Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994 33 taldar eru verðmætari en svo að réttlætanlegt sé að hafa þær til út- lána. Nákvæm tæki sjá um að halda jöfnu raka- og hitastigi í bankahólf- inu og tryggja að það raskist ekki þrátt fyrir umgang. Bókaverðir sækja bækur inn í þennan hluta safnsins eftir óskum og þar er sérstakt lestrarherbergi þar sem öll aðstaða er fyrir hendi til að lesa slíkar bækur og handrit. Á borðum eru svamppontur, sem ætlað er að veija viðkvæma kili hnjaski. í lofti eru myndavélar á bak við spegilgljáandi hálfkúlur og sagði Mark Dimunation, umsjónarmaður fágætra bóka í safninu, að „með þeim mætti lesa yfir öxl safngesta". í upphafi var ætlunin að koma þeim hluta íslenska safnsins, sem ekki er til útlána, þar fyrir ásamt öðrum fágætum bókum og handrit- um. íslenska safnið var áður í Olin- safninu þar sem það var lokað frá öðrum bókum með vírneti og hlaut viðurnefnið „búrið“. Mitchell lagðist eindregið gegn þessum tillögum. „Ég hélt í upphafi að ég hefði stuðning, en það reynd- ist ekki á rökum reist,“ sagði Mitc- hell í samtali við Morgunblaðið fyrir stuttu. Hickerson sagði að komið hefði verið til móts við kröfur Mitchells. í stað þess að setja íslensku bækurn- ar í hina lofttempruðu bókageymslu ásamt öðrum bókum, sem þar eiga heima, voru þær settar í herbergi á annarri hæð þar sem geymd eru kort og munir frá flokksþingi repú- blikana kosningaárið 1964. Skammt frá Jónsbók frá fimmt- ándu öld gægist undarlegur rani fram af skápbrún. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að hann er áfast- ur höfði af fíl, lukkudýri Repúblik- anaflokksins. Islensku bækurnar eru þó skildar að frá öðrum munum í þessari géymslu; þær eru enn í búri. Hinum megin við vegg geymsl- unnar er sá hluti íslenska safnsins, sem er til útlána og almenningur hefur aðgang að. Málamiðlun Hick- ersons við Mitchell var að hafa sem minnsta íjaúægð milli bókanna, þótt ekki yrðu þær í sama herbergi. Það var ekki nóg fyrir Mitchell. í viðtalinu við Morgunblaðið í des- ember sagði hann að safninu hefði verið sundrað og hann hafði engu við það að bæta nú. „Hann vildi hafa bækurnar ná- lægt hver annarri,“ sagði Hickerson. „Við reyndum að semja þannig að hann yrði ánægður og samt kvartar hann.“ „Safnið er komið í nýtt um- hverfi,“ sagði Stevens. „En það hvað varðar stjómun þess og vits- munalega heild er óskert, þótt bæk- urnar séu ekki allar í sömu hillu. Ég vil hvorki lofa Mitchell né lasta,“ bætti hinn nýi umsjónarmað- ur Fiske-safnsins við. „Ég myndi fagna því að fá að heyra álit hans. Ég er viss um að ég get lært ýmis- legt af honum.