Morgunblaðið - 05.03.1994, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.03.1994, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994 Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnar tímamótum Afmælistónleikar haldn- ir vegna 30 ára afmælis SKÓLAHLJÓMSVEIT Mosfellsbæjar heldur tónleika í íþróttahúsinu að Varmá sunnudaginn 6. mars klukkan 16. Hljómsveitin heldur upp á 30 ára afmæli á þessu ári en miðað er við fyrstu tónleika hennar sem haldnir voru 17. júní 1964. Með hljómsveitinni koma fram Álafosskórinn, félagar úr Barnakór Varmárskóla, Karlakór- inn Stefnir, Kirkjukór Lágafellssóknar, Mosfellskórinn og Reykja- lundarkórinn og flytja fjölbreytta dagskrá. Meðal höfunda á efnis- skrá eru Beethoven, Verdi, Hándel og Bítlarnir. Auk tónleikanna hefur þessara tímamóta í starfi hljómsveitarinnar verið minnst með útgáfu afmælis- rits. Þar er að finna kveðjur frá gömlum félögum, frásagnir af söngferðum og ágrip af ferli hljóm- sveitarinnar. í pistli Jóns Guð- mundssonar á Reykjum segir að fyrstu spor hljómsveitarinnar hafi verið á þann veg að skólakennar- inn, Birgir D. Sveinsson, hafí spil- að á lúður og að stofnun hljóm- sveitarinnar hafi ekki síst komið til vegna áhuga hans og metnað- ar. Því hafí það orðið úr að hljóð- færi hafi verið keypt árið 1963 og hljómsveit sett á fót í tengslum við Varmárskóla. í ritinu er einnig ávarp forseta bæjarstjórnar Mos- fellshrepps, Helgu Richter, og þar segir að hljómsveitin sé sannkall- aður sveitarsómi. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar „hefur ýmist átt þátt í að skapa blæ menningar og hátíðleika eða blásið lífi og fjöri í hinar margvíslegustu samkomur í bæjarfélaginu". Fram kemur að hljómsveitin hafi verið fyrirmynd slíkrar hljómsveitarstarfsemi í öðr- um sveitarfélögum og þyki hún nú ein besta barna- og unglinga- hljómsveit landsins. Einnig hafi hljómsveitin víða leikið við góðan orðstír á ferðum sínum erlendis. í fyrstu var skólahljómsveitin drengjahljómsveit en árið 1968 fengu stúlkurnar að slást í hópinn og hefur fjölskrúðugt tónlistarlíf sett svip á byggðarlagið frá stofn- un hennar. Karlakórinn Stefnir hefur einnig starfað þar í 50 ár. Jón Guðmundsson á Reykjum seg- ir að áhrif af góðum árangri hljóm- sveitarinnar og gamalgrónum kór- söng séu eflaust stór þáttur í gró- skumiklu mannlífi sveitarinnar. Segir Jón að sá neisti sem kviknað hafi þegar hljómsveitin var sett á laggirnar fyrir 30 árum hafí síðan logað glatt og borið hróður byggð- arlagsins víða. Pétur Guðgeirsson ritar nokkrar línur fyrir hönd foreldra barna í hljómsveitinni og leggur áherslu á uppeldisþátt hljómsveitarstarfsins. Þar læri börnin að vinna saman, lúta aga og taka tillit til annarra og ekki verði á betra kosið hvað hljómsveitina varði. Sérstaklega sé hegðun eldri bamanna til fyrir- myndar og eru Birgi Sveinssyni og tónlistarkennurum færðar þakkir fyrir starf sitt. Opið hús í MS á 25 ára afmæli skólans UM ÞESSAR mundir stendur Menntaskólinn við Sund, áður Mennta- skólinn við Tjörnina, fyrir afmælishátíð vegna 25 ára afmælis skól- ans. Af þessu tilefni verða nemendur, kennarar og starfsfólk með opið hús í skólanum í dag, laugardaginn 5. mars frá kl. 13 til 17. Þar verður saga skólans rakin, gamlar myndir úr skólalífinu sýndar, nám í skólanum kynnt ásamt ýmsu öðru sem ætlað er að gleðja augu gesta. Öllum er velkomið að koma og skoða skólann. Opið hús verður í skólanum frá kl. 13 til 17 í dag. Helstu náms- brautir skólans, eðlisfræði-, líf- fræði-, stærðfræði-, mála-, félags- fræði- og hagfræðideild, verða kynntar af nemendum og kennur- um. Bekkjarkerfi er í skólanum og hefur hver bekkur tekið að sér ákveðið verkefni. Gestum mun standa til boða að kynnast því sem gert er í