Morgunblaðið - 18.02.1994, Page 21

Morgunblaðið - 18.02.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994 21 TALA látinna eftir jarðskjálftann á Súmötru aðfaranótt miðvikudags hækkar enn og er nú komin í 184. Yfir 1.500 manns slösuðust í skjálftanum, sem Indónesar telja hafa verið 6,5 á Richter en Bandaríkjamenn um 7,2 stig. Hér er fólk að reyna að bjarga einhverju af eigum sínum úr rústunum. Tala fórnarlamba í 184 Reuter Tímamótaaðgerð á fóstri 1 móðurkviði Boston. Reuter. LÆKNAR við Wayne-ríkisháskólann í Detroit í Bandaríkjunum gerðu fyrir nokkru tímamótaaðgerð á fóstri í móðurkviði, en það hefði að öðrum kosti látist þar sem hjarta þess hafði ekki við að dæla blóði til tvíburasystkinis þess, sem hafði hvorki hjarta né heila. Agerðinni er lýst í nýjasta hefti New England Journal of Medicine og er haft eftir Bandarisku barnalækningastofnuninni að aðgérðin sé hin fyrsta sinnar tegundar og marki tímamót í aðgerðum á fóstr- um og i skurðlækningum. Læknarnir framkvæmdu aðgerð- ina á fóstrinu með örfínum áhöld- um, sem ásamt myndatökuvél voru voru þrædd inn um lítil göt á kviði móðurinnar. Enginn skurðanna var breiðari en 2 mm. Aðferðin er svip- uð og þegar gerðar eru aðgerðir í kviðarholi, t.d. gallblaðran numin brott. Myndatökuvélin gerði lækn- unum kleift að sjá til og bundu þeir fyrir naflastrenginn til þess fóstursins sem átti enga lífsmögu- leika. Telja læknarnir að þessi tækni geri þeim kleift að gera ýmis konar aðgerðir á fóstrum, svo sem fjarlægja æxli. Miklar líkur voru á því að heil- brigða fóstrið hefði einnig látist, hefði aðgerðin ekki verið fram- kvæmd en hjarta þess dældi blóði um eigin líkama og til hins fósturs- ins. Móðirin er 24 ára og hafði geng- ið með í 20 vikur er aðgerðin var framkvæmd. Fóstrið, sem hvorki hafði heila né hjarta, vóg aðeins 28 grömm er það dó. Hitt var full- komlega heilbrigt er það fæddist sextán vikum síðar. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut^ Kopavogi, simi 671800 Opið sunnudaga kl. 13-18. Bosníumaður fyrir dansk- an rétt vegna stríðsglæpa Tekinn höndum þegar annað flóttafólk frá Bosníu bar kennsl á hann úr króatískum fangabúðum Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Múhameðstrúarmanni frá Bosníu, sem sótt hefur um landvistarleyfi í Danmörku, hefur verið stefnt fyrir rétt fyrir ofbeldi og að vera meðsekur um manndráp. Maðurinn kom sem flóttamaður til Dan- merkur í janúar. Hann var tekinn höndum fyrir nokkru eftir ábend- ingar frá fólki, sem sagðist hafa orðið að þola ofbeldi frá hans hendi. Eftir að hafa athugað lagabókstafinn er Ijóst að Danir verða að rétta yfir manninum þar sem stríðsdómstóll hefur enn ekki verið settur yfir grunaða stríðsglæpamenn frá fyrrum Júgóslavíu. Ruslið er mest vestra Boston. Frá Karli Blöndal, frétta- ritara Morgunblaðsins. HELMINGI meira sorp hleðst að jafnaði upp hjá Bandaríkjamönnum en þjóðum Evrópu ef marka má könnun, sem tölfræði- stofnun Evrópusambands- ins birti á miðvikudag. Að sögn bandarísku frétta- stofunnar AP voru niðurstöð- urnar þær, að í Bandaríkjun- um nemur árlegur úrgangur 718,5 kg á hvert mannsbarn. íslendingar eru ekki hálf- drættingar á við Bandaríkja- menn og sendir hver ekki frá sér nema rétt rúm 309 kg á ári. Finnar, Hollendingar, Danir og Norðmenn eru efst- ir Evrópuþjóða og sendir hver þeirra um 500 kg árlega á haugana. Eftir að maðurinn sótti um hæli í janúar var honum komið fyrir í flóttamannabúðum, en þar bíða flóttamenn þess að mál þeirra verði tekið fyrir. í búðunum voru fyrir menn, sem héldu því fram að þeir og nánir aðstandendur þeirra hefðu mátt þola ofbeldi af hendi mannsins í króatískum fangabúðum við landamæri Bosníu og