Morgunblaðið - 18.02.1994, Síða 32
88
32
i*eer aAöflaa'í .si HUDAcnrraöa GiöAjawjDiiOM
MOTÍGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR‘1994
+
Astkær eiginmaður minn,
SKÚLI ÁRNASON
frá Gnýsstöðum,
lést í sjúkrahúsinu á Hvammstanga 16. febrúar.
Ragnheiður Eyjólfsdóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI SIGURÐSSON,
Kirkjubraut 17,
Innri-Njarðvík,
lést 16. þ.m. á Garðvangi í Garði.
Jarðarförin auglýst síðar.
Vandamenn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EGILL GUÐJÓNSSON
vörubifreiðastjóri,
Rauðholti 11,
Selfossi,
andaðist í Borgarspítalanum 16. febrúar.
Svanborg Egilsdóttir, Sigfús Ólafsson,
Páll Egilsson,
Guðjón Egilsson,
Stefán R. Egilsson,
Pálmi Egilsson,
Gunnar Egilsson,
Guðríður Egilsdóttir,
Sigrún Egilsdóttir,
Sigrfður Egilsdóttir,
Hanna B. Bjarnadóttir,
Ólína María Jónsdóttir,
Katrín Ríkharðsdóttir,
Heiðdfs Þorsteinsdóttir,
Sæunn Lúðvíksdóttir,
Guðmundur B. Sigurðsson,
Stefan Persson,
Guðmundur Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÓLÖF ÞORLEIFSDÓTTIR,
Hrauntungu 81,
Kópavogi,
lést á heimili sínu föstudaginn 11. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 18. febrúar kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir,
sem vildu minnast hennar, lóti Krabba-
meinsfélagið njóta þess.
Haukur Ársælsson,
Gísli Kr. Hauksson, Hrafnhildur Snorradóttir,
Sigurlaug Þ. Bragadóttir,
Helga Haraldsdóttir,
Ólafur Hauksson,
Ársæll Hauksson,
Þorleifur Hauksson,
Jóhann G. Hauksson,
Björk Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Elskuleg fósturmóðir mín og amma okkar,
ÞÓRHALLA GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
Meiri-Tungu,
Holtum,
verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju, Holtum, laugardaginn
19. febrúar kl. 14.00.
Jóna Steinunn Sveinsdóttir
og börn.
+
Útför sonar okkar og bróður,
ÞORSTEINS SÆVARS JENSSONAR
fþróttakennara,
sem andaðist 15. febrúar, fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar-
daginn 19. febrúar kl. 14.00.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans,
er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Margrét Guðmundsdóttir, Jens Kristjánsson
og systkini hins látna.
+
Þökkum innílega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
TÓMASAR ELÍASAR SIGURÐSSONAR
bifvélavirkja,
Brekastfg 7c,
Vestmannaeyjum.
Erna Tómasdóttir, Guðjón Stefánsson,
Hrefna Guðbjörg Tómasdóttir, Kristinn Viðar Pálsson,
Sigurjón Arnar Tómasson, Marfa R. Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning
Þorsteinn Sætran
rafvirkjameistari
Fæddur 27. október 1911
Dáinn 4. febrúar 1994
Lífið var afskaplega einfalt þegar
ég var að alast upp. Maður átti að
trúa á Guð og Sjálfstæðisflokkinn,
ganga hratt framhjá Máli og menn-
ingu, frekar keyra bensínslaus en
að skipta ekki við Skeljung og það
var bara til einn rafvirki í heiminum
sem kunni að vinna. Það var Þor-
steinn Sætran. Mamma, Ingunn
Ámadóttir frá Stóra-Hrauni, var
ekkert að skafa af hlutunum þegar
kom að því að lýsa fólki og hún
átti ekki til nógu sterk orð til að
lýsa honum Sætran, en því nafni
var hann alltaf kallaður af okkur á
Smáragötunni. Og nafnið hans átti
ekki að bera fram með „e“ eins og
tíðkaðist í útlöndum, heldur með
„æ“ því þannig var lögð áhersla á
hvað maðurinn var sætur.
Þorsteinn Sætran var hluti af líf-
inu á Smátagötu 3. Hann var mað-
urinn sem mátti hringja í eftir mið-
nætti ef ein pera virkaði ekki. Hann
kom og skipti og kvartaði aldrei.
Ég er ekki einu sinni viss um að
hann hafi alltaf viljað fá borgað.
Kaffið í eldhúsinu hjá ömmu virtist
nægja honum. Eftir að amma hafði
misst sjónina og hana skipti engu
hvort logaði á einni peru fleiri eða
færri — mætti Sætran samt og
passaði að allt væri í lagi. Þau voru
vinir, amma og hann.
