Morgunblaðið - 18.02.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 18.02.1994, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994 Bílasala Globus styrk- ir barnaspítalasjóð í TILEFNI af ári fjölskyldunnar hefur Globus hf. ákveðið að láta hluta af andvirði söluverðs notaðs bíls sem fyrirtækið sel- ur, renna til góðgerðamála. Með þessu vill fyrirtækið vekja at- hygli á því úrvali og þeirri þjónustu sem fyrirtækið veitir í sam- bandi við notaða bíla og um leið láta aðra njóta góðs af þeim viðskiptum. í fyrstu hefur verið ákveðið að láta 7.000 kr. af hveijum seldum bíl sem selst í febrúar og til 15. mars renna til nýbyggingar Barnaspítalasjóðs Hringsins vegna barnaspítala. Við upphaf kynning- ar á söluátaki á notuðum bílum og söfnunar til Barnaspítalans af- henti Þórður H. Hilmarsson, for- stjóri Globus hf., Elísabetu Her- mannsdóttur, formann kvenfé- lagsins Hringsins, ávísun að upp- hæð 56.000 kr. sem er hluti and- virðis af seldum notuðum bílum fyrstu daga í febrúar. Notaðir bílar í eigu Globus hf. eru seldir í Bílahöllinni, Bíldshöfða 5, en Globus hf. er hluthafi í því fyrirtæki. Fyrirtækið er til húsa í nýlegu og glæsilegu húsnæði og veitir sá landskunni rallökumaður Jón Ragnarsson fyrirtækinu for- stöðu. ff-ÍS'&l' Elísabet G. Hermannsdóttir tók við fyrsta framlagi Globus hf. til nýbyggingar Barnaspitalans úr hendi Þórðar H. Hilmarssonar. Prestvígsla í Dónikirkjunni BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, vígir sunnudaginn 20. febr- úar tvo guðfræðinga til prestþjónustu. Þeir eru Ágúst Einarsson sem settur verður til þjónustu I Raufarhafnarprestakalli í Þingeyjarpróf- astsdæmi og Kristinn Jens Sigurþórsson sem skipaður verður sóknar- prestur í Þingeyrarprestakalli, Isafjarðarprófastsdæmi. Vígsluvottar verða sr. Baldur Vilhelmsson, prófastur í ísafjarðar- prófastsdæmi, sr. Guðmundur Ósk- ar Ólafsson, sóknarprestur í Nes- kirkju, Reykjavík, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, Dómkirkjuprestur, og sr. Öm Friðriksson, prófastur í Þingeyjarprófastsdæmi, sem jafn- framt lýsir vígslu. Organisti verður Marteinn H. Friðriksson dómorganisti. Athöfnin fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst kl. 10.30 á sunnudagsmorgun. T j vi íf* • « • p • MorgunDirtOiu/ívnsLinn Yerðlaunahalarmr og stjornin HEIÐURSVERÐLáUNAHAFAR Brunabótafélagsins í ár eru í fremri röð frá vinstri: Magnús Scheving, Þrúður Kristjánsdóttir tók við verðlaununum fyrir hönd dóttur sinnar, Hönnu Dóru Sturludóttur, Dóra Pálsdóttir tók við verðlaunum fyrir hönd eiginmanns síns Daníels Hálfdánarsonar, Sigrún Eldjárn, Eygló Magnúsdóttir tók við verðlaunum fyrir hönd bróður síns, Steinarrs Magnússonar, og Tómas Tómasson tók við verðlaunum fyrir hönd sonar síns, Tómasar Tómassonar. í aftari röð er stjórn Bruna- bótafélags íslands: F.v. eru Andrés Valdimarsson, Valdimar Bragason, Guðmundur Oddsson, Ingi R. Helgason, Jónas Hallgrímsson og Friðjón Þórðarson. Sex hlutu heiðurslaun Brunabótafélagsins HEIÐURSLAUN Brunabótafélags íslands voru aflient í tólfta sinn s.l. miðvikudag. Sex einstaklingar voru valdir úr hópi 76 umsækjenda að sögn Inga R. Helgasonar, stjórnarformanns, sem kynnti verðlaunaveit- inguna. í þeim hópi eru þrír söngvarar, íþróttamaður, röntgentæknir og myndlistarmaður. Heiðurslaunin nema tveggja mánaða launum yfir- kennara í menntaskóla. Brunabótafélagið hefur afhent heiðurslaun þessi frá árinu 1982 og er það stjórn félagsins sem velur úr umsóknunum. Þau eru veitt til þess að gefa einstaklingum kost á að sinna sérstökum verkefnum til hags fyrir íslenskt samfélag á sviði vís- inda, lista, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Ingi R. Helgason sagði að í upp- hafi hafi ekki verði búist við mörgum umsóknum en arinað hefði komið á daginn og yfirleitt hefðu umsækjend- ur verið um 30-40. í ár hefði umsókn- um svo fjölgað verulega og voru þær 76. Hver heiðurslaunahafí hlýtur launin í 2 mánuði og nema þau um 260-270 þúsund krónum. Listir, íþróttir og geislameðferð Þeir sex aðilar sem hlutu heiðurs- laun að þessu sinni eru: Daníel Hálfdánarson, geislaröntg- entæknir, frá Hafnarfirði. Hann hlaut styrk til þess að stunda fram- haldsnám í geislameðferð í Noregi. Hanna Dóra Sturludóttir, sópr- ansöngkona, fékk heiðurslaun til þess að stunda frekara söngnám í Berlín. Magnús Scheving, þolfimleika- maður, fékk styrk til