Morgunblaðið - 18.02.1994, Síða 7

Morgunblaðið - 18.02.1994, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994 7 Tillögur að lagafrumvarpi um framhaldsskóla Skólaárið lengt og námstíminn styttur Yfirlýsing MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing: Vikublaðið Eintak birti 17. febrúar „einkunnagjöf" fyrir þing- menn og ráðherra og segist hafa „leitað til þingfréttaritara af öllum dagblöðunum og fréttastofum út- varps- og sjónvarpsstöðva“. Tekið skal fram að blaðamaður Eintaks hafði samband við undirritaða þingfréttamenn Morgunblaðsins, Útvarpsins og Sjónvarpsins sem höfnuðu að taka þátt í „miðsvetr- arprófi þingfréttaritara“, eins og vikublaðið kallar það. Atli Rúnar Halldórsson þingfréttamaður Útvarps, Helgi Már Arthúrsson þingfréttamaður Sjónvarps, Valgerður A. Jóhannsdóttir þingfréttamaður Útvarps, Guðmundur Sv. Hermannsson blaðamaður Morgunblaðsins, Ómar Friðriksson blaðamaður Morgunblaðsins. NEFND um mótun menntastefnu afhenti menntamálaráðherra tillögur að frumvarpi til laga um framhaldsskóla í gær og gera þær ráð fyrir víðtækum breytingum á uppbyggingu framhalds- skólakerfisins. Er þannig gert ráð fyrir skólaárið verði lengt úr níu mánuðum í tíu og heildarnámstími til stúdentsprófs verði stytt- ur úr fjórum árum í þrjú, til að nýta betur skólatíma framhalds- skóla. Einnig er lagt til að starfsnám verði stóreflt og að aðilar atvinnulífsins taki virkan þátt í stefnumótun og tillögugerð um skipan og framkvæmd starfsnáms með þátttöku í stjórnun þeirra. Einnig er lagt til að sett verði sveigjanleg inntökuskilyrði fyrir nemendur til að innritast á einstakar námsbrautir framhalds- skóla. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, sagði í gær að tillögurnar fælu í sér mestu og jákvæðustu breytingar á mennta- kerfinu seinustu áratugi. „Að hluta eru tillögurnar við- aftur til þess tíma að allt niður í brögð við þeim vanda að nemendur unga nemendur hafi greiðan að- hafa ekki sama aðgang að vinnu gang að atvinnu yfir sumartímann, og áður. Seinustu ár hafa töluverð- eins og var og einkenndi bæði skóla- ir kraftar farið í að búa til verkefni kerfi og atvinnulíf. Með þessu er fyrir það unga fólk sem fær ekki ungu fólki séð fyrir uppbyggilegum vinnu og við hverfum jafnvel aldrei viðfangsefnum í stað þess að ráfa ------------------------------- lengi um atvinnulaust," segir Ólaf- ur. Styttan af Jón- asi færð Allt að 5 ára aðlögunartími Nefndin um mótun menntastefnu hefur sl. tvö ár unnið undir for- mennsku Sigríðar Önnu Þórðardótt- ur, alþingismanns, að tillögum um breytingar á lögum um menntun hérlendis að háskólastigi og mun á næstunni skila tillögum varðandi grunnskóla og eru þær tengdar hugmyndum um breytingar á fram- haldsskólum. Tillögurnar nú verða kynntar í ríkisstjórn á næstu dög- um, samtímis því að ýmsir aðilar fá þær sendar til umsagnar, s.s. samtök kennara og foreldra, skóla- stjórar og aðilar í atvinnulífi. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi í vor og stefnt er að því að skólakerfið hafi allt að fimm ára aðlögunartíma að breytingunum, verði það samþykkt. Ólafur sagði tillögurnar fela í sér verulega hagræðingu, þótt ekki hafi verið kannað hvort breyting- arnar geri skólakerfið ódýrara en nú er. Bætt skólakerfi sem skili betri nemendum sé markmiðið. Hann kveðst ekki búast við að til- lögurnar mæti mikilli mótspyrnu, þar sem vitneskja um galla skóla- kerfisins og þörfina á úrbótum hafi aukist mjög undanfarin ár, eins og viðvaranir frá Háskóla íslands vegna árangurs nýnema hafi leitt í ljós. „Ekki er verið að loka neina úti með þessum breytingum þó að gerðar séu meiri kröfur, heldur er verið að opna fleiri leiðir sem hæfa hveijum og einum. Starfsnám er eflt því í dag er of rnikil áhersla lögð á bóknámsbrautir og stúdents- STYTTAN af Jónasi frá Hriflu sem stóð á milli Safnahússins við Hverfisgötu og Arnarhvols var tekin niður af stalli sinum fyrir skömmu og færð í geymslu ásamt stallinum. Steindór Guð- mundsson, for- stöðumaður Framkvæmda- sýslu ríkisins, sagði í samtali við Morgunblað- ið að styttan hafi - verið flutt vegna fyrirhugaðra framkvæmda við hús Hæstaréttar og eigi að rísa á horni Sölvhóls- götu og Ingólfs- strætis fyrir framan rnennta- málaráðuneytið með vorinu. Hafi flutningurinn verið í samráði við forystu Fram- sóknarflokksins. Styttan af Jónasi Jónssyni frá Hriflu er eftir Einar Jónsson og var sett upp í fjármálaráðherratíð Albeits Guðmundssonar árið 1985. Styttan af Jón- asi frá Hriflu --------i—:--- Morgunblaðið/Sverrir Tillögur afhentar ÓLAFUR G. Einarsson, menntamálaráðherra, veitir viðtöku tillögum um frumvarp til laga um framhaldsskóla úr hendi Sigríðar Önnu Þórðardóttur, formanns nefndar um mótun menntastefnu. prófið þó að því ljúki ekki nema um 35% af árganginum og brottfall- ið er ótrúlega mikið, eða um helm- ingur sem finnur ekki neitt sér við hæfi,“ segir Ólafur. Meiri fjölbreytni Sigríður Anna segir að hlutfall þeirra sem ekki ljúka framhald- skólanámi sé mun hærra hérlendis en í nágrannalöndum okkar. Gagn- rýni fulltrúa atvinnulífsins á skóla- kerfið hafí jafnframt aukist. Muni breytingarnar leiða til meiri fjöl- breytni í námsframboði en verið hefur til þessa og að fleiri nemend- ur ljúki námi. „Nám í framhalds- skóla hefur allt miðað að stúdents- prófi en við leggjum til meiri verka- skiptingu skóla og að við upphaf náms verði námið miðað við loka- markmiðið, þannig að fjölbreytileiki þess eykst gagnvart mismunandi einstaklingum með mismunandi hæfileika," segir Sigríður. Tillögur þær sem nefndin skilar á næstunni varðandi grunnskóla gera m.a. ráð fyrir að samræmdum prófum verður fjölgað á grunn- skólastigi og einnig samræmdum könnunarprófum, í þeim tilgangi að uppgötva námserfiðleika og fyr- irbyggja slakan námsárangur nem- enda á fyrstu stigum kennslunnar. - m ALDREI BETRA VB - DÆMI KR BDO MARIO BUXUR BERT SILKIVESTI KR. 1800 DiA PILS KR. 1990 BARBÖ SILKIPEYSA KR. 2290 FANCY BUTAPtLS KR. 2490 KR. 2990 OCEAN KJOLL SENDUM f PÓSTKRÓFU VERO mODA LAUGAVEGI 81 SÍMI: 9 1 - 2 1 44 4 KRINGLAN 8-12 SÍMI: 9 1 - 6 8 624 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.