Morgunblaðið - 18.02.1994, Side 31

Morgunblaðið - 18.02.1994, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994 31 Það lýsir Guðrúnu vel að alla tíð tók hún að sér að vinna á stórhátíð- um, sagði að nær væri að unga fólk- ið sem ætti börn óg heimili fengi að vera heima hjá sér um jól og aðrar hátíðir, sjálf væri hún ekki bundin af börnum eða heimili. í mörg ár vann hún sem sjálfboðaliði á frídaginn sinn á Farsótt, síðustu ár ævinnar var hún ein þeirra sem hjálpaði til við veitingar á aðfanga- dagskvöldum fyrir þá sem þáðu mat og drykk á vegum Verndar. í stuttu máli má segja að allt hennar líf sner- ist um að láta gott af sér leiða. Ótrú- lega mikið gaf hún alla tíð til líknar- mála. Kynni mín við Guðrúnu hófust 1944_, en þá fluttist ég til Reykjavík- ur. Aður hafði ég eignast systur hennar, Guðveigu, að vinkonu. Guð- veig hafði verið samkennari manns- ins míns í sjö ár. Þegar ég kynntist svo Guðrúnu laðaðist ég mjög að henni því að ég fann þar svo mikið af Guðveigu sem var nú íjarri. Ég er ein þeirra mörgu sem á Guðrúnu mjög mikið að þakka og mikið lífslán tel ég vera að eignast góða vini. Guðrún var listræn og lærði málara- list á efri árum og hélt hún nokkrar sýningar. Ég er ekki lærð í list og því sjálfsagt ekki dómbær á list, en mikið finnst mér margar myndirnar hennar fallegar og persónulegar, margar hugmyndir úr þjóðsögum okkar. Allt sem hún gerði, „kúnst- bróderaði", málaði á postulín, pijón- ' aði, skar út, allt bar það vott um snilldar handbragð. Ég þakka henni liðnar samverustundir og bið guð að blessa minningu hennar. Systkin- um hennar og ættingjum votta ég samúð mína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Kristín Tómasdóttir. Guðrúnu Brandsdóttur kynntist ég fyrst er ég kom til sjúkrahússins í Vestmannaeyjum sem hjúkrunar- nemi. Þar eða þetta var fyrsta árið mitt á námsbrautinni kunni ég harla íítið. En það var gott að læra hjá Guðrúnu. Hún sagði manni þannig til að maður lærði að vinna verkin rétt án þess að finna fyrir smæð sinni. Mörgum árum seinna kom ég til starfa á Slysadeild sem þá var kölluð Slysavarðstofan og var staðsett í Heilsuverndarstöðinni við Baróns- stíg. Þar vann ég aftur undir stjórn Guðrúnar Brandsdóttur. Hún var ekkert breytt. Hún gat öllum hjálpað og sagt til á sinn hógværa hátt: „Svona eru þeir vanir að hafa það,“ sagði hún við ungu óreyndu læknana þegar þeir bytjuðu að vinna. Flestir þeirra tóku því að sjálfsögðu vel. Nema einu sinni kom hún og bað mig að aðstoða einn nýjan og hafði orð á því að henni fyndist hann ekki skilja það sem hún væri að reyna að útskýra fyrir honum. Þetta gekk ágætlega hjá mér og hinum unga lækni og þegar Guðrún kom til mín að verkinu loknu og spurði um árangur varð mér ósjálfrátt að orði: „Það var eins og blessuð skepnan skildi.“ Guðrún svaraði með örlitlum þjósti en brosandi þó að svona mætti ég nú ekki tala. Eitt besta dæmið um hve vel Guðrún stjórnaði sínum vinnustað er að öllum fannst þeir eiga hlut í þeim hlýja starfsanda sem hún skap- aði. Hún Iét sér mjög annt um að starfsfólkinu liði vel. Til dæmis aftók hún að sá eða sú er ætti „einhvern heima“ væri á vakt á aðfangadags- kvöld jóla ef nokkur leið var að kom- ast hjá því. Það kvöld vann hún ætíð sjálf þótt hún væri búin að vinna næstum allan daginn. Það eru margar tegundir af verk- efnum unnin á Slysadeildinni. Guð- rún virtist kunna ráð við öllu. Hvort sem það voru lítil hrædd börn eða æstir menn sem höfðu fengið sér einum of mikið neðan í því. Guðrún hafði aljtaf lag á að koma jafnvægi á tilveruna. