Morgunblaðið - 18.02.1994, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Halldór Haraldsson píanóleik-
ari og Gunnar Kvaran sellóleikari.
Tríó Reykjavíkur
leikur í Hafnarborg
Verk eftir Beethoven, Vagn Holmboe
og Dvorak á efnisskránni
FJÓRÐIJ og síðustu tónleikar Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar
á þessu starfsári verða haldnir sunnudaginn 20. febrúar kl. 20 í
Hafnarborg, Hafnarfirði. Þar kom fram meðlimir Tríós Reykjavík-
ur, þau Halldór Hararldsson pianóleikari, Guðný Guðmundsdóttir
fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari.
Verkin sem leikin verða á þess-
um tónleikum eru Kakadú-til-
brigðin op. 121A eftir Beethoven,
tríóið „Nugien“ op. 129 eftir
danska tónskáldið Vagn Holmboe
og hið fræga Dumky-tríó op. 90
eftir Dvorak.
DAGBÓK
HJÁLPRÆÐISHERINN.
Gospelkórinn, samkirkjulegur
kór unglinga, syngur á lofgerð-
arsamkomu í Herkastalanum í
kvöld kl. 20.30. Liv Gundersen
talar.
SJÖUNDA dags aðventistar
á íslandi: Á laugardag:
AÐVENTKIRKJAN, Ingólfs-
stræti 19: Biblíurannsókn kl.
9.45. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Martin Anthony.
SAFNAÐÁRHEIMILI að
ventista, Blikabraut 2, Kefla-
vík: Guðsþjónusta kl. 10.15.
Biblíurannsókn að guðsþjón-
ustu lokinni. Ræðumaður Einar
Valgeir Arason.
SAFNAÐARHEIMILI að-
ventista, Gagnheiði 40, Sel-
fossi: Guðsþjónusta kl. 10. Bibl-
íurannsókn að guðsþjónustu
lokinni. Ræðumaður Kristján
Friðbergsson.
AÐVENTKIRKJAN, Breka-
stíg 17, Vestmannaeyjum:
Biblíurannsókn kl. 10.
AÐVENTSÖFNUÐURINN
Hafnarfirði, Góðtemplara-
húsinu, Suðurgötu 7: Sam-
koma kl. 10. Ræðumaður Stein-
þór Þórðarson.
Tríó Reykjavíkur er á förum tii
Danmerkur þar sem það mun
halda fimm tónleika í Kaupmanna-
höfn, á Sjálandi og Jótlandi.
----♦ ♦ ♦--
Kjarvalsstaðir
Skúlptúrar
Sólveigar
Aðalsteins-
dóttur
SÝNING á skúlptúrum eftir
Sólveigu Aðalsteinsdóttur opn-
ar að Kjarvalsstöðum laugar-
daginn 19. febrúar kl. 16.
Sólveig hefur haldið sex einka-
sýningar í Reykjavík, á ísafirði og
í Sviss og tekið þátt í samsýning-
um víða um heim.
í fréttatilkynningu segir: Skúlp-
túrar Sólveigar Aðalsteinsdóttur
eru á margan hátt ögrun við hefð-
bundið gildismat áhorfandans þar
sem efniviður þeirra er oft og ein-
att það sem flokka má undir úrk-
ast eða úrgang neyslusamfélags-
ins. í þeim er hvorki að finna
marmara né brons og hvorki eðal-
málma eða eðalsteina. Form þeirra
er hvorki upphafín mynd af af-
mörkuðum veruleika, né úthugsuð
ímynd eða stíll og þeir eru lausir
við þá áru heilagleikans sem hin
heilaga kirkja listarinanr sveipar
listmunina á markaðstorginu og
er til þess fallin að veita okkur
falska öryggistilfinningu.
Sýningin er opin daglega frá
kl. 10-18 og stendur til sunnu-
dagsins 27. mars.
Hvítabandið 60 ára
00
eftir Onnu Birnu
Jensdóttur
í dag, 18. febrúar, er Hvítaband-
ið 60 ára, en það var vígt 18. febrú-
ar 1934. Á Hvítabandi eru starf-
ræktar tvær deildir Borgarspítal-
ans; hjúkrunardeild fyrir aldraða
og dagdeild fyrir geðsjúka. Hvíta-
bandið dregur nafn sitt af kvenfé-
laginu Hvítabandinu, sem stofnað
var árið 1895.
