Morgunblaðið - 18.02.1994, Page 10

Morgunblaðið - 18.02.1994, Page 10
!ío MÓRGÚÚBLAÐIÐ' FÖáTÚDAGUá’ 18.' FEBÉ'ÚÁR Í9§4 UM HELGINA Erla B. Axelsdóttir Erla B. Axels- dóttir sýnir í Borgarnesi Erla B. Axelsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Safnahúsi Borgarfjarð- ar, Bjarnabraut 4-6 í Borgarnesi, laug- ardaginn 19. febrúar nk. kl. 14. Erla hefur haldið átta einkasýning- ar, síðast sýndi hún í Listasafni ASI. Jafnframt hefur Erla tekið þátt í sam- sýningum hér heima og erlendis, síðast nú í desember í alþjóðlegri smámynda- sýningu sem haldin var í Del Bello gallerí í Toronto í Kanada. Erla starfrækir Art-Hún gallerí og vinnustofur ásamt ijjórum öðrum lista- konum á Stangarhyl 7 í Reykjavík. Á sýningu Erlu í Safnahúsi Borgar- ijarðar- gefur að líta olíumálverk og pastelmyndir unnar á undanförnum 2-3 árum. Við opnun sýningarinnar sér Bjöm Leifs um tónlist. Sólveig Eggertsdóttir Sólveig- Eggertsdóttir sýnir í Galleríi Sólon Islandus Sólveig Eggertsdóttir opnar sýningu á lágmyndum í Gallerí Sólon íslandus í Bankastræti á morgun laugardaginn 19. febrúar kl. 15. Verkin á sýningunni eru unnin á sl. sumri og í vetur. Efnið er gifs, vax og plast. Sólveig útskrifaðist úr skúlptúrdeild MHÍ vorið 1990 og hefur haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í samsýn- ingum. Sýning Sólveigar er opin daglega frá kl. 11-18 og stendur sýningin fram á mánudag 14. mars. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Þóra Sigurjónsdóttir með eina af myndum sínum í galleríinu heima. Þóra Sigurjóns sýnir í Lóuhreiðri Sýning á myndum eftir Þóru Sigur- jónsdóttur listakonu frá Lækjarbakka í Gaulveijabæjarhreppi stendur yfir í kaffistofunni Ijóuhreiðri á Laugavegi 59 í Reykjavík. Um er að ræða akrýl- myndir og myndir málaðar á gijót og tré. Þóra starfrækir gallerí á heimili sínu, Lækjarbakka í Gaulveijabæjarhreppi. Bærinn stendur niður undir sjó og þar er góður gestagangur þegar færð og veður leyfa. í myndunum, sem málaðar eru á steina og tré, birtast ýmsar kynja- myndir og hulduverur sem boða sigur hins góða. Þýskur listamaður sýnir í Portinu Sýning þýska listamannsins Ric- hards Mansfeld opnar á morgun, laug- ardag, kl. 15 í Portinu, Strandgötu 50 í Hafnarfirði. Richard Mansfeld sem er fæddur í fyrrum Austur-Þýskalandi hefur haldið margar einkasýningar þar í landi og víðar í Evrópu. Hann starfar nú sem gestalistamaður í Listamiðstöðinni Straumi. Sýningin stendur tjl 6. mars. Sýning- arsalir Portsins eru opnir alla virka daga nema þriðjudaga frá kl. 14-18. Sýningin „Listin sigr- ar“ í Galleríi Greip Jóhann Torfason og Halldór Baldurs- son opna sýningu á morgun, laugar- dag, undir yfirskriftinni „Listin sigrar" í Gallerí Greip, Hverfisgötu 82. Þeir útskrifuðust úr MHÍ 1989 og hafa síð- an unnið saman að ýmsu sem viðkemur menningarmálum segir í kynningu, m.a. hafa þeir staðið að myndasögu- blaðinu GISPI, veggmyndagerð og myndlistarsýningum. Á sýningunni verða málverk, vatns- litamyndir, teikningar og installation. Sýningin er sú fyrsta í röð þriggja sýn- inga sem listkafaramir standa að í Gallerí Greip. Listkafararnir er hópur ungra myndlistarmanna sem myndaðist í kringum sýningahald í Djúpinu 90-91 og er þráðurinn hér með tekinn upp að nýju. Eyþór Stefánsson Kolateikningar og vatnslitamyndir í Listasafni ASÍ Eyþór Stefánsson opnar myndlistar- sýningu í Listasafni ÁSÍ, Grensásvegi 16 á morgun, laugardag, kl. 15. Þetta er fjórða einkasýning Eyþórs, en auk þess hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum. Aðaluppistaða sýning- arinnar verða kolateikningar auk vatnslitamynda. Eyþór stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands í kennaradeild og málaradeild 1978-1983 og síðan fram- haldsnám við Statens Kunstakademi í Ósló 1983-1987. Eyþór kennir nú á listasviði fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Sýningin varir til 6. mars nk. og verður opin frá kl. 14-19 alla daga en lokað á miðviku- dögum. Erla Þórarinsdóttir í Nýlistasafninu Erla Þórarinsdóttir opnar myndlist- arsýningu í Nýlistasafninu, Vatnsstfg 3b, á morgun, laugardaginn 19. febr- úar kl. 16. Á sýningunni gefur að líta málverk, teikningar og rýmisverk, módel af umhverfls- og víðavangsverkum, ljós, liti, salt og sykur. