Morgunblaðið - 18.02.1994, Síða 11

Morgunblaðið - 18.02.1994, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994 11 Vistaverur, bjartar og djúpar Málþing um listsköpun fatlaðra AÐILAR á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalags Islands funduðu síðasta vor um listsköpun fatlaðra, auk fulltrúa samtaka fatlaðra og listamanna. Var það niðurstaða fundar- ins að gott væri að koma á fót sameiginlegum vettvangi varðandi listsköpun fatlaðra. Fannst fundarmönnum stofnun hagsmunasam- taka fatlaðs og ófatlaðs fólks, sem hefur áhuga á listsköpun fatl- aðra, vera kjörin leið til að styðja fatlaða listamenn og auðvelda þeim að vinna að og koma verkum sínum á framfæri. Félagið gæti einnig virkað sem hvati á stjórnvöld til þess að gefa málefn- inu meiri gaum. I þessu félagi yrðu bæði einstaklingar og fulltrú- ar hópa sem vinna að málefninu. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá einni af lokaæfingum Leikfélags Selfoss á gamanleiknum Leikið lausum hala. Leikfélag Selfoss Selfossi. LEIKIÐ lausum hala heitir leik- verk sem Leikfélag Selfoss frum- sýnir á föstudagskvöld, 18. febr- úar, klukkan 20.30 í leikhúsi fé- lagsins við Sigtún. „Þetta er gamanleikur með söngvum," sagði Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson höfundur, leikstjóri og einn af leikendum. Tónlistin í leik- verkinu er eftir Davíð Kristjánsson og hljóðfæraleik annast tónlistar- menn frá Selfossi. Efnisuppistaðan er sótt í samtím- ann og fjal'ar um fanga sem fá helgarfrí frá Litla-Hrauni og lenda í óvæntum ævintýrum, en verkið gerist á nokkrum stöðum í Árnes- Var ákveðið í framhaldi af fund- inum að boða til málþings um list- sköpun fatlaðra, laugardaginn 19. febrúar kl. 10-16, í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá, þar sem ofan- greind hagsmunasamtök um list- sköpun fatlaðra verða væntanlega formlega stofnuð. Auk undirbúnings að stofnun hagsmunasamtakanna verða á mál- þinginu flutt erindi um listsköpun hinna ólíku fötlunarhópa. Meðal fyr- irlesara verða Hjálmar Ragnarsson, Sjöfn Guðmundsdóttir, Guðmundur Magnússon, Sveinn Bjömsson, Omar Bragi Waiderhaug, Sigríður Eyþórsdóttir og Miyako Þórðarson. Einnig verða flutt leikatriði, tón- listaratriði og ljóðalestur og að auki sýnd myndlistarverk eftir fólk sem býr við einhvers konar fötlun. Þar kemur fram sá sköpunarkraftur sem býr í hverjum einstaklingi og sem fötlun á engan hátt hindrar í að leita útrásar. Málþing um listsköpun fatlaðra verður 19. febrúar. Gerðubergi laugardaginn Myndlistarsýningin stendur frá 19. febrúar til 6. mars, og er opin frá kl. 10-22 mánudaga til fímmtu- daga og kl. 13-16 föstudaga til sunnudaga. Aðgangur að málþinginu er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Túlkað verður á tákn- máli. Gott aðgengi er fyrir fatlaða að Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. (Fréttatilkynning) Leikið lausum hala frumsýnt 18. febrúar sýslu. Minnst er á þekktar sunn- lenskar persónur í verkinu, sem gefa því hressilegan og líflegan blæ. Hugmyndin er að fá gesti í eigin persónu inn í verkið á hverri sýn- ingu. Leikfélag Selfoss hefur á að skipa mörgum mjög góðum leikur- um sem hafa tekist á við erfið hlut- verk og skilað þeim vel. Lokaæfing- ar sýna að gestir verða ekki fyrir vonbrigðum með þetta verkefni. önnur sýning verður 20. febrúar og næstu sýningar þar á eftir 24., 25. og 26. febrúar. Alls koma um 30 aðilar að