Morgunblaðið - 05.03.1994, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
Búnaðarþing vill þjóðhagslega úttekt
Kannaðar verði af-
leiðingar samdráttar
í búvöruframleiðslu
LAGT hefur verið fyrir Búnaðarþing erindi allsherjarnefndar
þingsins um að gerð verði þjóðhagsleg úttekt á afleiðingum
af samdrætti í mjólkur- og kindakjötsframleiðslu. I erindinu
er lýst vonbrigðum yfir að stjórnvöld skuli ekki hafa falið
Þjóðhagsstofnun að gera úttekt á afleiðingum samdráttarins
í atvinnulegu tilliti.
í erindi ailsherjarnefndar er þess
óskað að í úttektinni komi fram
afleiðingar samdráttar í mjólkur-
og kindakjötsframleiðslu í atvinnu-
legu tilliti bæði meðal bænda og í
úrvinnslu og þjónustu, þannig að
fram komi kostnaður þjóðfélagsins
af þessum sökum, bæði kostnaður
við sköpun nýrra atvinnumögu-
leika og líklegrar byggðaröskunar.
Þá verði kannað hvort ekki geti
verið þjóðhagslega hagkvæmt við
núverandi aðstæður að nýta betur
þá framleiðsluaðstöðu sem nú er
vannýtt í sveitum landsins og þann
mannafla sem þar er. Þetta verði
gert með aukinni búvörufram-
leiðslu til útflutnings og greiða
útflutningsbætur að einhveiju
marki í stað þess að auka á at-
vinnuleysi meðan ekki hefur tekist
að byggja upp aðra möguleika á
atvinnu. Að lokum vill allsheijar-
nefnd að könnuð verði áhrif EES-
og GATT-samninga ásamt tvíhliða
viðskiptasamningum við ýmis lönd
á búvöruframleiðsluna, bæði hvað
varðar aukinn innflutning á búvör-
um og meiri möguleika á útflutn-
ingi búvara. Er þess óskað að
Búnaðarþing feli stjórn Búnaðarfé-
lags íslands að leita eftir stuðningi
landbúnaðarráðuneytis og land-
búnaðamefndar Alþingis við að ná
fram gerð þessarar úttektar.
Afkoma bænda verði könnuð
Allsheijarnefnd hefur einnig
lagt fyrir Búnaðarþing erindi
stjórnar BÍ um afkomu bænda, en
í því er gert ráð fyrir að hlutast
verði til um það við landbúnaðar-
ráðherra að hann í samráði við
Búnaðarfélagið og Stéttarsam-
band bænda skipi nefnd til að hafa
forgöngu um gerð úttektar á af-
komu bænda. Tilgangurinn með
úttektinni verði að fá sem gleggst
yfirlit yfir fjárhagslega stöðu
bænda og afkomumöguleika, sem
síðan megi byggja á hugsanlegar
lausnir á þeim vanda sem fram
kunni að koma. Er gert ráð fyrir
að búnaðarsamböndin vinni þessa
úttekt og verði þeim útvegað fjár-
magn til þess og aðgangur að
nauðsynlegum gögnum.
Bergstaðastræti - einbýli
Til sölu glaesilegt einbhús 291 fm kjallari og tvær hæðir. Húsið
er mjög vel staðsett á besta stað í Bergstaðastræti. Góð teikning.
Upplýsingar gefur:
Agnar Gústafsson,
Eiðisgötu 4,
símar 12600 og 21750.
Miðbær - verslun
Höfum kaupanda að húseign í miðbænum. Æskilegt
er að eignin sé verslunarhúsnæði og íbúðarhæð/ir.
Einnig kemur til greina verslunarhúsnæði eingöngu.
ÞIMiIIOM'
Suðurlandsbraut 4A,
Ifj
sími 680666
Opið hús
Óðal fasteignasala
Suðurlandsbraut 46
679999
Lögmaður:Sigurður Sigurjónsson hrl.
í dag og sunnudag kl. 13-17
Lindarbraut 28 - Seltjnesi
Nú er tækifærið að ná sér í eitt fallegasta húsið á
Nesinu. Húsið er 170 fm ásamt 48 fm bílskúr. 4 svefn-
herb., fallegar innréttingar, góð gólfefni. Góður garður
með potti. Sjón er sögu ríkari. Áhvílandi hagstæð lán.
Verð 15,8 millj.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 734. þáttur
Umsjónarmaður hefur þáttinn
á því að birta ágætt símbréf sr.
Sigurðar Jónssonar sem situr
hinn fornfræga stað Odda á
Rangárvöllum. Umsjónarmaður
tekur í einu og öllu undir efni
bréfsins, sem mjög er tímabært,
og ekki síst þykir honum vænt
um orð bréfritara um sr. Bjarna
Sigurðsson, eða Bjarna frá
Straumi eins og hann var fyrr
meir nefndur í góðra vina hópi.
