Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994 ÓSKABifRN RUSSA RÁBA EKKILENGUR forsetar einkum um samskiptin við Rússa. Fyrstu tveir forsetar eftir stríð, Mannerheim og Paasikivi, þekktu vel til rússneskra málefna og töluðu rússnesku reiprennandi. Engu að síður voru þeir harðir hægrimenn. Þriðji forsetinn, Kekk- onen, var sannkallað óskabarn Kremlveija og Koivisto telst einnig sérfræðingur í rússneskum málefn- um. Nú hafa bæði hægri konan Rehn og vinstrisinninn Ahtisaari að vissu marki snúið baki við Rúss- um. Andstæðingar þess að forsetinn hafi utanríkismálin á sinni könnu segja að framkvæmd Evrópumála flokknum, hafi tekist að vinna um það bil helming landsmanna á sitt band. Verði Elisabeth Rehn kosin verður hún fyrst kvenna að komast í stöðu valdamikils forseta með lýð- ræðislegum hætti. Hljóti hún ekki yfir 50% atkvæða er hún engu að síður fyrst kvenna í Finnlandi að keppa í alvöru um forsetaembættið. Frami Elisabeth Rehn er gott dæmi um það hvernig fyrirkomulag forsetakosninga hefur breyst. Að- eins sérvitringar eða blábjánar með litla sem enga þekkingu á stjóm- málum hefðu treyst sér tii að spá fyrir ári að Rehn yrði með í síðari umferð kosninganna. Margir eftir Lars Lundsten. HVORT sem Finnar kjósa Elisabeth Rehn eða Martti Ahtisaari í embætti forseta finnska lýðveldisins í dag marka kosningarnar þáttaskil í finnskum þjóð- og stjórnmálum. Finnland hefur verið lýðveldi frá árinu 1919 en þetta er í fyrsta sinn sem finnskur almenningur fær að velja þjóðhöfðingja. Hefur þetta breytt ímynd forsetastarfsins og framkvæmd kosningabaráttunnar. Breyttir tímar FRAMBOÐ þeirra Elisabeth Rehn og Martti Ahtisaari er til marks um þær breytingar sem orðið hafa á stöðu Finnlands í kjölfar hruns kommúnismans í Austur-Evrópu og samrunaþróunarinnar i álfunni vestanverðri. En það eru ekki aðeins lagalegar breytingar sem valda þátta- skilum í forsetakosningunum. Finnar kjósa nú forseta við allt aðrar kringumstæður en þegar Mauno Kovisto var kjörinn 1982 og einnig frá því hann var endur- kjörinn 1988. Nú eru áhrif Kreml- veija hverfandi og Finnar eru að undirbúa aðild að Evrópubandalag- inu (EB), ef til vill einnig að Atlants- hafsbandalaginu (NATO). Áður voru samskiptin við Sovétríkin eina utanríkismálið sem skipti nokkru máli í finnskum stjórnmálum. Urho Kekkonen fyrrum forseti komst til áhrifa með því að nota sovéskan stuðning. I þetta skipti gat enginn gefið í skyn að hann væri óskabarn ráðamanna í Moskvu. Málið var ekki einu sinni ti! umræðu og því var ekki hægt að telja neinn þeirra 11 frambjóð- enda í fyrri umferðinni og hvorugan þeirra tveggja sem eftir stóðu, fyrir- fram sigurvegara. Finnska utanríkisstefnan hefur að minnsta kosti í hugum manna breyst það mikið að' bæði Elisabeth Rehn og Martti Ahtisaari hafa fjall- að ítarlega um samskipti Finna við Vesturlönd, vart minnst á grannann í austri. Þekking þeirra á Rúss- landi, rússneskri tungu og menn- ingu er mjög lítil ef miðað er við síðustu fimmtíu árin. Kosningabarátta fyrir alvöru Það er ekki aðeins að finnskur almenningur hafí fengið í fyrsta sinn að kjósa forseta beint en ekki fyrir milligöngu kjörmanna. Nú hefur einnig verið um að ræða al- vöru kosningabaráttu og óvissa nið- urstöðu. Allt hefur þetta valdið því að kosningaþátttaka stefnir í met og er það einkum ungt fólk, sem hingað til hefur haft lítinn sem Forsetakjörið markar þáttaskii í finnskum þjóömálum engan áhuga á pólitík, sem streymt hefur á kjörstað. Sú gagnrýni sem helst hefur heyrst í samþandi við kosningabar- áttuna er að hún háfi einkennst af málefnafátækt. í stað þess að halda langar og efnismiklar ræður um vináttu Finna við nágrannaþjóðirn- ar hafa frambjóðendur aðallega notað tímann til að fara út á meðal fólks og koma fram í fjölmiðlum. Þar hefur gjarnan verið slegið á létta strengi. Staða forseta sterkari en völdin minni Staða forseta hefur breyst vegna breytts ástands í alþjóðamálum og vegna nýrra vinnubragða í kosn- ingabaráttunni. Með því að vera kosinn í beinum kosningum telst hann verða óháðari flokkum og þar með þingi. Til að vernda þingræðið hefur verið dregið úr völdum forset- ans. Hann má til dæmis ekki lengur ijúfa þing nema að frumkvæði for- sætisráðherra. Þannig getur forset- inn ekki