Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRUAR 1994 RAGNAR SMÁRA Ragnar Jónsson í Smára. eftlr Jóhannes Nordal MARGT minnir okkur um þessar mundir á þær ævintýra- legu breytingar sem orðið hafa á kjörum, samfélagsháttum og menningu íslensku þjóðarinnar á þessari öld. Með stuttu millibili minnumst við afmælis þriggja stórafanga í sókn íslendinga til fulls sjálfsforræðis: 75 ára fullveldis fyrsta desember sl., 90 ára heimasljórnar fyrsta þessa mánaðar og hálfrar aldar afmælis lýðveldisins sautjánda júní í vor. En sjálfstæðisbaráttan var ekki háð á vettvangi stjórnmál- anna eingöngu. Á öllum sviðum þjóðlífsins hafa íslendingar á þessari öld eignast menn sem báru í brjósti óslökkvandi þrá til að verða þjóð sinni að liði og leggja sitt af mörkum til þess að hún gæti borið höfuð sitt hátt í samfélagi frjálsra þjóða. Vert er að minnast nú eins þessara manna, Ragn- ars Jónssonar, en sjö- unda þessa mánaðar eru níutíu ár liðin frá fæð- ingu hans. Hann kom ^ því í heiminn aðeins viku eftir að Islendingar fengu heima- stjórn og var einn besti fulltrúi þeirrar kynslóðar sem hélt úr sveit- inni á fyrstu áratugum aldarinnar til að byggja frá grunni hýtt borg- arsamfélag á íslandi, þar sem sam- eina skyldi það dýrmætasta úr arfleifð fortíðarinnar nýjum straumum í atvinnuháttum og menningu. Einar Ragnar Jónsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Mundakoti á Eyrarbakka, sonur Jóns Einarssonar, sem ættaður var úr Skaftafellssýslu, og Guðrúnar Jóhannsdóttur frá Mundakoti. Jón faðir Ragnars var orðlagður dugn- aðarmaður, útvegsbóndi og for- ystumaður í sveit sinni, og bar æskuheimili Ragnars vott um myndarskap foreldra hans og tryggð þeirra við forna siði og menntir sem hann bjó að æ síðan. Eyrarbakki var snemma á öld- inni miícil miðstöð mannlífs og við- skipta á þeirra tíma mælikvarða. Þangað komu bændur af öllu Suð- urlandi til að versla, en hinar dönsku kaupmannafjölskyldur fluttu með sér iðkun tónlistar og önnur menningaráhrif frá hinum stóra heimi. I barnaskóla naut Ragnar kennslu og hvatningar hins merka uppeldisfrömuðar Aðal- steins Sigmundssonar og stóð með honum að því að stofna ungmenna- félag á Bakkanum. Ragnar Jónsson og eiginkona hans, Björg Ellingsen, ásamt Hannibal Valdimarssyni við vigslu sýningar- salar Listasafns ASÍ 7. febrúar 1980. Ragnar og Björg í sumarbústaðnum með börnunum Ernu, Jóni Ótt- ari og Auði. 90 AR FRA FÆDINGU HANS Árið 1920 lá svo leið Ragnars í Verslunarskólann í Reykjavík, en að loknu prófi þar réðst hann til hinnar nýstofnuðu smjörlíkisgerð- ar, Smára, en við hana var hann síðan ætíð kenndur. Með fádæma dugnaði byggði Ragnar þetta fyrir- tæki upp í samkeppni við óheftan innflutning, enda varð hann síðar annar aðaleigandi þess og mikil- virkur iðnrekandi til æviloka. Þau verkefni fullnægðu þó aldrei sköp- unarþrá Ragnars, enda opnuðust honum á þessum árum nýir heimar lista og bókmennta. Á fyrstu árum Ragnars í Reykjavík voru miklar breytingar í uppsiglingu á hinu fábreytta menningarlífi höfuðborgarinnar. Ný kynslóð íslenskra listamanna sem sótt hafði menntun sína og fyrirmyndir, ekki aðeins til Dan- merkur, heldur til stórþjóða Evr- ópu, var að kveða sér hljóðs. Ragn- ar kynntist flestum þeirra og voru m.a. í þeim hópi Páll ísólfsson, Halldór Laxness og Jóhannes Kjarval, sem verða allir vinir og örlagavaldar í lífí hans. Það líður heldur ekki á löngu áður en efling listalífs bæjarins er orðin höfuð- ástríða hans sem hann helgar æ meira af kröftum sínum og fjár- munum. Tónlistin var fyrsta ást Ragnars og hann var fremstur í flokki ungra áhugamanna sem komu á stofn Hljómsveit Reykjavíkur fyrir Al- þingishátíðina árið 1930 og í fram- haldi af því Tónlistarskólanum, en fyrsti skólastjóri hans var Páll ísólfsson. Tveimur árum síðar gekkst Ragnar fyrir stofnun Tón- listarfélagsins, en meginhlutverk þess hefur frá upphafí verið að reka Tónlistarskólann og halda uppi fjölbreyttu tónleikahaldi. Meðal fyrstu kennara Tónlistar- skólans voru Árni Kristjánsson, píanóleikari, og dr. Franz Mixa, sem nú er nýlátinn. í skólanum ólst upp ný kynslóð tónlistar- manna, sem setur svip sinn á tón- listarlíf landsins næstu áratugi. Tónleikar þeir sem haldnir voru á vegum Tónlistarfélagsins mörkuðu einnig tímamót, Ragnari tókst að fá hingað til lands á vegum félags- ins marga af fremstu hljóðfæra- leikurum heims, jafnframt því að gefa íslenskum listamönnum ómet- anleg tækifæri til hljómleikahalds. Líklega lagði þó Ragnar allra mest á sig til þess að efla hljómsveitina, en árið 1950 er loks markmiði hans náð, þegar stofnsett var sjálf- stæð sinfóníuhljómsveit, sem starf- að hefur óslitið síðan. Ragnar sneri sér ekki að bókaút- gáfu fyrr en eftir miðjan fjórða áratuginn, en á árunum 1937- 1940 gaf hann Heimsljós Halldórs Laxness út í fjórum bindum í f°- lagi við Kristin Andrésson og var Ragnar útgefandi allra verka Hall- dórs eftir það. Einnig hóf hann að gefa út bækur árið 1940 á nafni Víkingsútgáfunnar. Frá árinu 1942 verður Helgafell aðalútgáfu- 1 1 f 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.