Morgunblaðið - 05.03.1994, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
Eistland
Kim Jong-il
Kim við
hesta-
heilsu
KIM Jong-il, sonur og arftaki
leiðtoga N-Kóreu, Kim II-
sungs, er við ágæta heilsu og
tekur fullan þátt í stjómunar-
störfum, að sögn talsmanns
kóreska minnihlutans í Japan,
Ho Jong-mans. Sögusagnir
hafa um hríð verið á kreiki
um að arftakinn, sem ekki
hefur komið fram opinberlega
síðan í desember, hafi slasast
illa í dularfullu slysi. Ho var
nýlega í N-Kóreu og fór þá í
reiðtúr með Kim yngri sem
er 52 ára. Ho sagði að hann
hefði verið „mjög hraustlegur,
hann tók hvíta hestinn sinn
til kostanna".
Mistök í Hvíta
húsinu
BILL Clinton Bandaríkjafor-
seti viðurkenndi í gær að emb-
ættismenn fjármálaráðuneyt-
isins hefðu gert mistök er þeir
skýrðu embættismönnum
Hvíta hússins frá gangi rann-
sóknar Whitewater-gjald-
þrotamálsins svonefnda í
fyrra. Forsetahjónin tengjast
málinu, talið er hugsanlegt að
þau hafi misnotað aðstöðu
sína til að komast hjá fjár-
hagstjóni er Clinton var ríkis-
stjóri í Arkansas.
UTSALAN
HAFIN
Skinn-gallerí,
laugavegi 66,
sími 20301
Önnumst einnig viðgerðir
á ieðurfatnaði og pelsum
Reuter
„Swatch-bílar“ til sýnis
TVÆR frumgerðir af svokölluðum „Swatchbíl", samvinnuverkefni Mercedes-bílaframleiðendanna í Þýska-
landi og framleiðenda Swatch-úranna í Sviss, voru kynntar á bílasýningu í Stuttgart í gær. Stefnt er að því
að sala á þessari gerð hefjist árið 1997. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort bílarnir verða knúnir raf-
magni, bensíni eða hvorutveggja.
Mart Laar
villfund
með Jeltsín
Moskvu. Reuter.
MART Laar, forseti Eistlands,
lagði til í gær að haldinn yrði
leiðtogafundur Eistlands og
Rússlands til þess að leysa deil-
una um brottflutning rúss-
neskra hersveita frá Eistlandi.
Vasílíj Svírín, sem stýrir samn-
ingum við Eistlendinga af hálfu
Rússa, sagði í gær að ljúka mætti
heimkvaðningunni á tilsettum
tíma ef skriður kæmi á viðræðurn-
ar á ný.
Viðræður um heimkvaðningu
hersveitanna fóru út um þúfur á
miðvikudag út af ágreiningi um
stöðu hermanna sem komnir eru
á eftirlaun og sest hafa að í Eist-
landi. Einnig deila ríkin um kostn-
að við að reisa hús yfir hersveitirn-
ar í Rússlandi.
Bandaríkjamenn hóta Japönum þvingunum vegna viðskiptahagnaðarins
Hosokawa segir brýnt að
auka innflutnmg og neyslu
Tókýó, Washington, London, Genf. Reuter.
JAPANAR létu í gær í Ijós miklar áhyggjur af stefnu stjórnar
Bills Clintons Bandaríkjaforseta sem ákvað á fimmtudag að láta
á ný taka gildi sérstaka tilskipun, svonefnda grein 301, er kveð-
ur á um að beita megi viðskiptalegum refsingum gegn ríkjum
sem Bandaríkin álíta að fari á svig við reglur um frelsi í alþjóða-
viðskiptum. Stjórnvöld í Tókýó hafa áður hótað að kæra slíka
ákvörðun til ráðamanna GATT, alþjóðasamkomulagsins um tolla
og viðskiptamál. Sagði talsmaður stjórnar Morihiro Hosokawa
í Tókýó í gær að ákvörðun Bandaríkjamanna bryti í bága við
GATT-samninga en Hiroshi Kumagai, ráðherra alþjóðavið-
skipta, sagði þó að ekki yrði gripið til gagnráðstafana og held-
ur ekki kært til GATT.
Oþekktur maður
ræðst á Harding
Portland. Reuter.
