Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994_ ___________ERLEINIT Fullyrðing rannsóknarmanna um bandaríska fiskmarkaði INNLENT Markús efstur MARKÚS Örn Antonsson varð efstur í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík, en tíu efstu í prófkjörinu hlutu bindandi kosningu. í 2. sæti varð Ámi Sigfússon, í 3. sæti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, í 4. sæti Inga Jóna Þórðardóttir, í 5. sæti Hilm- ar Guðlaugsson, í 6. sæti Gunnar Jóhann Birgisson, í 7. sæti Guð- rún Zoéga, í 8. sæti Jóna Gróa Sigurðardóttir, í 9. sæti Þorberg- ur Aðalsteinsson og í 10. sæti Ólafur F. Magnússon. Fjórir borgarfulltrúar ilokksins, Anna K. Jónsdóttir, Júlíus Hafstein, Páll Gíslason og Sveinn Andri Sveinsson, féllu niðut fyrir tíu efstu sætin. 14,6 milljarðar í ríkisskuldabréfum Skuldabréf ríkissjóðs fyrir 200 milljónir Bandaríkjadala eða 14,6 milljarða króna voru seld á bandarískum fjármagnsmarkaði og fengu færri bréf en vildu. Bréfin voru seld með 0,57% álagi á vexti af tíu ára ríkisskuldabréf- um Bandaríkjanna þannig að ávöxtun þeirra er um 6,2%. Kristni boðið á Scala Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari hefur fengið tilboð frá Scala-óperuhúsinu um að syngja ERLENT Hernaðar- leg áhrif Rússa aukin í Georgíu BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, og Edúard She- vardnadze, leiðtogi Georgíu, undirrituðu á fímmtudag vin- áttu- og samstarfssamning sem eykur hemaðarleg áhrif Rússa í Georgíu til muna. Rússar skuld- binda sig m.a. til að byggja upp nýjan her í Georgíu og fá í stað- inn þijár mikilvægar herstöðvar í landinu. Leiðtogar allra þing- flokkanna á rússneska þinginu höfðu sent Jeltsín skriflega áskorun um að undirrita ekki samninginn þar sem þeir óttast að Rússar kunni að dragast nauðugir í átökin í georgísku héruðunum Abkhazíu og Suður- Ossetíu. Samningurinn hefur einnig verið gagnrýndur harð- lega í Georgíu, enda ríkir þar mikil andúð á Rússum. Úkraínuþing hyggst staðfesta afvopnunarsamninginn ÚKRAÍNSKA þingið hyggst staðfesta samning sem forsetar Bandaríkjanna, Rússlands og Úkraínu gerðu um upprætingu kjamavopna á úkraínsku land- svæði á fundi sínum í janúar. Formaður utanríkismálanefndar þingsins sagði að andstaða við samninginn hefði minnkað hratt — hlutverk Sarastrós í ópemnni Töfraflautunni síðla á næsta ári. Ekki er víst að Kristinn geti tek- ið tilboðinu vegna annarra til- boða um að syngja sem ber upp á sama tíma. Eftirspum eftir frystri loðnu Mikil eftirspurn er nú eftir stórri heilfrystri loðnu á Japans- markað og gæti verðmæti loðnu og hrogna numið tveimur millj- örðum króna, en á síðasta ári* nam útflutningsverðmætið um 600 milljónum króna. Óvissa notuð til að breyta launum Formenn verkalýðsfélaga og samtaka þeirra telja sumir að mikið sé um það um þessar mundir, að vinnuveitendur lækki yfírgreiðslur á launataxta og felli niður fasta yfírvinnutíma starfsfólks með beinum samn- ingum við starfsfólkið eða með uppsögn þessara kjara. Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusam- bands íslands, segir að atvinnu- rekendur séu að nota sér slæmt atvinnuástand til að breyta áður umsömdum kjörum fólks. 1.050 eru atvinnulausir hjá VR Rúmlega 90 manns hafa bæst við á atvinnuleysisskrá síðustu tvær vikur hjá VR og hefur þá atvinnulausum hjá félaginu fjölgað um tæplega 400 frá jan- úar í fyrra. Samtals eru nú 1.050 atvinnulausir og þar af eru 150 sem hafa verið atvinnulausir í meira en heilt ár og eru án bóta. að undanfömu eftir að menn gerðu sér grein fyrir því að í honum væri ákvæði um að landa- mærum Úkraínu yrði ekki breytt, en rússneskir þjóðemi- söfgamenn hafa gert landakröf- ur á hendur Úkraínu. Bosníu-Serbar undirbúa allsheijarherútboð YFIRSTJÓRN hers Serba í Bosníu tilkynnti á