Morgunblaðið - 18.02.1994, Síða 40

Morgunblaðið - 18.02.1994, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994 40 „Ég man þá tíð þegar maður þurfti ekki háskólagráðu.“ Með morgunkaffinu Jæj’elskan, ég verð víst að hætta núna. Ég heyri að börn- in eru komin heim úr skólan- um. r Hvaða fífl skrifaði: Hjálp, vél- in heldur mér föstum á móti vilja mínum!? HÖGNI HREKKVÍSI „ LArru mig S7Á perrA ,.A4ówo li'&u bros.“ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Hvalurinn - vinur okkar eða fórnarlamb Frá Rafni Geirdal: Margt hefur verið ritað um hvala- málið að undanförnu. Nú hefur kom- ið fram í fréttum lögfræðiálit samið af Gunnari Schram forseta lagadeild- ar og öðrum Íagaprófessor, gert að beiðni forsætisráðherra, þar sem fram koma efasemdir um að Norður- Atlantsþafspendýraráðið, NAMMCO, geti talist gild alþjóða- samtök í samræmi við ákvæði Al- þjóðahafréttarsáttmálans, þar sem Island eitt sé sjálfstætt ríki í engum öðrum samtökum á þessu sviði. Nor- egur sé í Alþjóðahvalveiðiráðinu og Færeyjar og Grænland heyri undir Danmörku, sem mér skilst að sé í Alþjóðahvalveiðiráðinu og mæli jafn- veí gegn hvalveiðum. Þannig að í stuttu máli sagt, þá erum við eini fullgildi aðilinn í þessum nýju al- þjóðasamtökum. Jafnframt er ljóst að Björn Bjarna- son formaður utanríkismálanefndar Alþingis tekur þessar röksemdir til greina og vill málefnalegar umræður sem séu hafnar yfir einlitar skoðanir einstakra stjórnmálaflokka. Hann nefnir þetta „viðkvæmt utanríkis- mál“. Það er alveg nýr tónn, því allt þar til í fyrrasumar kepptist hver um annan þveran að hafna skoðunum erlendra áhrifaaðila; jafnvel svo mjög að okkar eigin sjávarútvegsráðherra Frá Guðna Björgólfssyni: Undirritaður þurfti á læknisvott- orði til atvinnurekenda vegna fjar- vista að halda á dögunum. Uppsett verð á skilríki þessu er kr. 900,- til viðbótar því að hafa greitt kr. 600.- fyrir komu á stofu læknis. Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. lét frá sér orð sem móðguðu forseta Bandaríkjanna. Það var staðfest með formlegum hætti af embættismönn- um Bandaríkjaforseta og utanríkis- ráðuneyti okkar valdi það að biðjast afsökunar. Einnig er ljóst af leiðara Morgun- blaðsins þann 12. febrúar sl. að rit- stjómin tekur undir mörg þessara sjónarmiða og telur jafnframt að stórkostlegur viðskiptalegur skaði geti hlotist af ef við hefjum hvalveið- ar. Nú kemur upp sú spurning hvað við eigum að gera. Ég legg til að eftirfarandi leiðir séu farnar: 1. Ekki sé farið út í hvalveiðar að nýju; nema til þess að anna inn- lendri eftirspurn. 2. Þess sé gætt að þær veiðar séu framkvæmdar með nægilega öruggu samþykki frá öðrum þjóðum, þannig að þær séu ekki líklegar til að skaða okkur viðskiptalega á öðrum sviðum. 3. Norður-Atlantshafsspendýraráðið, NAMMCO, haldi velli, a.m.k. um sinn. Það gegni því meginhlutverki . að rannsaka stofnstærðir ýmissa hvalategunda. En einnig sé það upp- lýsingamiðill til almennings, rík- isstofnana, og alþjóðlegra áhrifaaðila á þessu sviði. 4. Þessum upplýsingum sé m.a. kom- ið til Alþjóðahvalveiðiráðsins og allra helstu ríkisstjóma heims. Einnig til Ég hafði af þessu tilefni samband við Tryggingastofnun ríkisins og spurðist fyrir um gjaldskrá þá er gjald þetta grundvallaðist á. Mér var tjáð að engin slík gjaldskrá lægi fyrir en að læknum væri í sjálfsvald sett hvort og hversu hátt gjald þeir tækju af sjúklingum. Þessi sömu svör fékk ég hjá Lækna- félaginu. Af þessu tilefni langar mig til að fá eftirfarandi upplýst: 1. Að hversu miklu leyti er mér heiður eða skömm að því að greiða kr. 900 í samanburði við þann sem ekkert greiðir fyrir slíkt skilríki? 2. Hvenær var gjaldskrá sú hvar nefnt gjald var tilgreint gefin út og er landlæknir tilbúinn að senda Morgunblaðinu afrit af nefndri skrá? Virðingarfyllst, GUÐNI BJÖRGÓLFSSON, Kirkjubraut 25, Akranesi. allra helstu alþjóðasamtaka um dýra- vemd og umhverfisvernd. 5. Alþjóðahvalveiðiráðið sé hvatt til þess að taka upp: a. málefnalegri afstöðu, b. vera í auknu samræmi við ákvæði alþjóðahafréttarsáttmálans, c. að niðurstöður vísindanefndar ráðsins séu virtar. 