Þá tekur til máls sr. Sigurður í
Odda:
„Kæri Gísli!
Gleðilegt ár og kærar þakkir
fyrir þáttinn góða.
Eins og svo margir lesenda
þinna, fæ ég oft málfarslegar
hugljómanir og strengi þess heit
að senda þér línu með uppgötv-
unum mínum. Svo gleymast þær
á næsta andartaki, og ekkert
verður úr.
Nú ætla ég að vekja máls á
einu, sem setið hefur í huga mér
lengi, eða síðan ég var í guð-
fræðideildinni og naut leiðbein-
ingar séra Bjarna heitins Sig-
urðssonar frá Mosfelli. Séra
Bjarni var mikill öðlingur, og
ákaflega næmur fyrir íslensku
máli og stíl. Þess vegna var
gott að eiga hann að sem leið-
beinanda við smíði ritgerða og
prédikana, auk margs annars.
En það sem ég ætla að nefna
var hlutur sem séra Bjarni benti
mér eitt sinn á, og ég hef ekki
séð nefnt í þáttum þínum í Morg-
unblaðinu. Það er sú tilhneiging
sem virðist sækja mjög á nú í
seinni tíð og orðin er mjög áber-
andi í máli fjölmiðlafólks þegar
það nefnir atvik eða annað sem
tengist liðnum eða ókomnum
vikudögum. Það má heita und-
antekning ef sagt er „á mánu-
daginn kemur“ eða „sunnudag-
inn var“. Nú segja þulurnar í
Víkingalottóinu ævinlega
„sjáumst næsta miðvikudag“ og
„á síðasta miðvikudag fékk eng-
inn íslendingur stóra vinning-
inn“ svo dæmi séu nefnd. Séra
Bjami taldi þessa hneigð vera
komna beint úr ensku, þar sem
menn segja t.d. „next sunday“
eða „last wednesday“. Ég er að
vísu enginn málsnilldarmaður
né fræðingur á því sviði, en mér
finnst (og ég þykist hafa sæmi-
lega tilfinningu fyrir móðurmál-
inu) betra^mál að segja „ég kem
norður á föstudaginn kemur“
heldur en „ég kem norður næsta
föstudag". Hvað finnst þér um
þetta, kæri Gísli? Ertu ekki sam-
mála mér?
Mér þætti vænt um að þú
tækir þetta til athugunar."
★
Úr syrpu Jóns Hilmars Magn-
ússonar, með viðaukum, sjá þátt
711.
1) Fleirtöluárátta: „Meðal-
verðið er hundrað og ein krón-
ur.“ „Hitinn fór upp í ijórar
komma eina gráður.“ „Svona
gengur það í lífum okkar."
„Fólk leitar að öðrum atvinn-
um.“ Ljótt er.
2) Enda þótt orðasambandið
að beija eitthvað augum komi
fyrir í vel skrifuðum textum, er
engin ástæða til að fíkjast á það
í óhófi. Afar óviðkunnanleg er
þessi sétning: „Allmargir Frakk-
ar ætla að beija miðnætursólina
augum og grípa í kylfu." [Inn-
skot umsjónarmanns: Væntan-
lega til að lúbeija sólina, ef aug-
un skyldu ekki duga, og dettur
mér nú í hug vísa eftir frænku
mína um óhagvirkan sláttu-
mann:
Um sig spennti ólina,
ekki klént var lofið:
orfinu senti í sólina
og sundur glennti klofið.]
3) Brunahætta: „Þetta er
húsráð handa þeim, sem eiga á
hættu að brenna við í pottum
sínum“! Sjáið (smakkið?) þið
bara kokkinn sangan upp úr
pottinum, ef ekki skaðbrenndan!
4) Sífelldur ruglingur á eftir-
mál og eftirmáli: „Það geta
orðið heilmiklir eftirmálar að
leikslokum." Jú, jú, en fyrst þarf
að skrifa söguna, svo kemur
eftirmálinn.
5) „Rósamál" íþróttakennara:
„Iþróttaandinn er enn til staðar
i grunnhreyfingunni, en ytra
borðið hefur svona sporað sund-
ur!“ Umsjónarmaður skilur ekki
seinni setninguna.
6) Drykkfelldir dómarar!
„Það er víða flöskuháls í dóms-
málaráðuneytinu. Þessi marg-
frægi flöskuháls nú á dögum er
enskusletta, „bottleneck" = taf-
valdur (Jóh. S. Hannesson).
7) Menn vekja fólk af svefni.
