Morgunblaðið - 05.03.1994, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
Húsaleigubætur verði
greiddar á næsta ári
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti frumvarp félagsmálaráðherra um húsa-
leigubætur á fundi sínum í gær og verður það sent þingflokkum til
umfjöllunar. Frumvarpið felur í sér að láglaunafólk sem leigir á almenn-
um markaði og hjá félagasamtökum njóti húsaleigubóta. Þeir sem fá
húsaleigu niðurgreidda hjá sveitarfélögum fá ekki bætur skv. frumvarp-
inu. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði lögfest á yfirstandandi þingi
og komi til framkvæmda 1. janúar nk.
Að sögn félagsmálaráðherra, Jó-
hönnu Sigurðardóttur, munu um
5.500 fjölskyldur njóta bóta skv.
frumvarpinu. Bætumar munu nema
21.000 krónum að hámarki á mánuði
og taka mið af fjölskyldustærð. árs-
tekjum og upphæð húsaleigu.
Grunnijárhæð á íbúð er 7.000 krón-
ur. Fyrir fyrsta bam greiðast 4.500
krónur, annað bam 3.500 krónur og
þriðja bam 3.000 krónur. Síðan
reiknast 12% hlutfall af leigufjárhæð
sem liggur á milli 20.000 og 45.000
króna. Bæturnar skerðast hjá þeim
sem hafa meira en 1,5 milljónir í
árstekjur og detta út við 1.800 þús-
und krónur. Þeir sem leigja fyrir
minna en 20.000 krónur á almennum
markaði fá ekki bætur og hjá þeim
sem leigja hjá félagasamtökum er
VEÐUR
miðað við 10.000 króna lágmark.
Svo tekið sé dæmi af einstæðu
foreldri með tvö börn sem leigir fyrir
30.000 krónur á mánuði og hefur
1.200 þúsund krónur í árslaun þá
reiknast húsaleigubætumar þannig:
7.000 krónur í grunngjald, 8.000
krónur fyrir börnin og 1.200 krónur
sem hlutfall af leigufjárhæð. Þetta
gera 16.200 krónur á mánuði.
AIIs 650 milljónir
Heildarfjárhæð sem verður varið
til húsaleigubóta verður 650 milljónir
króna á ári. Sveitarfélögin leggja til
240-250 milljónir og ríkið 400 millj-
ónir í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfé-
laga. Sveitarfélögin fá úthlutað úr
sjóðnum í samræmi við fjölda þeirra
sem eiga rétt á bótum í sveitarfélög-
unum. Framlag sveitarfélaganna er
ákvarðað eftir upplýsingum sem
Samband íslenskra sveitarfélaga hef-
ur áætlað að sveitarfélögin greiði nú
þegar til niðurgreiðslu húsaleigu á
almennum markaði. Þeir sem njóta
þeirrar niðurgreiðslu nú munu fara
inn í húsaleigubótakerfið.
Skattur gerður upp eftir á
Sveitarfélög koma til með að ann-
ast framkvæmd kerfísins og verða
bætumar greiddar út mánaðarlega.
Að sögn Jóhönnu verða þær skatt-
lagðar með sama hætti og verið hef-
ur þó með þeirri breytingu að þær
skerða ekki bætur almannatrygginga
eins og gerst hefur hingað til. Fjár-
hæð bótanna er töluvert hærri en
áætlað var í fyrstu og er það m.a.
vegna þess að nú er tekið tillit til
þeirrar skattalegu meðferðar sem
bætumar fá. Jóhanna segir að erfitt
verði að skattleggja bætumar í stað-
greiðslu og segist gera ráð fyrir að
skattur af þeim verði gerður upp eft-
ir á.
/ DAG ki. 12.00
HvimiW: VeOureiofa Islands
(Byggt á vaðurspá kl. 10.30 i gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 5. MARZ
YFIRLIT: Vestur af landinu er alldjúp leegð sem fer haegt minnkandi og þokast
austur. Fyrir vestan Irtand er ört vaxandi lægð og mun hún hreyfast austnorðaustur.
SPÁ: Allhvöss noröanátt. Bjartviðri um sunnanvert landið, en él í öðrum landshlut-
um.
STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á Vestfjaröamiðum, Norðvesturmiðum,
Norðau8turmiðum, Suðvesturdjúpi og Norðurdjúpi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR A SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Fremur hæg austlæg átt. Um landið
vestanvert verður skýjað með köflum og úrkomulltið en él í öðrum landshlutum.
Frost verður á bilinu 1-6 stig.
HORFUR Á PRIÐJUDAG: Nokkuð hvöss norðanátt. Snjókoma eða éljagangur norð-
anlands og austan en vfða léttskýjað suðvestantil. Frost verður á biiinu 3-9 stig.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.46, 16.30, 19.30, 22.30. Svar-
sími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
0 4 4
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað
/ / / * / * * * *
/ / ' * / * *
// / / * / ***
Rigning Slydda Snjókoma
FÆRÐA VEGUM:
Skýjað Alskýjað
V $ V
Skúrír Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindðrin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjóður er 2 vindstig.^
10° Hitastig'
Suld
Þoka
V
stig-.
