Morgunblaðið - 18.02.1994, Side 42

Morgunblaðið - 18.02.1994, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994 VETRAROLYMPIULEIKARNIR I LILLEHAMMER Samgleðst Markúsi, hann átti gullið skilið MARKUS Wasmeier frá Þýska- landi kom skemmtiiega á óvart í gær er hann vann loks ólymp- íugull — þegar enginn átti von á. Wasmeier, sem er þrítugur, varð þar með fyrsti Þjóðverjinn til að vinna gullverðlaun í alpa- greinum í karlaflokki í 58 ár; síð- an 1936 er Franz Pfnuer sigraði í tvíkeppni í Garmisch-Partenk- irchen. Wasmeier var auðvitað í sjöunda himni eftir sigurinn og keppi- nautar hans samglöddust Þjóðverj- anum. „Það er stórkostlegt að verða fyrstur þýskra karla til að vinna Olympíutitil síðan þá,“ sagði hann og vísaði til afreks Pfnuers 1936. „Þetta er frábært augnablik á mínum ferli en ég held ég geti ekki hætt nú. Ég hef of gaman af þessu til þess.“ ‘ Tommy Moe, sem sigraði öllum á óvart í bruni á sunnudag og ætlaði að halda upp á 24. afmælisdaginn í gær með því að næla í annað gull, varð í öðru sæti og var sáttur við silfrið. „Ég samgleðst Markúsi. Hann er sannur skíðamaður og á gullverð- launin skilið. Ég er mjög ánægður hans vegna og mín.“ Og Marc Girar- delli, sem keppir fyrir Lúxemborg, sagði: „Hann átti þetta skilið. Hann hefur verið lengi í baráttunni." Atle Skárdal frá Noregi fór braut- ina fyrstur en Moe var þriðji í rásröð- 'inni og bætti tíma Skárdals, sem einnig hélt upp á afmæli sitt í gær; varð 28 ára. Ahorfendur við markið sungu „Hann á afmæli í dag“ fyrir þá báða en það var svo Þjóðveijinn sem stal senunni. Hann kom næstur á eftir Moe og bætti tíma hans um átta hundraðshluta úr sekúndu. „Ég gerði mistök nálægt markinu og þeg- ar ég sá að ég var ekki nema átta hundruðustu úr sekúndu á undan Moe hélt ég að það nægði mér ekki,“ sagði Wasmeier. En þegar upp var staðið fagnaði hann sigri, eftir langa bið. „Hann var bestur í dag,“ sagði Kjetil Andre Aamodt, sem varð þriðji. „Ég hreifst af Wasmeier. Þetta var >•,41 f PÚÁTTPÉR. VIN í LAUQARDALNUM % W % o Markusl Wasmeler, sem loks náði í Ólympíugull eftir langa bið, glæsilegur sigur hjá gamla mannin- um. Hann nær stundum þessum ótrú- legu ferðurn," sagði Norðmaðurinn. Allir voru sammála um að Was- meier ætti gullið skilið. Búist var við miklu af honum á leikunum í Calg- ary 1988 en þá sleppti hann fyrsta hliðinu í risasviginu og varð sjötti í bruni. í Albertville fyrir tveimur árum var hann svo lang fyrstur í tveimur fyrstu æfingaferðunum fyrir brunkeppnina en varð fjórði þegar á hólminn var komið. Annað gull Egerovu Lyubov Egerova vann önnur gull- verðlaun sína í Lillehammer í gær, er hún sigraði í 10 km göngu kvenna. Um var að ræða svokallaðan eltinga- leik; hún fór fyrst af stað, en kepp- endur voru ræstir í samræmi við úrslit úr 5 km göngunni sem fram fór fyrr í vikunni. Hún byijaði 20 sekúndum á undan Manuelu Di Centa frá Ítalíu, sem varð önnur í 5 km göngunni, en kom átta sek. á undan henni í mark. Egevora hefur þar með unnið til fimm ólympíugulla á ferlinum og er sigursælasti keppandinn í sögu göngukeppni Ólympíuleikanna. ítalski heimsmeistarinn Stefania Belmondo varð í þriðja sæti og hlaut bronsið. Hún fór þrettánda af stað en gekk mjog vel og komst fram úr tíu keppendum. Sú besta datt Þýska stúikan Gunda Niemann, Ólympíumeistari í 3.000 m skauta- hlaupi í Albertville fyrir tveimur árum, rann