Morgunblaðið - 18.02.1994, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994
33
Anna Þorsteinsdótt-
ir frá Litlu-Hámund-
arstöðum — Minning
Fædd 29. júní 1909
Dáin 6. febrúar 1994
) Hún amma er dáin, og eftir lang-
an vinnudag var hvíldin kærkomin.
Og sannarlega var hún búin að taka
rösklega til hendi á meðan kraftar
entust. Hún hafði h'ka stundum orð
á því, eftir að þrekið fór að minnka,
að kannski hefði hún verið óþarflega
viljug sem barn og unglingur, því
oft þurfti að sendast og gott að vera
fljót í förum.
Hún fæddist í Hvammi í Arnar-
neshreppi, fimmta barn þeirra hjóna
Valgerðar Sigfúsdóttur og Þorsteins
Þorsteinssonar. Eldri bræður voru:
Valtýr, Svanlaugur, Marinó og Frið-
rik, en yngri systkini: Jóhann Kon-
ráð, Svanhildur, Sigfús og Guð-
j. mundur. Af þessum stóra hópi eru
9 aðeins tvö á lífi, Svanhildur sem er
á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri
og Sigfús sem býr á Hauganesi.
Amma var á öðru ári er fjölskyld-
an flutti að Litlu-Hámundarstöðum.
Þar ólst hún upp og bjó mestan hluta
W ævi sinnar. Um tvítugt lærði hún
fatasaum og sauinaði síðan allan
fatnað á heimilisfólkið og oft einnig
fyrir aðra.
Ung kynntist hún Stefáni Einars-
syni sem var vinnumaður hjá Jóni
bróður sínum í Kálfskinni. Þau giftu
sig 27. júlí 1929, og hófu sinn bú-
skap.
Afi lærði smíðar og vann lengi
við þau störf, ýmsar húsabyggingar
o.fl.
Valgerður langamma missti mann
sinn snemma, og bjó áfram með
sonum sínum og amma vann bú-
störfin og sín heimilisstörf í frístund-
unum. Smám saman stækkaði bú-
| stofn ömmu og afa og tóku þau síð-
^ an við öllum búrekstrinum.
Þau eignuðust sjö börn, en þau
& eru: Rósa, gift Níels Gunnarssyni,
& Valgeir Þór, kvæntur Sigrúnu
Björnsdóttur, Pálmi, kvæntur Soffíu
^ Jórisdóttur, Anna Lilja, gift Dag-
w bjarti Hanssyni, Svandís, gift Núma
Friðrikssyni, Steingrímur Eyfjörð
var kvæntur Erlu Stefánsdóttur,
Stefán Páll, var kvæntur Auði Sig-
valdadóttur. Hann fórst í flugslysi
21. janúar 1987. Barnabörnin eru
21 og langömmubörnin 14.
Arið 1950 var flutt úr gamla
bænum í nýtt steinhús sem afi
byggði og var það mikil og góð
breyting, ekki síst fyrir húsmóður-
ina, og einnig þegar rafmagnið kom
í sveitina skömmu síðar.
Frásagnir ömmu af gömlu dög-
unum fundust okkur oft ævintýri
líkust, þau störfuðu bæði í Slysa-
varnafélaginu og Ungmennafélag-
|) inu og eitt sinn fór stór hópur unga
fólksins í skemmtiferð í Vaglaskóg.
Var farið á trillubáti yfir fjörðinn,
gengið yfir Vaðlaheiði, dvalið dag-
part í skóginum við leiki og skemmt-
an og farið aftur heim að kvöldi.
Þessarar góðu ferðar var oft minnst.
Ungmennafélagar unnu einnig
stundum við heyskap fyrir fólk ef
heilsuleysi eða aðrir erfiðleikar steðj-
uðu að og voru ánægjulegar minn-
ingar frá þeim starfsdögum.
M.a. kom hópur ungs fólks í veik-
indum afa og hjálpaði tii við hey-
skapinn.
