Morgunblaðið - 18.02.1994, Side 44

Morgunblaðið - 18.02.1994, Side 44
JiewiiM -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK Slm 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHOLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 Föstudagur til fjár Frystðkistw m sySfríÖBÖJ í KRINGLUNI V) \ A 1 FOSTUDAGUR 18. FEBRUAR 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Rannsókn umfangsmikils fíkniefnamáls lokið 45 kg af hassi og 6 kg af amfetamíni flutt í 19 ferðum 24 grunaðir og söluverð efnanna um 95 millj. TUTTUGU og fjórir aðilar eru á kæruskrá lögreglu vegna aðildar að umfangsmesta fíkniefnamáli sem íslensk lögregla hefur fengist við en rannsókn þess hefur staðið frá því í júlí sl. og er nú lokið. Niðurstöð- ur rannsóknarinnar eru þær að á vegum þessa hóps hafi verið flutt inn til landsins allt að 45 kíló af hassi og 6 kíió af amfetamíni í 19 ferðum frá því snemma árs 1992 og fram í júlí 1993. 38 ára maður sem nefndur hefur verið höfuðpaur þessa fíkniefnahrings hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 1. september vegna rannsóknarinnar. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er talið að hann eigi þátt í 13 smyglferðanna sem um ræðir í málinu og eigi aðild að innflutningi á um það bil 35 kílóum af hassi og 5 kg af amfetamini. Hér á landi má áætla að söluverðmæti þeirra fíkniefna sem um er að ræða í málinu myndi hafa numið um það bil 95 15 manns hafa setið í gæsluvarð- haldi vegna rannsóknarinnar sem hófst þegar tveir menn voru hand- teknir á Keflavíkurflugvelli með 3 kg af hassi og tæpt kíló af amfetam- íni í fórum sínum. Játningar liggja fyrir varðandi hluta sakargifta, m.a. frá hinum svonefnda höfuðpaur. Við rannsóknina hefur samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins meðal annars komið í ljós að aðilar sem tengjast þessu máii hafi átt þátt í ~ið skipuleggja og flytja inn fíkniefni í fjórum eldri fíkniefnamálum sem komu upp á fyrrgreindu tímabili en ekki hafði tekist að upplýsa að öðru leyti en því að lagt hafði verið hald á efnin og flytjendur þeirra hand- teknir. Vegna þeirra mála sem rannsókn- in tekur til hefur lögregla lagt hald á 13,8 kg af hassi og 1,7 kg af amfetamíni en samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins hefur lítið verið upplýst um það hvernig staðið var að dreifingu þeirra um það bil 30 kg af hassi og 4 kg af amfetamíni sem komust á markað hérlendis. milljónum króna. samninga. Þar er um verulegar fjár- hæðir að ræða, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins. Ríkissaksóknari hefur fengið send rar.nsóknargögnin og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er búist við að málið verði afgreitt til dómsmeðferðar fyrir 15. mars þegar gæsluvarðhaldsúrskurður hins svo- nefnda höfuðpaurs rennur út. Sjá: „Söluverð ...“ á bls. 23 Torkennilega hluti rak á land Vik Mýrdal. TVO torkennilega hluti rak á land á Álftaversfjöru nærri Alviðruhamravita fyrir skemmstu. Böðvar Jóns- son bóndi á Norður-Hjáleigu fann rekann og gerði viðvart. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru á staðinn en um var að ræða 5 metra langt dufl með stýriuggum og kút úr áli. Duflið reyndist vera af þeirri tegund sem notuð er til þess að draga á eftir tundurduflaslæðara og var sprengt. Kúturinn reyndist úr áli og hættulaus. Brýnt er að menn láti vita þegar torkennilega hluti rekur á fjörur enda geta þeir innihaldið sprengi- eða eiturefni. RR Hindranir gegn innflutnmgi íslensks fisks við frönsku landamærin Bílar með íslenskan fisk fóru yfír landamærm í gær Franskir tollverðir tóku belgísk heilbrigðisvottorð um fiskinn gild FRANSKIR tollverðir hleyptu tveimur bílum, hvorum með 18 tonn af fiski til íslenska fiskvinnslufyrirtækisins Nord Morue í Frakklandi, yfir landamæri Frakklands og Belgíu síðdegis í gær. Að sögn Birgis S. Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Nord Morue, var framvísað belg- ísku heilbrigðisvottorði um farm bilanna og tóku tollverðir þau góð og gild. Búist var við að þriðji bíllinn kæmist með sama hætti yfir landamærin í gærkvöldi. Birgir býst við að frönsk heilbrigðisyirvöld muni loka þessari leið íslensks fisk inn til Frakklands. Umfangsmikil fjársvikamál Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er algengt að 3-7 aðilar úr 24 manna hópnum hafí tengst hverri hinna 19 ferða og er talið að flestir hafi komið við sögu í fleiri ferðum en einni. Auk fíkniefnamálsins tengist þess- um hópi umfangsmikil fjársvikamál sem varða m.a. falsaðar nafnritanir á tryggingavíxla og raðgreiðslu- „Ég held að þetta geti ekki verið svona einfalt,“ sagði Birgir Sævar Jóhannsson. „Ég held að það sé á hreinu að heilbrigðisyfirvöld hafa ekki látið af neinu varðandi þær fyrirskipanir og reglugerðir sem þau hafa í höndum. Frá þremur heil- brigðisstöðvum hefur verið látið vita að tekið