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa eignast slíkan vin og samstarfsmann sem Guðrún var. Minningarnar eru margar og ljúfar og þótt söknuður- inn sé sár er hún hverfur af sjónar- sviðinu er mér þakklæti efst í huga. Ættingjum hennar sendi ég samúð- arkveðjur. Þuríður J. Sörensen. Ólöf Þorleifsdótt- ir - Minning Fædd 15. nóvember 1930 Dáin 11. febrúar 1994 Ólöf frænka hefur nú fengið hvíldina. Hún háði erfiða baráttu við sjúkdóm sinn og varð að lúta í lægra haldi. Ólöf fæddist í Reykjavík hinn 15. nóvember 1930, dóttir hjón- anna Þorleifs Gíslasonar og móður- systur okkar, Kristínar Valentínus- ardóttur. Hún var einkabarn þeirra hjóna og eins og oft er með einka- börn, í miklu uppáhaldi. Ólöf var líka alltaf i miklu uppáhaldi hjá okkur bræðrunum, strákunum þeirra Kristbjargar og Ólafs í Grundargerði. Olöf og mamma okkar voru mjög samrýndar, nán- ast sem systur, og voru samskipti fjölskyldnanna mikil. Ekki spillti fyrir að Ólöf og maður hennar, Haukur Ársælsson, eignuðust fimm syni sem eru á líku reki og við strákarnir í Grundó. Með allan þennan strákahóp var oft fjörugt. Við minnumst óteljandi jólaboða og afmæla og gamlárskvölds var alltaf beðið með óþreyju. Ekki má gleyma útilegunum að Króki í Grafningi, sem var árlegur stórvið- burður., Fóru þá fjölskyldurnar með allt sitt hafurtask, sem var ekki svo lítið, því ýmislegt fylgir níu frískum strákum. Reyndar var það alveg með ólíkindum hve lítið var um stelpur í ættinni, því það liðu 46 ár frá fæðingu Ólafar þar til næst fæddist stúlkubarn í fjölskylduna. Ólöf var mikill vinur okkar bræðranna, enda átti hún létta lund og góða kímnigáfu, þannig að þeim, sem vildu láta sér líða vel, leið allt- af vel í návist hennar. Annað var ekki hægt. Þau Ólöf og Haukur voru mjög samrýnd og er því miss- ir hans mikill. Haukur var ætíð stoð og stytta Ólafar í veikindum hennar enda er uppgjöf ekki til í hans orðabók. Við bræðurnir úr Grundó send- um Hauki, frændum okkar, fjöl- skyldum þeirra og öðrum ættingj- um innilegustu samúðarkveðjur við fráfall Ólafar Þorleifsdóttur, frænku okkar. Edvard Pétur, Ólafur Valur, Halldór og Sveinn Valdimar Ólafssynir. Elsku kæra frænka mín Ólöf. Við Sven kveðjum þig með sá- rum söknuði, en einnig þakklæti fyrir að fá að þekkja þig og eiga þinn kæra vinskap. Það hefur auðg- að líf okkar eftir hvert ferðalag hingað heim til íslands, að eiga þessar dásamlegu endurminningar um ógleymanlegar gleðistundir með ykkur Hauki. Hver heimsókn hefur verið mikið tilhlökkunarefni, þar sem gestrisnin, kærleikurinn og hjartahlýjan í okkar garð voru alltaf alveg ekta. Þessar frábæru gleðistundir liðu svo fljótt að við gleymdum oft að vera kurteis og vorum kannski allt of lengi fram eftir kvöldi. Mér þótti vænt um þig, Ólöf mín, eins og allra bestu systur. Þú varst einkar ættrækin og fjöl- skylduböndin voru sterk. Mikið er ég þakklát fyrir öll dásamlegu bréf- in þín til mín í Montana. Þegar þau bárust var ég fljót að ljúka skyldu- störfunum svo ég gæti sest niður og notið þess reglulega vel að lesa þau. Bréfin þín voru svo innileg og skemmtileg, alveg eins og þú varst sjálf. Þú hafðir einstæða frásagnar- hæfileika og það voru miklar ánægjustundir að fá að njóta þeirra. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin frá okkur. .Þú varst hetja í baráttu þinni við langvar- andi heilsuleysi og það kenndi okk- ur hinum svo margt. Við söknum þín öll en vitum að þér líður vel hjá góðum Guði. Ég lærði svo ómetanlega margt af þér og er innilega þakklát fyrir það. Hjónaband ykkar Hauks var eitt fallegasta og kærasta hjóna- band sem við Sven höfum kynnst. Það var gott að vera í návist ykkar og koma á fallegt heimilið í Kópa- voginum. Þið máttuð líka vera stolt af sonum ykkar fimm og þessi fjöl- skylda hefur gert þennan heim og föðurland okkar fallegra og betra. Við Sven erum þakklát fyrir að fá að kveðja þig hérna heima á íslandi. Þó mér finnist óbærilegt að fá ekki að sjá þig hérna aftur þá veit ég að við hittumst