Morgunblaðið - 18.02.1994, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.02.1994, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994 Guðrún Brands- dóttír - Minning Fædd 16. október 1902 Dáin 10. febrúar 1994 Guðrún Brandsdóttir, móðursyst- ir mín, lést í Landspítalanum 10. febrúar sl. Hún var fædd á Fróða- stöðum í Hvítársíðu 16. október 1902 og þar ólst hún upp hjá foreldr- um sínum. Hún var fjórða barn Brands Daníelssonar og Þuríðar Sveinbjarnardóttur, sem þar bjuggu. Þegar hún var komin nokk- uð yfir tvítugt var ráðgert að hún færi í vist hjá prestinum, en það var þá talinn góður skóli fyrir ungar stúlkur að komast í slíka vist, því þar gátu þær lært margt nýtilegt, en Guðrúnu þótti slíkt ekki fýsilegur kostur. Hún hafði löngun til að verða hjúkrunarkona og var raunar ákveðin í því, þegar þessi vist stóð henni til boða. Það varð því hennar ráð að fara til Reykjavíkur og þar komst hún í hjúkrunamám, en til að ljúka því námi þurfti hún að fara til Danmerkur og síðan jók hún við nám sitt í Englandi. Eftir að hún lauk námi starfaði hún í Vest- mannaeyjum, Kópavogi og Reykja- vík. Eftir að Læknavarðstofan var stofnuð í Reykjavík starfaði hún þar og síðan í Slysavarðstofunni, en þar var hún yfirhjúkrunarkona, þar til starfsemin var flutt í þann stað þar sem hún er nú. Þá sagði hún af sér yfírhjúkrunarkonustöðunni, en starfaði þar áfram til ársins 1982. Guðrún giftist ekki og eignaðist ekki afkomendur, en hún var systk- inabörnum sínum sem besta móðir og afkomendur þeirra nutu einnig umhyggju hennar. Hjá henni dvaldi margt af þessu fólki um lengri eða skemmri tíma og til hennar var hægt að leita ef einhveijir erfiðleik- ar steðjuðu að. Hún reyndi að bæta úr því hvort sem um einhveijar raunir eða fjárhagsvanda var að ræða. Umhyggja hennar náði reynd- ar langt út fyrir þennan hóp. Fyrir utan skyldustörf sín var hún boðin og búin að hjúkra fólki, ef hún sá þörf á. Ég vissi til þess að vinkona hennar, sem fengið hafði krabba- mein og varð að fara í mikinn upp- skurð, var í fjárnagsvanda og sár- vantaði peninga fyrir ákveðnum hlutum. Þá hafði Guðrúnu tekist að vinna fyrir upphæð sem dugði og gaf vinkonu sinni. Þetta var þegar fólk þurfti sjálft að borga alla lækn- ishjálp. Guðrún átti mörg áhugamál. Hún hafði yndi af ferðalögum og hún ferðaðist mikið um ísland og einnig fór hún til annarra landa. Þegar hún var ung ferðaðist hún nokkuð um landið, gangandi og á hestum. Hún var mjög listfeng og hög í höndum. Hún fékkst nokkuð við ljóðagerð og henni féll sjaldan verk úr hendi, fékkst við pijónaskap og fleira. Þegar hún hætti sem yfir- hjúkrunarkona á slysadeildinni fór hún að læra margskonar listmuna- gerð. Hún málaði myndir, hélt sýn- ingar á þeim og gerði ýmsa skraut- muni. Frændi hennar, sem hún hafði aðstoðað mikið, arfleiddi hana að kistli og eftir að hann dó fékk hún kistilinn, en þegar hann var opnaður kom í ljós að veruleg peningaupp- hæð var í honum. Frændinn hafði ekki nefnt peningana, þegar hann ánafnaði henni kistilinn. Allir nema hún töldu víst, að hann hefði ætlað henni peningana en viljað koma henni á óvárt. Hún taldi sig þó ekki eiga þessa peninga, svo hún fór með ERFIDRYKKJUR ) IðTGL ESJA sími 689509 V J þá til góðgerðarstofnunar, sem mað- ur þessi hafði gefið peninga. A seinni árum var það venja skyldfólks hennar að helmsækja hana á afmæli hennar. Þetta fannst fóikinu hátíðisdagur. Þá mátti eng- inn koma með gjafir, en allir voru