Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994
KVIKMYNDIR/HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina Carlito’s Way
eftir Brian De Palma með óskarsverðlaunaleikarann A1 Pacino í aðalhlutverki
Á heimavelli
dómarans
Carlito
AL Pacino leikur Carlito Brigante, dæmdan bófa sem
Undirheimadaðrari
UNDIRHEIMARNIR toga í lögfræðing Oarlitos, sem Sean Penn leikur.
Á ÞRIÐJA sunnudegi í
ágúst er haldinn gaml-
ingjadagur í spænska
Harlem í New York. Fólk
fylllir gangstéttarnar og
horfir hafnaboltaleik sem
fram fer á götunni en í
þetta skipti, sumarið
1975, dregur það-athygli
frá leiknum að gamall
stórlax úr spænska Harl-
em, Carlito Brigante (A1
Pacino) er laus úr fang-
elsi og farinn að kominn
á heimslóðir. Carlito er
þjóðsagnapersona í
spænska Harlem fyrir at-
hafnasemi í undirheim-
um; hann var aðaltöffar-
inn á svæðinu þar til hann
var ranglega dæmdur í
fangelsi; Iögreglan og
saksóknarinn brutu lög til
að hafa betur og koma
Carlito bak við lás og slá.
Áfrýjunarrétturinn færði
eiturlyfjasalanum Carlito
svo réttlætið og lét hann
lausan.
Nú þegar Carlito er kom-
inn heim og ákveðinn
í að snúa baki við undirhei-
munum. Carlito finnst enda
hverfið sitt ekki svipur hjá
sjón. Ungir bófaforingjar
hafa leyst þá gömlu af hólmi
og Carlito er ekki sáttur við
þróunina; hann er meyrari
en áður og búinn að fá nóg.
Gagnvart nýju foringjunum
er Carlito í svipaðri stöðu og
gömlu byssubófamir í villta
vestrinu. Strákamir vita að
sá sem drepur Carlito verður
sjálfur þjóðsagnapersóna.
Carlito finnst þess vegna
kominn tími til að forða sér
áður en hann missir annað
hvort orðstírinn eða lífið og
hann dreymir um að hefja
nýtt líf á Bahamaeyjum með
ástinni sinni (Penolope Ann
Miller). Til að láta drauminn
rætast vantar peninga og
vill byrja nýtt líf.
Carlito ætlar að ná sér í þá
með því að reka næturklúbb
fyrir lögfræðinginn sinn,
Kleinfeld sem (Sean Penn),
sem finnst gaman að leika
sér að eldi undirheimanna.
Kynnin af lögfræðingnum
verða Carlito örlagarík.
Sagan um Carlito Brig-
ante er hugverk manns sem
heitir Edwin Torres og er
dómari við fylkisdómstólinn
í New York. Sem dómari
hefur Torres fjallað um
nokkur af sögufrægustu
glæpamálum vestanhafs hin
síðari ár. Torres hefur getið
sér orð fyrir að taka glæpa-
menn engum vettlingatökum
og hefur verið kallaður Tíma-
vélin vegna þess yfirleitt líð-
ur langur tími frá því að
glæpamenn ganga út úr hans
réttarsal og þar til þeir verða
frjálsir menn að nýju. „Skil-
orðseftirlitsmaðurinn þinn er
ekki fæddur enn þá,“ sagði
Tímavélin einu sinni við
mann sem hann dæmdi til
langdvalar í fangelsi og þau
ummæli þykja lýsandi fyrir
viðhorf hans til starfsins.
Myndin Carlitos Way er
byggð á tveimur skáldsögum
Torres, Carlito’s Way og
After Hours. í sögunni um
Carlito fy'allar Torres um tvo
heima sem hann þekkir
mætavel; spænska Harlem
þar sem hann er sjálfur bor-
inn og barnfæddur og banda-
ríska réttarkerfið sem hefur
verið starfsvettvangur hans
í 36 ár. Með lögfræðingnum,
sem Sean Penn leikur, segist
Torres vera að lýsa týpu sem
hann hefur margoft rekist á.
