Morgunblaðið - 05.03.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
13
Vísindi — bömin og við
eftir Huldu
Jensdóttur
Á æskuárum mínum var máltækið
„vísindin efla alla dáð“ í miklum
hávegum haft, nánast heilagt og
óbrigðult. Móður mína heyrði ég oft
viðhafa þessi orð og þá gjarnan í
tengslum við mikilvægi menntunar.
Aldamótafólk sem hún átti fátt
þess kost að ganga menntaveginn,
þó þá sem nú væri máltækið „mennt
er máttur" vel skilgreint og eftir-
sóknarvert.
Tímarnir breyttust. Nú sitja flest-
ir á skólabekk til fullorðinsára og
þykir ekki umtalsvert og sumir
leggja vísindi fyrir sig. Fyrir vísind-
um bera margir allt að því ótta-
blandna virðingu, enda vísindum
ætlað að standa fyrir því besta og
fullkomnasta.
Við sem erum komin til ára höfum .
lifað slíkar byltingar á sviði vísinda
og tækni, þæginda og forréttinda,
að stundum er erfitt að „hanga á
spýtunni". Allt snýst svo hratt, sem
og það, að spýtan hefur tvær hliðar
og stundum fleiri. Vísindin eru ekki
og hafa e.t.v. aldrei verið, ljúf kær-
leiksverk, til þess eins ætluð að
blessa, bæta, auðga og „efla alla
dáð“. Vísindi virðast títt snúast um
spennandi viðfangsefni, spennunnar
vegna. Að ná sem lengst á rannsókn-
arstofunni, kljúfa og sameina flókn-
ar eindir. Að sanna jafnvel hið
óhugsanlega, eða til að fullnægja
fróðleiksfýsn eða fremur forvitni
jafnvel hégómagirnd án tillits til
afleiðinga og/eða til að koma á
móts við gerviþarfír, eins og síðasta
vísindaafrekið sannar.
Sjálfsagt hefur ekki farið framhjá
mörgum fréttin að nú sé hægt að
taka egg úr fóstri, þ.e. kvenkyns-
fóstri, sem tekið var af lífi í móður-
kviði, ftjóvga eggið og koma fyrir í
legi ókunnrar konu, þar sem það
síðan dafnar og verður að lifandi
mannveru sem fæðist í tímans rás
ef allt fer sem ætlað og þá sem af-
kvæmi einskis manns.
Mörgum finnst þetta vísindaafrek
svo fjarstæðukennt að aldrei muni
það ná fram að ganga, enda sé það
gegn siðgæðisvitund allra hugsandi
manna en — er það svo?
Það er ekki ýkja langt síðan frá-
leitt þótti, og brot gegn öllu sið-
gæði, að barn væri fjarlægt úr móð-
urkviði, nema mikið lægi við. Nú
virðist svo komið, hvað það mál varð-
ar, að menn eru hættir að tala um
það í þ.m. á íslandi.
Á litla íslandi fara mörg hundruð
yfir móðuna miklu árlega án þess
að eftir sé tekið. Þegjandi og hljóða-
laust er mannslífum fargað á altari
efnishyggju. Þegjandi og hljóðalaust
er ríkisstyrkta risafyrirtækið fóstur-
eyðing rekið óáreitt á þeim fölsku
forsendum að fóstrið, barnið í móð-
urlífi, sé ekki manneskja fyrr en það
sé búið að ná „stöðluðum" aldri, sem
misvitrir menn ákveða. Fram að því
sé það ekki neitt.
Sannleikurinn er hinsvegar sá að
um leið og egg og sæðisfruma sam-
einast er líf. Vísir er lagður að vits-
munaveru sem í allri gerð er æðri
og ólík öllu öðru. Eftir örskamman
tíma þ.e. 2'h v. er lítið hjarta —
mannshjarta — farið að slá óreglu-
lega. Eftir 3 v. er slátturinn regluleg-
ur. Æða og öndunarfæri þróast, vís-
ir kominn að kynfærum, skynfærum
og útlimum 6 v. er þar rnunnur,
varir, tunga og mjólkurtennurnar
20 vaxa nú hratt. 7 v. sýnir fóstrið
viðbrögð við áreiti, 8 v. finnur það
til, kreppir litla hnefa, 10 v. hefur
það fengið fullkomna mannsmynd.
11 v. kyngir það, sofnar, vaknar,
12 v. heyrir það.--Viðbrögð við há-
vaða skýr, viðbrögð við tónlist mæl-
ast. 18 v. sýgur það puttann sinn.