Félagið var í fyrstu eingöngu
bindindisfélag, en varð síðan kristi-
legt bindindis- og góðgerðarfélag.
Hvítabandskonur létu fljótt fátækt-
armál til sín taka og síðar hjúkrun-
armál.
Á bandalagsfundi kvenna 1917
var fyrst rætt um stofnun hjúkrun-
arheimilis í Reykjavík og varð það
síðar sérmál Hvítabandsins og að-
alsmerki þess í mörg ár. Hafist var
handa við byggingaframkvæmdir
árið 1932, en af ýmsum ástæðum,
einkum í sambandi við lántökur, var
fyrirkomulagi breytt og það látið
vera sjúkrahús, sem stæði á eignar-
lóð.
Fyrsti sjúklingurinn var lagður
inn á sjúkrahús Hvítabandsins 20.
febrúar 1934. Kvenfélagið Hvíta-
bandið starfrækti sjúkrahúsið í tæp
9 ár eða þar til sjúkrahúsið var
afhent Reykjavíkurbæ til eignar í
ársbyrjun 1943.
Hvítabandið var starfrækt sem
almennt sjúkrahús þar sem sjúk-
lingár á handlækningadeild voru í
allmiklum meirihluta fram á haust
1968, en þá var starfseminni breytt
í kjölfar stofnunar Borgarspítalans.
Starfsemi geðdeilda Borgarspítal-
ans var síðan á Hvítabandinu til
ársloka 1981, en þá var hafist
handa við að setja á stofn hjúkrun-
ardeild á 2. og 3. hæð hússins, sem
tók til starfa 25. mars 1982. Húsið
hefur frá þeim tíma þjónað því hlut-
„Sá grunnur sem hvíta-
bandskonur lögðu með
byggingu Hvítabands-
ins hefur reynst ómet-
anlegur í þágu sjúkra-
húsmála í Reykjavík og
þjónustu við geðsjúka
og aldraða í seinni tíð.“
verki, sem hugur hvítabandskvenna
stóð til í öndverðu.
Hjúkrunardeildin tilheyrir nú ný-
stofnaðri öldrunarlækningadeild
Borgarspítalans. Aldraðir einstakl-
ingar með langvinnar sjúkdóms-
breytingar í heilavef, sem leiða til
truflana í hugsun og háttum dvelja
á deildinni. Algengasti sjúkdóms-
valdur langvinnra sjúkdómsbreyt-
inga í heilavef er Alzheimer-sjúk-
dómnr, en aðrir sjúkdómar sem
valda óafturkræfri breytingu á hug-
arstarfi eru sjaldgæfari og af ýms-
um toga spunnir. Markmið hjúkrun-
ar felast í því að tryggja öryggi og
vellíðan sjúklinga og standa vörð
um sjálfsímynd þeirra og sjálfsvirð-
ingu. Helstu leiðir að þessum mark-
miðum eru m.a. að fylgjast með
einkennum sjúkdómsins og heilsu-
fari almennt og gera viðeigandi
ráðstafanir þegar þörf krefur.
Koma í veg fyrir álag með því að
hafa heimilislíf í föstum skorðum,
tryggja handleiðslu og vísbendingar
í umhverfinu og leitast við að hafa
umhverfi heimilislegt, aðgengilegt
og hættulaust. Stuðlað er að vellíð-
an með því að tryggja að undir-
stöðuþarfir séu uppfylltar og leitast
er við að standa vörð um sjálfs-
mynd einstaklingsins með því að
stuðla að virkri þátttöku hans í eig-
in umönnun og tryggja valmögu-
leika hans í athöfnum daglegs lífs.
Hvítabandið við Skólavörðustíg.
ÓbærilegTir ódaunn
eftir Gunnlaug
Þórðarson
Grein Sigurðar B. Stefánssonar
framkvæmdastjóra Verðbréfa-
markaðs Islandsbanka hér í blaðinu
8. febrúar sl. út af grein minni 3.
febrúar sl. gefur tilefni til nokkurra
stuttra athugasemda.
