Morgunblaðið - 18.02.1994, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.02.1994, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994 Ríkisarfinn í N-Kóreu sagður mikið slasaður Embættismenn í S-Kóreu hafna fréttinni en aðrir tengja hana stefnubreytingu í kj amorkumálum Reuter Leiðtoginn ástkæri KIM Jong-il, leiðtoginn ástkæri eins og hann er kallaður í Norður- Kóreu. Fyrir 20 árum var ákveðið, að hann tæki við af föður sínum, Kim Il-sung, leiðtoganum mikla. Seoul. Reuter. HELSTI leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Suður-Kóreu, Lee Ki-taek, sagði í gær, að Kim Jong-il, sonur og erfingi Kim Il-sungs, leiðtoga Norður-Kóreu, væri alvarlega slasaður og kvaðst hann hafa fréttina frá bandarískum embættismönnum. Suður-kóreskir embættismenn vísa því hins vegar á bug. Svo vill til, að þessi frétt kemur á sama tíma og tilkynning Norður-Kóreustjórnar um að hún hafi breytt um stefnu og hyggist nú leyfa eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar að skoða kjarnorkuver í landinu. Eru vangaveltur um, að þessi mál kunni að vera tengd. „Ég veit ekki hvort um var að ræða bílslys eða skotárás en kring- umstæðurnar virðast hafa verið eitt- hvað grunsamlegar," sagði Lee en frá Norður-Kóreu hafa engar fréttir borist fremur venju. Suður-kóreska fréttastofan Yonhap og ríkissjón- varpið höfðu það hins vegar eftir háttsettum embættismanni Suður- Kóreustjórnar, að orðrómurinn væri ekki á rökum reistur. Ekki sést í tvo mánuði Lee sagði, að Kim Jong-il hefði hvergi komið fram, ekki einu sinni í sjónvarpi, þegar haldið var upp á 52 ára afmæli hans í fyrradag og starfsmaður Naewoe-útgáfunnar, sem fylgist með fjölmiðlum í Norður- Kóreu, sagði, að Kim yngri hefði ekki sést opinberlega síðan 9. desem- ber þegar hann var viðstadjdur fund norður-kóreska þingsins. Á það er hins vegar bent, að hann sé ekki vanur að koma oft fram opinberlega. Lee kvaðst hafa fengið fréttina hjá bandarískum embættismanni fyrir fimm dögum og þar sem um væri að ræða mikilvægt mál, sem snerti öryggi landsins, yrði að ganga úr skugga um sannleiksgildi þess. Talsmaður Hvíta hússins í Washing- ton og bandarísku leyniþjónustunnar vildu ekkert um málið segja. Fátt er vitað um krónprinsinn í síðasta vígi stalínismans en hann var útnefndur arftaki „Leiðtogans mikla“, föður síns, 1974 og hefur orð á sér fyrir að vera mjög óútreikn- anlegur. í júní í fyrra sagði háttsett- ur embættismaður í bandaríska varnarmálaráðuneytinu, að litlir leið- togahæfileikar Kim Jong-ils gætu ýtt undir valdarán hersins þegar faðir hans félli frá. Lýst yfir stríðsástandi Talið er, að Kim Jong-il, sem er yfirmaður hersins að nafninu til, hafi ráðið því, að lýst var yfir hálf- gerðu stríðsástandi í Norður-Kóreu fyrir ári þegar Suður-Kóreumenn og Bandaríkjamenn efndu til sameigin- legra heræfinga og hann er einnig sagður hafa ákveðið, að alþjóðlegum eftirlitsmönnum yrði bannað að skoða kjarnorkuver og rannsókna- stöðvar í Iandinu. Fréttir um að Kim Jong-il sé al- varlega slasaður koma á sama tíma og Norður-Kóreustjórn lýsir yfir, að hún ætli að leyfa eftirlit með kjarn- orkuverum í landinu. Velta sumir því fyrir sér, að reynist það rétt, að krónprinsinn sé slasaður, kunni það að tengjast þessari stefnubreytingu. Stálu andstæð- ingar fósturey ð- inga Opi Munchs? Ósló. Reuter. NORSKIR andstæðingar fóstureyðinga gáfu í gær í skyn að þeir hefðu stolið einu þekktasta listaverki heims, Ópi eftir Edward Munch, úr Norska ríkislistasafninu á laugardag. Borre Knudsen, fyrrum prestur og hatrammur andstæðingur fóstureyðinga, sagði að hugsanlega mætti endurheimta málverkið, yrði umdeild mynd um fóstureyðingar, „Hið hljóða óp“ sýnd í norska ríkissjónvarpinu. „Ég hef verið að velta þessu fyr- ir mér. Hefði ríkissjónvarpið til dæmis sýnt „Hið hljóða óp“, hefði Ópinu verið skilað," sagði Knudsen. Hann neitaði hins vegar að stað- festa að andstæðingar fóstureyð- Veiðibann á Miklabanka Brussel. Reuter. AÐILDARRÍKI Norðvestur-Atl- antshafsfiskveiðiráðsins hafa samþykkt að banna þorskveiðar á Miklabanka við Kanada út þetta ár. Var það niðurstaða þriggja daga fundar, sem hald- inn var að kröfu Kanadamanna. Á síðasta ári var leyft að veiða 6.000 tonn af þorski á suðurhluta Miklabanka en rányrkjan á miðun- um hefur verið slík, að Brian Tob- in, sjávarútvegsráðherra Kanada, kallaði hana ,jafn mikinn umhverf- isglæp og eyðingu regnskóganna, í síðustu viku. Það eru einkum skip frá Spáni, sem hafa stundað mikia rányrkju á þessum slóðum, en auk þeirra hefur skipum undir hentifána Qölgað mjög á síðustu árum. inga hefðu tekið myndina og gat ekki gefið tryggingu fyrir því að henni yrði skilað. „Við getum ekki tjáð okkur opinskátt um málið. Við höfum gefið merki sem við viljum að skiljist og við verðum að vera dálítið leyndardómsfull.