Sú hugmynd vísindamanna að
hjálpa óbyijum til bameigna með
því að taka egg úr nokkurra vikna
kvenfóstri sem hefur verið fjarlægt
Hulda Jensdóttir
„Þegjandi og hljóða-
laust er ríkisstyrkta
risafyrirtækið fóstur-
eyðing- rekið óáreitt á
þeim fölsku forsendum
að fóstrið, barnið í móð-
urlífi, sé ekki mann-
eskja.“
úr móðurkviði og koma því fyrir í
legi óbyijunnar, er enn ein sönnun
þess að fóstrið, barnið í móðurkviði,
er lifandi manneskja og svo mikið
lifandi, þrátt fyrir ungan aldur, að
örsmátt egg úr líkama þess getur
orðið að manneskju í öðrum líkama,
öðru legi, sem veitir því skjól og
næringu til vaxtar og þroska.
Flest okkar sem eldri erum drukk-
um í okkur með móðurmjólkinni
virðingu fyrir mannslífum, einnig
því smáa í móðurlífi. Við vissum
fljótt að barnið þar var einstaklingur
með sín sér einkenni sem enginn
annar átti og ekkert gat frá honum
tekið. Við vissum að kyn hans var
ákveðið frá upphafí, augnlitur, hár-
litur og yfírbragð allt. Við vissum
það og að rödd hans yrði ekki sú
sama og nágrannans, hann mundi
tala, hugsa og syngja öðruvísi og
eiga sína eigin drauma. Nú þarf
ekki trú hvað þetta áhrærir, vísindin
hafa sannað það allt. Maður skyldi
ætla að aukin þekking yki einnig
virðingu fyrir sköpunarverkinu mað-
ur, en svo er víðsfjarri. Tæknifijóvg-
un, hjálp foreldrum til handa, sem
gladdi heimsbyggðina á sínum tíma,
hefur snúist í öndverðu sína eins og
margir óttuðust.
Ef nútímakona vill eignast ljós-
hærða hávaxna stúlku, en genarann-
sóknir sýna að barnið sem hún geng-
ur með er lágvaxinn strákur, þarf
hún ekki annað en lyfta hendi. Henn-
ar er valið. Fyrst er það vísindamað-
urinn sem gefur úrskurðinn um
strákinn og síðan hinn vísindamað-
urinn sem fjarlægir niðurstöðuna,
hið óæskilega „modell".
Fósturhlutar og fylgjur streyma í
tugþúsundatali dag hvern til þekktra
snyrtivörufyrirtækja, notaðar í svo-
kölluð hrukkukrem fyrir konur. í
Morgunblaðinu 80. árgangi og 81.
tölublaði, stóð orðrétt í frétt sem þar
birtist: „Merieux fær að meðaltali
19 tonn á dag víðsvegar að úr heim-
inum.“ „Hluti þeirra er seldur öðrum
rannsóknarstofum...", „Að sögn
talsmanns franska fyrirtækisins Roc
er sérstakur legköku(fylgju)kraftur
notaður í þrenn hrukkukrem fyrir-
tækisins.“ Tilvitnun lýkur.
Margir líta svo á að fóstureyðing-
ar — í þeirri mynd, sem nú blasir
við, sé mesta hörmung sem yfír
heimsbyggðina hefur komið. í kjöl-
far þeirra hefur lítilsvirðingin fyrir
mannlegu lífi aukist eins og dæmin
sanna. I framhaldi þar af koma svo
„líknardráp" á ungum og öldnum,
hungurdráp á óæskilegum börnum,
hjálp til sjálfsvíga, leikur með mann-
legt líf á rannsóknarstofum, svo sem
einræktun og erfðafræðilegar fjöld-
atilraunir að ógleymdu því síðasta
að nýta egg úr deyddu fóstri til
fijóvgunar. Allt sprottið af sama
meiði, takmarkalausu virðingarleysi.
Mannleg reisn er fótum troðin.
Þannig hafa vísindin, sem áttu að
efla alla dáð orðið að hrollvekju á
þessu sviði. Um það eru fjölmörg
dæmi, en hér verður staðar numið.
Óbyijan þarf ekki egg frá líflátnu
fóstri til að uppfyllist óskin um að
eignast barn. Á íslandi einu gætu
6-7 hundruð barnlausar fjölskyldur
eignast ár hvert yndislegt bam, sem
gæfí lífinu aukið gildi.
Konur sem hafa gengið í gegnum
lífsreynsluna fóstureyðingu og þær
konur sem vegna tímabundinna erf-
iðleika eða óbærilegs þrýstings telja
sig ekki eiga annarra kosta völ en
að fara í fóstureyðingu eiga alla
samúð og kærleik skilið. Allt sem
mögulegt er að gera þeim til hjálp-
ar og stuðnings er skylda, en fóstur-
eyðing leysir aldrei neinn vanda.