Útreikningur minn á söluverði
SR-mjöls stendur óhaggaður, það
er að rétt söluverð sé a.m.k. 2,5
milljarðar kr. Reyndar hafa sér-
fræðingar á þessu sviði bent mér á
að rétt nettóverð hinna seldu eigna
hafi verið nær 5 milljörðum króna
en 2,5 milljörðum kr. og þeir spá
því að kaupendurnir muni geta
greitt kaupverðið upp með ágóða
næstu tveggja ára.
í grein minni var lauslega vikið
að því hve óhönduglega hefði tekist
til um sölu SR-mjöls og vitnað til
forustugreinar Jónasar Kristjáns-
sonar, ritstjóra, í DV 4. janúar sl.,
en þar sagði m.a.: „Hver einasta
málsgrein í alþjóðlegum stöðlum
útboða var brotin, þegar einkavæð-
ingarnefnd ríkisstjórnarinnar lét
bjóða út SR-mjöl.“ Þessi ásökun
stendur eftir sem áður óhögguð og
byggisl m.a. á eftirfarandi atriðum:
1. Tilboði þess aðila, sem bauðst
til að selja fyrirtækið með lægstum
kostnaði, var ekki tekið.
2. Fyrírfram var reynt að fá aðeins
einn ákveðinn aðila til að gera til-
boð.
3. Hagsmunatengsl. Að vísu getur
stundum verið erfitt að sneiða hjá
hagsmunatengslum í okkar litla
þjóðfélagi.
4. Hæsta boði var ekki tekið.
5. Opnun tilboða fór ekki fram á
réttan hátt með því að tilboðsgjöf-
um var ekki gefinn kostur á að
vera viðstaddir opnun tilboða.
6. Frágangi tilboðsgagna var áfátt.
Gunnlaugur Þórðarson
„Það er auðvitað krafa
alþjóðar að staðið sé að
sölu ríkisfyrirtækja eða
ríkiseigna með þeim
hætti að slík ráðstöfun
sé hafin yfir alla gagn-
rýni og verði ekki til-
efni til þess að vera
kölluð „upptaka á al-
mannafé“.“
Samið um kaupverð og fyrirkomu-
lag greiðslna eftir á.
Fleira mætti tína til, en undirrit-
uðum skilst að málið bíði úrlausnar
dómstóla og því er ekki ástæða til
að tíunda fleiri atriði. Þess má geta
að hagnaður af rekstri fyrirtækisins
sl. ár var um 300 milljónir króna
og það hefði átt að opna augu
manna fyrir því að söluverðið var
of lágt metið.
Það er sorglegt þegar verðbréfa-
sölu er falin sala ríkisfyrirtækis, að
ekki skuli takast betur til. Hætt er
við að slík stofnun glati því trausti
sem henni er nauðsynlegt á hveijum
tíma.
Það er auðvitað krafa alþjóðar
að staðið sé að sölu ríkisfyrirtækja
eða ríkiseigna með þeim hætti að
slík ráðstöfun sé hafin yfir alla
gagnrýni og verði ekki tilefni til
þess að vera kölluð „upptaka á aI-
mannafé".
Það hlýtur að vera hveijum
stjórnmálamanni til vansa að fnyk
leggi af einhverri athöfn hans. Eng-
inn þeirra sem kynnir sér þetta mál
neitar að af því leggur óbærilegan
ódaun.
Frá almennu sjónarmiði er óskilj-
anlegt að nokkur ráðherra og síst
sjávarútvegsráðherra, skuli vilja
láta undirmenn sína í einkavæðing-
arnefndinni standa í þvílíku verki
og því sem hér hefur verið minnst á.
Það kom hins vegar engum á
óvart, hér um árið, þótt Ólafur
Ragnar Grímsson, fyrrv. fjármála-
ráðherra, léti sig slíkt engu varða,
er hann lét selja ríkiseignina í Þor-
móði Ramma hf., sem vakti al-
menna hneykslun vegna þess
hvernig að málum var staðið. Nefna
mætti fleiri dæmi slíks.
Vænta mátti þess að slík vinnu-
brögð heyrðu sögunni til. Hitt er
víst að mat manna á því hvaða
hagsmuni ber að virða er augljós-
lega mismunandi og að þar hafa
ótrúlegustu atriði áhrif. Sala SR-
mjöls er og verður uggvekjandi og
gefur þeim falleinkunn sem að verki
voru.
Höfundur er hæstaréttardómari.