leystir út með einhverri gjöf. Hún lét fólk velja sér einhvern listmun sem hún hafði gert. Guðrún lét sér mjög annt um að skyldfólkið kæmist til mennta og marga studdi hún til þess m_eð hvatningum og peningagjöfum. Ég vil að lokum láta í Ijós þakklæti frá mér og fjölskyldu minni fyrir allt það sem hún var okkur. Ef breytni fólk í jarðlífinu hefur áhrif á hvort sálin lendir á góðum eða vondum stað, þegar því lýkur, þá óska ég, að því enduðu að fara þangað sem Guðrún frænka mín tekur á móti mér, því hún hlýtur að hafa lent þar sem best er. Brandur Fróði Einarsson. Sumir eru þiggjendur í þessú lífí en aðrir eru gefendur. Hún Guðrún frænka mín var gefandi. Alla sína ævi var hún að gefa öðrum sem nálægt henni voru, hvort heldur það væru þeir sem nutu hennar líkn- andi handa sem hjúkrunarkonu til tuga ára, vinir hennar eða fjöl- skylda, og þar er ég að tala um fjórar kynslóðir, sem alltaf gátu leitað til hennar og fengið þar lausn sinna mála. Eitt var víst að ef leit- að var til Guðrúnar þá var aldrei hneykslast á nokkru sem upp kom, heldur málin rædd, því hún tók til- lit til mannlegs breiskleika. Ef hægt er að kalla einhvern hetju þá var það hún Guðrún frænka, því hún hefur áorkað svo miklu til hjálpar öðrum á sinni löngu lífsleið. Svo var það hin hliðin á þessari fínlegu og fallegu konu, en það var fagurkerinn, málarinn, ferðalang- urinn, dulspekingurinn og næmi vinurinn sem ég var svo heppin að fá að kynnast. Hún mundi allt svo vel og þó að hún væri orðin 91 árs þá fylgdist hún svo vel með öllu sem gerðist að við sem yngri vorum hálf skömmuðumst okkar fyrir van- þekkinguna. Þegar komið er að kveðjustund langar mig að þakka fyrir þau for- réttindi að hafa fengið að eiga hana Guðrúnu fyrir frænku en þó sér- staklega fyrir vináttu hennar, stuðning og styrk. Guð blessi minn- ingu stórbrotinnar og yndislegrar konu. sigrún Ámundadóttir. Móðursystir mín, Guðrún Brands- dóttir hjúkrunarkona, er látin 91 árs að aldri. Hún fæddist á Fróða- stöðum í Hvítársíðu 16. október 1902. Foreldrar henanr voru hjónin Þuríður Sveinbjarnardóttir og Brandur Daníelsson bóndi. Hún var fjórða í röðinni af níu systkinum, en sjö þeirra komust til fullorðins- ára. Þau sem lifa systur sína eru: Sveinbjörg, húsfreyja í Runnum í Reykholtsdal, Guðveig kennari, bú- sett í Reykjavík, og Daníel bóndi á Fróðastöðum. Látin eru: Daníel (eldri), dó átta ára, Soffía verkstjóri á saumastofu Kleppspítala, Sigríður kennari og húsfreyja á Sámsstöðum, Salvör húsfreyja í Grafardal og Árni, sem dó tveggja daga gamall. Einnig ólst upp á Fróðastöðum Magnús Sörensen lögregluþjónn í Reykjavík, sem nú er látinn. Guðrún lauk hjúkrunarnámi við Frederiksberg Hospital í Danmörku árið 1929. Eftir það stundaði hún hjúkrunarstörf á ýmsum stöðum, svo sem á sjúkrahúsi í Danmörku, á Kleppsspítala og fimm ár vann hún í Vestmannaeyjum. Einnig starfaði hún í eitt og hálft ár á sjúkrahúsum í Engiandi. Er hún kom þaðan vann hún á Kópavogs- hæli í eitt ár og síðan í fímm ár hjá Bamaverndarnefnd Reykjavíkur. En árið 1943 hóf hún störf á Læknavarðstofu Reykjavíkur og þar vann hún til ársins 1955 og síðan sem yfirhjúkrunarkona á Slysavarð- stofu Reykjavíkur í Heilsuverndar- stöðinni til ársloka 1965. Eftir það var hún tvö ár í hálfu starfí á slysa- stofu Borgarspítalans og í afleysing- um til haustsins 1982 og var hún þá orðin áttræð. Guðrún hafði yndi af ferðalögum og á yngri árum ferðaðist hún mik- ið um landið á