Svo ríkulega tilheyrði Þorsteinn
Sætran okkur Smáragötufólkinu að
það hlaut að koma að því að besti
heimilisvinurinn, hann Jói, yrði
skotinn í Sigrúnu dóttur hans. Og
við hvern átti dóttir þeirra, Hrefna
Rósa, að dansa þegar hún fór að
læra dans og æfa fýrir alvöru?
Auðvitað einhvern ættaðan af
Smáragötunni, hann Daníel systur-
son minn. Þannig varð Þorsteinn
Sætran áfram óijúfanlegur hluti af
lífi okkar ásamt gömlu, góðu minn-
ingunum af Smáragötunni; frá ár-
unum þegar alltaf var sól og aldrei
kom það vor að ekki væri hægt að
vera úti á hvítum hálfsokkum og
sandölum að sippa.
Það er erfitt að segja einhver
huggunarorð við elsku litlu Hrefnu
Rósu og Sissu, sem hafa misst
ömmu og afa, mömmu og pabba á
örfáum mánuðum. Hugur okkar,
minn, Lízellu og Ellu er hjá ykkur,
elsku Sissa, Hrefna Rósa og Jói.
Rafvirkjameistarann Sætran
kveð ég með virðingu og þakka
honum áratuga löng og góð kynni.
Anna Kristine Magnúsdóttir.
Mér fannst Þorsteinn Sætran
alltaf vera eins, frá þeirri stundu
sem ég sá hann fyrst fyrir rúmum
þrjátíu árum og þar til við hittumst
síðast í nóvember. Ég man fyrst
eftir Þorsteini sem „rafvirkjanum
henar ömmu“; manninum sem kom
með jólin á Smáragötu 3, þegar
hann setti upp marglitar jólaperur
fyrir ofan innganginn.
Á þessum tíma var ég bara lítil
stelpa og talaði líklega ekkert mik-
ið við þennan góðlega mann, en svo
kynntumst við sem fullorðið fólk
fyrir nokkrum árum þegar dóttur-
dóttir hans, Hrefna Rósa, fór að
æfa dans með Daníel, syni mínum.
Hrefna Rósa bjó í sama húsi og
amma hennar og afi og var auga-
steinninn þeirra, enda er það örugg-
lega einsdæmi að fólk á níræðis-
aldri sæki hverja einustu dans-
keppni og danssýningar sem haldn-
ar eru. Afi Þorsteinn borgaði sig
meira að segja inn á keppni um
ungfrú Reykjavík og ungfrú ísland
bara til að sjá litla ljósið sitt dansa,
þó ekki væru nema nokkrir dansar.
Hrefna Rósa er einn þeirra nem-
enda í dansskólum borgarinnar sem
ætlar í danskeppni til Blackpool í
vor og ein fjáröflunarleið krakk-
anna var sala á munum og kökum
í Kolaportinu í nóvember. Meðal
fyrstu viðskiptavinanna sem mættir
voru við borðið snemma morguns
var Þorsteinn afi sem ætlaði ekki
að láta sitt eftir liggja til að dóttur-
dóttirin kæmist til Englands — enda
ætlaði hann með í þá ferð.
Þorsteinn lifði fyrir Hrefnu Rósu
og Sissu dóttur sína sem var hans
stoð og stytta alla tíð, ekki síst
eftir að Þorsteinn missti Rósu, konu
sína, síðastliðið sumar. Þau feðgin
höfðu keypt. sér íbúð saman því
Sissa vildi ekki vita af pabba sínum
einum eftir að mamma hennar lést.
Þvi miður var Þorsteini ekki ætlað
að eiga stundir með stelpunum sín-
um tveimur og Jóhanni tengdasyni
sínum, því stuttu eftir að þau höfðu
komið sér fyrir á nýja heimilinu
fékk hann heilablóðfall sem síðar
dró hann til dauða. Hann lést á
Heilsuvemdarstöðinni þar sem
hann dvaldi síðustu vikur lífs síns,
alltaf með Sissu sér við hlið.
Það eru ekki bara ég og fjöl-
skylda mín sem eigum eftir að
sakna þess að sjá ekki Þorstein á
danskeppni hér eftir. Þeir em nefni-
lega margir sem muna eftir þessum
heiðurshjónum, Rósu og Þorsteini,
sem horfðu svo stolt á Hrefnu Rósu
sína. Við erum þess líka alveg full-
7 +
Móðir okkar og tengdamóðir,
AÐALBJÖRG EGILSDÓTTIR,
Þórsmörk 5,
Selfossi,
sem lést 8. febrúar, verður jarðsungin frá
Selfosskirkju laugardaginn 19. febrúar
kl. 13.00.
