Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994
13
Þunglyndislyf ið Prozac er í tísku í Banda-
ríkjunum, þar sem það er tekið við öllu milli
himins og jarðar, jaf nvel til að hressa sig við
A llsb erjailausn
lausn i pilliriomii
„PROZAC“ er lausnarorð í hugum milljóna Bandaríkjamanna. Þar
í landi þykir stórum hópum heilbrigðs fólks það sjálfsagt að taka
inn þetta þunglyndislyf við sviðshræðslu, skorti á einbeitingu,
fjnrirtiðaspennu og offitu og þess eru fjölmörg dæmi að fólk taki
lyfið til að auka sér sjálfsöryggi og gleði. Bækur hafa verið skrifaðar
og gerast má áskrifandi að tölvufréttum sem fjalla um lyfið. Það
er feiknavinsælt umræðuefni og uppspretta endalausra brandara,
teiknimynda og skrifa. Fljótt á litið virðist Prozac vera lausn flestra
þeirra vandamála sem hrjá okkur í daglega lífinu. En hlutirnir eru
sjaldnast svo einfaldir.
Bandaríska matvæla- og lyfja-
eftirlitið samþykkti notkun
Prozac árið 1987. Virka efnið í
Prozac er flúoxetín. Prozac er ekki
selt hér á landi heldur nokkur önn-
ur sérlyf með sama virka efni (s.s.
Fontex, Seról, Tingus). Þessi lyf eru
mun sérhæfðari en eldri lyf og er
talið öruggt að þau séu ekki ávana-
bindandi. Þó er ekki hægt að úti-
loka slíkt fyrr en lyfin hafa verið
lengur á markaði og að því leyti
telja sumir bandarískir sérfræðing-
ar að notendur Prozacs séu í raun
tilraunadýr. Það hefur aukaverkan-
ir í för með sér á borð við svefn-
leysi, ógleði, lystarleysi, skjálfta og
minni kynhvöt. Allir læknar geta
ávísað á lyfín.
Sérkennileg deila kom upp i
tengslum við Fontex á síðasta ári
en talið var að rekja mætti dauðs-
fall í Svíþjóð til notkunar þess. Nið-
urstaðan varð þó sú að lyfíð væri
ekki hættulegra en önnur þung-
lyndislyf á markaðnum. Upplýst var
á fundi um notkun geðlyfja í vik-
unni að notkun lyfja sem innihalda
flúoxetín hefði fjórfaldast frá árinu
1989 og sagði Þórarinn Tyrfíngsson
íæknir að sú aukning væri eðlileg.
Geðlyf til að hressa sig við
í Bandaríkjum hefur efri milli-
stéttin tekið ástfóstri við Prozac. I
nýjasta hefti Newsweek eru raktar
frásagnir fólks af stórkostlegum
áhrifum lyfsins og gefa þær til
kynna að hér sé hvorki meira né
minna en lausnin á hvers manns
vanda í pilluformi. Rúmlega
fertug kona, útgefandi, segir
frá því hvernig Prozac hefur
orðið til þess að hún kvíðir
ekki lengur verkefnum og á
erfitt með að einbeita sér að
vinnunni. Hún sé opin og
ófeimin, fyrir stuttu hafi hún
boðið sig fram sem þátttak-
anda á skemmtun, nokkuð
sem ekki hefði hvarflað að
henni áður en hún fór að
taka lyfið. Flestir notend-
anna, sem ekki eru þung-
lyndir, þjást af dystymíu, sjúklegri
óánægju, en fólk tekur lyfíð einnig
við bakverk, fyrirtíðaspennu, offt-
itu, en lyfið dregur úr matarlyst,
hræðslu við að koma fram opinber-
lega og spilafíkn, svo fátt eitt sé
nefnt. Og margir sem teljast myndu
fullkomlega heilbrigðir taka lyfíð
til að hressa sig við. Sumir banda-
rískir geðlæknar segja lyfið verða
til þess að fólk hugsi á nýjum nót-
um, komist úr úr ferli sem það
hefur lengi verið fast í og að slaki á.
Veldur ofvirkni hjá
heilbrigðu fólki
Hér á landi er slík notkun ekki
þekkt í neinum mæli.
Sigmundur Sigfússon,
yfírlæknir geðdeildar
á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri, segist
efast stórlega um sér-
stöðu þessa lyfs. Sé
heilbrigðri manneskju
gefín lyf við þung-
lyndi, verði hún ofvirk.
„Þessar sögur eru
stórfurðulegar. Ég
hallast að því að hér
sé um að ræða snilld-
arlega markaðssetningu, því ég
veit ekki til þess að svipaðar sögur
séu sagðar af öðrum þunglyndislyij-
um sem þó hafa sömu verkun og
Prozac. Það er hart barist í lyfjaiðn-
aðinum og um gríðarlegar upphæð-
ir að ræða.“ Það er hveiju orði sann-
ara, nú fær um ein milljón manna
Prozac í hverjum mánuði og salan
á lyfinu á árinu nam um 1,2 millj-
örðum dala.
