Morgunblaðið - 18.02.1994, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994
Fjárhagsáætlun Seltjarnarness fyrir árið 1994 samþykkt
Hitaveita Seltjarnarness
lækkar verð á vatni um 10%
BÆJARSTJÓRN Seltjarnarness hefur samþykkt fjárhagsáætlun bæjar-
ins fyrir árið 1994. Tekjur eru áætlaðar 458.200.000 krónur og gjöld
387.387.000. Gert er ráð fyrir að útsvar verði 8,4% og að fasteigna-
gjöld vegna íbúðarhúsnæðis verði 0,375%. Ákveðið hefur verið vegna
góðrar afkomu hjá Hitaveitu Seltjarnarness að lækka verð á vatni um
10% frá siðustu áramótum.
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri,
gerði grein fyrir ijárhagsáætlun
bæjarins við síðari umræðu. Fram
kom að vegna breytinga á tekjustofn-
um sveitarfélaga hækkuðu tekjur
bæjarsjóðs um 37 millj. að frádregnu
aðstöðugjaldi og landsútsvörum sem
falla niður en þessi tekjustofn var
um 23 milljónir á síðasta ári. Þessi
hækkun verður til þess að hægt er
að falla frá 33 milljóna lántöku til
holræsamála sem fyrirhuguð var. Þá
hefur stjóm veitustofnana Seltjam-
amess gengið frá fjárhagsáætlun
Hitaveitu og Vatnsveitu Seltjamar-
ness og vegna góðrar afkomu hjá
hitaveitunni var ákveðið að lækka
vatnsverð um 10% frá síðustu ára-
mótum.
Gert er ráð fyrir 0,15% vatns-
skatti og að hreinsigjald verði 2.800
krónur og að sorpeyðingargjald verði
4.000 krónur. Helstu tekjur em út-
svar sem áætlað er 383 millj., fast-
eignagjöld em áætluð 63 millj. og
arður af fyrirtækjum er áætlaður 12
milljónir. Samþykkt var samhljóða
að veita 15.000 króna afslátt af fast-
eignagjöldum til elli- og lífeyrisþega.
Helstu gjaldliðir að frádregnum
tekjum, öðmm en skatttekjum, em
almannatryggingar og félagshjálp
79,6 millj., skólamál 79 millj., gatna-
og holræsagerð 47,6 millj., stjórn
sveitarfélagsins 33 millj. og almenn-
ingsgarðar og opin svæði 23 milljón-
ir. Til íþrótta- og æskulýðsmála er
áætlað að veija 20 millj., í fjármagns-
kostnað fara 20 millj., til skipulags-
mála fara 12 millj. ogtil menningar-
og félagsmála er varið 15 milljónum.
Helstu framkvæmdir á árinu verða
í holræsamálum eða við hreinsun
strandlengjunnar og er áætlað að
veija til þess 25 milljónum. 12 millj.
verður varið til stækkunar Valhúsa-
skóla og 22 millj. til lokaáfanga við
Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi.
Auk þess verður varið 45 milljónum
til gatnagerðar og umhverfismála.
Bókun minnihluta
Fjárhagsáætlunin var samþykkt
með fimm atkvæðum en tveir bæjar-
fulltrúar, þær Siv Friðleifsdóttir og
Guðrún K. Þorbergsdóttir, sátu hjá
og lögðu fram bókun, þar sem fram
kemur að vegna mikilla viðbótar-
tekna bæjarins í kjölfar nýrra tekju-
stofnalaga telji þær að endurskoða
beri fjármálastefnu bæjarins. Lagt
er til að áhersla verði lögð á landa-
kaup á vestursvæðinu, viðbyggingu
við Mýrarhúsaskóla, nýr 3-4 deilda
leikskóli sem leysti Fögrubrekku og
Litlubrekku af hólmi og loks sjóvam-
ir.
VEÐUR
I DAG kl. 12.00
Hsimild: Veðurstofa (slanda
(Byggt á voðurspá M. 16.30 f gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 18. FEBRUAR
YFIRLIT: Um 500 km suðvestur af Reykjanesi er 970 mb víðáttumikil
lægð sem þokast norðvestur, en yfir Austur-Grænlandi er 1.025 mb
hæð. Langt suövestur í hafi er vaxandi 995 mb lægð sem hreyfist norð-
austur með stefnu á landið vestanvert.