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 og lýkur sunnudaginn 6. mars. Eitt verka Guðjóns Ketilssonar Lágmyndir og gólf- verk í Gerðubergi Guðjón Ketilsson opnar myndlistar- sýningu í Menningarmiðstöðinni Gerðu- Sænskar bókmenntir og Lars Andersson Laugardaginn 19. febrúar kl. 16 verður fyrsta norræna bókakynningin í röð kynninga sem sendikennarar í Norðurlandamálum við Háskóla íslands halda árlega í Norræna húsinu í sam- vinnu við bókasafn hússins. Sænskar bókmenntir verða þá til umfjöllunar og verður sænski rithöfundurinn Lars Andersson gestur á kynningunni. Hann mun segja frá ritstörfum sínum og lesa upp. Ylve Hellerud sendikennari segir frá þvf markverðasta í sænskri bókaút- gáfu 1993. Lars Andersson er fæddur 1954 og kom fyrsta skáldsaga hans „Brandlyra" út árið 1974. Hann gaf út nokkrar skáldsögur í viðbót an það var fyrst með bókinni „Snjöljus" sem hann vakti athygli. Bókin er eins konar spennu- saga með pólitfsku og sálfræðilegu fvafi. Hann hefur skrifað talsvert af greinum og ritgerðum í sænsk blöð og tímarit. Nýjasta bók hans „Vattenorg- eln“ hefur verið lýst sem „íhugun á síðasta tug fyrri aldrar“. Sjónarsvið og hughrif frá aldamótunum er hugvit- samlega skeytt saman við heild sem er yfirgripsmeiri en lokaniðurstaðan. Nils-Ole Lund Fyrirlestur um nor- ræna byggingarlist Nils-Ole Lund, danskur prófessor í bygginarlist, mun halda fyrirlestur í Norræna húsinu sunnudaginn 20. febr- úar kl. 16. Fyrirlesturinn er jafnframt upphafið að nýjum dagskrárlið f Nor- ræna húsinu. Á hveijum sunnudegi kl. 16 verður dagskrá þar sem fjallað verð- ur um það sem efst er á baugi á sviði stjórnmála, lista, trúarbragða, lýðhá- skóla o.s.frv. Dagskráin fyrir vormán- uðina mun Iiggja frammi í Norræna húsinu á sunnudag. Nils-Ole Lund sendi frá sér fyrir fjór- um árum bókina Nordisk arkitektur. Hún fjallar um nokkur sérkenni er varða alþjóðlega strauma í byggingar- list og hvernig norræn byggingarlist tekur við og aðlagar þessa strauma og er bókin síðust í röð margra bóka sem Nils-Ole Lund hefur skrifað um svipað efni. Nils-Ole Lund hefur um árabil verið rektor við Arkitektaskólann í Árósum. Hann hefur átt þátt í að auk hróður skólans, ekki síst á sviði fræðilegrar byggingarlistar. Auk starfa sinna sem prófessor hefur Nils-Ole Lund fengist við að gera klippimyndir og mun hann taka nokkrar með sér og verða þær til sýnis f Norræna húsinu í tengslum við fyrirlesturinn. og Kristinn Örn Kristinsson pianóleik- ari halda tónleika í Logalandi í Borgar- firði á Konudaginn, sunnudaginn 20. febrúar kl. 15. Ljóð um konur skipa öndvegi á tón- leikunum. Fluttur verður lagaflokkur- inn „Helga hin fagra“ eftir Jón Laxdal við ljóð Guðmundar Guðmundssonar. Ljóðasöngvar eftir Schubert, Mozart, Schumann og Hugo Wolf þar sem sung- ið er um konuna verða einnig á dag- skrá ásamt íslenskum sönglögum m.a. eftir Karl O. Runólfsson, Árna Björns- son, Elísabetu Jónsdóttur og Björn Jak- obsson. Margrét Bóasdóttir nam söng hjá Barnadagskrá o g kvikmyndasýning Bamadagskrá verður í Norræna hús- inu sunnudaginn 20. febrúar kl. 14. Inger Christiansen alþýðutónlistarmað- ur frá Danmörku verður með dagskrá fyrir börn þar sem farið verður í leiki, dansað og spiluð tónlist. Að því loknu, kl. 15, verður sýnd danska myndin „Et lojerligt eventyr". Þetta er ævintýri með galdrakerlingu, kóngi og prinsessu ásamt mörgum öðr- um. Myndin er með dönsku tali og er 30 mín. að lengd. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Nú standa yfir æfingar hjá Skjalibandalaginu á verkinu „Dóna- lega dúkkan“. Leikhópurinn Þormaguð Þormaguð frumsýnir einþáttunga Leikhópurinn Þormaguð fmmsýnir laugardaginn 19. febrúarkl. 17 einþátt- ungana; „Besti volgi bjórinn í bænum“ í leikstjóm Guðmundar Haraldssonar, leikendur eru Magnús Jónsson, Þor- steinn Bachmann, Guðmundur Ilar- aldsson og „Nætur í Hafnarfirði" í leik- stjórn Þorsteins Bachmann, leikendur eru Guðmundur Haraldsson og Magnús Jónsson. Höfundur verkanna er Jason Milligan, leikhópurinn hefur þýtt og staðfært. Sýnt verður að Vesturgötu 6, Naustkjallaranum. Æfingar hafnar á „Dónalegu dúkkunni“ Nú standa yfir æfíngar hjá Skjall- bandalaginu á verkinu „Dónalega dúkkan" eftir Dario Fo og Fröncu Rame, sem sýnt verður í húsnæði leik- hópsins Frú Emilíu í Héðinshúsinu nú á næstunni. Frumsýning er áætluð 8. mars nk. Skjallbandalagið byijaði samstarf í kringum Óháðu listahátíðina í Reykja- vík sl. vor og setti þá upp verkið „Við höfum öll sömu sögu að segja“. „Dónalega dúkkan" er verk þar sem höfundar taka fyrir konuna í hinum ýmsu myndum og velta fram á stundum gi’átlegan og þó helst sprenghlægilegan hátt persónum og-uppákomum þar sem ítalskur hiti og ástríður kvenna fara með aðalhlutverk. Dario Fo er þekktur fyrir að nota leikhússkriftir sínar sem deilur á samfélagið undir merki gaman- leiksins og farsans og er „Dónalega dúkkan" gott dæmi um sniffi hans, seg- ir í kynningu. Leikþættirnir þrír sem standa saman undir nafninu „Dónalega dúkkan“ eru af ásettu ráði ýktir og farsakenndir. Elísabetu Erlingsdóttur og síðan við þýska tónlistarháskóla í Heidelberg og Stuttgart, þar sem hún m.a. sérhæfði sig í Ijóðasöng. Hún hefur haldið marga tónleika hér heima og erlendis, radd- þjálfað kóra, kennt söng við Tónlistar- skólann á Akureyri og verið stjómandi Kvennakórsins Lissýjar í Þingeyjar- sýslu. Hún kennir nú við guðfræðideild Háskóla íslands og starfar fyrir barna- kóra á vegum embættis Söngmála- stjóra Þjóðkirkjunnar. Kristinn Öm Kristinsson nam píanó- leik við Tónlistarskólana á Akureyri og í Reykjavík og stundaði síðan fram- haldsnám í Bandaríkjunum. Hann er nú skólastjóri Suzuki-tónlistarskólans í Reykjavík. Kristinn hefur leikið með fjölmörgum söngvurum og hljóðfæra- leikurum og einnig einleik með hljóm- sveitum. Fyrirlestur Kvikmyndir Leiklist Atriði úr Týndu teskeiðinni Týnda teskeiðin á Reyðarfirði Leikfélag Reyðarfjarðar hefur hafið starfsemi eftir 9 ára hlé og frumsýnir Týndu teskeiðina eftir Kjartan Ragn- arsson í dag, föstudaginn 18. febrúar, í Félagslundi. Önnur sýning verður á morgun, Iaugardag. Leikstjóri er Jón Júlíusson. Þeir bera þess sterk merki að vera upprunnir úr ítölsku menningarsamfé- lagi, tilfinningaríkir, hraðir, ögrandi og sérstaklega litríkir. Tónlist Tónleikar í Logalandi Margrét Bóasdóttir sópransöngkona bergi sunnudaginn 20. febrúar kl. 15. Verkin sem Guðjón sýnir em lágmynd- ir og gólfverk unnin í tré. Guðjón stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og Nova Scot- ia College of Art and Design í Kanada og lauk þaðan námi 1980. Sýningin í Gerðubergi er 11. einkasýning Guðjóns en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin er opin frá kl. 10-22 mánud. - fimmtud. og frá kl. 13-16 fóstud. - sunnud. Sýningunni lýkur 20. mars. Bókmenntir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.