(Kl. 17.30ígaer)
Töluverður lausasnjór er sumstaðar á Suðurlandi. Þingvallavegur er þungfær milli
Ljósafoss og Þingvalla og má búast viö að færð þyngist vlðar, ef hvessir. Annars
eru vegir flestír greiðfærir þó víða sé nokkur hálka á þjóðvegum landsins.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti I sfma 91-631500 og I grænni
línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hltl +1 4-2 veöur léttskýjað léttskýjað
Björgvin 4 alskýjað
Heisinki +6 snjókoma
Kaupmannahöfn 2 hálfskýjað
Narssarssuaq +16 léttskýjað
Nuuk +20 skafrenningur
Ósló +1 léttskýjað
Stokkhólmur 1 þokumóða
Þórshöfn 5 rigning
Algarve 21 heiðskfrt
Amsterdam 9 hálfskýjað
Barcelona 17 mistur
Berlín 6 léttskýjað
Chicago 3 mistur
Feneyjar vantar
Frankfurt 8 skýj8ð
Glasgow 8 súld
Hamborg 7 skýjað
London 10 skýjað
LosAngeles 12 þokumóða
Luxemborg 8 léttskýjað
Madrid 18 léttskýjað
Malaga 18 heiðskírt
Mallorca 19 iéttskýjað
Montreal +5 snjókoma
New York 0 heiðskírt
Orlando 9 hálfskýjað
Parfs 10 skýjað
Madeira 16 skýjað
Róm 16 léttskýjað
Vín 7 skúr
Washington 2 hálfskýjað
Winnipeg +1 heiðskírt
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Björgun ’94 sett í Perlunni
SÝNINGIN Björgun ’94 var sett í gær í Perlunni en um helgina verð-
ur þar til sýnis útivistar- og björgunarsveitabúnaður auk þess sem
boðið boðið verður upp á fræðslu fyrir almenning og fyrirlestra. Sýn-
inginj sem er liður í víðtæku samstarfi Landsbjargar og Slysavarnarfé-
lags Islands, er opin frá kl. 11-19 laugardag og sunnudag. í dag verð-
ur fræðsla um slys á börnum, skyndihjálp, brunavarnir og grundvallar-
atriði ferða- og Qallamennsku. Auk þess verður sett á svið björgunaræf-
ing sem almenningur getur fylgst með. Myndin sýnir hluta æfingasvæð-
isins og á henni sést einn björgunarsveitarmaður sýna björgunarsig
yfír sýningarsvæðinu.
Handtekinn
þriðja sinni
LÖGREGLAN í Reykjavík
handtók mann um tvítugt í
gistiheimili við Lokastíg í gær-
morgun, en hann hafði vakið
athygli fyrir tilfæringar með
hljómflutningstæki. í herbergi
mannsins fundust munir, sem
maðurinn sagði annan mann
eiga, en grunur leikur á að séu
þffi-
Lögreglunni var tilkynnt um
grunsamlegar ferðir mannsins
með hljómflutningstæki. Þegar
hún sótti hann heim í gistiheimil-
ið fundust munir þeir, sem ólík-
legt er talið að hann hafi tekið
fijálsri hendi.
Maður þessi var einnig hand-
tekinn í fyrrinótt, eftir að hjón
vöknuðu við ferðir hans um íbúð
þeirra við Bergstaðastræti. Þá
var hann einnig handtekinn fyrir
skömmu eftir þjófnaðarleiðangur
um Austfirði við annan mann.
Bauð sér
til stofu
MÁÐUR nokkur, sem ítrekað
hefur komið við sögu lögreglu,
var handtekinn í húsi við
Grettisgötu í fyrrinótt. Hann
fullyrti að hann væri þar að
heimsækja kunningja sinn, en
þegar húsráðandi var vakinn
kannaðist hann ekkert við
gest sinn.
Lögreglunni var tilkynnt um
kl. 2.30 að maður væri að reyna
að brjótast inn í sölutum við
Grettisgötu. Þegar lögreglan
kom þangað var manninn hvergi
að sjá, en hann hafði farið inn
í hús þar nærri. Lögreglan bank-
aði upp á og vakti húsráðanda.
Þá var maðurinn búinn að koma
sér vel fyrir í stofu íbúðarinnar
og kvaðst vera þar í heimsókn.
Ekki vildi húsráðandi kannast
við manninn og var því ákveðið
að hann myndi fremur gista í
fangageymslum lögreglunnar.
Tvítugir
bruturúðu
TVEIR piltar um tvítugt voru
handteknir í Vesturbænum í
fyrrinótt, eftir að hafa brotið
rúðu í sölutumi við Hagamel.
íbúi við Grenimel hafði sam-
band við lögreglu og sagðist
hafa séð tvo drengi bijóta rúðu
í sölutuminum og taldi að þeir
ætluðu sér þar inn. Þegar lög-
reglan kom á staðinn vom engin
merki um að piltamir hefðu far-
ið inn. Þeir fundust hins vegar
á rölti um hverfið stuttu síðar
og þurfa að svara til saka fyrir
rúðubrotið.
Gripinn í
stiganum
BROTIST var inn í hús aldr-
aðra við Lindargötu í fyrri-
nótt og greip Iögreglan þjóf-
inn glóðvolgan.
Húsvörður í byggingunni
hafði samband við lögreglu og
oskaði aðstoðar hennar vegna
innbrotsþjófs. Þegar lögreglan
kom á staðinn greip hún mann
í stigagangi hússins, en sá hafði
stungið á sig verkfærum sem
hann hafði fundið þar. Hann gisti
á lögreglustöðinni þá nóttina.
jsnyffiojtíö J8 Ihilij jfc&rf í+í®™