bundið enda á völd ríkis- stjórnar sem hefur meirihlutastuðn- ing á þingi. Hvorki Rehn né Ahtisaari vilja takmarka völd forseta enn frekar. Á það einkum við um stöðu forseta gagnvart hugsanlegri aðild Finna að EB en bæði Rehn og Ahtisaari segjast vilja sinna Evrópumálum þjóðarinnar í framtíðinni. Þetta brýtur hins vegar í bága við stefnu ríkisstjómarinnar. Hefur forsætisráðherra og ráðuneyti hans haft umsjá mála sem varða aðild Finna að Evrópska efnahagssvæð- inu (EES). Samkvæmt lögum og stjórnar- hefð hefur það verið hlutverk Finn- landsforseta að fara með yfirstjórn utanríkismála. Á eftirstríðsárunum og á tímum Kalda stríðsins sáu~ ættu að vera í höndum forsætisráð- herra, hvort sem Finnar yrðu áfram í EES eða gengju í EB. Forsetinn gæti sinnt öðrum málum, m.a. sam- skiptum við grannann í austri, Rússa. Rehn með sögulegan árangur Einnig má telja það sögulegt af- rek að konu, og það konu úr eins litlum flokki og Sænska þjóðar- flokksbræður hennar voru sl. sumar sannfærðir um að flokkurinn hefði gert mikil mistök með því að bjóða fram í forsetakosningunum. Flokk- ur með 6% fylgi í þingkosningum ætti enga raunhæfa möguleika í forsetakosningum. Þessar hrakspár hafa nú verið afsannaðar og ljóst er að Finnland verður ekki hið sama og áður eftir forsetakosningarnar í dag. Leidtogi Pamjat-hreyfingarinnar í Rússlandi Zhírínovskíj hvorki hrein- kynjaður Rússi né fasisti DMÍTRÍ Vasílíjev, leiðtogi Pamjat, hreyfingar þjóðernissinna í Rússlandi, segir að þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskíj sé ekki „hreinkynjaður Rússi“, hann sé nasisti en ekki fasisti, „tölvuforritaður svikari" og leppur alþjóðlegs samsæris gegn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Reutcr Vill rússneskan keisara DMÍTRÍ Vasílíjev, leiðtogi Pamjat, með fylgismönnum sínum, þögulli nunnu og ungum manni í herbúningi frá keisaratímanum. Vasílíjev vill endurlífga rússneska keisaradæmið. Við viljum ekkert hafa saman við Zhírínovskíj að sælda,“ segir Vasílíjev, leiðtogi fyrstu þjóðernishreyfingarinnar sem stofnuð var í Sovétríkjunum fyrr- verandi. „Vladímír Volfovítsj vill kalla sig Rússa, en hann er það ekki, ef ég má vera opinskár. Hann hefur talað fyrir hönd rússn- esku þjóðarinnar en hann er ekki Rússi sjálfur.“ Zhírínovskíj hefur sem minnst viljað tala um ætterni sitt. Hann lýsir móður sinni sem Rússa en föður sínum, sem var að öllum lík- indum gyðingur, sem lögfræðingi. Pamjat-menn segja þetta þó ekki það versta víð Zhírínovskíj, heldur hitt að hann sé nasisti og ekki fasisti. „Zhírínovskíj byggir á kenningum þjóðernsissósíalis- mans, sem á ekkert skylt við fas- isma. Hann kemur óorði á hug- myndina um þjóðareiningu og end- urfæðingu." Vasílíjev sagði þetta á blaða- mannafundi með þögla nunnu sér við hlið og tug ungra manna í herbúningum frá keisaratímanum. Hann vildi ekki tjá sig um fjölda félaga í Panyat-hreyfingunni, kvaðst ekki vilja svara „spurning- um frá útlenskum leyniþjón- ustum“. Pamjat-hreyfingin var stofnuð fyrir rúmum tíu árum og markmið hennar var að vernda rússneskan arkitektúr og bókmenntir en hún breyttist fljótlega í þjóðernishreyf- ingu. Aðrar hreyfingar þjóðemis- sinna hafa skotið Pamjat ref fyrir rass og eru orðnar mun stærri. Vasilíjev kvaðst hafna draumi Zhírínovskíjs um að rússneskir hermenn gætu klæðst sumarbún- ingum og „þvegið skóna sína í volgum sjó“ Indlandshafsins. Va- silíjev segir framtíð Rússlands ekki byggjast á landvinningum í suðri. „Við lítum á Berlín-Moskvu- Tókýó línuna, raunhæfan grund- völl pólitísks stöðugleika, sem for- gangsverkefni okkar í utanríkis- málum.“ Vasílíjev segir meginmarkmið sitt að endurlífga keisaradæmið, þjóna guði, stöðva þjónkun Rússa við fjölþjóðleg fyrirtæki og binda enda á samsæri Bandaríkjamanna gegn Rússum sem hafi hafíst í forsetatíð Eisenhowers árið 1959. „Okkur er ætlað að lifa eins og bandarískir indíánar á verndar- svæðum á bak við gaddavírsgirð- ingar og til sýnis fyrir ferðamenn: „Þetta eru Rússar, þessi er að leika á harmonikku, hinn er að gera eitthvað annað.“ Þetta er það sem gerir okkur foxilla og skapar ótrúlegan andstöðumátt í hjarta Rússlands, óheyrilegan andstöðu- mátt.“ Heimild: The Independent.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.