Sigmundur kveðst ekki telja að
lyf sambærileg Prozac séu misnotuð
hér á landi. Allajafna séu læknar
íhaldssamir er komi að því að ávísa
á geðlyf, bæði hvað varðaði hvort
fólk fengi lyf og þá hvaða lyf. Sjálf-
ur taki hann sér góðan tíma til að
ræða við fólk til að greina vanda
þess og hann bíði gjarnan átekta
er ný lyf komi á markaðinn, þar
sem oft virðist um einhvers konar
tískubólur að ræða sem hjaðni fljótt.
Hlustaðu á Prozac
Því hefur verið haldið fram að
miklu fleiri þjáist af þunglyndi en
leiti lækninga við því og að ekki
sé rétt að neita fólki um lyfið, þótt
vandamál þess virðist smávægileg.
Þetta vekur upp spurningar um
gráa svæðið, hvenær depurð verði
að þunglyndi, hvenær kvíði teljist
sjúklegt ástand. Og efasemdarradd-
ir eru vissulega uppi í Bandaríkjun-
um. Meðal þess sem bent hefur
verið á, er að margir læknar óttast
að fólk sé að leita að lausn í pillu-
formi við vandamálum sem ekki
verði leyst með lyfjagjöf, heldur
með því að takast á við þau. Könn-
un sem gerð var á síðasta ári leiddi
í ljós að undir helmingur þeirra sem
stunduðu þunglyndissjúklinga,
höfðu rætt við þá um vandann í
þijár mínútur eða lengur. í metsölu-
bók sinni „Hlustaðu á Prozac“ seg-
ir geðlæknirinn Peter Kramer frá
því hvernig sjúklingar hans hafí
öðlast meira sjálfstraust og vin-
sældir og orðið glaðlegri. Hann við-
urkennir hinsvegar að vissulega sé
eitthvað óhugnanlegt við það að
gefa fólki Dale Carnegie-námskeið
í piiluformi. Þá hefur fólk hætt á
lyfínu þar sem það geri því ófært
að takast á við vandamálin. Meðal
þeirra er kona sem missi son sinn
og fékk Prozac til að komast yfir
erfíðasta tímann. Hún segir að sér
hafí vissulega liðið betur en lyfið
háfí komið í veg fyrir að hún gæti
syrgt son sinn. Annar sjúklingur,
sem hafði verið misnotaður í æsku
og leiðst út í misnotkun á áfengi,
hætti að nota Prozac við þunglyndi
sem fylgdi í kjölfarið, þar sem hann
sagðist ekki geta tekist á við þessa
atburði og öðlast skiling á þeim.
Hann sagðist ekki sjá eftir þeirri
ákvörðun.
Beint flug Flugleiða til Fort Lauderdale, gist í 2
nætur á útleið og 5 nætur á heimleið á völdu
hóteli, öll gisting svítur, rétt við ströndina.
Siglingin hefst á pálmasunnudag frá Miami um
fagurblátt Karíbahafið til Playa del Carmen
(Mexíkó) Grand Cayman eyju, Ocho Rios á
Jamaíka og til baka til Miami á páskadag.
^értilboð • Verð frá 139.200 kr. á mann í
tvíbýli, án flugvallarskatta. Gildir aðeins í
dag og á morgun.
^parnaður þinn er um 100.000
kr. - miðað við skráð verð
EINS 10 klefar lausir á aðalþiífari, allir
klefar með útsýni og öllum þægindum.
W|
VISA ISLANO
F A N
HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS
AUSTURSTRATI17, 4. hæð 101 REYKJAVÍK>SÍMI 6204004AX 626S64
HEIMSKLÚBBURINGÓLFS & FERÐASKRIFSTOFAN PRÍMA HF.
Páskafantasía
í Karíbahafi
25. mars til 9. apríl - Aðeins 7 vinnudagar
ÍÞað tókst að tryggja nokkra klefa:
VINSÆLASTA SKIPIÐ Á VINSÆLASTA TÍMA
fENSATION: Það er nafnið á nýjasta lúxus skipinu
í Karíbahafi, 70 þús. tonn sem hljóp af stokkunum
21. nóvember sl. og ber nafn með rentu.
HEILL HEIMUR AF FEGURÐ, LÚXUS, SKEMMTUN, MAT, DRYKK OG
MUNAÐI Á 12 HÆÐUM, Atrium byggt — opið í miðju og þú getur tekið
glerlyfturnar neðan af torginu miðju, notið útsýnisins meðan þú svífur upp
á gistiþilfarið þitt eða í veislusalina, þar sem allar sælkera máltíðirnar eru
innifaldar, eða í leikhús með frægum skemmtikröftum, danssalina, barina,
snyrtistofurnar eða í sólbaðið og sundið á glæsilegu þilfari undir
hitabeltissól, þar sem þú nýtur einnig hins fagra
sólarlags. Inn á milli spókar þú þig á frægum
eyjum Karíbahafs, skoðar og verslar
lúxusvarning í fríhöfnum. tOPPUrill.ll.
Kynning- misstu ekki af einstöku tækifæri
Ferðin kynnt og pantanir teknar á skrifstofu Heims-
klúbbsins, Austurstræti 17, 4. hæð, kl. 14 - 16 í dag.
petta er
í dag!
Flestar brottfarir uppseldar á
næstu vikum.
Hópferð 25. feb. uppseld.
Má bjóða þér okkar vinsælu
ferðir með toppþjónustu.
mm