mánudag að fyrirhugað væri allsheijarherút- boð til að leiða stríðið í landinu til lykta. Allir vopnfærir karl- menn yrði kvaddir í herinn og sérsveitir stofnaðar fyrir konur. Tilkynningin er svar herstjómar- innar við umræðum á Vestur- löndum um hugsanlegar loftá- rásir Atlantshafsbandalagsins á serbneskar stórskotasveitir við tvær borgir í Bosníu. Rússneski þjóðernisöfgamaðurinn Vladím- ír Zhírínovskíj sagði að Rússar myndu refsa NATO fyrir slíkar árásir. Andstaða við kvótakerfi í Færeyjum MIKIL andstaða er í Færeyjum, jafnt á lögþinginu sem meðal almennings, við kröfu dönsku ríkisstjómarinnar um að tekið verði upp kvótakerfi til að vernda fískstofnana við eyjamar. Danir setja kvótakerfið sem skilyrði fyrir því að Færeyingum verði hjálpað við að greiða af erlendum skuldum. Margir Færeyingar óttast að byggðamynstrið tæki miklum breytingum ef kvóta- kerfí með framseljanlegum kvót- um yrði tekið upp, einkum myndu þær byggðir sem ein- göngu lifa á afla smábáta verða hart úti. Álverð hækkar ÁLVERÐ hækkaði um 15 dollara í 1.305 dollara tonnið á fímmtu- dag og hefur ekki verið hærra í 16 mánuði. Álframleiðendur ger- ast nú æ bjartsýnni á að þeim takist að minnka gífurlegar birgðir sínar í kjölfar samkomu- lags helstu álframleiðsluríkjanna um að draga úr framleiðslunni. Helmingur ferska fisksins mengaður Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. RÚMUR helmingur alls fisks, sem seldur er ferskur í Bandaríkjunum, er meira eða minna mengaður, að því er fram kom í sjónvarpsþætti ABC-sjónvarpsins á fimmtudagskvöld. Sjónvarpsmennirnir fóru á helstu fiskmarkaði landsins og rannsókn- arfólk á vegum sjónvarpsins réð sig til afgreiðslustarfa í fískdeildum stór- markaða og öðrum fískbúðum. Rann- sóknin tók sex mánuði og kom í ljós að reglur um meðferð físks eru víða brotnar. í þættinum kom fram að Banda- ríkjamenn vildu gjaman borða físk vegna þess að hann er ríkur af nær- ingu en með fáar hitaeiningar. Fiskur hefur hins vegar hvað eftir annað reynst mengaður, bæði af völdum úrgangsefna sem varpað hefur verið í sjóinn og af gerlum sem myndast hafa við lélega meðferð hans. Ótrú- lega margir hafa látist af völdum eitr- unar í físki og um 60.000 Bandaríkja- manna veikjast árlega af einhvers konar eitrun í físki. Rannsóknarmenn sjónvarpsins ræddu við innkaupastjóra hótelkeðju, sem telur að 40% af þeim ferskfiski sem er á boðstólum í Bandaríkjunum sé óætur. Á stærstu fiskmörkuðum landsins, Fulton-markaðinum í New York og markaðinum í Chicago, tóku þeir myndir af óvörðum físki í sumar- hita bæði á borðum og gangstéttum. Þar voru skelfískur og ostrur í opnum bökkum úti við. Fiskur lá á óhreinum gólfum, en var samt ætlaður til sölu í fiskbúðum. Ástandið reyndist misjafnt í físk- búðum, þar sem sjónvarpsfólkið réð Bandaríkin Seðlabanki hækkar vexti Washington. Reuter. SEÐLABANKI Bandaríkjanna hækkaði skammtímavexti sína í fyrsta sinn í fimm ár á föstudag. Vextimir voru hækkaðir um fj'órð- ung úr prósentustigi, í 3,25%. Ákvörð- unin var óvænt og olli miklu uppnámi á fjármálamörkuðum. Hlutabréf lækkuðu um 96 stig. samkvæmt Dow Jones-vísitölunni, sem er mesta lækk- un á einum degi í tvö ár. sig til afgreiðslustarfa, sums staðar viðunandi, en annars staðar fyrir neðan allar hellur. Sérfræðingar og opinberir eftir- litsmenn, sem fengu að sjá myndim- ar, voru sammála um að þetta ástand væri óviðunandi því allar meðferðar- reglurnar væru brotnar. I um 25% sýna sem sjónvarpsmenn tóku og létu rannsaka á löggiltum stofnunum fannst óhófleg blýmeng- un og önnur alvarleg mengon í 60% sýnanna. Eiturefnin geta valdið van- sköpun ófæddra barna og síðar flogaveiki og andlegum vanþroska. Ekki er vitað hve mikið þarf að inn- byrða af þessum eiturefnum til að skaði hljótist af. Aldrei var