SPÁ: Suðaustfæg átt, víða stinníngskaldi. Rigning suðaustanlands og
einnig öðru hverju suðvestan- og vestanlands, en úrkomulítið verður
norðan heiða. Annað kvöld hvessir um landið sunnanvert. Hiti verður
víðast á bilinu 3-8 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAGiAllhvöss suðaustanátt á iandinu. Rigning um
allt sunnan- og vestanvert landið og einnig austanlands, en þurrt að
mestu norðanlands. Hiti 5-6 stig.
HORFUR Á SUNNUDAG Sunnan- og suðvestankaldi eða stinning-
skaldi. Skúrir sunnan- og vestanlands, en þurrt um norðan- og norðaust-
anvert landið. Hiti 2-3 stig.
HORFUR Á MÁNUDAG: Fremur hæg S- og SA-átt. Dálítil siydda SV-
og V-lands en að mestu úrkomulaust annars staðar. Hiti um frostmark.
Nýir veðurfregnatfmar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsítni Veðurstofu (slands — Veðurfregnir: 990600.
o A Sunnan, 4 vindstig. Vindðrin sýnirvindstefnu og fjaðrimar vindstyrk,
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig..
r r r * r * * * * • Á * 10° Hitastig
r r r r r * / r * r * * * * * v v V v Súld ]
Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél tl = Þoka ^
FÆRÐA VEGUM:
(Kl. 17.30 ígær)
Allgóð vetrarfærð er nú á vegum landsins. Steingrímsfjarðarheiði er
ófær en verður mokuð á morgun. Einnig verður vegurinn um Mosfells-
heiði opnaður. Veruleg hálka er víða á vegum, einkum norðanlands.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti f síma 91-631500 og
ígrænniiinu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri
Reykjavík
hltl veður
4 skýjað
6 rigningýs.klst.
Björgvln 0
Helslnki +4
Kaupmannahöfn 1
Narssarssuaq +1
Nuuk
Óaló
Stokkhólmur +4
Þórshöfn 4
hálfskýjað
skýjað
skafrenningur
-f-10 heiðskírt
+5 þokumóða
léttskýjað
skýjað
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Feneyjar
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
London
LosAngeles
Lúxemborg
Madrtd
1
+1
Mallorca
Montreal
NewYork
OHando
París
Madelra
Róm
Vín
Washington
Winnipeg
15 háffskýfað
3 léttskýjað
12 hálfskýjað
+2 léttskýjað
vanter
skýjað
skýjað
+2 mistur
0 léttskýjað
6 alskýjað
13 rígning
vantar
9 heiðskírt
16 heiðskírt
13 skýjað
+11 skýjað
+6 léttskýjað
16 skúrás.klst.
2 jjokumóða
17 hálfskýjað
10 þokumóða
+6 skafrenningur
+1 þokumóða
+12 alskýjað
Morgunblaðið/Þorkell
Islandia til Grænhöfðaeyja
RANNSÓKNASKIPIÐ Islandia hélt áleiðis til Grænhöfðaeyja síðdegis í
gær. Siglingin suður mun taka þtjár vikur og verður skipið afhent stjórn-
völdum á eyjunum í byijun fnars, sem hluti af þróunaraðstoð íslands.
Frambjóðendur Nýs vett-
vangs og Kvennalista valdir
GUÐRÚN Ögmundsdóttir borgarfulltrúi Kvennalistans mun skipa 3.
sætið á sameiginlegum framboðslista minnihlutaflokkanna í Reyly'avík
fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor og Steinunn Óskarsdóttir,
starfskona hjá Kvennfélagasambandi íslands, skipar 7. sætið á listan-
um. Þá hefur borgarmálaráð Nýs vettvangs, samþykkt að Guðrún Jóns-
dóttir borgarfulltrúi Nýs vettvangs taki 10. sæti á listanum.
Frambjóðendur Kvennalistans
voru valdir með þeim hætti að upp-
stillingamefnd gerði skoðanakönnun
meðal kvennaiistakvenna í Reykjavík
og raðaði upp frambjóðendum með
hliðsjón af niðurstöðum hennar. Var
tillaga uppstillingamefndar síðan
samþykkt einróma á félagsfundi í
Kvennalistanum í fyrrakvöld. Niður-
staðan varð sú að Guðrún Ögmunds-
dóttir varð í 1. sæti, Steinunn Ósk-
arsdóttir í 2. sæti, Hulda Ólafsdóttir
sjúkraþjálfari í 3. sæti, Kristín A.
Amadóttir, starfskona á alþjóða-
skrifstofu Háskóla íslands, í 4. sæti,
Margrét Sæmundsdóttir, varaborg-
arfulltrúi, í 5. sæti og Kristín Blön-
dal, myndlistarkona og fóstra, i 6.
sæti.
