Morgunblaðið - 18.02.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994
23
Mat sérfræðinga á vegum utanríkis- og
viðskiptaráðuneytisins
Landbúnaðarráð-
herra fært nánast
alræðisvald yfir
matarinnflutningi
Gjöld á einstakar vörur gætu hækkað
úr 30% í 7-800%
ÞAD ER mat sérfræðinga sem unnið hafa á vegum utanríkis- og
viðskiptaráðuneytisins að breytingar þær á búvörufrumvarpi rík-
isstjórnarinnar sem nú eru til umfjöllunar í landbúnaðarnefnd feli í
sér verulegar efnisbreytingar miðað við það samkomulag sem gert
var milli stjórnarflokkanna í desember. Þær feli í sér svo víðtækar
breytingar að það færi nánast alræðisvald til landbúnaðarráðherra
varðandi allan matvælainnflutning og að í krafti heimilda til álagning-
ar verðjöfnunargjalda geti landbúnaðarráðherra útilokað nánast all-
an matvælainnflutning af verðlagsástæðum. Gjöld á einstakar land-
búnaðarvörur sem nú eru að hámarki 30% skv. tollalögum geta að
mati þeirra hækkað upp í allt að 7-800% eða meira eftir gildistöku
nýja GATT-samningsins.
Sérfræðingarnir telja að með
breytingunum við frumvarpið sé í
raun verið að skapa tæki til fram-
leiðslustýringar í íslenskum iðnaði
færa innflutningsmál áratugi aftur
í tímann. Frumvarpið brjóti núver-
andi GATT-samning og marga aðra
milliríkjasamninga sem Island er
aðili að.
Sem dæmi um heimildir sem
landbúnaðarráðherra fengi ef
breytingarnar verða lögfestar þá
gæti hann lagt 70% verðjöfnunar-
gjöld á niðursoðið grænmeti sem
ber engin slík gjöld í dag. Á tímabil-
inu 15. mars til 1. nóvember hafði
ráðherra heimild til að leggja 445%
gjald á kartöflur, 240% gjald á tóm-
ata, 517% gjald á salathöfuð, 377%
gjald á gulrætur, 296% á gúrkur
og 649% gjald á innflutt blóm en
í dag eru gjöld á allar þessar vörur
að hámarki 30% skv. tollalögum.
Eftir að GATT-samningurinn tekur
gildi fengi ráðherra t.d. heimild til
að leggja 538% gjald á innflutt
svínakjöt og skinku, 467% á kjúkl-
inga, 586% á mjólk og 674% á
smjör.
Nær til allra til-
svarandi samkeppnisvara
Það er álit sérfræðinganna að
þó svo virðist sem ekki sé bætt við
vöruflokkum sem bannað er að
flytja inn í dag séu heimildir til
álagningar verðjöfnunargjalda
verulega útvíkkaðar frá því sam-
komulagi sem gert var í desember.
Heimildirnar nái ekki aðeins til
þeirra vöruflokka sem taldir eru
upp í viðauka frumvarpsins heldur
einnig til allra landbúnaðarvara
sem jafnframt eru framleiddar hér-
lendis, allra vara sem innihalda
landbúnaðarhráefni og allra tilsvar-
andi vara sem eru í samkeppni við
landbúnaðarvörur.
Landbúnaðarráðherra fengi
heimildir til að leggja gjöld á vörur
sem innihalda landbúnaðarhráefni
sem í mörgum tilvikum geti verið
langt umfram það sem hingað til
hefur verið gert ráð fyrir, á vörur
eins og pasta, pítsur, kex og súkku-
laði og fleira sælgæti og yrði fjár-
málaráðherra þá sviptur öllum
lagaheimildum sem hann hefur
hingað til haft til að leggja verðjöfn-
unargjöld á margar þessar vörur.
Bent er á að í upphaflegu frum-
varpi hafi verið skýrt afmarkaðar
heimildir til álagningar verðjöfnun-
argjalda sem áttu að brúa mismun
á innflutningsverði landbúnaðar-
vara og innanlandsverði en breyt-
ingarnar sem gerðar hafa verið í
landbúnaðarnefnd feli hins vegar í
sér heimildir til þess að leggja á
verðjöfnunargjöld sem nema mis-
muninum á innanlandsverði og
heimsmarkaðsverði. Það þýði
álagningu verndartolla langt um-
fram innanlandsverð.