hestum, t.d. með Maríu Maack og síðan með Ferðafé- lagi íslands. Aldrei var Guðrún eins létt í lund og þegar hún var komin inn á öræf- in og þá átti hún það til að kasta fram stöku, en henni var létt um að yrkja og ljóð eru eftir hana í kvæðasafni borgfirskra kvenna. Eftir að Guðrún hætti í föstu starfí sótti hún námskeið í mynd- list, en fyrr hafði hún ekki haft tækifæri til að sinna þessu áhuga- máli sínu. Hún tók eitt herbergi í íbúð sinni undir vinnustofu og fór að mála myndir. Hún hélt þrjár málverkasýningar, eina á Mokka, aðra á Borgarspítalanum og þriðju í Kleppjárnsreykjaskóia. Guðrún var tíður gestur á málverkasýningum og fylgdist vel með því sem var að gerast í myndlistarheiminum. Á seinni árum varð það fastur siður að ættingjarnir komu til henn- ar á afmælisdaginn og var þetta orðinn nokkur vísir að ættarmóti. Ungur frændi minn sagði í haust að hann væri feginn að ná að kom- ast í afmælið hennar Guðrúnar Brands áður en hann færi af landi brott til náms. í þessum afmælum lét hún gestina velja sér gjafir, allt muni sem hún hafði sjálf unnið. Guðrún var ógift og eignaðist ekki börn. Þó er eins og hún hafí átt fjölda barna, sem kveðja hana nú með söknuði, virðingu og inni- legu þakklæti. Hún fylgdist náið með systkinabörnum sínum og böm- um þeirra og var sífellt að hvetja þau og styrkja bæði andlega og fjár- hagslega. Þetta gerði hún á afar hljóðlátan hátt, það var henni fjarri að auglýsa góðverk sín. Ef hún vissi einhvern eiga í erfiðleikum reyndi hún að hjálpa. Umvandanir voru henni fjarri skapi, hún kenndi með breytni sinni og reyndi að færa allt til betri vegar. Á skólaárum mínum hér í Reykja- vík bjó ég hjá' henni endurgjalds- laust og síðar reyndist hún bjarg- vættur í lífí mínu þegar mest á reyndi. Guðrún var trúuð kona, kannski ein trúaðasta manneskja sem ég hef kynnst vegna þess hvemig hún sýndi trú sína í verki. Umburðar- lyndi og náungakærleikur voru ríkir þættir í fari hennar. Þótt Guðrún gæti virst alvörugefín við fyrstu kynni eða haft dálítið „stífan front“, eins og ein frænka hennar orðaði það, þá fann unga fólkið brátt að til þessarar konu gat það leitað með vandamál sín og átt hana að trúnað- arvini. Ég fann oft þessa sérstöku vellíð- an sem fylgdi návist Guðrúnar um leið og ég kom inn úr dyrunum hjá henni, þegar hún bar fram veiting- arnar, kaffí, rúgbrauðssneið með kæfu og annað góðgæti sem hún lumaði á og við sátum og ræddum um lífið og tilveruna. Hún hafði mikinn áhuga á dul- rænum efnum og var sannfærð um að líf tæki við eftir þessa jarðvist okkar. Skömmu áður en hún veikt- ist, 23. janúar sl., bað hún mig að kaupa fyrir sig íslensku Hómelíu- bókina sem henni fannst afar merki- leg pg síðasta bókin sem hún las var í faðmi ljóssins, eftir Betty J. Eadie, en hún fjallar um dauða- reynslu konu. Síðustu vikurnar sem hún lifði lá hún á deild 14G á Landspítalanum. Hún hafði orð á þvf hvað allir væru góðir við sig og langar mig fyrir hönd ættingjanna að færa starfs- fólki þar innilegar þakkir fyrir frá- bæra hjúkrun. Guðrún mín, ég kveð þig og þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og frændfólkinu öllu, þakka þér fallegu minningarnar sem þú lætur okkur eftir. Við vitum að núna ert þú örugg í faðmi ljóssins. Þuríðiir Guðmundsdóttir. Nú er farin á vit annarra ævin- týra hún Guðrún okkar Brandsdótt- ir. Eftir nokkra baráttu og erfiðar aðgerðir varð hún að gefast upp og kveðja þennan heim. Þau sem til hennar þekktu munu lengi