Guðrún Jónsdóttir Nýjum vett-
vangi, sagði að 10. sætið hafí verið
boðið óháðum frambjóðanda úr sín-
um röðum en Nýr vettvangur var
kosningabandalag Birtingar, Al-
þýðuflokks, óháðra og Reykjavíkur-
félag.
Málefnasamningur um
mánaðamót
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir al-
þingiskona hefur ekki gefið endan-'
iegt svar hvort hún tekur 8. sætið
sem borgarstjóraefni á sameiginlega
listanum og er ekki gert ráð fyrir
að það skýrist fyrr en málefnasamn-
ingur framboðsins iiggur fyrir um
eða upp úr næstu mánaðamótum.
------»■.«-------
Björk kærð
BRESKUR lagahöfundur Simon
Lovejoy, öðru nafni Simon Fisher,
hefur kært Björk Guðmundsdótt-
ur, vegan höfundarréttar á fjórum
lögum af metsöluplötunni „Deb-
ut“.
í yfirlýsingu Bjarkar og fyrirtækis
hennar One Little Indian Records er
því staðfastlega neitað að Björk og
Simon Fisher hafí sameiginlega sam-
ið lög á plötunni „Debut“. Lögfræð-
ingar hafí fengið kæruna til meðferð-
ar. í frétt breska dagblaðsins Daily
Mail í gær er haft eftir lögfræðingi
Simons Fishers, sem er sagður sér-
fræðingur í málum er varða höf-
undarrétt, að kæran nái til laganna
„Human Behaviour", „Venus as a
Boy“, „Aeroplane" og „Crying".
Verði Björk dæmd er talið að hún
muni þurfa að greiða rúmlega fímm
milljónir króna í skaðabætur. Hún
er nú stödd í París á hljómleikaferða-
lagi, en segir ekkert um málið að
ráði lögfræðinga sinna.
Jón Björnsson
rithöfundur látinn
JÓN Björnsson rithöfundur lést á
Elliheimilinu Grund sl. þriðjudag,
á áttugasta og sjöunda aldursári.
Jón fæddist 12. mars árið 1907 í
Holti á Síðu í Vestur-Skaftafells-
sýslu, sonur Björns Runólfssonar,
bónda og hreppstjóra þar, og
Marínar Þórarinsdóttur.
Jón stundaði nám á Lýðháskólan-
um í Voss í Noregi 1929-1930 og
Askov í Danmörku 1930-1932. Hann
var búsettur í Kaupmannahöfn 1932-
1945 þar sem komu út eftir hann
sjö skáldsögur og drengjabækur á
þeim tíma en síðan flutti Jón tii
Reykjavíkur og starfaði sem bók-
menntagagnrýnandi við Morgun-
blaðið 1948-1955. Hann var bóka-
vörður við Borgarbókasafn Reykja-
víkur 1959 til 1977 er hann lét af
störfum sökum aldurs. Jón sat í
stjórn Félags íslenskra rithöfunda
1949-1951. Meðal rita hans má
nefna skáldsögurnar Heiður ættar-
innar, sem út kom 1946, Jón Ger-
reksson, 1947, Máttur jarðar, 1949,
Búddhamyndin, 1948, Dagur fagur
prýðir veröld alla, 1950, Valtýr á
grænni treyju, 1951, en hún kom út
í danskri þýðingu 1977, Eldraunin,
1952, Bergljót, 1954, Allt þetta mun
ég gefa þér, 1955, Jómfrú Þórdís,
1964, og drengjabækurnar Leyndar-
dómur fjallanna, 1947, Smyglararnir
í Skeijagarðinum, 1948, Sonur öræf-
anna, 1949, Á reki með hafísnum,
1950, og Steini Ásdal, 1957. Auk
þess leikritið Valtýr á grænni treyju,
1953, Dauðmannskleif, þættir, árið
1954, Maðurinn og hafið, smásaga,
og fleiri smásögur og greinar sem
birtust í blöðum og tímaritum á
Norðurlöndum og víðar. Hann rit-
stýrði Heima er best 1952-1955 og
ýmsum afmælisritum,
Jón kvæntist Bjamfríði Guðbjörgu
Sigurðardóttur fótsnyrtisérfræðingi
árið 1939. Hún lést árið 1967. Jón
kvæntist síðan Grétu Sigfúsdóttur
rithöfundi árið 1973. Hún lést árið
1991.