Brian De Palma leikstjóri
myndarinnar segir að Carlito
Brigante sé klassísk kvik-
myndahetja — rómantískur
töffari sem setur heiður sinn
ofar öðru. Þetta var dæmi-
gert hlutverk fyrir A1 Pacino
en samt ólíkt flestu öðru sem
hann hefur leikið. Svo sem
frægt er leggur A1 Pacino
flestum mönnum meira á sig
við að búa sig undir hlutverk
og þótt hann hafi heldur
slakað á í þeim efnum síðari
árin hefur hann ekki látið
af þeim vana sínum að búa
í og samlaga sig því samfé-
lagi sem myndin fjallar um.
Það kom í hlut dómarans að
leiða Pacino inn í spænska
Harlem, sýna honum það
sem hann þurfti að sjá og
kynna hann fyrir þeim sem
hann þurfti að hitta. „Við
fórum um austurhluta Harl-
em til þess að A1 gæti drukk-
ið í sig götulífíð. Það var
magnað að sjá hvemig hann
drakk þetta allt í sig eins og
svampur; hreyfingarnar,
frasana, táknmálið og svip-
brigðin," sagði Torres.
Leikstjóri Carlito’s Way,
Brian De Palma, hefur áður
unnið með Pacino þvi hann
leikstýrði Scarface þar sem
Pacino var í hlutverki kúb-
verska glæpaforingjans Tony
Montana. „Þegar A1 lék Tony
„Scarface" Montana þá lét
hann sér ekki nægja að leika;
hann var Montana allan sól-
arhringinn í eitt ár. A1 býr
yfir ótrúlegum hæfileikum
sem hann hefur virkjað og
þroskað í gegnum árin. Þeg-
ar hann er annars vegar þá
veistu aldrei á hveiju þú átt
von. Það er stórkostlegt að
fylgjast með honum,“ segir
De Palma.
Pacino, sem fékk óskars-
verðlaun í fyrsta skipti í átta
tilraunum síðastliðið vor fyrir
leik sinn í Konuilmi, er hins
vegar búinn að læra að slaka
á með árunum ef marka má
orð eins elsta samstarfs-
manns hans, framleiðandans
Martins Brest: „Á tökustaðn-
um er A1 alltaf fastur í hlut-
verkinu og alltaf jafn næmur
og lifandi en nú orðið er hann
farinn að leyfa sér það að
fara bara heim á kvöldin og
vera A1 Pacino í smástund
inn á milli," segir Brest en
hann var upphafsmaður að
gerð myndarinnar um Car-
lito. Hann las sögu Torresar
dómara og réði handritshöf-
undinn David Koepp, sem
skrifaði handritin að Jurassic
Park og Death Becomes Her
til þess að breyta sögunni í
kvikmyndahandrit sem tæki
mið af því að Pacino yrði í
titilhlutverkinu. „Þetta hlut-
verk var eins og sniðið fyrir
Pacino en samt ólíkt öllu því
sem hann hefur áður gert.“
Martin Brest er gamalreynd-
ur framleiðandi og hefur bor-
ið ábyrgð á mörgum af bestu
myndum Pacinos. Þannig
framleiddi hann Serpico og
Dog Day Aftemoon, og einn-
ig Scarface eftir DePalma
og einnig Sea of Love.
Aðstandendur Carlito’s
Way leggja áherslu á að þrátt
fyrir að að í myndinni. sé
full af spennu og hasar sé
þetta umfram allt rómantísk
saga. „í raun og veru er þetta
saga um mann-sem á sér
draum. Hann hefur gert eitt
og annað af sér og hefur
setið inni en nú sér hann
fram á tækifæri til að byija
nýtt líf með konuni sem hann
elskar," segir De Palma.
Carlito’s Way var frum-
sýnd vestanhafs snemma
vetrar og hefur fallið gagn-
rýnendum jafnt og áhorfend-
um býsna vel í geð. Margir
telja hana meðal betri mynda
hins mistæka De Palma.
Stórleikur frá A1 Pacino telst
ekki til tíðinda en leikur Sean
Penn í hlutverki lögfræðings-
ins þykir mörgum með því
besta sem hann hefur gert
og talsverður leiksigur fyrir
Penn sem haft hefur hægt
um sig síðustu misserin.