En heilsa afa bilaði snemma og
kom sér þá sérstaklega vel ótrúlegt
þrek og dugnaður ömmu, þessarar
fínlegu og hógværu konu.
Afi lést eftir löng og erfið veik-
indi, aðeins 55 ára og voru þá yngstu
synirnir aðeins 10 og 12 ára. Amma
tók fráfalli afa, sem og öðrum áföll-
um í lífinu, með hugprýði og æðru-
leysi. Sameiginleg lífsregla þeirra
var að treysta á Guð og sjálfan sig,
taka því sem að höndum bar og
sætta sig við hið óbreytanlega.
Amma bjó fáein ár eftir lát afa
með aðstoð barna sinna, en síðan
var jörðin seld og amma og yngstu
synirnir fluttu árið 1961 á Hauganes
í íbúð í húsi mömmu og pabba. Þang-
að vorum við alltaf velkomin, gott
var einnig að skreppa með lestrar-
bókina og fá aðstoð. Árið 1964 fluttu
þau til Akureyrar og hélt ámma
heimili með börnum sínum, en lengst
með Steingrími og syni hans, sem
var sem hennar yngsta barn og
henni mjög hjartkær.
Amma var ekki útivinnandi, en
var þó um tíma við fataviðgerðir á
Sólborg.
Amma var mjög heilsuhraust þar
til 1982 að hún veiktist mjög mikið
og varð ekki söm eftir það.
Árið 1988 fluttist hún til mömmu
okkar og pabba, dvaldi hjá þeim að
mestu næstu tvö árin, en einnig
öðru hvoru hjá hinum börnum sínum.
Árið 1991 bauðst henni vistun á
nýstofnuðu sambýli aldraðra í
Bakkahlíð á Akureyri og var þar
fram á sl. sumar en þá þurfti hún
orðið meiri umönnun. Þá fór hún á
sjúkradeild á Dvalarheimilinu Hlíð.
Á báðum þessum heimilum er ynd-
islegt starfsfólk og var hún sjálf og
við öll innilega þakklát því fyrir alla
þá elskusemi og sérlega góða
umönnun sem hún naut.
Hún lést 6. febrúar og var jarð-
sungin frá Stærri-Árskógskirkju 12.
febrúar í fögru veðri og hvílir nú
við hlið afa.
Legg ég nú bæði líf og önd
ljúfi Jesús, í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(H.P.)
Elsku amma, hafðu þökk fyrir
þína ástúð og umhyggju.
Anna Soffía, Helga, Rósa
Kristín, Stefán Garðar og
Eyrún.
*
Olína Marta Stem-
grímsdóttir - Mimiing
Vinkona mín Ólína Marta Stein-
grímsdóttir frá Höfðakoti á Skaga-
strönd er fallin frá, langt um aldur
fram.
Það var erfitt að sætta sig við
fréttina um að Óla hafi greinst með
krabbamein, rétt fyrir ’síðustu jól.
Síðan tók við vonin um að Óla
hefði betur í þessari baráttu eins
og svo oft áður í lífsbaráttunni. Von
sem aðeins tveim mánuðum seinna
varð að engu.
Ég hitti Olu í síðasta sinn á Land-
spítalanum í janúar sl. Hún tók á
móti mér kát og hress í tali að vanda
og ákveðin í að hafa sig upp úr
þessum veikindum. Samt gerði hún
sér fulla grein fyrir að brugðið
gæti til beggja vona, þar sem ekki
var að fullu greint hversu útbreitt
meinið væri.
Minningarnar um góðan vin
hrannast upp, hversu dýrmætt það
er hverjum manni að eiga sér vin
sem vill taka þátt í gleði og sorgum
hans, laus við yfirborðsmennsku,
meting og afbrýðisemi, hvort sem
gengur vel eða illa hjá manni í lífs-
baráttunni. Einmitt þannig vinur
var Óla mín mér.
Nú þegar Óla er dáin og við njót-
um ekki lengur lifandi áhuga henn-
ar á samfélaginu, káta hlátursins
hennar og söngs, lifir í minningunni
mynd af góðri og sterkri konu sem
gaf samferðamönnum sínum mikið,
þrátt fyrir að oft hefði hún sjálf átt
að vera sá sem þiggja átti.