aftur. Guð blessi minningu þína, elsku Ólöf mín. Elsku Haukur, synir, tengdadæt- ur og barnabörn, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Missir ykkar er svo mikill og við biðjum góðan Guð að varðveita ykkur og styrkja. Megi mir.ning um ástkæra eiginkonu og yndislega móður létta ykkur sáran missi. Guð veri með ykkur. Ingibjörg Þorsteins- dóttir Larsen. Lífskertið hennar Ólafar var brunnið til fulls, þegar ljós hennar slokknaði sl. föstudagskvöld. Svo þrotin að kröftum var hún í barátt- unni við þann illvíga sjúkdóm, sem loks lagði hana að velli. Hún vissi sannarlega hvert stefndi. Mætti hún þeim örlögum af sinni alkunnu ró og æðruleysi sem ætíð ein- kenndi hana. Ég kynntist Ólöfu fyrir um 15 árum. Samskipti okkar urðu meiri og nánari nú seinni árin. Það var mjög sérstakt andrúmsloft kring- Linda Björk Sigur- vinsdóttir Mig langar aðeins að minnast Lindu, vinkonu minnar, í fáeinum línum. Ég fékk að kynnast henni fyrir örfáum árum, en kynni okkar urðu fljótt að traustri vináttu, eins og hún var þekkt fyrir hjá sínum vin- um. Þeir voru ófáir, þessi væntum- þykjanlega kona hafði einstaka hæfileika til að laða að sér fólk með glaðværð sinni og jákvæðu hugarfari. Ég varð ekki þeirrar ánægju aðnjótandi að heimsækja hana vestur í heimabæinn sem var henni svo kær og hún var svo stolt af. Það bærist í mér sektarkennd nú, að hafa ekki komið til hennar, en hún lét mig aldrei gjalda þess, þótt hún minnti mig oft á að heim- ili sitt stæði mér og mínum opið, hvenær sem við sæjum okkur fært að koma. Á þeim nótum, var okkar — Minning síðasta samtal, þar sem hún var að fara síðustu ferð sína vestur, og við áformuðum að þegar snjóa leysti kæmi ég. Hún var svo ánægð þennan dag, og ég var að vanda full undrunar, á hugrekki og glað- lyndi hennar í þessum löngu og ströngu veikindum. Svona var hún, og þannig vil ég minnast hennar. Ég á í minning- unni mörg trúnaðarsamtöl, góð ráð sem ég þáði, og glaðvær hlátra- sköll. Eg ætla að halda fast í þessa vináttu sem mér var gefin, svo ein- lægt, skamma hríð. Eg er þakklát fyrir þann tíma. Pétur og börn, og öll stóra fjöl- skyldan, ég vil votta ykkur djúpa samúð mína. Megi góður Guð vaka yfír ykkur öllum og gefa ykkur styrk við missi ykkar Steinunn. um hana, eitthvað svo ekta og án tilgerðar. Hún var ákaflega föst á sínum skoðunum, en jafnframt raunsæ. Það var oft rökrætt í borð- króknum í Hrauntungunni og var Ólöf þá alveg ófeimin við að segja sínar skoðanir. En það sem var svo skemmtilegt í rökræðum við hana var að manni leið aldrei illa með það að vera ekki á sama máli og hún. Ólöf var fædd og uppalin í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Kristín Valentínusdóttir og Þorleif- ur Gíslason bílstjóri. Árið 1951 var tímamótaár í lífí Ólafar. Þá giftist hún Hauki Ár- sælssyni rafmagnseftirlitsmanni, eignaðist fyrsta barnið og stofnaði heimili. Fyrsta heimilið þeirra var á Leifsgötunni. Börnunum fjölgaði og brátt var hafist handa við, að eignast eigið húsnæði. Árið 1966 flytja þau hjónin með strákana sína fimm í nýbyggt hús sitt í Hraun- tungu 81 í Kópavogi og þar var heimili þeirra síðan. Synir þeirra eru: Gísli, f. ’51, maki Hrafnhildur Snorradóttir; Ólafur, f. ’53, maki Sigurlaug Bragadóttir; Ársæll, f. ’54, maki Helga Haraldsdóttir; Þorleifur, f. ’57; Jóhann Grímur, f. ’59, maki Björk Ásgeirsdóttir. Barnabörnin eru níu og eitt barnabarnabarn. Þessi hópur yar Ólöfu afar kær og er mér vel kunnugt um hvað hún fylgdist vel með þeim og lét sér annt um velferð þeirra. Foreldr- ar Ólafar bjuggu í hennar skjóli í Hrauntungunni síðustu æviár sín. Það hafa margir notið gestrisni og hlýju hjá hjónunum Ólöfu og Haukí. Samband þeirra var einlægt og þar ríkti gagnkvæm virðing. Síðustu árin átti Olöf við vanheilsu að stríða og þurfti hún oft að dvelja í sjúkra- húsi. Þegar ljóst var að ekki yrði neina lækningu að fá meira var hennar helsta ósk að fá að vera heima þar til yfir lyki. Dyggilega studd af eiginmanni sínum varð henni að Jieirri ósk. Að endingu þakka ég Ólöfu samfylgdina. Kynni mín við hana hafa skráð sérstakan kafla í lífsbók mína. Ég og fjölskylda min votturii ættingjum hennar samúð. Guðný Bjarnadóttir. