Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994
29
*
Magnea Arna-
dóttir-
Fædd 15. júlí 1923
Dáin 20. janúar 1994
Láttu nú ljósið þitt,
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesú mæti.
Þessi litla bæn var ein sú fyrsta
sem mamma kenndi okkur börnun-
um sínum í æsku, fyrir utan faðir-
vorið. Þessa sömu bæn fórum við
systkinin með 20. janúar sl. er
mamma lést á Landspítalanum eftir
baráttu við krabbameinið, mamma
sem fram á síðasta dag bar reisn
sína, hún sem enginn átti inni hjá,
hún sem veitti okkur umhyggju,
hún sem gaf allt af sér.
Alla tíð, líka sína síðustu daga,
var henni umhugað að okkur liði
vel. Látið nú fara vel um ykkur
sagði hún svo oft. Þá var hún líka
svo þakklát fyrir umhyggju sem
aðrir sýndu henni. Hennar ósk var
ætíð að lifa í þyrrþey og að deyja
í kyrrþey, enga lofræðu eða hól
eftir sinn dag, hún ætti það ekki
skilið fannst henni. Hennar ósk
skal virt og við þökkum í hógværð.
Hún átti það þó sannarlega skilið
að vera þakkað, þessi hversdags-
hetja sem með allri sinni elsku
umvafði afkomendur sína og pabba.
í hans veikindum var hún sterk og
styrk, en einnig er hann féll frá
eftir erfið veikindi. Þá var hún sjálf
orðin sjúk af þessum sjúkdómi sem
hafði yfírhöndina nú 20. janúar. I
gegnum árin eru margir góðir vinir
og nágrannar sem komið hafa upp
stigann á Hverfisgötu 87 og sest
að kaffispjalli. Sumir eru fallnir
frá, þeir sem eftir lifa minnast
hennar með þakklæti.
Mömmu fylgdi ætíð léttleiki og
Minning
gleði og vildi hún alltaf hafa fólk
í kringum sig,' ekki síst fólkið sitt.
Oftar en ekki var farin nestisferð
upp í Öskjuhlíð, gjarnan í fylgd
með vinum og frændum og að sjálf-
sögðu börnin með. Á síðkvöldum
var slegið í spil og djarflega spilað
forhandargrand við vini. Þá var oft
sest upp í bíl og ekið austur fyrir
Fjall í heimasveit pabba, jafnvel
norður og aðeins stigið í gömul fót-
spor mömmu sem lítillar fjögurra
ára stúlku með þykkar jarpar flétt-
ur, sem föðurlausri var komið í fóst-
ur á Steinhóli í Fljótum, ásamt litlu
systur, Lóló, sem var henni svo
kær. Þær voru tengdar sterkum
böndum sem náðu jafnvel yfir hafið
til Noregs, þegar Lóló giftist Norð-
manni og fluttist með honum út.
Lóló lést svo sl. sumar. Til Noregs
flutti líka önnur systir, Þogerður,
nokkru yngri en hinar. Þessar syst-
ur og fjölskyldur þeirra voru svó
heimsóttar þegar árin liðu með
nokkurra ára millibili.
Hvar sem mamma var og hvert
sem hún fór fylgdu henni börnin
og síðan barnabörnin. Valdimar Örn
er eitt þeirra. Hann ólst upp hjá
ömmu og afa á Hverfísgötunni og
var ekki hve sístur sólargeislinn
þeirra. Á 21. afmælisdaginn hans
var amma hans borin til grafar.
Mamma, eða Gógó eins og hún
var kölluð, fæddist í Reykjavík 15.
júlí 1923 og voru foreldrar hennar
Júlía Edilonsdóttir og Árni Jóhann
Vigfússon.
Afkomendurnir eru orðnir 21.
Elstur barnanna er Árni Jóhann,
kvæntur Margréti Bjarnadóttur,
þau búa í Reykjavík. Elst barna
þeirra er Finnbogi Magnús, hann
býr í Svíþjóð, kvæntur og á einn
son, þá kemur Sigurbjörn Árni, þá
Þröstur, hann á unnustu og eina
dóttur, og yngst er svo ína Björg.
Næst er Ingibjörg Kolbrún, hún
er gift Siguijóni Ingvasyni og búa
þau í Keflavík. Elstur þeirra barna
er Guðmundur, hann er í Bandaríkj-
unum, þá kemur Magnea Helga,
hún er gift og á eina dóttur, þá
kemur Siguringi og yngst er Ing-
veldur, hún er í Bandaríkjunum.
Þar næst er Sigríður Valdís, gift
Ármanni Jónassyni, þau búa í Borg-
arnesi. Elstur þeirra barna er Björg-
vin Sævar, þá kemur Helgi Valur,
hann er í Svíþjóð, og íris Júlía er
yngst.
Guðrún Elsa er yngst, hún er
gift Júlíusi ívarssyni og búa þau í
Hafnarfirði. Elsta bam, Valdimar
Öm, ólst upp hjá ömmu og afa, þá
kemur Ivar svo Elva og yngsur er
Hlynur.
Læknum og starfsfólki heima-
hlynningar Krabbameinsfélagsins
skal þökkuð hlýleg aðhlynning og
viðmót sem þau sýndu mömmu síð-
ustu árin.
Einnig skal þakkað læknum og
starfsfólki deild lla á Landspítal-
anum.
Legg nú bæði iíf og önd
ljúfi Jesús, í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer,
sitji Guðs englar yfir mér.
Sigríður.
Þegar ég lagði leið mína á Land-
spítalann fímmtudagskvöldið 20.
janúar með því hugarfari að heim-
sækja hana ömmu mína voru mér
færðar þær fregnir að hún hefði
látist fyrir stundu. Ég fylltist sorg
og söknuði, en vissi jafnframt að
nú liði henni loksins vel.
Amma var alRaf svo dugleg.
Þegar bróðir minn Bogi kvæntist í
Svíþjóð sumarið ’91 var sjúkdómur-
inn farinn að heija á hana en þrátt
fyrir það lét hún sig ekki vanta.
Og ekki síður þegar systir hennar
Lóló lést í Noregi síðastliðið sumar,
þá var hún orðin fárveik.
Sérstaklega minnist ég þeirra
stunda sem ríkti gleði og gaman. Á
jólunum fór enginn í köttinn, amma
sá til þess. Hún mundi alltaf eftir
afmælum allra barnabarna sinna
og gladdi þau með gjöfum. Þetta
lýsti ömmu best.
Mikið mun ég sakna þín, amma
mín, og mun minning þín ávallt lifa
í hjarta mínu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
ína Björg Árnadóttir.
Lokað mánudaginn 7. feb.
Útsalan
hefst á þriðjudaginn
kl. 8.00
Ioppskórinn
VELTUSUNDI • SÍMI: 21212
VIÐ INGÓLFSTORG
ÞREFALDUR
H&STI VINNINGUR
DREGIÐ ÞRIÐJUDAGINN 8. FEBRUAR
. 7 MILUONIR
A EINFALDAN MIÐA
_ (E^) Blsá ádLt
Verð miða er aðeins 600 kr. á mánuði.
Upplýsingar um næsta utnboðsmann í síma 91-22150 og 23130
... fyrir lifið sjálft