Ég kveð vinkonu mína með sökn-
uði, megi minning hennar lifa.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs-er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Ég og fjölskylda mín sendum
þér, Skúli minn, börnum og fjöl-
skyldu Ólu innilegar samúðarkveðj-
ur.
Þórunn Bernódusdóttir.
Brids_______________
^ Umsjón ArnórG. Ragnarsson
Bridsfélag kvenna
Mánudaginn 7. febrúar lauk butler-
tvímenningnum hjá félaginu, keppnin
var mjög jöfn og spennandi, en María
og Dúa sigruðu, lokastaðan varð ann-
ars þessi:
María Ásmundsdóttir - Dúa Ólafsdóttir 113
Hertha Þorsteinsdóttir - Elín Jóhannsdóttir 110
Dóra Friðleifsdóttir - Sigriður Ottósdóttir 103
Hildur Helgadóttir - Karolína Sveinsdóttir 99
Inga L. Guðmundsdóttir - Unnur Sveinsdóttir 85
Liþa Halldórsdóttir - Anna M. Kokholm 55
HallaÓlafsdóttir-lngunnBemburg 53
Næsta keppni félagsins yerður
hin vinsæla parakeppni og er áætl-
uð í 5 kvöld, spiluð verða forgefin
j> spil og vegna formsins eru þau pör
sem ætla að vera með beðin um
að skrá sig tímanlega og helst ekki
H seinna en kl. 18 mánudaginn 21.
" febrúar í síma 10730 (Sigrún),
32968 (Ólína), einnig er hægt að
^ skrá sig hjá BSÍ í síma 619360.
íslandsmót yngri spilara í
sveitakeppni 1994
Helgina 25.-27. febr. nk. verður
I haldið í Sigtúni 9 íslandsmót yngri
spilara í sveitakeppni 1994. Skráning
er hafin á skrifstofu Bridssambands
íslands í síma 91-619360. Spiluð
verður einföld umferð, allir við alla
og fer fjöldi spila í leik eftir fjölda
sveita. Aldurstakmarkið í flokki yngri
spilara eru miðuð við þá sem fæddir
eru 1969 og yngri. Skráningarfrestur
er til og með 23. febr. (miðvikudag).
Bridsfélag SÁÁ
15. febrúar var spilaður Mitchell-
tvímenningur á 8 borðum. Efstu pör:
N/S
Bjöm Björnsson - Guðbjörg Jakobsdóttir 122
RúnarHauksson -Þorvaldur Axelsson 120
Stefán Ólafsson - Birgir Sigurðsson 117
A/V
Baldvin Jónsson - Jón Baldvinsson 128
Kristinn Óskarsson - ÓskarKristinsson 119
Páll Sigurðsson - Helen Gunnarsdóttir 118
Spilað er á þriðjudögum kl. 19.45
stundvíslega.
Frá Skagfirðingum í
Reykjavík
Aðalsveitakeppni Skagfirðinga lauk
síðasta þriðjudag, með sigri sveitar
Hjálmars Pálssonar. Með honum spil-
uðu; Viðar Jónsson, Helgi Hermanns-
son, Kjartan Jóhannsson, Sveinn Þor-
valdsson og Páll Þ. Bergsson.
Röð efstu sveita varð:
Sv. Hjálmars S. Pálssonar 180
Sv. Lárusar Hermannssonar 177
Sv. Óskars Karlssonar 155
Sv. Júlíusar Sigurðssonar 151
Sv. Rúnars Lárussonar 144
Að lokinni sveitakeppninni síðasta
þriðjudag var stuttur tvímenningur
með þátttöku sveitakeppnisspilaranna.
Efstir urðu: Helgi Hermannsson og
Kjartan Jóhannsson, 117, og Alfreð
Kristjánsson og Jón Viðar Jónmunds-
son, 100.