Króatíu. Mik- il geðshræring greip um sig meðal flóttamannanna, þegar þeir báru kennsl á Bosníumanninn og varð lögreglan að flytja hann á ónefndan stað, ásamt eiginkonu og tveimur börnum. Maðurinn hefur verið í haldi und- anfarið, meðan athugað var hvernig fara ætti með mál hans. Nú er ljóst að Danir eru skyldugir til að fylgja Genfarsáttmálanum frá 1949, en í dönskum lögum er einnig ákvæði um að sækja eigi fólk til saka, ef mál þess falla undir alþjóðlega sátt- mála. Þar sem ekki hefur verið sett- ur alþjóðlegur stríðsdómstóll vegna stríðsglæpa í fyrrum Júgóslavíu og ekki er hægt að framselja manninn til heimalands hans verður höfðað mál gegn honum í Danmörku. Chevrolet Blazer S-10 sport '91, 4,3 I. vél, vínrauöur, sjálfsk., ek. 46 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 1980 þús. stgr. MMC Colt EXE '92, 1500, 5 g., ek. 44 þ., rafm. í rúðum, álfelgur, spoiler, central o.fl. V. 990 þús. Toyota Corolla 1.6 Sl ’93, steingrár, 5 g., ek. 10 þ., álfelgur, rafm. í rúðum. V. 1280 þús. Toyota Douple Cap diesel '92, rauður, 5 g., ek. 46 þ., upphækkaður, 33" dekk, lengd skúffa, brettakantar o.fl. Vsk-bíll. ER LIF EFTIR DAUÐANN? Ráðstefna í sal 2 í Háskólabíói laugardaginn 19. febr. frá kl. 13.00-16.30 Þetta er spurning sem flestir velta fyrir sór og leita sífellt svara við. Um hana verður fjallað frá ýmsum sjónarhornum á þessari ráðstefnu. Þar gefst fólki kostur á að hlusta á túlkun ýmissa aðila á því, hvað verður um okkur eftir dauðann og leggja fyrirspurnir fyrir framsögumenn. Framsögumenn eru: Guðmundur Vésteinn Þórhallur H. Jörmundur Þórhallur G. Guðmundur Einarsson, fyrrv. form. Sálarrannsóknarfél. (slands, fjallar um miðilsrannsóknir sínar og sambönd við framliðna. Vésteinn Lúðvíksson, rithöfundur, fjallar um líf eftir dauðann frá sjónarhorni búddista. Þórhallur Heimisson, prestur, fjallar um líf eftir dauðannn frá sjónarhorni lútersku kirkjunnar. Jörmundur Ingi Hansen, settur allsherjargoðiásatrúarmanna, fjallar um líf eftir dauðann frá sjónarhorni ásatrúarmanna. Þórhallur Guðmundsson, miðill, fjallar um starf sitt sem miðill og verður síðan með SKYGGNILÝSINGU. Miðasala í Háskólabíói frá kl. 12 ráðstefnudaginn - verð kr. 700. Snæfellsás hf. MMC Pajero V-6 '91, grár/blár, sjálfsk., ek. 52 þ., sóllúga, álfelgur, rafm. í öllu o.fl. V. 2.2 millj., sk. á ód. Toyota 4Runner V-6 ’92, blár, 5 g., ek. 32 þ., 33“ dekk, sóllúga, brettakantaro.fi. V. 2750 þús. Toyota Corolla XLi '93, rauður, sjálfsk., ek. 14 þ., spoiler o.fl. V. 1180 þús. Toyota Carina E '93, sjálfsk., ek. 26 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 1450 þús. Toyota Corolla XL station '91, hvítur, 5 g., ek. 20 þ., 2 dekkjagangar á felgum. V. 850 þús. Toyota Corolla GLI ’93, 4ra dyra, hvítur, 5 g., ek. 10 þ., rafm. í rúðum o.fl V. 1270 þús. Toyota Tercel ’87, 5 g., ek. 82 þ. V. 620 þús. VW Vento GL ’94, sjálfsk., ek. 2 þ., 2 dekkjagangar, central læs. V. 1500 þús. Cherokee Laredo '86, sjálfsk., ek. 80 þ. mílur, 5 dyra, álfelgur. V. 1050 þús., skipti á fólksbíl o.fl. Gott eintak. Mazda 323 GLX 1600 '91, hvítur, 5 g., ek. 46 þ., samlitaðir stuðarar, rafm. i rúö- um. V. 860 þús., sk. á dýrari + 300 þús. Subaru Legacy station ’90, brúnsans, 5 g., ek. 55 þ., rafm. í rúöum o.fl. V. 1270 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade TS EFi 16v '93, rauð- ur, 1300 vól, bein innsp., 5 g., ek. aðeins 6 þ. km. Sem nýr. V. 860 þús. MMC Galant 2000 GTi '89, rauður, 5 g., ek. 86 þ., álfelgur, sóllúga, rafm. í öllu o.fl. Toppeintak. V. 1180 þús., sk. á ód. V.W. Golf GT 1800 '88, rauður, 5 g., ek. 68 þ., sóllúga, vökvast. Fallegur bíll. V. 690 þús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.