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (23. Davíðssálmur.) Örfá orð, örstutt kveðja til elsku Ólafar minnar. Þú sem varst mér eins og besta amma, þegar ég lítil stelpa kom með mömmu og pabba inn á heim- ili ykkar Hauks því oft þurfti ég að koma til Reykjavíkur vegna veikinda, í stórar og smáar aðgerð- ir. Alltaf stóð heimili ykkar opið fyrir okkur. Alltaf varst þú jafn þolinmóð við mig, því stundum var ég víst dálítið erfið. Þú áttir alltaf góð ráð og nóg af hjartahlýju. Ég veit, elsku Ólöf mín, að þú hefur orðið hvíldinni fegin og það verður tekið vel á móti þér hjá Jesú. Elsku Haukur, Leifi, Gísli, Óli, Ási, Jói og fjölskyldur. Ég veit að þið saknið hennar sárt, en þið eigið yndislegar minningar um góða konu og móður. Hjartans þökk fyr- ir allt. Margrét Þorsteinsdóttir. Guðnason Minning Elís Fæddur 29. júlí 1926 Dáinn 4. febrúar 1994 Mig langar að minnast í nokkr- um orðurn elskulegs frænda rníns, Ella. Elli frændi, eins og ég hef alltaf kallað hann, var mjög hjarta- hlýr og yndislegur maður. Ef eitt- hvað bjátaði á, sama hvað það var, þá var hann alltaf til staðar og reiðubúinn að hjálpa. Það var alltaf hægt að treysta á hann. Hann var vel að sér í flestum málum og þá sérstaklega hvað snerti lærdóm minn og bræðra minna. Ef við lentum í erfiðleikum með til dæmis stærðfræði eða dönsku (í raun skipti ekki máli hvað það var, hann hafði alltaf réttu svörin) þá var hann strax kominn okkur til aðstoðar. Ógleym- anlegar eru stundirnar þegar við sátum saman og töluðum um Þýskaland og þýska tungumálið því þar hitti hann á veikan punkt hjá mér. Fór það svo að ég hóf að stunda nám í þýsku með hjálp hans og stuðning að baki. Elli var sterkur maður. Hann barðist hetjulega á móti þessum líka erfiða sjúkdómi og naut þar einstakrar umhyggju konu sinnar og barna. Elsku Elli, þakka þér fyrir allar samverustundirnar og allt það sem þú hefur gert fyrir mig og bræður mína. Þín verður ávallt minnst, megi góður Guð geyma þig. Elsku Steina, Guðni, Ingibjörg, Elísa, Elís litli og Shawn, guð styrki ykkur í þessari miklu sorg okkar allra. Megi minningin um góðan mann lýsa ykkur leiðina áfram og styrkja ykkur um ókomin ár. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M.Joch.) Ágústa G. Bernharðsdóttir. Sannir menn eru manni minnis- stæðari en aðrir. Elís var einn af þeim, ekki einungis sökum fróð- leiks, gáfna og hógværðar, sem vissulega einkenndi hann, heldur einnig vegna hlýjunnar sem streymdi frá honum. Ég hitti hann fyrst þegar ég og Ingibjörg urðum vinkonur, þá smá skottur í barnaskóla og þá strax fann ég þessa hlýju og þessa birtu sem streymdi frá honum. Og þegar hann spurði hvernig mér liði var það alltaf svo ekta, engin tilgerð, ekkert fals, bara hann sjálfur, og hann sjálfur var vissulega yndisleg- ur. Og hann var einhvern veginn alltaf með opinn faðminn og einu sinni hvarf ég inn í þennan hlýja faðm, en það var þegar ég missti pabba minn. » Og ég man eftir því, elsku Ingi- björg mín, að þú grést með mér og sagðir: „Hvað myndi ég gera ef pabbi minn dæi?“ Það er ekkert sem maður getur gert nema ytja sér við minningarnar og alla þessa hlýju sem Elís skildi eftir handa ykkur. Blessuð sé minning góðs manns. Elsku Ingibjörg, Steinunn, Guðni, Elísa og litli Elís, Guð blessi ykkur og styrki á sorgartímum. Sigrún.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.