Næstu þriðjudaga verður boðið upp
á eins kvölds tvímenning, með inn-
byrðiskeppni spilara (samanlagður
bestur árangur). Sigurvegari vinnur
sér inn kvöldmat á góðum veitingastað
í vor (fyrir tvo).
Öllum heimil þátttaka. Spilað í
Drangey við Stakkahlíð 17 og hefst
spilamennska kl. 19.30.
Afmælisinót Lárusar
Hermannssonar
Yfir 40 pör eru þegar skráð í afmæl-
ismótið, sem spilað verður laugardag-
inn 5. mars í húsi Bridssambandsins.
Skráning stendur enn yfir hjá Elínu á
skrifstofu BSÍ og Ólafí Lárussyni í s.
16538.
Öllu spilaáhugafólki heimil þátt-
taka.
Ingibjörg Jónsdóttir
frá Laufási — Minning
Fædd 29. mars 1913 kröftum. Þau eignuðust fimm börn,
Dáin 29. janúar 1994 fjóra syni og dóttur. Eitt þeirra er
látið, sonurinn Skúli. Inga dóttir ^
Mig langar til að minnast vin- þeirra er gift og búsett á Stöðvar- ■
konu minnar Ingibjargar Jónsdótt- firði, Trausti giftur og búsettur á
ur í örfáum orðum. Ingibjörg dvald- Varmalandi á Laugarbakka V-
ist á sjúkrahúsinu á Hvammstanga Hún., Jón giftur og búsettur í Dan-
í 18 ár. Hún var með hægfara löm- mörku og Smári giftur og búsettur
un sem byijaði í fótum og var því í Vestmannaeyjum.
lengst af í hjólastól en seinni árin Ingibjörg minntist stundum á
lá hún alveg í rúminu lömuð upp barnabörnin og langömmubörnin.
að hálsi. Hún kvartaði aldrei við Var hún með myndir af þeim á
mig, var aðeins full af þakklæti skápnum hjá sér og var hún mjög
fyrir heimsóknina og dásamaði stolt af hjörðinni sinni og mátti hún
lækna og starfsfólk sjúkrahússins. svo sannarlega vera það. Einnig
Hún bað alltaf svo yndislega fyrir stóðu á skápnum hjá henni strákur
okkur á hverju fimmtudagskvöldi, og stelpa úr tré, hönnuð af mannin-
en þá kom ég ávallt til hennar. um hennar, heilmikið listaverk er
Ingibjörg var mjög ljóðelsk og hann bjó til á efri árum.
kunni heil lifandis ósköp af ljóðum. Eins og áður segir var hún alltaf
Sjálf var hún vel hagmælt. Áttum svo full af þakklæti og sagðist aldr-
við því oft góðar stundir saman og ei geta endurgoldið allt það sem
hlakkaði ég alltaf til að hitta hana. fyrir hana hefði verið gert. Ég sagði
Það er lærdónisríkt að hafa kynnst henni einmitt að hún gerði mikið
slíkri konu. Ég er ekki viss um að fyrir okkur og það er að vera svona
ég hefði getað sætt mig við hennar jákvæð og dugleg. Það kenndi okk-
hlutskipti að liggja svona iömuð í ur að hugsa vítt og breitt um gang
mörg ár. Hún gat ekki seinni árin lífsins og vera þakklát fyrir það sem
flett bók, hafði þó unun af að lesa, að við höfum. Það er langur tími
en þessu tók hún með miklu æðru- að vera í 18 ár á sjúkrahúsi og
leysi og dáðist ég að henni fyrir það. dagarnir hljóta að vera langir þegar
Við höfðum mörg sameiginleg ekkert er hægt að hreyfa sig úr
áhugamál. Töluðum mikið um trú- stað. Það er ekki gott að segja um
mál og m.a. um líf að loknu þessu hvað sjúklingarnir hugsa þó að þeir
jarðlífi. Okkur fannst svo tilgangs- kvarti ekki, en eitt er víst að á ,>
laust að fæðast í þennan heim _ef sjúkrahúsinu á Hvammstanga er
að ekkert líf væri að því loknu. Ég sérlega vel hugsað um einstakling-
las oft fyrir hana bæði ljóð og sög- inn, það get ég talað um af reynslu
ur, einnig var hún með góðar hljóð- og hef góða viðmiðun við önnur
snældur og naut þess í ríkum mæli sjúkrahús. Það er sorglegt til þess
að hlusta á góðar frásagnir. Ég að hugsa hvað mikið er skorið niður
spurði hana oft hvort hana langaði í heilbrigðiskerfinu. Það má síst af
ekki í einhverja tilbreytingu eins öllu fækka starfsfólki því að vinnu-
og t.d. að horfa á sjónvarpið, en álagið er oft mikið og hef ég heyrt
hún taldi enga þörf fyrir slíkt, var starfsfólk kvarta um að því finnst
þakklát fyrir alla umönnun og að það ekki hafa nægan tíma til að
allt væri fyrir sig gert sem í mann- gefa sjúklingunum og er því oft
legu valdi stæði. sáróánægt þegar vinnudagur er á..