skólanum af eigin raun, til dæmis með því að taka þátt í eðlisfræðitilraun með rafeinda- stýrðum mælibúnaði þar sem tölvur eru notaðar til mælinga og útreikn- inga. Nýtt merki skólans verður sýnt ásamt altækum umhverfissk- úlptúr sem ber heitið Skólastofan. Dæmigerður MS-ingur verður kynntur, félagslíf, svið skólans, kennarar í áranna rás og viðurnefni þeirra, athyglisverðar efnafræðitil- raunir verða framkvæmdar með stuttu millibili og framtíð MS-inga í þjóðfélaginu verða gerð skil. Einn- ig verður kynnt hvernig það er að vera nýnemi í MS, og er þá margt ótalið, segir í fréttatilkynningu. Foreldrum nemenda og öllum þeim sem útskrifast hafa frá skól- anum verður sent boðsbréf, en ann- ars er öllum velkomið að skoða skólann. Á lóð skólans verða hestar sem yngsta kynslóðin fær að sitja og veitingar verða í kaffihúsi sem verður innan veggja skólans. Flest- ir ættu því að fínna eitthvað við sitt hæfi. Upplýsingar verða veittar við aðalinngang skólans og þeir, sem það vilja, geta fengið leiðsögn um hann. Öllum er velkomið að skoða 'skólann, og skal nemendum í grunnskólum sérstaklega bent á kjörið tækifæri til að skoða hugsan- legan framhaldsskóla sinn. Vinafélag Blindrabókasafnsins Menningarvaka haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur VINAFÉLAG Blindrabókasafns íslands stendur fyrir menningarvöku í Ráðhúsi Reykjavíkur næstkomandi fimmtudag, 10. mars, klukkan 20.30. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem kynnt verður síðar en upplestur og tónlistarflutningur verða meðal atriða. Menningarvak- an er öllum opin og er haldin í þeim tilgangi að efla vinafélagið. Bryndís Þórðardóttir formaður segir að vinafélagið hafi verið stofn- að 28. apríl á síðasta ári og sé mark- mið þess að vinna að málefnum sem auka þjónustu við lánþega Blindra- bókasafnsins. Um er að ræða góð- gerðarsamtök sem vilja vera bak- hjarl safnsins og er það meðal ann- ars gert með fjáröflun. í dag eru meðlimir um 250 en Bryndís segir að það sé öllum opin. Núverandi stjórn og trúnaðarráð eru skipuð 20 manns úr öllum starfsstéttum og flokkum sem eiga það sammerkt að vilja hlúa að safninu. Blindrabóka- safnið verður bráðlega flutt í Hamra- borg í Kópavogi og var upphaflega ætlunin að menningarvakan yrði haldin um sama leyti og flutt væri. Að sögn Bryndísar frestast flutning- arnir um nokkra mánuði. Fólk er hvatt til að mæta á kvöldvökuna og segir Bryndís að öllum sé fijáls þátt- taka í félaginu. Söguleg sérstaða Alþýðu- flokks í landbúnaðarmálum eftir Birgi Hermannsson Alþýðuflokkurinn hefur enga sögulega sérstöðu í landbúnaðar- málum. Þetta er skoðun Bjöms Bjamasonar og rökstudd í Morgun- blaðinu 1. mars síðastliðinn. Með þessari grein var Bjöm m.a. að setja ofan í við ritstjóra Morgun- blaðsins fyrir að voga sér að halda því fram að í deilum um landbúnað- armál síðustu misseri hafi Alþýðu- flokkurinn fylgt hefðbundinni stefnu sinni um áratugaskeið. Sér til fulltingis í röksemdafærslunni reiðir Björn fram kennivald Gunn- ars Helga Kristinssonar dósents í stjórnmálafræði. Þvert á skoðun ritstjóra Morgunblaðsins heldur Björn því fram að það sé Alþýðu- flokkurinn ásamt Jónasi frá Hriflu sem eigi höfuðsök á landbúnaðar- kerfínu. Þessi skoðun Björns Bjarnasonar er röng eins og ég mun sýna fram á, m.a. með tilvitnunum í Gunnar Helga Kristinsson. Björn vitnar í grein sem Gunnar Helgi skrifar í bókina íslensk þjóð- félagsþróun 1880-1990 og ber heitið „Valdakerfið fram til við- reisnar 1900-1959“. Á þessum ámm höfðu flestir flokkar svipaðar skoðanir á landbúnaðarmálum, þó vart verði sagt að þau mál hafi verið mikið áhugamál Alþýðu- flokksins. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur byggðu þetta kerfi upp, en Alþýðuflokkurinn fylgdi straumnum. Gunnar Helgi hefur hins vegar einnig skrifað bók um atvinnustefnu á íslandi eftir 1959 og þar kemur sérstaða Al- þýðuflokksins skýrt fram. Þar segir m.a. um stefnu flokksins á viðreisn- arámnum: „Alþýðuflokkurinn vildi gerbreytingu á stefnu í landbúnað- armálum. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á, að tryggja bæri að neyt- endur gætu keypt landbúnaðarvör- ur á lágu verði; endurskoðun bú- vörulaga átti að fara fram með samráði neytenda og framleiðenda; framleiða átti nær eingöngu fyrir innanlandsmarkað, leggja niður bú sem ekki bæm sig, leggja niður útflutningsbætur í áföngum, breyta lögum um ákvörðun verðs á land- búnaðarvörum og leggja niður styrki til þess að koma í veg fyrir offramleiðslu. Þetta var í fyrsta sinn sem markmið um hagræðingu með þessu sniði komu fram í stefnu- skrám.“ (Bls. 79.) Á öðrum stað segir: „Af stefnuskrám Alþýðu- „Þennan tíma hefur andi Jónasar frá Hriflu hins vegar lifað góðu lífi í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins, með þeim afleiðingum að fest hefur í sessi galið sóunar- og spillingar- kerfi í landbúnaði.“ flokksins allt til 1959 er ekki annað að ráða en hann hafi eindregið stutt uppbygginguna í landbúnaði. Það ár — eftir að slitnað hafi upp úr bandalagi „hinna vinnandi stétta" — sneri flokkurinn við blaðinu í málefnum landbúnaðar, og upp úr því varð hann fyrstur stjómmála- flokka til að krefjast hagræðingar í landbúnaðij1 (Bls. 93.) Það er alveg ljóst af þessum til- vitnunum að Alþýðuflokkurinn hef- ur í yfir þijá áratugi haft sérstöðu meðal íslenskra stjórnmálaflokka í landbúnaðarstefnu sinni. Þennan tíma hefur andi Jónasar frá Hriflu hins vegar lifað góðu iífi í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins, með þeim afleiðingum að fest hefur í Birgir Hermannsson sessi galið sóunar- og spillingar- kerfi í landbúnaði. Þetta kerfi er sá fortíðarvandi sem menn eru nú að vinda ofan af með miklum sárs- auka fyrir marga bændur í landinu. Stefna Alþýðuflokksins beinist ekki gegn bændum sem stétt eða ein- staklingum, heldur gegn því skipu- lagi sem atvinnugreininni hefur verið búið. Þetta skilja ekki Hriflu- Jónasar Sjálfstæðisflokksins og leggjast óttaslegnir í þvergirðings- lega hagsmunagæslu sem engum er til góðs til lengri tíma litið. Auðvitað eru og hafa verið deilur um landbúnaðarmál innan Sjálf- stæðisflokksins. Heldur Björn Bjarnason virkilega að mikil ánægja sé innan borgarstjórnarflokks Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík yfir hamaganginum í Agli Jónssyni upp á síðkastið? Bjöm segir flokkinn hafa náð innbyrðis samkomulagi í þessu efni. Það gleður mitt litla hjarta, en nagandi efínn læðist að mér eftir sem áður. Flokkurinn virð- ist engan sterkan talsmann neyt- enda hafa í sínum röðum og ekki hafa þeir hátt sem að öllu jöfnu ættu að vera talsmenn fijálslyndis í landbúnaðarmálum. Egill Jónsson hefur hins vegar hátt og hótar stjórnarslitum. Sáttin virðist því ekki vera á milli ólíkra sjónarmiða sem togast á, heldur auðmjúk sátt við forystu Egils Jónssonar. Hvort þessi er raunin verður framtíðin að skera úr um. Samstarf Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins í landbúnaðar- • málum hefur verið erfitt vegna ólíkra sjónarmiða og ólíkrar sögu flokkanna. Alþýðuflokkurinn hefur sögulega sérstöðu í landbúnaðar- málum. Það stoðar lítt fyrir Björn Bjarnason eða aðra að neita þessu. Alþýðuflokkurinn hefur verið sjálf- um sér samkvæmur í landbúnaðar- málum um áratuga skeið og getur verið stoltur af því. í öllum meginat- riðum hefur stefna flokksins verið rétt, enda eru aðrir flokkar smám saman að taka hana upp. Höfundur er aöstoðarmadur umh verfisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.