Morgunblaðið - 18.02.1994, Page 1
80 SIÐURB/C
STOFNAÐ 1913
40. tbl. 82. árg.
FOSTUDAGUR 18. FEBRUAR 1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Vextírnir
lækkaðir
Frankfurt. London. Reuter.
ÓVÆNT vaxtalækkun þýska
seðlabankans í gær varð til þess
að verðbréf hækkuðu á evrópsk-
um fjármálamörkuðum og gengi
Bandaríkjadollars styrktist gagn-
vart þýska markinu og japanska
jeninu.
Hækkunin á verðbréfamörkuðum
var þó aðeins skammvinn því í ljós
kom að ekki var hreyft við skamm-
tímavöxtum seðlabankans, svoköll-
uðum lombard-vöxtum sem eru
6,75% eða endurkaupavöxtum verð-
bréfa en þeir eru 6%.
Þýski seðlabankinn lækkaði for-
vexti um hálft prósentustig í 5,25%
og er það fyrsta breyting sem gerð
er á þessum vöxtum frá í október
sl. Lækkunin var rökstudd með því
að verðbólga færi lækkandi og mark-
ið hefði verið að styrkjast. Sérfræð-
ingar í fjármálaheiminum sögðu að
búast mætti við frekari vaxtalækk-
unum í Þýskalandi á næstu vikum
og mánuðum. Seðlabankar Hollands,
Belgíu og Austurríkis fóru að dæmi
þýska seðlabankans og lækkuðu
vexti sömuleiðis.
Reuter
Vissu ekki
hvor af annarri
BANDARÍSKU skautadrottningarnar
Nancy Kerrigan (tv.) og Tonya Hard-
ing æfðu samtímis á ólympíusvellinu
í Hamar í Noregi tvisvar sinnum í
gær að viðstöddum aragrúa frétta-
manna og ljósmyndara. Er það í fyrsta
sinn sem þær eru í návígi frá því
Kerrigan varð fyrir líkamsárás líf-
varða Hardings fyrir sex vikum. Mikl-
ar öryggisráðstafanir voru viðhafðar
af hálfu framkvæmdaraðila Ólympíu-
leikanna í Lillehammer, 150 lögreglu-
menn voru á verði innan hallarinnar
og utan meðan á æfingunni stóð eða
fimm sinnum fleiri en venjulega. Kerr-
igan og Harding deildu ekki búnings-
klefa í höllinni og eftir því var tekið
að þær létu sem þær vissu ekki hvor
af annarri allan tímann. Væri önnur
þeirra á svellinu stóð hin út við vegg,
sneri baki í svellið og spjallaði eða
flissaði við aðstoðarmenn. Skautuðu
þær samtímis horfðu þær aldrei hvor
á aðra. Harding átti í erfiðleikum með
ýmsar æfíngar og bar við ökklaeymsl-
um. Báðar báru sig þó vel og veifuðu
til viðstaddra er þær luku æfingu og
héldu frá höllinni hvor í sinni bifreið-
inni.
Sjá fréttir á bls. 42 og 43.
Hergagnaflutningar sagðir hafnir fyrir alvöru frá Sarajevo
Rússar fá Bosníu-Serba
til að aflétta umsátri
Gert klárt
TÆKNIMENN í flugmóðurskipinu
Ark Royal koma ljósmyndabúnaði
fyrir í þotu fyrir könnunarflug yfir
Bosníu í gær.
Sar^jevo, Washington, New York. Reuter.
BOSNÍU-Serbar hófu mikla liðsflutninga frá fjöllunum um-
hverfis Sarajevo í gær og hétu því að vera farnir á brott með
umsáturssveitir sínar og þungavopn fyrir laugardag, að sögn
Bills Aikmans, talsmanns friðargæslusveita Sameinuðu þjóð-
anna (SÞ) í Bosníu (UNPROFOR) í gærkvöldi. Bandarísk, bresk
og frönsk yfirvöld brugðust af varfærni við þessum fregnum
en Owen lávarður, sáttasemjari í Bosníudeilunni, sagði að
reyndust þær réttar drægi úr líkum á loftárásum Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) á skotmörk Serba við Sarajevo.
Samþykkja að valdaráns-
mönnunum verði sleppt
Jeltsín hyg-gst stofna ráðgjafarþing við hliðina á dúmunni
Moskvu. Reuter.
LÍTIÐ vantaði uþp á að rússneska þingið samþykkti í gær að
gefa þeim upp sakir sem stóðu að valdaránstilraununum gegn
Míkhaíl Gorbatsjov, þáveranda forseta Sovétríkjanna, og síðar
Borís Jeltsín, forseta Rússlands. Er litið á tillöguna sem beina
ögrun við Jeltsín en hann svaraði fyrir sig á öðrum vettvangi
þegar hann tilkynnti í gær að stofnað yrði eins konar ráðgefandi
þing, sem ætti að vera tengiliður milli hans og almennings í land-
inu. Er búist við að þingið eða dúman þar sem andstæðingar
hans eru í meirihluta muni bregðast illa við því.