að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í þolfimi sem haldið verður í Japan í apríl næstkomandi. Sigrún Eldjárn myndlistarmaður og rithöfundur hlaut heiðurslaun til að helga sig listsköpun sinni. Steinarr Magnússon, tenórsöngv- ari, fékk þau til að stunda söngnám í Vín og Tómas Tómasson, bassa- söngvari' hlaut heiðurslaun í tvo mánuði til að leggja stund á fram- haldsnám í söng í London. * » Aðeins sáu um þrjú þúsund manns Evgení Onegín „Hið opinbera þarf að auka framlagið“ UM ÞRJÚ þúsund manns sáu óperuna Évgení Ónegín í upp- færslu íslensku óperunnar áður en sýningum var hætt en meðalfjöldi áhorfenda á uppfærslum óperunnar er yfirleitt um tíu þúsund. En hver er skýringin og hvers vegna var sýningum hætt? Árni Tómas Ragnarsson, læknir og stjórnarmaður Is- Iensku óperunnar, segir erfitt að samræma listrænan metnað og fjárhagsleg sjónarmið og þegar metnaðarfull verk séu válin til uppfærslu, sem ekki eru þekkt af þorra fólks, komi einfald- lega færri. Þá segir hann aðstandendur óperunnar verða að miða við að þegar kvöldið standi ekki undir sér lengur verði að hætta sýningum. Árni Tómas segir að þótt óp- eran hafí verið hvött til að vera djarfari í verkefnavali hafí hún ekki efni á því. Hún verði að halda sig við sk. kassastykki, enda sé varla grundvöllur til að færa upp það sem minna er þekkt í húsi sem hefur ekki nema um 100 þúsund manna byggð á bak við sig. Hann segir að í raun séu ekki nema rúmlega 30 óperur sem séu virkilega þekktar af al- menningi og flest óperuhús byggi sínar verkefnaskrá á þeim. „Eg virði það sjónarmið mikils að leit- ast við að breikka sviðið með því að kynna ný verk en á móti kem- ur að þau eru fyrir svo fáa,“ seg- ir Ámi. Sami stofnkostnaður með mun fleira fólki Stofnkostnaður við hveija sýn- ingu, sem Árni segir fáránlega lítinn miðað við önnur lönd, er á milli 15 og 20 milljónir, sem sé svipað og í leikhúsunum. Ámi segir 5-10 leikara í meðalleik- sýningu og 5-10 einsöngvara að meðaltali í óperu. Þar fyrir utan sé 50 manna hljómsveit, 50 manna kór, söngstjóri og hljóm- sveitarstjóri. Hið opinbera styrkir óperuna um 40 milljónir króna á ári og miðað við 20.000 gesti á tveimur uppfærslum nemur nið- urgreiðsla með hveijum miða 2.000 krónum. „tjóðleikhúsið fær 300 milljóna króna ijárveitingu og um 100 þúsund gesti og því nemur niðurgreiðsla með hveijum miða þar 3.000 krónum á sýning- um sem ættu að kosta minna en óperusýniijgar. Þegar við setjum upp á sviði eitt kvöld þá kostar það hátt í milljón en við borgum einsöngvurum, kór, hljómsveit og öðru starfsfólki. Þótt við séum með fullt hús þá rétt dekkum við að borga kostnaðinn til baka. Við sitjum því alltaf með stofnkostn- aðinn á bakinu, sama hvað við seljum vel. Á síðustu sýningum Égvenís Ónegíns voru seldir um og yfír 300 miðar hvert kvöld en þær sýningar stóðu samt sem áður ekki undir sér. Þó var upp- selt á lokasýningu. Þegar sú staða kemur upp er sýningum hætt,“ sagði Árni Tómas. Þyrfti að fá 60 miHjónir Ámi segir forsvarsmenn óper- Évgení Ónegín Á ANNAÐ hundrað manns tóku þátt í sýningu íslensku óperunn- ar á Évgení Ónegin unnar þurfa að semja við ríkið um að skapa óperunni betri for- sendur en hann telur nauðsynlegt að setja upp tvær sýningar á ári. Til þess hafí hún ekki bolmagn eins og stendur, þrátt fyrir að skuldastaða hennar hafi batnað til muna. Framlag hins opinbera þurfí að nema 60 milljónum króna á ári. Ámi segir það sérstöðu ís- lensku óperunnar miðað við er- lend ópemhús hversu breiður áhorfendahópurinn sé. Inn í óper- una komi venjulegir Íslendingar sem líti ekki á sjálfa sig sem sér- fræðinga heldur hafi þeir einfald- lega gaman af því að hlusta á óperur og söng. Ámi Tómas seg- ir forsvarsmönnum það þvert um geð að hækka miðaverð því það myndi útiloka ýmsa frá því að koma á sýningarnar. Árni Tómas segist hafa af því nokkrar áhyggjur hvaða áhrif það muni hafa fyrir óperuna í framtíð- inni ef rétt reynist að Þjóðleikhús- ið ætli áð greiða Kristjáni Jó- hannssyni mjög há laun, vel yfir hálfa milljón fyrir kvöldið, í óperu sem Þjóðleikhúsið hyggst færa upp með honum í aðalhlutverki næsta haust. Óperan borgi söngv- urum í aðalhlutverkum nú um 20.000 krónur fyrir kvöldið og 150.000 krónur í æfingalaun. „Ég á eftir að sjá þann söngvara sem glaður tæki tuttugu þúsund kallinn eftir _að sú staða kemur upp,“ sagði Árni Tómas.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.