minnast hennar fyrir hjálpsemi við unga fólk- ið og margt skemmtilegt. Hún var fædd að Fróðastöðum í Hvítársíðu hinn 16. október 1902. Hún var dóttir Þuríðar Sveinbjam- ardóttur og Brands Daníelssonar frá Fróðastöðum. Hún var þriðja elst af sjö systkinum sem upp komust. Soffía var elst og síðan Sigríður, Guðrún, Salvör, Sveinbjörg, Guðveig og loks Daníel. Þess má geta að á Fróðastöðum hefur sama ættin búið síðan um 1700. Guðrún lærði hjúkran í Frederiks- berg Hospital í Kaupmannahöfn og hefur bæði starfað hér og erlendis. í mörg ár vann hún á slysavarðstofu Reykjavíkur. Þrátt fyrir háan aldur var hún mjög hress og kvik í hreyfingum nema kannski tvö síðustu ár hennar sökum veikinda og aðgerða sem hún þurfti að fara í. Ég kynntist Guðrúnu fyrst árið 1985 þegar ég hóf sambúð með frænku hennar, Margréti Sigur- björnsdóttur, en Guðrún var ömmu- systir hennar. Þá bjuggum við rétt hjá henni á Njálsgötunni. Það fyrsta sem ég man frá henni var þegar hún gaf okkur gömlu þvottavélina sína sem hún átti og var hætt að nota. Við áttum ekki neina þvottavél svo hún kom sér mjög vel. Þannig var hún, ef hún vissi uin einhvern sem gat notað það sem hún átti og hafði ekki sjálf þörf fyrir var hún fús að láta það. Einnig fannst mér skemmtilegt hvernig ættingjar hennar héldu upp á afmælin henn- ar. Hún vildi ekki láta hafa fyrir sér með afmælisveislu, en það var nú séð fyrir því. Henni fannst nú ekki merkilegt að vera orðin 85 ára og hvað þá 90 ára. En ættingjarnir tóku sig til og komu alltaf til hennar þeg- ar hún átti afmæli og höfðu með sér sína kökuna hvert svo úr varð alltaf fín veisla. Þannig gat fólk komið saman og heiðrað Guðrúnu með nærvera sinni ásamt því að hitta aðra í ættinni. Hún talaði aldrei um að hún væri neitt gömul, það ætti nú frekar að hugsa um gamla fólkið en sig. Eitt sinn var henni gefin peysa og hafði hún þá á orði að hún gæti notað hana þegar hún yrði gömul. Var hún þá rúmlega 85 ára. Guðrún hafði gaman af því að fara eitt og annað, oft vildi hún fara í Miklagarð og Kolaportið þegar það kom. Einnig vildi hún fara út úr bænum og nokkra bíltúra höfum við farið saman, upp í Borgarfjörð, Ilvalíjorð og austur fyrir fjall. Þetta virtust nú svona passlegir bíltúrar fyrir konu á þessum aldri að okkur fannst. Svo okkur brá nú svolítið í brún í júlíbyijun 1991 þegar Guðrún var 88 ára þegar við spurðum hana hvort hún vildi ekki skreppa eitthvað í bíltúr. Hún hélt það nú, en ekki í næsta nágrenni, hún vildi skreppa í Dritvík. Ha, sagði ég, hvað sagð- irðu? Mig langar að fara í Dritvík á Snæfellsnesi, svaraði Guðrún. Já, sagði ég, því ekki. Síðan fórum við að ræða þetta betur og ákváðum að bíða aðeins eftir góðru veðri á laug- ardegi og drífa okkur þá. Að morgni 20. júlí 1991 um kl. 9.00 lögðum við af stað úr bænum. Keyrt var í hendingskasti upp í Borgames og svo þaðan áfram út á Nes. Á leiðinni hafði Guðrún orð á því að ef við værum snemma komin í Borgarnes á heimleiðinni, þá gæt- um við kannski skroppið upp í Hvít- ársíðu og komið aðeins við á Fróða- stöðum í leiðinni. Ég spurði hana hvort hún yrði nú ekki orðin svolítið þreytt eftir alla keyrsluna þá en hún kvað svo ekki vera. Þegar út í Drit- vík var komið var komið hádegi. í Dritvík stoppuðum við þó nokkra stund og var gaman að fylgjast með Guðrúnu tipla léttfætt um erfiða og grýtta fjöruna. Hún fór strax að veíja sér slétta steina til að mála á, en hún hafði mjög gaman af að mála. Um þijúleytið vorum