6. Ný tekjuleið sé farin. í stað hval- veiða sé áhersla lögð á hvalaskoð- unarferðir. Þannig hafa Jöklaferðir á Höfn í Homafirði gert tilrauna- verkefni á þessu sviði sl. haust sem tókst með ágætum. Um þetta lofs- verða nýsköpunarstarf var fjallað með heilsíðugrein í Morgunblaðinu sl. haust. Samkvæmt fréttum er von á fleiri gestum næstkomandi ár. Ef við gefum okkur að ferðamenn í þessum ferðum hafí t.d. verið 100 talsins og hver ferðamaður veiji að meðaltali 100.000 krónum í dvöl sína hérlendis, þá bendir það til um 10 milljóna í gjaldeyristekjur. Ef fleiri koma nk. ár, t.d. 150 ferðamenn, þýðir það um 15 milljarða. Með því að styðja undir þennan vaxtasprota í ferðaiðnaði getum við glætt von um nýja iðngrein sem er vonarneisti um bjartari framtíð. Þetta getur unnið með ferðaiðnaði almennt, þar sem þetta er nýr val- kostur fyrir ferðamenn. Einnig yrði þetta að líkindum vel séð á alþjóða- vettvangi. Auk þess gæti þetta kom- ið í veg fyrir viðskiptaskaða, sem annars gæti orðið geigvænlegur ef farið væri út í hvalveiðar. Að lokum geta rannsóknir á stofnstærð nýst okkur til að auka líkur á að ferða- menn sjái hvali i skoðunarferðum sínum og verðmæti hvals tekur þann- ig á sig nýja mynd. Veljum þetta sem leið. Eg þakka. Virðingarfyllst, RAFN GEIRDAL, Smiðshöfða 10, Reykjavík. Til kaþólskra lesenda Frá sr. Jan Habets: ÉG SENDI Morgunblaðinu grein sem svar til Einars Þor- steins um allt sem hann ákærði mig um og okkar kirkju. Morg- unblaðið sendi grein mína til baka, vildi ekki birta fleiri greinar um geimverurnar! Ég kann ekki að þvinga Morgun- blaðið. Spurning má þó vera: Er það rétt, að grein mín mátti ekki birtast? SR. JAN HABETS, Austurgötu 7, Stykkishólmi. íshafsströnd Sovétr.; um 90.000 ferkm. H er ísi lagt hálft en sigl- ingaleiðum haldið opnum með ís- bijótum; mikilvæg siglingaleið sem tengist m.a. Eystrasalti, Ladoga- og Onegavatni, Svarta-, Kaspí- og Azovhafi með skipaskurðum; helstu hafnarborgir: Arkhangelsk, Belo- morsk og Onega.“ xxx Tjjóðernisstoltið brýst fram með Mr ýmsum hætti. Úlfar Eysteins- son matreiðslumeistari sem rekur þann vinsæla fískréttastað Þijá Frakka, er mjög ósáttur við hvernig Frakkar hafa hagað sér gagnvart fískútflutningi íslendinga að und- anförnu. Hann er reyndar svo argur að hann segist vera að hugsa um að breyta nafni staðarins af þsjssum sökum — Þrír Frakkar muni eftir- leiðis nefnast Þijár frakkar hjá Úlf- ari! Yíkveiji skrifar Víkvetji er líklega í hópi fjöl- margra landsmanna sem nýt- ur sígildrar tónlistar án þess að geta þó talist neinn sérstakur kunn- áttumaður á því sviði. Engu að síð- ur hefur hann haft ómælda ánægju af samnorræna spurningaþættinum Kontrapunkti, sem byggist á því að kapplið frá fimm Norðurland- anna eiga að þekkja tóndæmi sem sjaldnast liggja þó í alfaraleið tón- listarsögunnar. Það er með ólíkind- um hversu glúrnir keppendur eru að geta sér til um verkin sem tón- dæmin eru sótt í og um höfunda þeirra. íslensku keppendurnir standa öðrum síst að baki í getspek- inni en það sem er þó makalausast af þessu öllu er velheppnað form þáttarins og stjórn hans sem gerir það að verkum að jafnvel venjuleg- ir sjónvarpsáhorfendur heima í stofu, sem þekkja yfirleitt hvorki haus né sporð á tóndæmunum eða höfundum þeirra, skuli geta haft gaman að því að fylgjast með vitr- ingunum rekja sig áfram eftir vís- bendingum að réttu svari. xxx Dr. Gunnlaugur Þórðarson vék að því í framhjáhlaupi í grein hér í blaðinu ekki alls fyrir löngu að í umræðum undanfarið vegna Smugunnar væri nú farið að tala um Barentshaf þar sem samkvæmt málvenju áður fyrr var jafnan talað um Hvítahaf. Við nánari eftir- grennslan hefur komið í ljós að þetta er misskilningur hjá Gunn- íaugi. Á nýja Times Atlasinum sést greinilega að Hvítahaf er hafsvæði og raunar flói suður af Barentshafi og um það segir einnig svo í ís- lensku alfræðibókinni: „Hvítahaf (rússn. Beloje more): mikill flói inn úr Barentshafi á N- Fyrirspurn til landlæknis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.