíð 29, Reykjavfk. LEIÐRÉTTIN G AR Föðurnafn mis- ritaðist Þau leiðu mistök urðu við vinnslu myndatexta greinar sem birtist í Morgunblaðinu í gær um níræðisaf- mæli Kvenfélagsins Hringsins, að föð- urnafn Víkings H. Arnórssonar, pró- fessors, misritaðist. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðinga á þessum mistök- um. ________ Röng tala Á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í gær er skýrt frá tapi ríkisins vegna gjald- þrota á árunum 1990 til 1992. Þar var rangt farið með sjóðsnafn, Iðnl- ánasjóður varð að Iðnþróunarsjóði. Það var sem sagt Iðnlánasjóður, sem tapaði 535 milljónum króna. Sambæri- leg tala fyrir Iðnþróunarsjóð er hins vegar 168 milljónir króna. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangur titill Vegna fréttar um frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu f Hafnarfirði, sem birtist í Morgunblað- inu síðastliðinn fimmtudag var rangt farið með titil Amar Tryggva John- sen. í fréttinni var hann titlaður verk- fræðingur, en hið rétta er að hann er að ljúka námi í verkfræði. Þetta er önnur rangfærsla f starfslýsingu fram- bjóðenda í Hafnarfirði, sem Morgun- blaðið birtir, en upplýsingarnar voru fengnar úr prentuðum upplýsingum um frambjóðendur úr blaðinu Hamri. Beðist er velvirðingar á þessu. Einleikarapróf, ekki burtfararpróf Sigrún Grendal Jóhannesdóttir og Pálfna Árnadóttir eru að ljúka einleik- araprófum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík en ekki burtfararprófum eins og ranghermt var í fyrirsögn og texta fréttasamtals við þær í Morgun- blaðinu í gær. Einnig var það á mis- skilningi byggt að ákveðið væri að Sigrún héldi til framhaldsnáms í Bandaríkjunum í haust. er gjaldþrota, notað sem undirstaða leist mér ekki á blikuna. Nær hefði verið að dysja Goða endanlega svo ódaunninn af hræinu dúsnaði ekki um allt land. Mér dettur í hug að nokkrir krummar hafi setið á hræ- inu og krunkað eymdarlega, verið hræddir um að þeir fengju ekkert í gogginn. Nú er spurningin: Hver sá aumur á þeim og hver stofnaði þetta fyrir- tæki? Gott væri að fá það upplýst! Nú veit ég ekki hvað margir krummar krunkuðu í kringum hið gjaldþrota fyrirtæki Goða, en ein- hveijir af þeim hugsa sér að hafa viðurværi sitt af þvf að hoppa krunkandi kringum þetta nýstofn- aða fyrirtæki, sem ég veit ekki hvað heitir en kalla það Krummi krunkar úti, og ef það nær fótfestu og heldur að fleiri geti haft fram- færi sitt með því að halda áfram að arðræna bændur, geta þeir hald- ið áfram með gömlu vísuna, Krummi krunkar úti. Nú er verið að slátra hrossum á Japansmarkað í sláturhúsi KS á Króknum. Krummarnir fréttu það og komu tveir fljúgandi að sunnan, hafa talið að þeir kæmust í feitt, enda hrossin feit. Hversvegna tveir? Sennilega svo að þeim leiddist minna. Þeir settust hjá Hótel Mælifelli og fóru svo að krunka í hrossaketið í sláturhúsi KS. Mér dettur í hug að þeir á slát- urhúsi KS sem vinna við sláturstörf allt árið og eru glöggir menn, hafi meira vit á því að meta kjötið en þessir krummar að sunnan. Nú þarf ég að fá að vita hvað þessi ferð kostaði. Til dæmis hve marga hrossaskrokka? Þessi óþarfa aukakostnaður lækkar endanlegt verð til þeirra sem áttu hrossin og var það þó ekki hátt fyrir. Málefni landbúnaðarins hafa ver- ið í hinum mesta ólestri síðan farið var að gera tilraun til að stjórna honum af þessum pappírsbúkum fyrir sunnan, þeir vita ekki sitt ijúk- andi ráð. Ýmsar tillögur hafa komið fram um stjórnun landbúnaðarmála, sumar fáránlegar. Nefnt hefir verið að hagkvæmast sé að hafa búin stór og fá. Ég tel að hagkvæmast sé að hafa búin ekki stærri en svo að meðal fjölskylda ráði við að reka þau, án þess að kaupa vinnuafl að. Núverandi formaður Stéttarsam- bands bænda er búinn að