Jarðsett verður í Villingaholti.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hafsteinn Þorvaldsson, Ragnhildur Ingvarsdóttir,
Eysteinn Þorvaldsson, Hörn Harðardóttir,
Svavar Þorvaldsson, Hrafnhildur Arnadóttir, ^
Gunnar Kr. Þorvaldsson, Guöríöur Steindórsdóttir.
+
Alúðar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okk-
ar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS STEFÁNSSONAR,
Skógargötu 19,
Sauðárkróki,
og heiðruðu minningu hans.
Margrét Jóhannsdóttir,
Árni M. Jónsson, Sigríður Ögmundsdóttir,
Kjartan I. Jónsson, Ingibjörg Amundadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
viss að þótt við sjáum Þorstein ekki
í keppninni stóru í Blackpool — þá
verður hann þar með okkur.
Ég, Trausti, Daníel og Róbert
sendum elsku Hrefnu Rósu, Sissu
okkar og Jóa hjartanlegustu samúð-
arkveðju og biðjum guð að vera
með þeim og styrkja þau á sorgar-
stundu.
Inga.
Afí minn er allur. Hann lést 4.
febrúar. Þó að hann hafi verið orð-
inn 82 ára var ég ekki við því búinn
að missa hann strax.
Afi fæddist á Akureyri 27. októ-
ber 1911. Hlaut hann nöfnin Þor-
steinn Bertram við skírn. Afí var
þriðja barn hjónanna Síverts Sætr-
an og Kristínar Hansdóttur. Elzta
bam þeirra dó ungt, en upp kom-
ust þrír synir: Hans, Þorsteinn og
Jón.
Lífsbaráttan var erfíð. í von um
betri afkomu fluttist ijölskyldan til
átthaga Síverts í Noregi, þegar afí
var kornungur. Þar ólst afi svo upp
til 16 ára aldurs, en þá fluttist fjöl-
skyldan aftur til íslands. Dvölin í
Noregi var afa mjög minnisstæð
og hafði hann gaman af að rifja
upp ýmis atvik úr æsku.
Stuttu eftir að ljölskyldan fluttist
til íslands varð hún fyrir þeirri sáru
sorg að Hans dó úr berklaveiki.
Bræðumir tveir, sem eftir lifðu,
fóru í iðnskóla og lærðu þar raf-
virkjun, en lífsbaráttan var enn erf-
ið. Eitt eða fleiri sumur fóru þeir
með móður sinni í síldarvinnu til
Siglufjarðar. Afi minntist þess að
stundum höfðu þau þurft að vinna
marga sólarhringa í röð án teljandi
hvíldar.
Að námi loknu starfaði afi að
mestu leyti í Reykjavík. Þó vann
hann allnokkuð úti á landi við raf-
lagnir á sveitabæjum, sérstaklega
á fyrri hluta aldarinnar.
Nálægt 1950 tóku afí og amma
saman, en amma mín var Rósa
Þorsteinsdóttir frá Gerði í Suður-
sveit. Ekki var auðæfunum fyrir
að fara, en bæði Iögðu þau samt
barn í bú. Afí hafði verið giftur
áður og átti ungan son, Sívert
Bjama, en amma átti dótturina
Þórhildi, Sem síðar varð móðir mín.
Nokkra síðar eignuðust afí og
amma dótturina Sigrúnu Kristínu.
Eitt það skemmtilegasta sem afí
gerði var að fara í veiðiferðir og
man ég hve sæll hann var, þegar
hann stóð á vatnsbakka með veiði-
stöngina í höndunum.
Afí átti einstaklega auðvelt með
að umgangast annað fólk og yfir-
leitt gat hann komið auga á það
jákvæða í tilveranni. Þó held ég að
andlát ömmu í júní sl. hafí orðið
honum ákaflega þungbært og vald-
ið honum mikilli einmanakennd.
Síðustu vikur í lífí afa vora þung-
bærar. Hann hafði veikst alvarlega
og við vissum að hann myndi aldrei
komast til heilsu framar.
Þó að við afi væram í rauninni
ekki skyldir hefði ég ekki getað
hugsað mér betri afa og mun ég
ævinlega vera honum þakklátur
fyrir alla þá umhyggju sem hann
sýndi mér.
í dag verður afi jarðsettur við
hlið ömmu og að skilnaði iangar
mig að segja:
Hvíl þú í friði.
Rafn Ingi.