við síðan komin að Fróðárheiði á leiðinni heim. Þegar í Borgarnes var komið vildi hún ekki skreppa uppí Borgarfjörð og héldum við því heim og vorum við komin suður um kvöldmat. Þenn- an dag þegar við ókum í kringum Jökulinn var mjög gott veður, sól og blíða allan daginn. Við tókum þennan bíltúr upp á myndband svo við getum alltaf rifjað hann upp þegar við viljum. Þarna var ekið um 550-600 km á nokkrum klukkutím- um með konu sem var 88 ára. Það var spurning hvort okkar var þreytt- ara, ég eða Guðrún. Hún hefði alveg viljað fara í annan túr helgina á eftir þess vegna. Þessi ferð er svona álíka að lengd eins og ef við hefðum skroppið til Húsavíkur. Núna er Guðrún farin í enn lengra ferðalag sem við vitum ekki hvar endar. Við sem þekktum hana mun- um minnast hennar á meðan við lif- um í þessum heimi. Guðrún, við þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og við vonum að þér líði vel á nýja staðnum. Bergþór Valur Þórisson, Margrét Sigurbjörnsdóttir og börn. Með fáeinum orðum vil ég minn- ast Guðrúnar Brandsdóttur hjúkr- unarkonu sem lengi bjó á Njálsgötu 86. Hún og móðir mín, Anna Gísla- dóttir, voru þar nágrannar I rúma þijá áratugi, bjuggu á sömu hæðinni með sameiginleg not af svölum. En kynni okkar Guðrúnar voru aðallega fimmtán seinustu æviár hennar, þegar hún var að mestu hætt störf- um á slysavarðstofu Borgarspítal- ans. Var hún þá farin að geta sinnt áhugamáli sínu að marki, en það var málaralist og listiðn. Sótti hún mörg námskeið til að kynna sér tækni og efni. Sérlega vel fórst henni úr hendi að vinna með liti, hún málaði á hörpudiska og aðrar skeljar, flöskur þakti hún með litum svo úr varð lampafótur eða kertastjaki, hún skreytti skeiðar og brenndi með smelti, svo fátt eitt sé talið. Varð henni margt hversdagslegt að efni- viði í fagra hluti og undi hún sér afar vel við. Kynntist ég ekki síst Guðrúnu gegnum þá mörgu gripi sem hún gaf móður minni. Einnig gerði hún mikið af því að mála á striga. Þijár einkasýningar hélt hún á málverkum sínum og var komin á níræðisaldur þegar hún sýndi sein- ast. Þannig ræktaði hún með sér hæfileika sína með miklum ágætum á efri árum. Líf Guðrúnar virtist mér einkenn- ast af nægjusemi og trúmennsku við þau viðfangsefni sem hún valdi sér. Hún bar með sér þá stillingu og fágun sem umgengni við ólíkasta fólk veitir stundum. Traust og heil- steypt var hún í skapgerð, raunsæ og sjálfstæð. Mat móðir mín hana mjög mikils. Sambýli þeirra var með ágætum og byijuðu þær jafnvel að vinna sum húsverk í sameiningu þegar aldur beggja var orðinn nokk- uð hár. Meðan móðir okkar var veik heima þurftum við systurnar oft að leita til Guðrúnar. Minnumst við hjálpsemi hennar með miklu þakk- læti. Hélt Guðrún lengi kröftum sín- um og bjó búi sínu á Njáisgötu þar til fyrir nokkrum vikum. Með Guð- rúnu er gengin góð kona og hæfí- leikarík. Blessuð sé minning hennar. Jóhanna Jóhannesdóttir. Guðrún var fædd á Fróðastöðum í Hvítársíbu, hún lærði hjúkrun og útskrifaðist frá Fredriksberg Hospital í Danmörku. Síðar fór hún til Englands og starfaði þar við hjúkrun í eitt og hálft ár. Þegar sett var á stofn læknavarðstofa i húsakynnum Austurbæjarskóla, sem var næturvakt, tel ég að Guðrún hafi verið fyrsta hjúkrunarkonan þar. Síðar fluttist starfsemin til Heilsuverndarstöðvarinnar og þá nefnd Slysavakt, þar var Guðrún yfirhjúkrunarkona til 1965, eftir það í afleysingum til 1982.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.