undirbúningi gaman- leiksins. - Sig. Jóns. Stefnumót Myndlist Eiríkur Þorláksson Lítil listhús eru orðin ráðandi farvegur listsýninga á höfuðborg- arsvæðinu, og hvergi eru þau þéttari en í nágrenni gatnamóta Skólavörðustígs og Bankastrætis; þaðan er ekki meira en mínútu gangur til alls sex sýningarstaða, sem hver um sig hefur á stundum boðið upp á athyglisverða mynd- list. Einn hinna yngri í þessum hóp er Listhúsið Ófeigur að Skóla- vörðustíg 5. Þar stendur nú yfir samsýning sjö listamanna, sem hefur hlotið yfirskriftina „Stefnu- mót“; meðal sýnenda eru fimm íslendingar, einn Finni og einn Bandaríkjamaður, þannig að segja má að listafólkið mætist hér á miðri leið. - Þeir sem eiga verk á sýningunni eru Helga Magnús- dóttir, Hringur Jóhannesson, Jo- uni Jáppinen, Páll Guðmundsson, Robert Dell, Sigurður Þórir og Þorri Hringsson. Listhúsið Ófeigur er lítið, og fyrirfram má ætla að það beri tæpast samsýningu svo margra listamanna. Það kemur því á óvart hve listáverkin rúmast vel hér, enda flest smá og því mögulegt að raða þeim þétt. Fyrir bragðið ræður hins vegar stærð nokkru um hvað vekur mesta athygli, þó hin smærri verk séu oft ekki síður áhugaverð. Robert Dell á hér málmverk, sem ber nokkurn svip af þeim formathugunum, sem hafa ein- kennt þau verk sem hann hefur sýnt hér á landi. Dell er sennilega þekktastur fyrir verk sitt Hita- vættur, sem stendur fyrir framan Perluna á Ösljuhlíð og er þannig útbúið að í því er ljós sem knúið er orku heita vatnsins. Jouni Jápp- inen sýnir hér nokkrar afar lát- lausar skálar, sem ekki ná að vekja á sér athygli, e.t.v. vegna hins ríkulega umhverfis. íslensku sýnendurnir eru allir þekkt myndlistarfólk, og meðal þeirra eru feðgarnir Hringur Jó- hannesson og Þorri Hringsson. Mögulega er þetta í fyrsta sinn sem þeir eiga verk á sömu sýn- ingu, og í öllu falli er samanburð- urinn athyglisverður; Þorri sýnir hér hnitmiðaðar klippimyndir, en verk Hrings eru kunnuglegri og sem oftar takast þau vel, einkum hið stærsta þeirra. Páll Guðmundsson hefur síð- ustu ár verið þekkastur fyrir steinmyndir sínar, en hér getur að líta afar skemmtilega vatns- litamynd frá hans hendi; þessi miðill á greinilega ekki síður við hann en steinninn. Það umhverfi að Húsafelli, sem hann vinnur mest í, er enda vel þekkt af vatns- litamyndum, t.d. fyrir verk Ás- gríms Jónssonar. Helga Magnúsdóttir og Sigurð- ur Þórir eru á kunnuglegum slóð- um í sínum myndum, en hér má segja að formgerðin í myndum Helgu komi fram með sterkara móti en oft áður, einkum í stærstu myndinni. I heildina má segja að „Stefnu- mót“ komi á óvart fyrir það hversu mikið kemur fram í þessu litla rými; þannig má í raun taka sýninguna sem enn eitt dæmi um hin eilífu sannindi að það sé ekki magnið (eða stærðin) sem skipti máli, hejdur fyrst og fremst gæð- in. Samsýningin „Stefnumót" í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg mun standa framyfir næstu mán- aðamót. TILBOÐ 2XTLTV0 I EINU Nýr sambyggður æfingabekkur og þrekstigi. Æfingakerfi með meira en 30 æfingum. Gólfpiáss 84 x 196 cm. Tilboðsverð aðeins kr. 21.000, 19.950 stgr. CRT 70072 EIN MEÐ OLLU Fjölhæf og fyrirferðarlítil æfingastöð með þrekstiga. Ný endurbætt útgáfa á enn betra verði kr. 53.656,kr. 49.900 stgr. Æfingakerfi, meira en 30 æfingar. Gólfpláss 119 x 170 cm, hæð 193 cm. Skeifan 19, 108 Reykjavík, Sími 681717 SPORTVER, Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.