Oftast á
jaðrinum
A1 Pacino sem leikur Carlito Brigante hlaut
sem kunnugt er óskarsverðlaunin síðastliðið vor
fyrir besta leik í aðalhlutverki í myndinni Konu-
ilmi. Þrátt fyrir átta tilnefningar var það ekki
fyrr en í vor að Pacino sem hefur skapað nokkr-
ar af eftirminnilegustu kvikmyndapersónum
síðustu áratuga — fólk eins og guðföðurinn
Michael Corleone, lögguna Serpico, bankaræn-
ingjann í Dog Day Aftemoon — hlaut náð fyrir
augum akademíunnar sem útdeilir vegtyllunum
sem mest er lagt upp úr í Holllywood. Sennileg
skýring er sú að Pacino hefur aldrei komist
jafnnálægt því að leika almennilegan mann —
geðfellda hetju — og í Konuilmi; flest hans fólk
hefur annað hvort verið ógeðfelldir morðingjar
eða hrærst í spillingu og jaðarlífemi af því tagi
sem Hollywood vill halda í hæfilegri fjarlægð.
Al Pacino ólst upp í Bronx
í New York og bam
að aldri fór hann að setja upp
sýningar fyrir fjölskyldu sína
og herma eftir því sem hann
hafði séð í bíó. Kennarar
hans hvöttu hann til að sækja
um vist í High School of
Performing Arts í New York
sem er nafntogaður fram-
haldsskóli fyrir efnilega leik-
ara. Meðfram námi vann
hann fyrir sér sem sætavísir
í leikhúsi. Að loknum skóla
hóf Pacino framhaldsnám hjá
Herbert Berghof og síðar hjá
hinum nafntogaða Lee Stras-
berg en við hann er kennd
aðferðin sem Pacino hefur
gert hvað frægasta og felst
í því að lifa sig inn í hlutverk-
ið eins og kostur er.
Þeirri stefnu hefur Pacino
lengst af fylgt út í ystu æsar
og löngum verið bókstaflega
heltekinn af vinnu sinni en
aldrei þó eins og þegar hann
var að vinna að gerð myndar-
innar um lögguna Serpico.
Þá gekk honum svo illa að
skilja sjálfan sig frá karakt-
emum að hann var staðinn
að því að handtaka fólk með
látum út á götu.
A1 Pacino og leikstjórinn Brian De Palma unnu saman
við gerð myndarinnar Scarface og aftur nú við Carlit-
o’s Way.
Feril sinn hóf Pacino í Off-
Broadway-leikhúsum og
hlaut snemma Obie-verðlaun
fyrir framúrskarandi
frammistöðu á sviði. Hann
lék í fyrsta sinn í kvikmynd
árið 1971 en sú hét Panic in
Needle Park. Á eftir fylgdi
hlutverk Michael Corleones í
The Godfather og með þeirri
mynd fyrsta óskarsverð-
launatilnefningin og heims-
frægðin. Síðan hefur ferillinn
verið samfelld sigurganga að
kalla — ef undan eru skilin
vandræðin með óskarsverð-
launin, sem leystust loks í
fyrra.
Uppúr standa hlutverk
Serpicos í samnefndri mynd,
bankaræningjans í Dog Day
Aftemoon og Tony
“Scarface” Montana, ásamt
hlutverki Slaters ofursta í
Konuilmi. Fyrir öll var hann
tilnefndur til óskarsverðlaun-
anna margnefndu og einnig
fyrir leik í ...And Justice for
All, Godfather II og fyrir
aukahlutverk í Dick Tracy
og Glengarry Glen Ross.
Meðal annarra mynda A1
Pacinos má nefna Godfather
IH, Sea of Love, Revolution,
Bobby Dearfield, Cmising,
Frankie and Johnny og
Scarecrow sem gerð var 1973
og færði Pacino verðlaun
besta leikara í Cannes það ár.
Allan sinn feril hefur Pac-
ino jafnframt lagt áherslu á
sviðsleik, verið virkur þátt-
takandi í leikhúslífínu og
hlotið margvíslegar viður-
kenningar fyrir frammistöðu
á sviði. Hann hefur sóst eftir
að starfa ekki aðeins á svið-
um hinna stærri og þekktari
leikhúsa heldur einnig með
leikhópum og í tilraunaleik-
húsi á eigin eða annarra veg-
um.
Pacino þykir fremur sér-
lundaður og feiminn. Hann
forðast sviðsljósið, býr á bú-
garði í New York-fylki og
hefur löngum verið illa við
ónæði en ku vera að skríða
úr skelinni seinni árin. Sú
viðurkenning sem hann hlaut
með óskarsverðlaununum
langþráðu síðastliðið vor er
sögð hafa skipt hann miklu
máli.