Morgunblaðið - 05.03.1994, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
11
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Úr Mávinum
Aukasýning á Máv-
inum í Þjóðleikhúsinu
_________Tónlist______________
Jón Ásgeirsson
Sinfóníuhljómsveit Íslands undir
stjórn pólska hljómsveitarstórans Jan
Krenz, hélt tónleika í Háskólabíói sl.
fimmtudag. Á efnisskránni voru verk
eftir Schubert, Mozart og Beethoven.
Einleikarar voru Greta Guðnadóttir
á fiðlu og Svava Bernharðsdóttir á
lágfiðlu.
Tónleikamir hófust á forleiknum
að Rósamundu eftir Schubert en
hann mun hafa gert nokkrar tilraun-
ir í gerð óperuverka og notað sum
tónverkin aftur og aftur, svo að
ýmislegt er á huldu um frumgerðir
þeirra. George Grove og Arthur Sulli-
van fóru til Víng.r árið 1868 til að
leita uppi gleymd verk eftir Schubert
og fundu 5 sinfóníur, 60 sönglög og
raddskrána að Rósamundu en sá
forleikur, sem nú er kallaður Rósa-
mundu-forleikurinn, á í raun ekkert
sameiginlegt með þeim forleik, sem
upprunalega var fluttur með verkinu.
Rósamundu-forleikurinn er ágæt
tónlist og þar glittir víða á þann
Schubert, sem hlustendur þekkja
best. Verkið var ágætlega flutt og
auðheyrt að Jan Krenz er heima í
„Vínarklassíkinni". Annað verkið á
efnisskránni var Sinfónía Consert-
ante fyrir fiðlu og lágfiðlu og litla
hljómsveit, K. 364, eftir Mozart. Ein-
leikarar voru Greta Guðnadóttir á
fiðlu og Sara Bemharðsdóttir á lág-
fíðlu. I heild var flutningur þeirra
framfærður af öryggi og leikinn
„blaðalaust". Samleikur þeirra var
oft mjög góður, sérstaklega í hæga
þættinum en eftir svolítið „hrædda
byijun", náðu þær mjög góðu „taki“
á verkinu og enduðu það með hressi-
legum leik í lokakaflanum. Greta og
Svava eru efnilegir tónlistarmenn og
hafa þegar sýnt það með ágætri
þátttöku í flutningi kammertónlistar.
Tónleikunum lauk með „þriðju
Beethovens" og var þetta meistara-
verk nokkuð misjafnt að gæðum í
flutningi Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands, undir stjóm Jan Krenz. Fyrsti
kaflinn var í góðu jafnvægi, svolítið
hægur og sorgarmarsinn var mjög
fallega leikinn. Þá vantaði ólguna í
scherzo-þáttinn en tilbrigðaþátturinn
var of sléttur í hryn og á köflum
nokkuð grófur í flutningi. Fýrir bragð-
ið mnnu tilbrigðin saman og það vant-
aði í kaflann þau áhrifamiklu skil,
þ.e. þær andstæður, sem einkenna
tónmál Beethovens og koma einstak-
lega vel fram í þessum áhrifamikla
tilbrigðakafla. Þá brá nokkrum sinn-
um fyrir ójafnvægi í tónstöðu, á milli
hljóðfæraflokka, nokkuð sem ekki
hefur mikið heyrst af undanfarið og
verður því að teljast tilfallandi gáleysi.
ÁKVEÐIN hefur verið aukasýn-
ing á Mávinum þriðjudaginn
fimmtánda mars, en miðar seld-
ust upp á boðaða lokasýningu
þann fimmta.
Mávurinn eftir Tsjekhov hlaut
nýlega Menningarverðlaun DV
fyrir leiklist. Það voru þrír leiklist-
armenn frá Litháen sem sáu um
þessa uppfærslu, leikstjórinn Rim-
as Tuminas, tónskáldið Faustas
Latenas og leikmynda- og bún-
ingahönnuðurinn Vuyautas Narbu-
tas. Þeir þremenningar hafa starf-
að mikið saman í heimalandi sínu
og víðar og hefur uppfærsla þeirra
hérlendis á þessu sígilda verki þótt
listviðburður.
Evrópusambandið
Ahersla á eflingu
kvikmyndaiðnaðar
Santa Monica. Reuter
EVRÓPSKUR kvikmyndaiðnaður virðist nú hjjóta sérstaka náð fyrir
augum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (áður Evrópubanda-
lagsins). Yfirmaður þessa málaflokks hjá sambandinu, Portúgalinn
Joao Deus Pinheiro, ávarpaði á þriðjudag árlegan fund bandariskra
kvikmyndamarkaðsmanna (American Film marketing Institute). Hann
sagði framkvæmdastjórnina ætla að leita leiða næstu vikumar til að
styrkja evrópskan kvikmyndaiðnað.