þó vikið að framleiðslu fískréttastöðva eins og þeirra sem íslendingar eiga í Bandaríkjunum. Forsetinn kvaddur FELIX Houphouet-Boigny, forseti Fílabeinsstrandarinnar, verður borinn til grafar á mánudag. Forsetinn andaðist snemma í desember en síðan hefur lík hans verið geymt í fiystiklefa í höfuðborginni. Allir helstu stjómmála- menn Frakklands verða viðstaddir útförina, þeirra á meðal Francois Mitterr- and forseti, Valery Giscard d’Estaing, Edouard Balladur forsætisráðherra og fleiri ráðherrar. Jacques Chirac fer til Fílabeinsstrandarinnar, svo og forsetar beggja þingdeildanna, sjö fyrrverandi forsætisráðherrar, sonur de Gaulle og Jacques Delors, forseti framkvæmdastjómar Evrópubandalagsins. Á myndinni heldur kona á mynd af Houphouet-Boigny þegar hundmð manna vottuðu minningu hans virðingu sína með dansi fyrir framan forsetahöllina í Abidjan á föstudagskvöld. Dýrt og stirðnað kerfi elur á atvinnuleysinu London. The Daily Telegraph. ÞAÐ er eitthvað verulega mikið að í Evrópu. atvinnuleysið, sem hefur aldrei verið meira, er til vitnis um það. í Evrópubandalags- ríkjunum eru 18 milljónir manna án atvinnu, rúmlega 10% verk- færra manna, og ef Bretland er undanskilið fer það vaxandi og gæti komist í 20 miHjónir fyrir árslok. OECD, Efnahags- og fram- farastofnunin, telur, að þar með sé ekki öll sagan sögð og áætlar, að atvinnuleysingjar séu í raun vantaldir um tvær milljónir. Ekki er talið óeðlilegt þótt nokk- urs atvinnuleysis gæti á breytinga- tímum og í Bandaríkjunum em fléstir þeirra, sem em á atvinnu- leysisskrá, ýmist á milli starfa, í starfsþjálfun eða að bíða eftir hent- ugu starfi. Þar hafa aðeins 6,5% atvinnulausra verið án vinnu í meira en ár en heil 40% í Evrópu. Ein- hveijir gætu reynt að hugga sig við, að atvinnuleysið í Evrópu staf- aði af tímabundnum efnahagserfið- leikum og hyrfí strax og þeim létti, en því miður en nú em horfur á efnahagsbata í Evrópu án þess að atvinnuleysingjum fækki. Aukin ríkisútgjöld eru blekking Atvinnuleysisvofan í Evrópu kemur raunar ekki til okkar eins og þjófur á nóttu, heldur hefur henni verið leyft að fitna eins og púkanum á fjósbitanum í meira en 30 ár. í hvert sinn sem kulað hefur- á móti hefur dulið atvinnuleysið skotið upp kollinum en samt hefur það tekið evrópska fræðimenn og stjómmálamenn allan þennan tíma að átta sig á, að gömlu ríkisútgjald- aðferðimar, sem kenndar em við breska hagfræðinginn John Mayn- ard Keynes, duga ekki lengur. Allt of lengi hafa þeir trúað því, að dálítið húllumhæ af hálfu sljóm- valda í mynd aukinna ríkisútgjalda gæti læknað vandann en það er vegna þessara sjúskuðu hugmynda, sem Evrópa er í kreppu. Hin dæmi- gerða, evrópska ríkisstjóm stundar búskapinn með halla, sem svarar til 6% af vergri þjóðarframleiðslu og til dæmis á Ítalíu fer hver einasta líra af þessari umframeyðslu aðeins til að greiða vexti af gömlum skuldum. Ánægðir Bandaríkjamenn Öllum er ljóst, að svona getur það ekki gengið lengur og því hlýt- ur sú spuming að vakna hvemig eigi að ráða bót á atvinnuleysinu. Menn em aðeins sammála um það eitt, að það verði ekki auðvelt. í Bandaríkjunum brosa menn hins vegar í kampinn. Þar er efnahagslíf- ið ekki reyrt í viðjar hafta og reglu- gerða með sama hætti og í Evrópu og hagvöxtur á síðasta fjórðungi liðins árs svaraði til 5,9% á heilu ári. Þar hafa orðið til 30 milljónir nýrra starfa á síðustu 20 ámm, að mestu i.einkageiranum, en aðeins fímm milljónir í Evrópu og aðallega hjá hinu opinbera. í Evrópu er samt ýmislegt í deigl- unni og margir stjómmálamenn þar .era famir að hallast að þeirri „bresku" skoðun, að ríkisafskipti og tilhneigingin til að vera örlátur á annarra manna fé sé að gera álfuna að aumkunarverðri homkerlingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.