Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994
KROFTUG
eftir Guðna Einarsson
FKJOR
Morgunblaðið/Kristinn
hvern sinn fingur í þeim efnum og
samdi „Ekki frétta“-þætti þar sem
beinlínis var ráðist á mig. Ég gat
ekki borið hönd fyrir höfuð mér og
tók afleiðingum -vissulega gjörða
minna.“
Takmörkun á umfangi
í Reykjavík samþykktu flestir
frambjóðendur á sameiginlegum
fundi að auglýsa ekki í útvarpi og
sjónvarpi, en máttu auglýsa_í dag-
blöðum og gefa út bæklinga. í Hafn-
arfirði var frambjóðendum nú í
fyrsta sinn leyft að kynna sig með
eigin útgáfu, en allar fjölmiðlaaug-
lýsingar voru bannaðar.
Nú gefa menn út allt frá kynning-
um í sendibréfsformi upp í margra
síðna litprentuð glæsirit sem send
eru 12 þúsund Reykvíkingum á kjör-
skrá. Lesmálinu var ýmist dreift
með pósti eða stuðningsmenn báru
það til viðtakenda. Auk beinna aug-
lýsinga skrifuðu frambjóðendur og
stuðningsmenn þeirra fjölda kynn-
ingargreina í dagblöð.
Ekki lögðu allir frambjóðendur í
jafn viðamikla kosningabaráttu og
hér er lýst og að minnsta kosti einn,
Amal Rún Qase, kostaði ekki til
neinum fjármunum að eigin sögn.
Þrátt fyrir ódýra kosningabaráttu
fór ekki framhjá neinum að hún tók
þátt í prófkjörinu. Framboð hennar
er og líkast til það eina sem þótti
fréttnæmt í útlöndum. í stað auglýs-
inga og útgáfu hélt hún vinnustaða-
fundi og ræddi í síma við þá sem
hringdu.
rj
ÁRANGURSRÍK þátttaka í prófkjör-
um á borð við þau sem sjálfstæðis-
menn í Reykjavík og Hafnarfirði héldu
um síðustu helgi krefst nákvæmrar
skipulagningar, mikillar vinnu og tals-
verðra fjármuna af hálfu frambjóð-
enda. Vaknað hafa spumingar um
hvort prófkjörin séu í réttum farvegi
eða hvort umfangið sé orðið of mikið.
Eins og endranær sannaðist hið fom-
kveðna að margir em kallaðir en fáir
útvaldir. Nokkrir standa uppi með
pálmann í höndunum en aðrir, bæði
reyndir og óreyndir, fengu aðra útreið
en þeir hefðu óskað. Kosningaundir-
búningur frambjóðenda fyrir prófkjör
hefur þróast í áranna rás og nú var
undirbúningur margra líkt og smækk-
uð útgáfa af flokksmaskínu í almenn-
um kosningum.
Frambjóðendur í Reykjavík,
töldu yfirleitt að prófkjörs-
baráttan hafi verið heiðarleg
og einkennst af prúðmennsku. Til
marks um andrúmsloftið var nefnt
að frambjóðendur hefðu farið í kurt-
eisisheimsóknir hver til annars og
fylgst með stöðu mála. Leiðinlegir
fylgifískar á borð við söguburð og
persónuníð hafi ekki verið áberandi.
Einn frambjóðandinn, Amal Rún
Qase, taldi sig þó óneitanlega ha,fa
fengið ómælt af sögusögnum. Segir
hún að verulegur hluti kosningaund-
irbúnings síns hafi farið í að bera
til baka alls kyns slúður.
í Hafnarfirði var baráttan snarp-
ari og harðari en áður. Fyrir próf-
kjörið hafði verið óeining um oddvita
flokksins í bæjarstjórn og setti það
sitt mark á kosningabaráttuna. Þá
setti það annan stíl á baráttuna en
áður að frambjóðendur í Hafnarfirði
opnuðu í fyrsta skipti kosningaskrif-
stofur og efndu til útgáfu bæklinga
og blaða með tilheyrandi kostnaði.
Talsvert bar á umræðu um biokka-
myndanir milli frambjóðenda og
fylkingar kringum íþróttaféiögin FH
annars vegar og Hauka hins vegar.
Þá var rætt um að Mathiesen-fjöl-
skyldan beitti áhrifamætti sínum af
fullum þunga í þágu Þorgils Óttars
Mathiesen bæjarfulltrúa, án tilætl-
aðs árangurs. Hann var í 3. sæti
listans og stefndi á 1. sæti. „Mathi-
esen nafnið varð mér ekki til fram-
dráttar í þessu prófkjöri, það var
notað gegn mér leynt og ljóst. Ég
hafði gagnrýnt oddvita flokksins
fyrir að misnota aðstöðu sína og það
er oft svo að sendjboðum er refs-
að,“ sagði Þorgils Óttar sem lenti í
5. sæti.
Alvöru kosningastarff
Fyrir prófkjörin spruttu upp kosn-
ingaskrifstofur mannaðar sjálfboða-
liðum og jafnvel föstum starfsmönn-
um sem hringdu út eftir kjörskrám
og öfluðu frambjóðendum stuðnings.
Þeir sem þegar gegna pólitískum
embættum eru þekkt andlit og njóta
þannig forskots á nýliðana í sam-
keppninni um athygli kjósenda. Póli-
tískur frami virðist þó geta verið
tvíbent vopn í höndum frambjóð-
enda. Nokkrir frambjóðendur, sem
hlutu slæma útreið, hafa kennt því
um að þeir hafi verið gerðir að blóra-
bögglum sem persónugervingar erf-
iðra málaflokka á kjörtímabilinu.
Margir höfðu spáð Júlíusi Haf-
stein tryggu sæti, en sem kunnugt
er náði hann því ekki og kennir
meðal annars um uppákomu sem
varð í miðri prófkjörsbaráttunni.
„Þetta mál með Örnólf Arnason og
Rithöfundasambandið stórskaðaði
framboð mitt. Ríkisútvarpið lék við
Kostnaóur
Af viðtölum við frambjóðendur í
Reykjavík má ráða að útlagður
kostnaður við einstök framboð hafi
verið frá sama sem engu og upp
undir milljón krónur. Samkvæmt
upplýsingum nokkurra frambjóð-
enda virðist sem „alvöru“ kosninga-
barátta, með tilheyrandi útgjöldum
vegna kosningaskrifstofu, útgáfu og
auglýsinga, hafi kostað frá 500 og
til um 800 þúsund krónur. Fáir
frambjóðendur fóru fram úr þeirri
upþhæð og margir sluppu með
minna. í Hafnarfirði var á mönnum
að heyra að kostnaður hafi verið
töluvert lægri þar við fullburðugt
framboð en í Reykjavík. Þar nefndu
frambjóðendur tölur frá um 100 til
200 þúsund og upp undir 500 þús-
und í kostnað.
Fjáröflun
Kosningasjóða var aflað með ýms-
um hætti. Ymist leituðu þeir sem
rætt var við sjálfír til stuðnings-
manna og báðu um framlög eða skip-
uðu íjáröflunarnefndir sem leituðu
eftir framlögum og forðuðust sjálfir
allt peningavafstur. Flestir höfðu
auk þess söfnunarbauk á kosninga-
skrifstofunni. Tveir ungir frambjóð-
endur héldu íjáröflunarveislur, líkt
og tíðkast viða erlendis. Seldi annar