Morgunblaðið - 18.02.1994, Qupperneq 18
18
MORGUN'BLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994
Héraðsdómur Norðurlands eystra
Kröfu bæjarins um
1. veðréttítæki
Striksins hafnað
Grímseyingar vaktir með bolluvendi
Grímsey.
Þau voru snemma á fótum börnin
í Barnaskóla Grímseyjar aðfara-
nótt bolludagsins, síðastliðinn
mánudag, en áralöng hefð er fyr-
ir því að þau fara saman í hóp
milli bæja að morgni bolludags
með bolluvendina sína og vekja
íbúana með flengingu og þiggja
síðan góðgæti í poka frá húsráð-
endum.
Krakkamir hittust um miðja nótt,
eða klukkan hálf fjögur við bama-
skólann, og síðan var arkað á milli
allra bæja i eynni. Ástæða þess að
þau byija svo snemma er auðvitað
sú að sjómennirnir eru iðulega
snemma á ferðinni og ef á að ná
þeim í rúminu þýðir ekki annað en
leggja af stað í býtið.
Börnin fara bæ af bæ með bollu-
vendina á lofti, læðast inn, flengja
húsráðendur í tilefni dagsins og
þiggja síðan hjá þeim ijómabollur
eða annað góðgæti sem þau safna
saman í poka. Ferðin tók röska þrjá
klukkutíma, en bömin voru komin
hvert til síns heima um kl. 7 um
morgunin.
" Morgunbiaðið/Hólmfriður Haraldsdðttir
Bolla, bolla
VÍGALEGIR ungir Grímseyingar fóru milli bæja aðfaranótt bollu-
dagsins, veifandi bolluvöndum sem notaðir voru til að vekja íbú-
ana. Þarna eru krakkarnir komnir inn að rúmgafli eins húsráð-
enda í eynni.
30 manns bíða
Um 30 manns á svæðinu eru nú
í misbrýnni þörf fyrir þjónustuhús-
næði, en að sögn Valgerðar hefur
óvissa sem ríkt hefur um framtíð
Skjaldarvíkur haft í för með sér að
ekki hefur verið mikið um óskir um
vistun þar. Talið er að breyting
verði þar á eftir að rekstur heimilis-
ins er tryggður í kjölfar samkomu-
lags sveitarfélaganna að minnsta
kosti um stundarsakir.
Á samningstímanum er ekki gert
ráð fyrir neinum breytingum á hús-
næðinu eða meiriháttar viðhaldi
umfram það sem áður hafði verið
ákveðið og verður reksturinn með
sambærilegum hætti og verið hef-
ur. Daglegur rekstur hefur verið í
höndum öldrunardeildar Akur-
eyrarbæjar.
þrota árið 1992 og lýsti Akureyrar-
bær kröfu í búið vegna trygginga-
bréfs sem veitt var vegna einfaldr-
ar bæjarábyrgðar er fyrrverandi
eigendur keyptu skóverksmiðjuna
af Sambandí íslenskra samvinnu-
félaga. Með tryggingabréfinu voru
Akureyrarbær veðsettar allar vél-
ar, tæki og áhöld skóverksmiðjunn-
ar. Þorsteinn Hjaltason skiptastjóri
viðurkenndi ekki kröfu bæjarins
sem veðkröfu en hins vegar sem
almenna kröfu.
Tryggingabréfi Akureyrarbæjar
var aldrei þinglýst og í því voru
vélar, tæki og áhöld sem sett voru
að veði fyrir bæjarábyrgðinni ekki
sérgreind, en ónóg sérgreining er
talin leiða til þess að viðkomandi
veðsetning er metin ógild.
í dómi Ásgeirs Péturs Ásgeirs-
sonar héraðsdómara kemur fram
að þó að í tryggingabréfinu sé
kveðið á um að veðsetningin nái
til allra véla, tækja og áhalda
breyti það ekki því að veðrétturinn
er í raun í óákveðnum munum sem
einkenndir eru einu almennu nafni.
Veðsetningin er því metin ógild og
kröfu Akureyrarbæjar um að 1.
veðréttur hans í vélum tækjum og
búnaði þrotabúsins var því hafnað.
KRÖFU Akureyrarbæjar um að viðurkenndur verði 1. veðréttur
bæjarins í vélum, tækjum og búnaði þrotabús Striksins sam-
kvæmt tryggingabréfi sem gefið var út árið 1988 var hafnað í
dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra. Einnig var hafnað kröfu
um að hnekkt verði ákvörðun skiptastjóra þrotabúsins um að
krafa Akureyrarbæjar njóti ekki veðréttinda og þar með for-
gangsréttar.
Skiptastjóri þrotabús Skóverk-
smiðjunnar Striksins krafðist
lausnar á ágreiningi sem reis við
gjaldþrotaskiptin um viðurkenn-
ingu á lýstri kröfu Akureyrarbæjar
að fjárhæð um 10,3 milljónir
króna. Strikið var úrskurðað gjald-
Bygging
leikskóla
boðin
útímars
BÆJARRÁÐ samþykkti á fundi
sínum í gær að fela tæknideild
að bjóða út framkvæmdir við
leikskóla í Giljahverfi.
Einar Jóhannsson hjá bygg-
ingardeild Akureyrarbæjar sagði
að verkið yrði boðið út í næsta
mánuði eða um leið og teikningar
yrðu tilbúnar.