“ Stevens kom ekki aftur til Corn- ell-háskóla gagngert til að taka við Fiske-safninú en fagnar því hvernig komið er. Hann kveðst hafa ýmis- legt á pijónunum. „Ég ætla að færa safnið inn í 21. öldina svo að það verði fleirum að- gengilegt," sagði Stevens. Með til- komu hinnar nýju stöðu verður hægt að ganga í það að skrásetja bækurnar á tölvukerfi skólans og þar með verður hægt að fletta upp í spjaldskránni yfir íslenska safnið hvar sem er í heiminum í gegnum tölvunetið Internet. Hann vil efla safnið á sviði nú- tímabókmennta, sagnfræði, stjórn- mála, viðskipta, vísinda, mennta- mála og opinberra skjala og gagna. Um leið hyggst hann tryggja við- hald þeirra bóka, sem í safninu eru. „Nýja testamentið frá árinu 1542 er að segja má verðmætasta bókin í safninu, en þar eru margar bæk- ur, sem ég kann að meta og virði,“ sagði Stevens. „Ég gerði það ljóst áður en ég tók að mér starfið að ég vildi fara til íslands. Þegar ég hef tekið við störfum og kynnt mér safnið á ný læt ég af því verða.“ Bókakaup hafa legið niðri við Fiske-safnið, en Hickerson sagði að þar yrði breyting á þegar Stevens tæki við. „Við fórum þess meðal annars á leit við Tómas Tómasson [fyrrverandi] sendiherra íslands í Washington, að framlag íslenska ríkisins til bókakaupa yrði ekki af- greitt fyrr en nýr umsjónarmaður væri kominn til starfa,“ sagði Hick- erson. „Þeirri málaleitan var vel tekið og ég fagna því að umfjöllun fjölmiðla skyldi ekki hafa áhrif á það.“ TONLISTARKENNSLA Hafnarfjörður - Reykjavík Kennum á píanó, orgel og hljómborð. Innritun í síma 68 30 31. Tónsmiðja Ingimars. su marlisti n n .... . . Góð verð - vandaðar vörur Verð kr. 200,- án burðargj. Pöntunarsími 52866. BYRJENDA- NÁMSKEIÐ í þriðjudagskvöldin 8. og 15. febrúar kl. 20.00-23.00 (eitt námskeið tvö kvöld) í sal S.V.F.R. Háleitisbraut (Austurveri, 2 hæð). Ágúst Pétursson kennir hagnýt undirstöðuatriði í stjörnuspeki, sem nýtast í daglegu lífi. Ágúst hefur haldið mörg samsvarandi námskeið á undanförnum árum við góðar undirtektir. Útbúið er stjörnukort fyrir þátttakendur á námskeiðinu og þeim kennt að lesa úr þeim, læra að þekkja tákn stjörnumerkjanna, elementin og önnur grunnfræði til að vera sæmilega að sér í stjörnuspeki. Öll námsgögn innifalin - Verð kr. 3.600,- Boðin er frí þátttaka fyir ákveðinn hóp fólks sem hefur erfiðar aðstæður. Skráning á námskeiðið í versluninni Betra líf, sfmi 811380, eða í sfmsvara Nýaldarsamtakanna síma 813419. •crans montana • crans montana • crans monta^ Skíðaferð til Sviss c o E « c co V. O 10 daga páskaferð til Crans Montana 25. mars til 3. apríl. Eitt af allra bestu skíðasvæðum Alpanna. Verö frá kr. 72.325,- á mann. Flugvallaskattur (1.310,- kr.) ekki innifalinn. íslensk fararstjórn. Leitið nánari upplýsinga. Ferðaskrifstofa GUDMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartún! 34, sími 683222 05 13 <Z> 3 o 3 I— 03 3 03 O —t 03 13 C/D 3 o 3 r~f' 03 3 03 o —* 03 zs 03 3 o Z3 03 O 03 O 03 o Co OBJO ■ BUBþUOLU SUBJO • BUB^UOLU SUBJO - BUBþUOV^ BETAPlv. , Bcta-karóctn, C- og E- vítamía. SINÐUKVARI BETAPLÚS ANDOXUNAREFNI SEM VERJA VEFI LÍKAMANS GEGN SKEMMDUM OG ÓTÍMABÆRRI HRÖRNUN BETAPLÚS inniheldur Beta- karótín, C- og E-vítamín sem em andoxunarefni eða sindurvarar. Andoxunarefni verja líkamann gegn óæskilegum efhum s.s. nítrósuamínum sem finnast t.d. í - reyktum mat og tóbaksreyk. BETAPLÚS er æskilegt að taka með fjölvítamínum eins og VfTAPLÚS eða VÍTAMÍNUS. I3ICMIEGA -fást í apótekum OMEGA FARMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.