Að vita barn sitt í góðum hönd-
um, ef svo þarf að vera, en ekki
horfið, er huggun sem snýst í
ómælda gleði þegar fram líða stund-
ir. í því felst farsæl lausn.
Barn er ekki eign, hvorki kynfor-
eldris né kjörforeldris. Það er tíma-
bundin gjöf, verðlaun án eignarétt-
ar. Kvöð þess sem á heldur er —
að fara vel með, gera sitt besta,
elska, varðveita, styrkja, leiða til
þroska og farsældar, svo sem kost-
ur er.
Mættum við á Islandi bera gæfu
til að loka fyrirtækinu fóstureyðing
sem slíku. Mætti íslensk þjóð bera
gæfu til að standa vörð um öll sín
börn og bjóða þau hjartanlega vel-
komin. Það er rúm fyrir þau öll.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Þumalínu ogfv. forstöðukona
Fæðingarheimilis Reykjavíkur.
Byggðastefna í blindgötu
Um nefndarálit og tillögur nefndar um flutning ríkisstofnana út á land
eftir Vigfús
Erlendsson
í júlí á síðasta ári kom út skýrsla
með tillögum nefndar um flutning
ríkisstofnana, sem skipuð var af
forsætisráðherra - til þess að gera
úttekt á og tillögur um flutning rík-
isstofnana út á land.
Skýrslan skiptist upp í fimni
kafla. í fyrsta kafla er skilgreining
á störfum nefndarinnar. Annar kafli
er um flutning stofnana frá höfuð-
borgarsvæði til landsbyggðar. Tek-
ið er fram að til að meta hvort
hagkvæmt sé og æskilegt að flytja
stofnanir, sé tekið mið af margvís-
legum atriðum, sem snerta eðli
þeirra og hlutverk. Síðan er fullyrt
að eftir margháttaða athugun
ýmissa stofnana séu nokkrar valdar
til flutnings. Það var greinilega fyr-
irfram búið að ákveða að gera til-
lögur um flutning einhverra stofn-
ana hvað sem tautaði og raulaði,
án tillits til málefnalegra raka.
Hvað varðar hina yfirlýstu marg-
háttuðu athugun, þá er hún ekki
upp á marga fiska.
Eftir þeyting á milli stofnana,
sem nefndarmenn vissu greinilega
í flestum tilfellum lítið um, t.d. hlut-
verk, verkefni eða staðsetningu,
yfirborðsleg viðtöl við stjórnendur
og starfsmenn og greinilega nokkuð
jaml, japl og fuður kom svo hið
merka plagg út. Þetta var náttúru-
lega löngu eftir áður áætlaða tíma-
setningu, enda þurftu nefndarmenn
að vanda sig vel, það var auðvitað
vandasamt að skipta „kökunni“
rétt.
Æins og fyrirfram mátti gefa sér
höfðu þingmennirnir fundið sér
nokkrar ríkisstofnanir til þess að
skipta bróðurlega á milli 7 kjör-
dæma.
Þriðji kafli skýrslu flutnings-
nefndar er um flutning stofnana
að hluta eða útibúastefnu. Fjórði
kafli skýrslunnar fjallar um aðgerð-
ir til að jafna aðstöðu landsmanna
eftir búsetu. Þar er rætt um að
sýslumannsembættin verði gerð að
almennum umboðsskrifstofum fyrir
svæðisbundna stjómsýslu og flutn-
ingi verkefna út á land, bæði frá
stofnunum og ráðuneytum.
Fimmti kafli nefndarálitsins er
síðan um hagnýtingu nútímatækni
í fjarskiptum ogtölvumálum til fjar-
vinnslu.
3.-5. kafli eru ágætir útaf fyrir
sig og ættu ráðherrar og þingmenn
að einbeita sér frekar og vinna frek-
ar úr þeim köflum, en gleyma fyrsta
kafla.
Þegar skýrslan kom út var ég
agndofa á þeim vinnubrögðum, sem
greinilega voru viðhöfð. Þar sem
ég átti síður von á að af svo fárán-
legum hugmyndum yrði lét ég kyrrt
liggja. Nú virðist sem eigi að fara
að hrinda þessum hugmyndum í
framkvæmd og því mál að rísa upp
til andmæla.