Yfirmaður bandarísku kvikmynda-
samtakanna (MPAA), Jack Valenti,
sagði að samtökin myndu taka þátt
í athugunum Evrópusambandsins ef
farið yrði fram á það. Hann varð að
þola ósigur í haust eftir harða and-
stöðu við að kvikmyndir og sjón-
varpsefni væri undanskilið ákvæðum
Gatt-samkomulagsins um frjálst
flæði afurða milli landa og heimsálfa.
Pinheiro sagði áætlað að markað-
ur fyrir evrópskar myndir myndi
stækka um helming á árunum til
aldamóta og það væri í beggja þágu
að bæta gengi evrópskrar fram-
leiðslu, bandarískar myndir myndu
batna af heilbrigðri samkeppni. Þessi
iðnaður í Evrópu kynni að þurfa fjár-
hagsstuðning frá Bandaríkjunum, en
þar vildi hann fremur tala um fjár-
festingar en aðstoð.
Hann ræddi alvarlegt ójafnvægi á
evrópskum kvikmyndamarkaði þar
sem fjórir fimmtuhlutar tekna af miða-
sölu fengjust fyrir bandarískar mynd-
ir. Þetta gilti alls staðar í álfunni, utan
í Frakklandi, þar sem bandarískar
myndir höluðu inn 60% í miðasölu.
Og þótt Frakkland styddi best við sín-
ar bíómyndir, stæði það ekki eitt, tíu
Evrópulönd önnur hjálpuðu tíl. Blóm-
legri kvikmyndaiðnaður gæti átt hlut
í að koma atvinnuleysi í álfunni úr
20 milljónum manns í 5 milljónir eins
og stefnt væri að á næstu sjö árum.
Uns niðurstöður úr athugun fram-
kvæmdastjórnarinnar lægju fyrir
sagðist Pinheiro ekkert geta sagt um
ástæður þess hve evrópskar myndir
stæðu bandarískum langt að baki
hvað vinsældir snerti. Þó væri mark-
aðssetning miklu virkari vestanhafs
og fólk hefði lítinn áhuga ef mynd
væri ekki auglýst. Framkvædastjóm
Evrópusambandsins myndi síðar í ár
endurskoða áætlun sem kallast Sjón-
varp án landamæra og í maí yrði
reynt að hrista upp í málunum á
stórri ráðstefnu um stefnu í kvik-
mynda- og sjónvarpsmálum.
Morgunblaðið/Theodór
Kveldúlfskórinn syngur suður-ameríska messu í Borgarneskirkju und-
ir stjórn Ingibjargar Þorsteinsdóttur.
Kveldúlfskórínn í
Borgarnesi 10 ára
Borgarnesi.
Á ÞESSU ári eru tíu ár síðan Kveldúlfskórinn í Borgarnesi var stofn-
aður. Á þessum tíu árum hefur kórstarfið dafnað og eflst. Oft hefur
kórinn færst mikið í fang og flutt jafnt íslenska og erlenda tónlist frá
ýmsum tímum. I tilefni afmælisins mun kórinn halda nokkra tónleika,
fyrstu tónleikarnir voru sl. sunnudag í Borgarneskirlqu við húsfylli
og hlýjar móttökur. Næstkomandi sunnudag, 6. mars, kl. 17 mun kór-
inn halda tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.
Að sögn stjómanda kórsins, Ingi-
bjargar Þorsteinsdóttur, er á efnis-
skránni trúarleg tónlist sem öll er
sótt til Ameríku. Dagskráin hefst á
nokkrum negrasálmum og koma
fjórir einsöngvarar fram úr röðum
kórfélaga. Eftir hlé flytur kórinn
messuna Misa Criolla eftir Ariel
Ramirez frá Argentínu. Verkið er
hefðbundin messa, en tónlistin er
byggð á argentískri, þjóðlegri hefð
og er sungin á spönsku. Messan er
útsett fyrir kór, tvo einsöngvara og
litla hljómsveit, skipaða hljóðfærum
sem ætla má að séu algeng í Suður-
Ameríku. Einsöngvararnir eru Birna
og Theodóra Þorsteinsdætur.
*.......— TKÞ.
0
a
z
z
i
3
»■
t-
<
I
EINUNGIS
2 BÍLAR EFTIR
A EINSTÖKU
VERÐI
' VEL BÚINN gUARTET Á AÐEINS
1 .297.DDD KR. 1
19 A' 1 loncia Quartet er buinn sparne með bcinni innspytingu, x ökvas □ RFÁIR BÍLAR Á VERÐI SEM EKKI ER HÆGT j AÐ LÍTA FRAMH JÁ. TÖKUM GAMLA B í LA UPPI □ E LÁNUM ÞÉR AFGANGINN. | t vtinni lÁl. VO hcstaila vcl 7% vii. samlæsin.itu á hitrdum o.m.fl, JL^* ^Lm0wMm Æm Vatnagördum - Stmi 689900