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi
Ellefu efstu sætin
samkvæmt prófkjörí
Akranesi.
GUNNAR Sigurðsson umboðsmaður og formaður Knattspyrnufélags
ÍA verður efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnar-
kosningarnar á Akranesi í vor en listinn var endanlega samþykktur
á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna 1 vikunni. EHefu efstu sæti
listans eru skipuð í samræmi við niðurstöður prófkjörs flokksins á
dögunum.
Listinn er þannig skipaður:
1. Gunnar Sigurðsson, umboðs-
maður, Espigrund 3.
2. Pétur Ottesen, trésm./afgrm.,
Vallarbraut 3.
3. Elínbjörg Magnúsdóttir, fisk-
vm., Skarðsbraut 17.
4. Sigríður Guðmundsdóttir, skrif-
st.m., Jörundarh. 6.
5. Þórður Þórðarson, bifreiðastj.,
Bjarkargr. 30.
6. Bjarki Jóhannesson, framkv.stj.,
Vesturgötu 51.
7. Jóhannes Finnur Halldórsson,
viðskfr., Vesturgötu 51.
8. Guðmundur Guðjónsson, fram-
kv.stj., Grenigrund 22.
9. Gunnar Ólafsson, húsasmíða-
meist., Víðigrund 20.
10. Hjörtur Gunnarsson, tæknifr.,
Garðarbraut 22.
11. Guðjón Georgsson, rafvirki,
Vesturgötu 136.
12. Guðrún Hróðmarsdóttir, hjúkr-
unarfr., Jörundarh. 182.
13. Guðjón Theódórsson, sjómaður,
Heiðarbraut 55.
14. Herdís Þórðardóttir, fiskverk-
andi, Bjarkargrund 8.
15. Ásmundur Ólafsson, forstöðu-
maður, Jörundarholti 114.
16. Þóra Björk Kristinsdóttir, hjúkr-
unarfr., Bjarkargr. 2.
17. Valdimar Indriðason, fyrrv. al-
þingism., Höfðagrund 21.
18. Benedikt Jónmundsson, útibús-
stjóri, Bakkatúni 10.
J.G.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
PÉTUR GUNNARSSON
24 aðilar grunaðir um innflutning á 45 kg af hassi
og 6 kg af amfetamíni í umangsmiklu fíkniefnamáli
Söluverð fíkniefnanna
hér um 95 milljónir kr.
Rannsókn lokið og málið nú til afgreiðslu hjá ríkissaksóknara
RANNSÓKN stóra fíkniefnamálsins sem verið hefur til rannsóknar
hjá fíkniefnadeild lögreglunnar siðan í júli i sumar er nú lokið
og hefur málið verið sent ríkissaksóknara. Málið er umfangsmesta
fíkniefnamál sem komið hefur til kasta lögreglu hér á landi og
samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er niðurstaða rannsókn-
arinnar sú að 24 aðilar eru kærðir fyrir aðild að málinu og er
talið að þeir hafí flutt inn til landsins allt að 45 kíló af hassi og allt
að 6 kíló af amfetamíni í 19 smyglferðum sem farnar voru frá
febrúar 1992 til júlí 1993. Lagt hefur verið hald á um 14 kg af
hassi og tæp 2 kg af ametamíni. Miðað við að gramm af hassi
kosti 1.500 krónur á götu hér er söluverðmæti hassins í málinu
67,5 milljónir króna og miðað við að gramm af amfetamíni kosti
4.500 krónur er söluverðmæti þess 27 milljónir króna. Þar á með-
al eru fíkniefni sem lagt var hald á í fjórum eldri málum sem upp
komu á fyrrgreindu tímabili og ekki tókst í fyrstu að upplýsa
hveijir hefðu staðið á bak við. Þar á meðal er mál sem komst upp
á Seyðisfirði sumarið 1992 þegar 6 kg af hassi og 200 grömm af
amfetamíni fundust í bíl í feijunni Norrænu. Aðild þeirra 24 sem
koma við sögu í málinu er mismikil en samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er stærstur þáttur 38 ára manns sem setið hefur
í gæsluvarðhaldi frá þvi 1. september síðastliðinn og hefur verið
kallaður höfuðpaur málsins. Hann er talinn hafa átt aðild að inn-
flutningi á um það bil 35 kílóum af hassi og allt að 5 kg af amfet-
amini í 13 smyglferðum. Algengast er að þeir sem eru á kæruskrá
í málinu komi við sögu fleiri ferða en einnar. Sumir hinna kærðu
voru einungis svonefnd burðardýr en talið er að sumir þeirra sem
báru inn efni til landsins hafi einnig átt þátt í undirbúningi og
fjármögnun ferðanna.