til á svellinu og datt þegar keppt var í greininni í gær, og Svetlana Bazhanova fagnaði mjög óvænt sigri. Niemann var talin lang sigurstranglegust, hafði skautað mjög vel og var á góðri leið með að setja heimsmet, miðað við milli- Reuter tímana, þegar óhappið varð. Hún skautaði á einu keiluna sem afmark- ar brautimar, datt og tók japönsku stúlkuna Seiko Hashimoto með sér í fallinu. Hvorg meiddist. Bazhanova fór vegalengdina á fjórum mín. 17,43 sek., nærri sjö sekúndum lakari tíma en heimsmet Niemann er. Niemann skautaði áfram en fékk lakan tíma og var ekki meðal 16 efstu. Þáð þýðir að hún fær ekki að keppa í 5.000 skautahlaupinu, þar sem einnig var reiknað með sigri hennar. Hún á reyndar möguleika á að taka þátt í þeirri keppni ef ein- hver þeirra þriggja þýsku stúlkna, sem voru meðal sextán efstu í gær, gefur sæti sitt eftir. VALSMÓTIÐ í BRIDGE verður haldið í Valsheimilinu mánudagana 21. og 28. febrúar kl. 20.00. Skráning hjá húsverði í síma 11134. Tvímenningur, keppnisgjald kr. 1.000 á mann fyrir bæði kvöldin. 1. verðlaun kr. 6.000. 2. verðlaun kr. 4.000. 3. verðlaun kr. 2.000. Allir spilarar velkomnir. Nefndin. Fjórða gullið hjá Dæhlie BJÖRN Dæhlie nældi ífjórða Ólympíugull sitt ígær er hann sigr- aði í 10 kílómetra skiðagöngu með hefðbundinni aðferð í Lille- hammer, og þótti sanna að hann er enn konungur göngumanna. Hann varð að sætta sig við annað sætið í 30 km göngunni á mánudaginn en nú varð hann langfyrstur. Dæhlie, sem vann til þrennra gullverðlauna í Albertville fyrir tveimur árum, varð 18 sekúndum á undan Vladimir Smirnov frá Kaz- akhstan, sem varð í öðru sæti í gær og gamla brýnið Mareo Albarello (33 ára) frá Ítalíu varð þriðji, 22 sek. á eftir Dæhlie. Dæhlie tók á öllu sem hann átti og var að niðurlotum kominn er hann fór yfir marklínuna. „Ég var viss um að Smirnov myndi ná mér. Ég reyndi að auka hraðann undir lokin. Mér fannst ég fara of hægt,“ sagði Dæ- hlie. Þegar keppnin var hálfnuð hafði Dæhlie einungis 1,7 sekúndna for- ystu. Smirnov var m^ð næst besta tímann — hann gekk kröftuglega, greinilega staðráðinn í að hefna fyr- ir það er Dæhlie var 15 sentímetrum á undan honum í markið á heims- meistaramótinu í fyrra. En Smirnov tókst ekki að hefna og varð að sætta sig við að fyrsti verðlaunapeningur Kazakhstan á Ólympíuleikum yrði silfur en ekki gull. Dæhlie var ein- faldlega allt of kraftmikill. Sigri Dæhlie í 15 km göngunni á morgun, þar sem hann er talinn lang sigurstranglegastur, nælir hann í fímmta ólympíugull sitt og verður þar með sigursælasti Norðmaðurinn á vetrarólympíuleikum frá upphafi. Skautahlauparinn Ivar Ballangrud vann til fernra gullverðlauna á fjórða áratugnum. Norðmaðurinn Vegard Ulvang varð að láta sér lynda sjöunda sætið, 47 sek. á eftir Dæhlie. Krónprinsinn svokallaði, Thomas Alsgaard, sem sigraði í 30 km göngunni á mánudag- inn, varð í 24. sæti í gær. Koss gefur peningaverð- laun sín í Bosníusjóð Johann Olav Koss tilkynnti eftir að hann hafði unnið s(n önnur gullverðlaun í fyrradag, að hann hafi ákveðið að gefa peningaverðlaun sín, um 2,16 millj. ísl. kr., til norska Rauða krossins og framkvæmdanefnd- ar ÓL í Lillehammer, til að stofna sjóð til að hjálpa stríðs- hijáðu fólki í Bosníu. Hver Norð- maður sem vinnur ÓL-gull fær bónusgreiðslur frá norsku ÓL- hreyfingunni. Koss vonar að aðrir keppendur komi í kjölfarið. „Ég vil segja við