Leikskólinn verður reistur við
Kiðagil og verður um 650 fermetr-
ar að stærð. Um 80 heilsdagspláss
verða í þessum nýja leikskóla,
þannig að gera má ráð fýrir að
100 til 120 böm fái þar vistun.
í fjárhagsáætlun þessa árs er
áætlað að veija 40 milljónum króna
til verksins og sagði Einar að það
væri um helmingur þess fjár sem
þyrfti til að fullbúa leikskólann.
Bygging hans er á svokallaðri
þriggja ára áætlun bæjarins um
rekstur og framkvæmdir þannig
að verkinu verður væntanlega lok-
ið á næsta ári.
Atta sveitarfélög semja
um rekstur Skjaldarvíkur
ÁTTA sveitarfélög í Eyjafirði hafa gert með sér samkomulag um
rekstur dvalarheimilisins Skjaldarvíkur með rýmum fyrir allt að
50 vistmenn og er samningurinn til tveggja ára. Sveitarfélögin taka
öll þátt í greiðslu rekstrarkostnaðar samkvæmt samkomulaginu.
Valgerður Hrólfsdóttir, formaður
öldrunarnefndar á þjónustusvæði
Heilsugæslustöðvarinnar á Akur-
eyri, sagðist vona að þetta væri
fyrsta skrefið í auknu samstarfí
sveitarfélaganna í öldrunarmálum.
Sveitarfélögin eru Akureyrar-
bær, Arnarneshreppur, Eyjafjarð-
arsveit, Glæsibæjarhreppur, Háls-
hreppur, Skriðuhreppur, Svalbarðs-
strandarhreppur og Öxnadals-
hreppur. í sámkomulagi milli sveit-
arfélaganna kemur fram að Akur-
eyrarbær vill síður framselja til
nágrannasveitarfélaganna heimild-
ir sínar til rekstrar þjónusturýma
og fór því fram á að sveitarfélögin
sjö sæki um leyfí til að reka 25
þjónusturými í Skjaldarvík þann
tíma sem samkomulagið gildir, en
fram til þessa hafa slíkar heimildir
skort.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Viðamikið verk
LEIKFÉLAG Verkmenntaskólans á Akureyri frumsýndi í gærkvöld söngleikinn Jósep og er þetta ein
viðamesta sýning sem félagið hefur sett upp, en um sjötíu manns hafa unnið að uppfærslunni.
Leikfélag Verkmenntaskólans
frumsýnir söngleikinn Jósep
LEIKFÉLAG Verkmenntaskólans á Akureyri frumsýndi í gær-
kvöld söngleikinn Josep eftir Andrew Lloyd Webber og Tim
Rice við mikinn fögnuð áhorfenda.
Þessi sýning er ein sú viðamesta
sem félagið hefur ráðist í, en um
sjötíu manns unnið að uppfærslu
hennar og hefur undirbúningur
staðið yfír allt frá því síðasta vor.
Leikstjóri er Sigurþór Albert
Heimisson, en Micael Jón Clark sá
um útsetningu tónlistar. Þórarinn
Hjartarson þýddi verkið. Með aðal-
hlutverkið fer Ingólfur Freyr Guð-
mundsson, en sögumenn eru þær
Andrea Ásgrímsdóttir, Vigdís Garð-
arsdóttir og Kristbjörg Hermanns-
dóttir.
Sagan er fengin úr Biblíunni, en
hún er um Jakob og syni hans.
Jakob hefur mikið dálæti á Jósep,
en bræðurnir verða afbrýðisamir
og selja Jósep til Englands sem
þræl þar sem hann lendir í miklum
hremmingum.
Önnur sýning á söngleiknum
verður á laugardagskvöld og hin
þriðja á sunnudagskvöld, 20. febr-
úar. Alls verður verkið sýnt 6 sinn-
um og verða þijár sýningar um
aðra helgi. Sýnt er í Gryfjunni, sal
Verkmenntaskólans á Akureyri.
Húsavík
Ráðstefna
um sam-
göngumál
RÁÐSTEFNA um sam-
göngumál verður haldin á
Hótel Húsavík í dag, föstu-
daginn 18. febrúar, en fyrir
henni gengst Eyþing, sam-
band sveitarfélaga í Eyja-
firði og Þingeyjarsýslum.
Ráðstefnan hefst kl. 10, en
að lokinni setningu flytur
Halldór Blöndal samgöngu-
ráðherra ávarp. Þá verða flutt
erindi um samgöngur og at-
vinnulíf, en frummælendur
eru Reynir Adolfsson, Jóhann
A. Jónsson og Jón Þór Gunn-
arsson.
Sigurður Guðmundsson
flytur erindi um áhrif bættra
samgangna á byggð og at-
vinnulíf, Valtýr Sigurbjarnar-
son ræðir um áhrif tengingar
Norður- og Austurlands og
Jónína B. Oskarsdóttir greinir
frá mannlífi í Ólafsfirði fyrir
og eftir tilkomu jarðgangna.
Þorgeir Pálsson fjallar um
framtíðarsamgöngukerfið,
áherslubreytingar og stefnu-
mörkun í samgöngumálum,
Guðmundur Svafarsson ræðir
um ný viðhorf og þróun í vega-
málum og Kristján Kristjáns-
son um mat á gildi samgöngu-
bóta.