Játningar á hluta
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins eru niðurstöður
rannsóknarinnar byggðar á fram-
burði þeirra sem koma við sögu í
málinu, þeim fíkniefnum sem lagt
hefur verið hald á en þar er um
að ræða 13,8 kg af hassi og 1,7
kg af amfetamíni og einnig hljóð-
upptökum sem gerðar voru á heim-
ili eins sakborninganna, með sam-
þykki hans, kvöldið sem höfuðpaur-
inn svokallaði var handtekinn.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins liggja fyrir játningar um
verulegan hluta sakargiftanna, þar
á meðal hefur höfuðpaurinn játað
hluta þess sem honum er gefið að
sök.
Vegna rannsóknarinnar hafa 15
manns setið í gæsluvarðhaldi um
lengri eða skemmri tíma. Tveir
menn voru framseldir til landsins
frá Svíþjóð og sátu um tíma í haldi
hér en eru farnir til síns heima að
nýju.
Holland, Spánn, Norðurlönd,
Leifsstöð, Norræna
Fíkniefnin sem um er að ræða í
málinu voru samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins nær alltaf
keypt í Hollandi en í einhveijum
tilvikum á Spáni. Þau voru ýmist
flutt til landsins með farþegaflugi
frá Amsterdam eða flutt landleiðis
til Norðurlandanna og þaðan með
flugi til Islands og einnig í a.m.k.
einu tilviki með með feijunni Nor-
rænu, eins og fyrr var rakið.
Algengt að 3-7 aðilar
tengist hverri ferð
Það mál er eitt þeirra atriða í
málinu sem ekki er talið að hinn
margnefndi höfuðpaur tengist held-
ur hafi staðið að þeirri ferð aðilar
sem tengjast höfuðpaurnum og
öðrum þeim málum sem hann er
viðriðinn. Fleiri ferðanna munu
vera þannig til komnar að einhver
sem að undirbúningi þeirra stóð
hafði áður eða síðar komið nærri
skipulagningu einhverra þeirra 13
smyglferða sem höfuðpaurinn svo-
kallaði er talinn tengjast. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins er algengt að 3-7 aðilar hafi
tekið þátt í undirbúningi, kaupum
og innflutningi fíkniefnanna í
hverri ferð. Nær ekkert liggur hins
vegar fyrir um hvernig staðið var
að því að dreifa til neytenda hér-
lendis þeim um það bil 30 kílóum
af hassi og allt að 4,5 kg af am-
fetamíni sem talið er að hafi kom-
ist á markað.
Önnur eldri mál sem rannsókn
lögreglunnar benda nú til að teng-
ist þessu máli eru mál manns sem
handtekinn var á Keflavíkurflug-
velli í ágúst 1992 með 3 kíló af
hassi og 400 grömm af amfetamíni
í fórum sínum, einnig mál sem kom
upp í október 1992 þar sem lagt
var hald á um 170 grömm af amfet-
amíni í Leifsstöð og loks mál þar
sem maður var handtekinn 15. júlí
1993 með 2 kg af hassi í fórum
sínum.