alla Norð- menn, að ég vona að þeir gefi sem samsvarar tíu krónum [um 100 ísl. kr.] fyrir hvert gull sem norskir keppendur tryggja sér í Lillehammer,“ sagði Koss. URSLIT ÓL í Lillehammer 10 km ganga karla 1. Bjöm Dæhlie (Noregi)........24.20,1 2. V. Smimov (Kazakhstan)......24.38,3 3. Marco Albarello (Ítalíu)....24.42,3 4. Mikhail Botvinov (Rússlandi) ....24.58,9 5. Sture Sivertsen (Noregi)....24.59,7 6. Mika Myllylae (Finnlandi)...25.05,3 7. Vegard Ulvang (Noregi)......25.08,0 8. Silvio Fauner (Italíu)......25.08,1 9. Harri Kirvesniemi (Finnland)....25.13,2 50. Daníel Jakobsson............27.09,7 78. Rögnvaldur Ingþórsson.......28.51,2 ■88 keppendur tóku þátt í göngunni. Risasvig karla Brautin í Hvítfjalli var 2.574 m, fallhæð 641 m og hlið 41: 1. Markus Wasmeier (Þýskal.)...1.32,53 2. Tommy Moe (Bandar.).........1.32,61 3. Kjetil Andre Aamodt (Noregi)...1.32,93 4. M. Girardelli (Luxemburg)...1.33,07 5. Wemer Perathoner (Ítalíu)...1.33,10 6. Atle Skaardal (Noregi)......1.33,31 7. Jan EinarThorsen (Noregi)...1.33,37 8. Luc Alphand (Frakklandi)....1.33,39 9. Giinther Mader (Austurríki).1.33,50 10. Marco Hangl (Sviss)........1.33,75 Göngutvíkeppni kvenna Þær stúlkur sem náðu bestum tíma í 5 km göngu vom ræstar út fyrstar í 10 km göngu (hefðbundin aðferð) og varð sigurvegarin sú sem náði bestum samanlögðum tíma - (innan sviga árangur í báðum göngunum): 1. Lyubov Yegorova (Rússlandi) .....41.38,9 (5 km 14.08,8/10 ,km 27.30,1) 2. Manuela Di Centa (Ítalía)....41.46,7 (14.28,3/27.18,4) 3. Stefania Belmondo (Ítalíu)...42.21,1 (15.04,0/27.17,1) 4. Larissa Lazutina (Rússlandi).42.36,8 (14.44,2/27.52,6) 5. Nina Gavrilyuk (Rússland)....42.37,5 (15.01,6/27.35,9) 6. Trude Dybendahl (Noregi).....42.50,3 (14.48,1/28.02,2) 7. K. Neumannova (Tékklandi)....42.50,4 (14.49,6/28.00,8) 8. Anita Moen (Noregi).........43.21,6 (14.39,4/28.42,2) 9. Antonina Ordina (Svíþjóð)....43.31,7 (14.59,2/28.32,5) 3.000 skautahlaup kvenna 1. Svetlana Bazhanova (Rússl.) ....4.17,43 2. Emese Hunyady (Austurrlki) ....4.18,14 3. Claudia Pechstein (Þýskal.)..4.18,34 4. L. Prokasheva (Kazakhstan)...4.19,33 5. Annamarie Thomas (Hollandi)..4.19,82 6. Seiko Hashimoto (Japan)......4.21,07 _ 7. Hiromi Yamamoto (Japan).....4.22,37 Íshokkí B-riðill: Slovakía - Ítalía...................10:4 Roman Kontsek (1.27, 9.02), Miroslav Sat- an (10.15, 12.14, 49.34), Peter Stastny (10.57, 37.35), Zigmund Palffy (13.17, 30.54), Jozef Dano (33.41) — Lucio Topat- igh (17.32), Martin Pavlu (18.23), Jimmy Camazzola (32.38), Maurizio Mansi (51.12) Svíþjóð - Frakkland.................7:1 Roger Hansson (35 sek., 20.35), Haakan Lóob (8.23), Peter Forsberg (16.36), Stefan Oernskog (30.47), Roger Johansson (47.33), Fredrik Stillman (51.42) — Eric Lemarque (31.57). Kanada - Bandaríkin.................3:3 Dwayne Norris (4.46, 41.16), Peter Nedved (32.09) - Brian Rolston (21.06, 29.43), Todd Marchant (59.32) Staðan: Kanada..................3 2 1 0 13: 6 5 Svíþjóð.................3 2 10 15: 6 5 Slóvakía................3 1 2 0 17:11 4 Bandaríkin..............3 0 3 0 10:10 3 Frakkland...............3 0 1 2 6:14 1 Ítalía..................3 0 0 3 7:21 0 ■Leikir sem eftir eru: Kanada - Slóvakía, Ítalía - Frakkland, Bandaríkin - Svíþjóð, Svíþjóð - Kanada, Slóvakía - Frakkland, Bandaríkin -Ítalía.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.