Það var flokkur þjóðernisöfga-
mannsins Vladímírs Zhírínovskíjs,
Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn,
sem bar fram tillöguna um sakar-
uppgjöf valdaránsmannanna og
fékk hún atkvæði 200 þingmanna
en 75 voru á móti. Voru margir
fjarverandi en tilskilinn meirihluti
í dúmunni er 223. Var tillögunni
vísað til þingnefndar og verður lík-
lega borin upp aftur.
Tillagan var bein atlaga að Jelts-
ín, sem vill draga valdaránsmenn-
ina fyrir dóm þótt það virðist raun-
ar erfitt vegna þess hve ófullkomin
rússneska refsilöggjöfin er.
I tilkynningu frá skrifstofu
Jeltsíns sagði að nýja ráðgjafar-
þingið eða -ráðið yrði skipað full-
trúum 250 samtaka, stjórnmála-
flokka, trúfélaga, verkalýðsfélaga,
samtaka í atvinnulífinu og ann-
arra. Á ráðið að vera tengiliður
milli forsetaembættisins og al-
mennings og taka til meðferðar
ýmis mikilvæg þjóðfélagsmál. Á
það koma saman reglulega einu
sinni í mánuði en þess á milli mun
15 manna forsætisnefnd vera að
störfum.
í tilkynningunni var ekki minnst
á dúmuna, hið eiginlega þing, sem
kjörið var 12. desember en með
stjórnarskránni, sem þá var einnig
samþykkt, voru völd þess skert frá
því, sem áður var. Jeltsín hefur
raunar lýst yfir, að það sé aðeins
í aukahlutverki í rússneskum
stjórnmálum og undirgefið forset-
Rússar buðust í gær að senda
állt að 800 hermenn til friðargæslu-
starfa á Sarajevo-svæðinu og sagði
Radovan Karadzic leiðtogi Bosníu-
Serba að það hefði orðið til þess að
Serbar féllust á að draga sveitir sín-
ar og vopn til baka. „Það eiga mikl-
ir liðsflutningar sér stað, heilu her-
gagnalestirnar eru að fara úr fjöllun-
um,“ sagði Aikman. Fulltrúar
bandarískra og breskra stjórnvalda
sögðu að framtak Rússa í Bosníu
væri fagnaðarefni ef það leiddi til
þess að þungavopn hyrfu frá
Sarajevo.
Talsmenn NATO sögðu að engin
breyting yrði á afstöðu bandalagsins
til umsáturs Serba um Sarajevo.
Hótunin um að gera loftárásir frá
og með miðnætti á sunnudagskvöld
á stórskotasveitir þeirra í allt að 20
km fjariægð frá borginni stæði
óhögguð. Þeir sögðu að samkomulag
Rússa og Bosníu-Serba væri til kom-
ið vegna ákvörðunar NATO. Vítalíj
Tsjúrkin aðstoðarutanríkisráðherra
Rússa sagði hins vegar í gær að
loftárásir yrðu óþarfar, það yrðu
einfaldlega engin skotmörk til.
Talsmenn NATO sögðu allt þar
til að samkomulag Rússa og
Bosníu-Serba lá fyrir að langt væri
í land með að bæði múslimar og
Bosníu-Serbar uppfylltu skilyrði
bandalagsins um afhendingu þunga-
vopna eða brottflutning þeirra frá
Sarajevo.
Grikkir gagnrýndir
Grikkir voru harðlega gagnrýndir
í gær af bandamönnum þeirra í
Evrópusambandinu fyrir að loka fyr-
ir aðdrætti til Makedoníu um hafnar-
borgina Saloniki. Ákvörðun Grikkja,
sem fara með forystuhlutverk í Evr-
ópusambandinu, hefur orðið til þess
að auka á pólitíska kreppu milli
þeirra og annarra sambandsríkja.
Frakkar sögðu hana hafa orðið til
þess að auka spennu á Balkanskaga
þegar þörf væri á að draga úr við-
sjám, Danir lýstu hneykslan sinni
því verið væri að loka landamærum
Evrópusambandsins gagnvart þriðja
ríki og ÞjóðveFjar sögðust myndu
kanna hvort Grikkir hefðu gerst sek-
ir um brot á reglum sambandsins
eða öðrum alþjóðasamþykktum.
Sagði Jacques Delors forseti fram-
kvæmdastjórnarinnar í óvenju ber-
orðri yfirlýsingu að ákvörðun
Grikkja gengi gegn hagsmunum
sambandsins.
í stríð við
Benetton
París. Reuter.
LUCETTE Michaux-Chevry,
ráðherra mannúðarmála í
frönsku stjórninni, sagði
Benetton-fyrirtækinu stríð á?
hendur í gær og hvatti fólk
til að sniðganga vörur þess.
Ástæðan fyrir stríðsyfirlýs-
ingu frú Michaux-Cheviy er
nýjasta auglýsingaherferð Ben-
etton þar sem blóði drifin föt
Bosníu-Króata, sem féll í bar-
daga við Mostar í fyrrasumar,
eru notuð til að vekja athygli
á litaglöðum fatnaði fyrirtækis-
ms.