Þetta síðastnefnda mál kom upp
10 dögum áður en tveir menn voru
handteknir í Leifsstöð með 3 kg.
af hassi og um það bil 1 kg af
amfetamíni í fórum sínum. Við
handtöku þeirra og yfirheyrslur
hófst sú rannsókn sem leiddi sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins til þess að grunur vaknaði um
að um væri að ræða fíkniefnahring
sem tengdist hinum svonefnda höf-
uðpaur. Að kvöldi 31. ágúst,
skömmu eftir að þeim tveimur sem
fyrst voru handteknir hafðu verið
sleppt úr haldi, kom lögreglan fyrir
hlustunarbúnaði á heimili annars
þeirra með samþykki hans og síðan
voru teknar upp samræður þess
manns, höfuðpaursins og annarra
sem viðstaddir voru. Þær upptökur
eru meðal sönnunargagna í málinu.
Flestir tengjast fleiri
en einni ferð
Meðal þeirra 24 sem eru á kæru-
skrá lögreglunnar og mega búast
við ákæru ríkissaksóknara í málinu
eru a.m.k. 5 manns sem gegndu
hlutverki svonefndra burðardýra,
þ.e.a.s. fólk sem ekki var á skrám
fíkniefnalögreglu og tollgæslu en
hafði tekið að sér að bera efnin inn
í landið gegn greiðslu sem gat num-
ið, að því er fram hefur komið í
Morgunblaðinu fyrr í frásögnum
af málinu, 250-500 þúsund krón-'
um. I öðrum tilvikum var efnið flutt
inn af fólki sem einnig hafði átt
þátt í fjármögnun og skipulagningu
ferðanna og eins og fyrr sagði
koma flestir sem málinu tengjast
við sögu fleiri en einnar ferðar.
Dómsmeðferð hefjist i mars
Nú þegar rannsókn málsins er
lokið situr hinn svonefndi höfuðp-
aur enn í gæsluvarðhaldi sem hann
hefur setið óslitið í frá 1. septem-
ber síðastliðnum. Gæsluvarðhalds-
úrskurðurinn rennur út þann 15.
mars og þegar Hæstiréttur fjallaði
síðast um gæsluvarðhaldsvist
mannsins var í dómi réttarins gerð
krafa til þess að rannsókn málsins
og dómsmeðferð yrði hraðað. Því
búast heimildarmenn Morgunblaðs-
ins við því að afgreisla ríkissak-
sóknaraembættisins á málinu muni
liggja fyrir fyrir þann 15. mars og
að þá verði ákæra gefin út gegn
fólkinu og síðan verði málið gegn
þeim öllum rekið sem eitt sakamál
í Héraðsdómi Reykjavíkur vikurnar
þar á eftir. Þáttur nokkura hinna
24 á kæruskrá er þó talinn svo lít-
ill að hugsanlegt er talið að þætti
þeirra verði lokið með sátt og sekt-
argreiðslu.
Hassþurrð
Þá herma heimildir Morgun-
blaðsins að ein afleiðing þessarar
rannsóknar á starfsemi þessa fíkni-
efnahrings sem tengist víða í fíkni-
efnaheiminum sé sú að um alllangt
skeið hafí verið lítið framboð af
fíkniefnum hér á landi. Einkum er
það sagt eiga við um hass en fram-
boð af því er sagt vera minna nú
en um langt árabil. Þetta hafa
heimildarmenn Morgunblaðsins
bæði til marks um það að þeir aðil-
ar sem komið hafi við sögu þessa
máls hafi verið umsvifamiklir og
með víðfeðm tengsl á markaðinum
og einnig um það að vegna málsins
hafi aðrir fíkniefnasalar haldið að
sér höndum.
Einnig fjársvikamál
Auk fíkniefnamálanna tengist
einnig þessum aðilum umfangsmik-
il fjársvikastarfsemi sem verið hef-
ur til rannsóknar hjá RLR. Þar
koma ýmsir úr fíkniefnahringnum
við sögu, m.a. höfuðpaurinn. Um
var að ræða svik sem m.a. voru
framin með fölsun nafnritana á^
tryggingarvíxla og raðgreiðslu-
samninga vegna greiðslukorta-
notkunar og er samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins um veruleg-
ar fjárhæðir að ræða. Talið er víst
að fjársvikaþátturinn verði samein-
aður fíkniefnamálinu við dómsmeð-
ferð málanna.