Erlendar fyrirmyndir
Flutningsnefnd vitnar í erlendar
fyrirmyndir og erlend rit um flutn-
ing stofnana í nefndaráliti og tillög-
um sínum frá í júlí sl., en heldur
er það nú rýr lesning og virðast
nefndarmenn lítt lesnir í þeim rit-
um, sem vitnað er í. A.m.K. er ekki
hægt að sjá í skýrslunni sjálfri vit-
ræna umfjöllun, heldur eingöngu
„Það var greinilega
fyrirfram búið að
ákveða að gera tillögur
um flutning einhverra
stofnana hvað sem taut-
aði og raulaði, án tillits
til málefnalegra raka.
Hvað varðar hina yfir-
lýstu margháttuðu at-
hugun, þá er hún ekki
upp á marga fiska.“
lista yfir rit og fullyrðingu um að
úr þeim gögnum hafí verið unnið.
Ekki er fjallað á neinn hátt um
þann kostnað eða rask, sem af þeim
flutningum hlaust. Vinnubrögðin
hérna eru gagnrýniverð og skýrslan
ber þess greinileg merki að það var
búið að gefa sér ákveðna útkomu
í upphafi.
Má t.d. nefna að samfara flutn-
ingum á stofnunum erlendis hefur
gjarnan farið fram uppstokkun og
endurskipulagning á stjórnskipu-
lagi og starfsemi viðkomandi stofn-
ana. Oftar en ekki er verið að sam-
eina tvær eða fleiri stofnanir. Einn-
ig hafa slíkir flutningar í flestum
ef ekki ölllum tilfellum farið fram
við góðar aðstæður í atvinnulífi.
Dæmi um þetta er endurskipulagn-
ing og flutningur á skipulags- og
byggingarstofnun Svía, Boverket
frá Stokkhólmi til Karlskrona fyrir
nokkrum árum. Þó stór samfélög,
sem búa við góðar hraðbrautir, lest-
ir, feiju og flugsamgöngur og al-
Vigfús Erlendsson
mennt betri færð þar að auki geti
ákveðið að flytja stofnanir frá höf-
uðborg sinni, er þessu ekki til að
dreifa hér á landi í okkar þjóðfélagi
með okkar erfíðu vetrarsamgöngur.
Bæði samgöngulega, þjónustulega
og fjárhagslega eru slíkir flutningar
hið versta óráð.
Byggðastefnusnakk
Merkilegt nokk heyrðist enginn
þingmaður Reykvíkinga æmta eða
skræmta, þegar skýrslan kom út,
enda ekki von, hér var um „byggða-
stefnu“ að ræða, hið eðla fyrir-
bæri. Byggðastefna, sem þingmenn
hampa gjarnan, heilagt og háleitt
hugtakið er nokkuð, sem þingmönn-
um og fieiri pólitíkusupi er gjamt
að grípa til og tala í kringum mörg-
um fögrum orðum, án þess nokkurn
tímann að hafa sannað einhveija
raunverulega byggðastefnu í verki.
Það sem pólitíkusar hafa aðallega
í raun sýnt í verki til þessa er and-
byggðastefna og gjaldþrotastefna
gagnvart landsbyggðinni. Það vant-
ar hins vegar sjaldan fögur og há-
stemmd orð um „byggðastefnu" og
valddreifingu.
Velferð stofnana og
starfsmanna
Áhugi á velferð starfsmanna og
stofnana ásamt möguleikum þess-
ara stofnana til þess að rækja sín
hlutverk er ekki ofarlega í huga
ráðamanna, þegar teflt er á skák-
borði stjórnmálanna. Ákvarðanir
sem lúta að flutningi stofnana virð-
ast eiga að taka á öðram og veiga-
minni grundvelli en velferð stofnan-
ananna sjálfra og starfsmanna
þeirra. Nei, þetta era einfeldnings-
legar tillögur á grandvelli óljósra
og órökrænna hugmynda um
byggðastefnu. Því það er alltaf
vænlegt til vinsældaveiða að veifa
byggðastefnufánanum. Stjórnmála-
menn ætla sér að gefa kjósendum
blöðrur. Það vita hins vegar allir
hvað loftið er gjamt að síga úr
blöðrum og hversu gjarnar þær eru
á að springa.
Ef af þessum flutningum verður
eiga þeir eftir að koma illilega aftan
að landsbyggðinni og reyndar þjóð-
inni allri í einangran og lakari þjón-
ustu þessara stofnana, og miklu
meiri kostnaði.
Ef þingmenn og ráðherrar vilja
rétta landsbyggðinni bakka með
einhveijum raunverulegum krásum,
þá ættu þeir að snúa sér að alvöru
aðgerðum til uppbyggingar á at-
vinnumálum og útrýmingar at-
vinnuleysis.
Höfundur er starfsmaður hjá
skipulagi ríkisins í
flutningauppnámi.