Draugar eru hins vegar vaktir
upp. Maður nokkur sagðist hafa
vakið upp dóttur sína. Þetta
álappalega orðalag er líklega til
komið vegna enskra áhrifa:
„Wake up.“
8) Kýr og ær bera, hryssur
kasta, en tíkur og læður gjóta:
Á Stöð 2 mátti heyra þessa
málspeki: „Hér er ein læða sem
er búin að bera!“
★
Bræður munu beijast
og að bðnum verðast,
munu systrungar
si§um spilla;
hart er í heimi,
hórdómur mikill,
skeggöld, skálmöld,
skildir eru klofnir,
vindöld, vargöld,
áður veröld steypist,
mun engi maður
öðrum þyrma.
(Völuspá 45.)
Á ensku:
Brothers will battle
to bloody end,
and sisters’ sons
their sib betray;
woe’s in the world,
much wantonnes;
axe-age, sword-age
- sundered are shields -
wind-age, wolf-age,
ere the world crumbles:
wili the spear of no man
spare the other.
Þess má svo geta að Þórarinn
Eldjárn hefur endursagt Völu-
spá undir fornyrðislagi, mjög
listilega, í bókinni Svört verða
sólskin.
★
Vilfríður vestan kvað:
Með hin blíðustu læti og lómageð
fóru Geiri og Dðgg út í blómabeð,
það var algerlegt æði,
eins og átvöglin snæði
ijúkandi bakkelsi og ijóma með.
Skeyti frá Sæmundi fróða,
óvíst um símstöð:
Er mín háfleyga greind fær hið góða skap,
þetta geislandi „Sæmundar-fróða-skap”
og snilldin mér sýnist
í sjónmáli, - liún týnist
og sekkur í „Fræmundar-sóða-skap“.
P.s. Mikill feiknalegur orð-
snillingur var Sigurður skóla-
meistari. Lesið þið bara Heiðnar
hugvekjur og mannaminni.
911 Rfl 9197H LARUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri
Cm I I Vv'fc I v / U KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasali
Nýjar á söluskrá meðal annarra eigna:
Skammt frá Grandaskóla
úrvalsib. 2ja herb. á 1. hæð 56,5 fm. Öll eins og ný. Sérlóð. Ágæt
sameign. Vinsæll staður. Verð aðeins 5,5 millj.
Ný úrvals sérhæð
skammt frá Háskólanum: 4ra herb. neðri hæð í tvíb. 104,3 fm nettó.
Góður bílskúr. Langtlán kr. 4,6 millj. Teikn. á skrifst.
Skammt frá sundlaug Vesturbæjar
3ja herb. íb. á 2. hæð við Kaplaskjólsveg. Vel með farin. Sólsvalir.
Ágæt sameign. Vinnsæll staður. Gott verð.
Stór og góð við Eiðistorg
Glæsileg 3ja herb. íb. á 3. hæð. Parket. Rúmg. sólsvalir. Ágæt sam-
eign. Mikiö útsýni. Langtl. kr. 4,6 millj. Tilboð óskast.
Nýlega endurbyggt og stækkað
mjög gott timburhús á kyrrlátum stað í Skerjafirði um 150 fm. Skipti
mögul. á 3ja herb. íb. í nágr. eða í vesturborginni.
Nýtt einbýlishús - hagkvæm skipti
Glæsil. timburh. á útsýnisstað við Fannafold með 6 herb. rúmg. íb. á
tveimur hæðum. Bílskúr - verkstæði um 40 fm. 40 ára húsnl. kr. 3 millj.
Á söluskrá óskast
fyrir trausta kaupendur með góðar greiðslur: Húseign í borginni með
tveimur íbúðum. Góð 3ja herb. íb. í smíðum á höfuðborgarsv. Hús-
næði fyrir trésmíðaverkstæði. Gott skrifstofuhúsn. um 150-300 fm
miðsvæöis í borginni og ótalmargt fleira.
• • •
Opið í dag kl. 10 til 14.
Fjársterkir kaupendur á skrá.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 12. júlí 1944.
/VIMENNA
FASTEIGNASAl AM
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
DAGBÓK
EA-sjálfshjálparhópar fyrir fóik
með tilfinningaleg vandamál eru
með fundi á Oldugötu 15 á mánu-
dögum kl. 19.30 fyrir aðstandend-
ur, en þriðjudaga og miðvikudaga
kl. 20 er öllum opið.
FÉLAGIÐ Heyrnarhjálp er með
þjónustuskrifstofu á Klapparstíg
28, Reykjavík.
SILFURLÍNAN - sími 616262.
Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri
borgara alla virka daga milli kl. 16
og 18.
KIRKJUSTARF
HÁTEIGSKIRKJA: Kirkjustarf
barnanna í dag kl. 13.
NESKIRKJA: Félagsstarf. Sam-
verustund í safnaðarheimili kl. 15.
Heimsókn í Mosfellsbæ. Jón Guð-
mundsson á Reykjum segir frá
mannlífi þar á árum áður. Farið frá
Neskirkju kl. 15. Þátttöku þarf að
tilk. í s. 16783 millj kl. 11 og 12.