“ Er Knuds- en var spurður hvort hann hefði verið reiðubúinn að stela Ópi Munchs til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, sagði hann svo vera. Barn eða málverk? í gær barst símbréf til norskrar útvarpsstöðvar með mynd sem sýn- ir konuhnefa kreista æpandi fóstur. í bakgrunni er kvenkyns _ útgáfa Ópsins að því er virðist. Á texta með myndinni stendur: „Hvort er mikilvægara, barn eða málverk?" Norska lögreglan hyggst kanna málið. Segir talsmaður hennar að vel geti verið að Knudsen og Lud- vig Nessa verði færðir til yfir- heyrslu en báðir hafa verið sviptir kjóli og kalli vegna hatrammrar baráttu sinnar gegn fóstureyðing- um. Þeir hafa margoft notað eftir- prentanir af Ópinu í baráttu sinni og segja það vel geta verið mynd af konu sem hafi farið í fóstureyð- ingu. Reuter Einn á Norðurpólinn BRESKI heimskautakönnuðurinn Rupert Hadlow ráðgerir að slá öll fyrri met í pólferðum með því að ganga einn og óstuddur á Norðurpólinn. Hyggst hann leggja upp frá Resolute-flóa í Kanada 3. mars nk. Á mynd- inni krýpur hann við sleða sem hann mun draga á eftir sér en á honum verður margskonar búnaður og vistir. Klofningnrinn var aðeins flétta Moskvu. Reuter. RÚSSNESKI þjóðernisöfgamaðurinn Vladímír Zhírínovskíj sagði í gær á þingi, að klofningurinn í flokki hans, sem skýrt var frá í fyrradag, hefði verið ákveðin aðferð eða flétta til að afhjúpa „leynilega útsend- ara“ innan hans. „Þáð var enginn klofningur í fiokknum, er ekki og verður ekki,“ sagði Zhírínovskíj og Víktor Kobelev, sem lýsti því yfir í fyrradag, að hann hefði sagt sig úr þingflokknum, hafði nú ekkert til málanna að leggja. Á fundi með fréttamönnum sagði Zhír- ínovskíj hins vegar, að þeir Kobelev hefðu nú jafnað með sér ágreininginn en minntist ekkert á neina fléttu. Ekki er ljóst hvort Kobelev og Alex- ander Pronín, sem einnig sagði sig úr þingflokknum, munu ganga í hann aftur. Afþakkar nefndar- störf hjá SÞ MARY Robinson,' forseti ír- lands afþakkaði í gær boð um að sitja í forsæti nefndar sem fara átti yfir starfsemi Samein- uðu þjóðanna. Ástæða þess var að ríkissaksóknari írlands taldi að það bryti í bága við stjórnar- skrána og gæti haft áhrif á starf hennar. Unga fólkið sagt illlæst MARGIR breskir unglingar ljúka skólanámi án þess að geta lesið og skrifað með sóma- samlegum hætti eða fyllt út eyðublöð vegna atvinnuum- sókna, að því er fram kom í könnun sem kynnt var á þriðju- dag. Atvinnurekendur kvört- uðu meðal annars yfir því að réttritun vefðist jafnvel fyrir fólki með háskólapróf. Atvinnuleysi eykst í Hol- landi ATVINNULEYSI í Hollandi jókst um 32% á síðustu þremur mánuðum og hefur ekki verið hærra frá árinu 1987. Tala at- vinnulausra hefur farið hækk- andi frá miðju síðasta ári, úr 5.8% atvinnuleysi meðal vinnu- færra manna og upp í 7.5%. Renault og Volvo skilin að skiptum RENAULT og Volvo bílaverk- smiðjurnar tilkynntu formlega í gær um aðgerðir til að draga úr tengslum þeirra. Áætlanir um samruna þeirra runnu út í sandinn í desember. Tilkynntu talsmenn þeirra að hvor fram- leiðandi um sig myndi endur- heimta fullt frelsi hvað varðaði hlutabréf í fyrirtækjunum og samninga þeirra um samvinnu. Líks Gamsak- hurdia leitað NEFND skipuð Tsjetsjenum og Georgíumönnum staðfesti í gær, að borin hefðu verið kennsl á lík Zviads Gamsakhur- dias, fyrrum forseta Georgíu, en það var grafið upp í Vestur- Georgíu. Var það með skotsár á höfði en tsjetsjenískir emb- ættismenn munu fljúga með það úr landi og greftra í Tsjetsjeníu. Liz Taylor á sjúkrahús KVIKMYNDALEIKKONAN Elizabeth Taylor fer á sjúkra- hús snemma í mars, þar sem skipt verður um mjaðmarlið í henni. Hefur leikkonan þjáðst af slitgigt í vinstri mjöðm. Engin áhrif kvöldvor- rósarolíu BRESKIR læknar segja að kvöldvorrósarolía, sem fjöldi kvenna á breytingaskeiði tekur, dragi ekki úr hitaköstum sem htjá margar konur við tíða- hvörf. Þetta eru niðurstöður athugunnar sem gerð var á 56 konum í 17 mánuði og birtust niðurstöðurnar í Brítish Medic- a 1 Journal. í þeim sagði að eng- in munur hefði verið á líðan þeirra kvenna sem tóku olíuna og þeirra sem tóku lyfleysur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.