verði sýni úr öllum fiski, sem þýðir tafir í viku auk gífurlegs kostn- aðar við að aflesta bílana og setja fiskinn í kæligeymslu. Vandamálið er það sama og verið hefur, heilbrigð- isyfirvöld hafa verið og eru ákveðin í að halda áfram að blokkera inn- flutning á fiskafurðum. Mesta breyt- ingin er sú að nú getum við flutt fisk án þess að eiga á hættu að hann verði eyðilagður," sagði Birgir. Hann sagði að undanfarna viku hefði fyrir- tækið orðið fyrir 20-35 milljóna króna sölutapi sem beint mætti rekja til mótmæla sjómanna og aðgerða heilbrigðisyfirvalda. Hann kvaðst telja að varanleg lausn fyndist ekki nema eftir pólitískum og diplóma- tískum leiðum. Tollvarsla í anda Evrópusambandsins Fjármálaráðherra um ágreininginn vegna búvörulagafrumvarpsins Komið verði í veg fyrir að gengið sé á hlut neytenda með álögum FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segist ekki vera mótfallinn því að gerðar séu breytingar á búvörufrumvarpinu en segist leggja áherslu á að staðið verði við samkomulag stjórnarflokkanna frá í desember. Friðrik segir að aðalatriðið sé að komið verði í veg fyrir að gengið sé á hlut neytenda og annarra atvinnugreina en landbúnaðar með því að færa of mikið vald í hendur landbúnaðarráðuneytisins við álagn- ingu á innfluttar vörur. „í þeirri vinnu sem nú fer fram í landbúnaðarnefnd Alþingis er mik- 'ilvægt að niðurstaðan verði í sam- ræmi við það sem átti að gerast í desember. Fyrirkomulagið sem stjórnarflokkarnir samþykktu í des- ember tryggði hagsmuni innlendra framleiðenda vegna EES-samnings- ins og gaf stjórnvöldum jafnframt tíma til að undirbúa hugsanlegar lagabreytingar, sem stafa af Ur- rúgvæ-samkomulagi GATT en það tekur gildi líklega á miðju næsta ári,“ segir Friðrik. „Fyrirliggjandi frumvarpsdrög, sem formaður landbúnaðarnefndar bað þrjá lögfræðinga að færa í lög- fræðilega skotheldan búning, er að mörgu leyti til bóta og texti drag- anna er mun skýrari en gildandi lög. Aðalatriðið er að koma í veg fyrir, að með álögum sé gengið á hlut neytenda og annarra atvinnugreina en landbúnaðar, með því að færa of mikið vald í hendur landbúnaðar- ráðuneytisins við álagningu gjalda á innfluttar vörur. í desember var það niðurstaðan að verðjöfnun ætti að vera á forræði landbúnaðarráðuneyt- isins. Aðrar álögur og tollar eiga hins vegar samkvæmt eðli máls heima í fjármálaráðuneytinu, þar sem taka þarf tillit til mismunandi og ólíkra hagsmuna og samræma þá. Ég hef hins vegar enga trú á öðru en að ásættanleg niðurstaða náist í þessu máli og vil fyrir mitt leyti að sjálfsögðu stuðla að því. Næstu dag- ar verða notaðir til þess," sagði hann. Verndartollar ekki á forræði atvinnuvegaráðuneyta Aðspurður hvaða breytingar hann teldi eðlilegt að gera á frumvarpinu sagði Friðrik: „Ég legg áherslu á að gjöld sem eru umfram verðjöfnun og eru í eðli sínu verndartollar eiga ekki að vera á forræði einstakra at- vinnuvegaráðuneyta, vegna þess að það kallar einungis á að önnur ráðu- neyti vilji fá sams konar vald til þess að vernda innlenda framleiðendur og má til dæmis benda á iðnaðarráðu- neytið, auk þess sem neytendur í landinu verða að mega treysta því að það séu almennar reglur sem gildi um gjaldtöku í innflutningi. Ég held að það sé ástæða til að læra af mis- tökunum sem fólust í því að afhenda landbúnaðarráðuneytinu jöfnunar- álagsheimild á kartöflur á sínum tíma. Ég tel eðlilegt að þessi mál verði sérstaklega rædd í þeirri nefnd sem forsætisráðherra skipaði fyrir skömmu til þess að undirbúa hugs- anlegar lagabreytingar vegna GATT-samningsins,“ sagði Friðrik. Sjá frásagnir í midopnu. Birgir segir hugsanlegt að bílarnir hafi fengið að fara yfir landamærin af því að tollverðir í Frakklandi starfi meira í anda reglna Evrópusam- bandsins en heilbrigðisyfirvöld fram- fylgi fyrst og fremst þeim kröfum sem settar séu í innlendri löggjöf. Þegar Morgunblaðið ræddi við Birgi voru bílarnir enn ekki komnir að fyrirtæki hans en þeirra var vænst í nótt eða snemma í morgun. Birgir hafði þann fyrirvara á að hugsanlegt væri að bílarnir yrðu stöðvaðir á leið- inni af heilbrigiðisstarfsmönnum en þar sem verkfalli sjómanna er lokið var ekki búist við aðgerðum af þeirra hálfu. Birgir sagði að byijað yrði að vinna úr hráefninu, sem er það fyrsta sem fyrirtækinu berst héðan i nær 3 vikur, strax í fyrramálið en undan- farið hefur fyrirtækið verið að vinna úr takmörkuðum birgðum. Lúðvík Jónsson, framkvæmda- stjóri Icelandic France, dótturfyrir- tækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna í París, sagði við Morgunblaðið í gær að reyna ætti á innflutning á fiski til Frakklands um nokkrar landamærastöðvar á næstu dögum. Benedikt Sveinsson, framkvæmda- stjóri Islenskra sjávarafurða, segir fyrirtækið halda sínu striki og fara með gáma eins langt og komist verði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.