prófa að búa stórt, og allir sem eitthvað fylgjast með vita hvernig það ævin- týri endaði. SIGFÚS STEINDÓRSSON, Víðigrund 8, Sauðárkróki. VELVAKANDI HEILAHUFI ELÍN og David Phifer og fjöl- skylda þeirra, sem búa á jarð- skjálftasvæðinu í San Fernando- dalnum í Kaliforniu, báðu fyrir þau skilaboð til ættingja og vina á íslandi, að þau væru heil á húfi og ekkert amaði að. Þau báðu fyrir sérstaklega góðar kveðjur til allra ættingja og vina heima. GÓÐ ÞJÓNUSTA HJÁ BRIMBORG MIG langar að þakka starfsfólki þjónustudeildar Brimborgar á Bíldshöfða 6 fyrir góða þjónustu til margra ára. Sérstaklega þakka ég Birgi, skrifstofustúlk- unni og viðgerðarmönnum fyrir þægilegheitin og einnig fyrir kaffisopann sem alltaf stendur til boða. ZY-502 ÁSKORUN TIL BÆNDA GUNNAR Ingimundarson hringdi og vill skora á sauma- stofur og gæruframleiðendur að nýta nú íslensku gæruna til þess að sauma og markaðssetja 1. flokks varning, t.d. kerru- og vagnapoka fyrir börn. Þetta hef- ur hann séð markaðssett með góðum árangri í Svíþjóð og hví skyldum við íslendingar ekki gera þetta sama? Hráefnið er til, saumastofur eru reknar með hálfum afköst- um og þeir eru margir sem vant- ar vinnu. Þetta sparar gjaldeyri og við eigum að markaðssetja það sem okkur hefur nýst vel í gegnum aldirnar. Horfum fram á veginn. Þetta er áskorun til bænda um að fara vel með ullina og gærurnar. ÚTRÝMUM ATVINNULEYSI OKKAR ástkæri söngvari, Krist- ján Jóhannsson, og fleiri segja við eigum fyrst að gera kröfur til okkar sjálfra. Þetta er rétt. Væri ekki möguleiki fyrir Dags- brún, það stóra og öfluga félag, að stofna sitt eigið fyrirtæki sem gæti veitt tugum ef ekki hund- ruðum manna vinnu. Yrði þetta að veruleika þá yrði atvinnuleysi Dagsbrúnarmanna úr sögunni. Það hefur ætíð verið, og mun ætíð verða undir hælinn lagt hvort Pétur eða Páll taki mann í vinnu. Þetta ættu Dagsbrúnar- menn að athuga. JH TAPAÐ/FUNDIÐ Hjól fannst FJÓLUBLÁTT 21. gírs karl- mannshjól fannst í húsagarði við Hæðargarð. Upplýsingar í síma 32999. Peningar töpuðust PENINGAR í umslagi töpuðust í Austurstræti sl. föstudag. Heiðarlegur finnandi hafi vin- samlega samband í síma 73383. Fundarlaun. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA með fimm lykl- um, þar af einum bíllykli, fannst á Furumel við Grenimel sl. sunnudagskvöld. Upplýsingar í síma 10849 eða 686809. fikeypis iögfræöiaöstoö á hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012 0RAT0R# félag laganema Guðrúnu Zoéga borgarfulltrúa í 3. sæti í prófkjöri 30. og 31. janúar nk. Skrifstofa stuðningsmanna er í Síðumúla 8., 2. hæð. Opið kl. 14-22 virka daga og 13-18 um heigar. Símar684490 og 684491. Stuðningsmenn. Upplýsingaskrifstofa Björgólfs Guðmundssonar Vatnagörðum 28 S 88 30 44 • 88 30 45 gP Opið 13-22. Allir velkomnir! PROFKJOR SJALFSTÆÐISMANNA RRENTDUFT A BESTA VERDINU! I I i Við bjóðum prentduft (toner) / alla Hewlett Packard prentara á besta verðinu í bænum. Og meira en það: Við kaupum af þér gömlu prenthylkin! Njóttu öryggis með rekstrarvörum frá... £,e'Vi_err -5££í<4flo , \ Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 Stuðningsmenn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa og varaformanns borgarráðs hafa kosningaskrifstofu í Skeifunni 11,3. hæð (í sama húsi og Fönn) Opið alla daga ki. 13-21 Símar: 682125 og 682512 Verið velkomin [ Vilhjálmur óskar eftir stuðningi í eitt efsta sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Stöndum saman og veljum hæfa einstaklinga til forystu. Sterkur framboðslisti tryggir áframhaldandi trausta forystu | Sjálstæðismanna í Reykjavík. I - Kjósum Vilhjólm Þ. Vilhjálmsson í eitt efsta sæti prófkjörslista Sjálfstæðisflokksins. Stuðningsmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.