Inga dóttir hennar kom sem oft- enda. Ég vona af alhug að þetta
ar í heimsókn til hennar austan af eigi eftir að breytast fyrir þá sem
landi í sumar og dvaldi hér í sýsl- að eiga eftir að dvelja á sjúkrahús-
unni í marga daga og eyddi meiri um í lengri eða skemmri tíma.
hluta dagsins hjá foreldrum á Útför Ingibjargar Jónsdóttur var
sjúkrahúsinu. Hitti ég því Ingu oft gerð frá Víðidalstungukirkju 5.
og var hún alltaf að þakka mér febrúar sl., sr. Kristján Björnsson
fyrir allar heimsóknirnar. Ég sagði jarðsöng.
henni að það væri sjálfþakkað því Ég votta eiginmanni, börnum og
að mamma hennar hefði verið svo öðrum aðstandendum innilega sam-
mikill gleðigjafi fyrir mig og verður úð. Ég veit að Ingibjörg var hvíld-
hún mér ógleymanleg. inni fegin og örugglega fengið góða
Eiginmaður Ingibjargar er Björn heimkomu í faðm sonar síns Skúla.
Guðmundsson, áður bóndi í Laufási Guð blessi ykkur öll.
í Víðidal. Hann dvelur nú á sjúkra- Hildur Kristín Jakobsdóttir.
húsinu á Hvammstanga, farinn að
t
Útför eiginmanns míns, mágs, föður, tengdaföðurs, afa og
langafa,
JÓHANNESAR GUÐJÓNSSONAR
Dvalarheimili aldraðra
í Stykkishólmi,
fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 19. febrúar 1994
kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu
minnast hans, er bent á St. Fransiskusspítalann í Stykkishólmi.
Guðlaug Ósk Guðmundsdóttir,
Kjartan Guðmundsson,
Sigurborg Þóra Jóhannesdóttir, Iftikar Qazi
Karvel Hólm Jóhannesson, Guðfinna D. Arnórsdóttir,
Rebekka Rut Jóhannesdóttir, Godson Anuforo,
Pálmi Viðar, Katrín Friðjónsdóttir,
Elísabet Jensdóttir, Hilmar Jónsson,
Marta Jensdóttir, Benjamfn Vilhelmsson,
Jóhannes Jensson, Guðrún Lúðviksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þetm, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför sambýlismanns míns, föður okkar,
sonar, bróður, mágs og tengdasonar,
STEFÁNS HAUKS JÓNSSONAR,
Öldugötu 17,
Árskógssandi.
Þóra Soffia Gylfadóttir,
Tinna Stefánsdóttir, Andrea Stefánsdóttir,
Jón Aðaisteinn Stefánsson, Sigurbjörg Jónsdóttir,
ÓmarTrausti Jónsson,
Hafþór Svanur Jónsson, Sigrún Steinarsdóttir,
Lára Ósk Jónsdóttir,
Gyifi Baldvinsson, Hildur Marinósdóttir.
■ ii iii iii i.ii