RÁÐIST var á bandarísku
skautakonuna Tonyu Harding
í almenningsgarði í Portland
í fyrrakvöld og ekki er enn
vitað hver árásarmaðurinn
var.
Talsmaður lögreglunnar í
Portland, Mark Hyde, sagði að
Harding hefði verið að ganga
yfir garðinn að bifreið sinni
skömmu fyrir miðnætti þegar
maðurinn hefði stokkið aftan á
hana, þannig að hún hefði dottið
á jörðina. Harding hefði skrám-
ast á hnjánum og olnbogunum.
Hún var flutt á sjúkrahús og fór
þaðan þegar gert hafði verið að
sárunum.
„Ég er viss um að hún er í
uppnámi og finnur til óþæginda
en að öðru leyti amar ekkert að
henni,“ sagði talsmaðurinn.
Hann sagði að Harding hefði
varið sig og notað tæki, sem gaf
frá sér væl og flæmdi manninn
í burtu.
Ekki er ljóst hvort árásarmað-
urinn hafi vitað hvert fórnar-
lambið var eða hafi ráðist á
Harding af tilviljun. Mjög dimmt
var og Harding sá ekki andlit
mannsins.
Atburðurinn átti sér stað í
--------------------------—
Tonya Harding
grennd við heimili hjóna, sem
Harding hefur búið hjá frá því
hún skildi við eiginmann sinn
fyrrverandi, Jeff Gillooly. Hann
hefur haldið því fram að Harding
hafi samþykkt árás á keppinaut
hennar, Nancy Kerrigan, sem líf-
vörður hennar skipulagði fyrir
vetrarólympíuleikana í Noregi.
Fulltrúar GATT
í aðalstöðvunum
í Genf sögðu í
gær að samtökin
væru ávallt and-
víg því að reynt
væri að hafa
„stjórn á alþjóða-
viðskiptum“ eins
og andstæðingar
Bandaríkj astjóm
segja að hún sé
að reyna að gera með því að heimta
að Japanar kaupi meira af öðrum
þjóðum. Hins vegar væri ekki
hægt að fullyrða að grein 301 bryti
gegn GATT-samningum.
Bandaríkjamenn saka Japana
um að beita hvers kyns óbeinum
innflutningstakmörkunum. Þeir
hafa illan bifur á nánu samráði
ýmissa hagsmunaafla í fram-
leiðslufyrirtækjum Japana og
stofnana ríkisins og telja að oft
ríki þegjandi samkomulag milli
þessara aðila um að hindra inn-
flutning. Er bent á þá erfiðleika
sem mörg erlend fyrirtæki hafa
lent í þegar þau hafa reynt að
brjótast inn á Japansmarkað með
framleiðslu sem keppt gæti við
innlenda, einnig hafa Japanar
verndað hrísgijónabændur af mik-
illi hörku og koma þar til mikil
áhrif þeirra vegna kjördæmaskip-
unar.
Bandaríkjamenn segja að með
því að hlaða upp miklum hagnaði
á utanríkisviðskiptum séu Japanar
óbeint að hamla því að kraftur
hlaupi í efnahagslíf annarra ríkja,
draga úr fjárfestingum þar og
auka á atvinnuleysi. Sendiherra
Japana í Washington varði í gær
landa sína og vísaði því á bug að
þeir hefðu ekkert gert til að draga
úr viðskiptahagnaðinum. Hann
hefði hins vegar aukist að undan-
fömu vegna efnahagskreppu í Jap-
an sem dregur úr innflutningi
vegna minnkandi kaupgetu al-
mennings.
Hosokawa forsætisráðherra
sagði á þingi í gær að gagnrýni
Bandaríkjamanna byggðist að
nokkru leyti á misskilningi en
viðurkenndi þó að hún væri ekki
tilhæfulaus. Hann sagði að lands-
menn yrðu að taka sig á, opna
þjóðfélagið fyrir innflutningi og
erlendum fjárfestingum og auka
innanlandsneysluna.
Þótt hugsanlegar refsiaðgerðir
Bandaríkjamanna gætu valdið
verðfalli á japönskum verðbréfum
fyrst í stað var verðbréfasali í
Tókýó á því að langtímaáhrifin
yrðu ágæt, þær gætu „þvingað
japönsku stjórnina til að opna
markaðina".
Sprengjuárás á
friðargæsluliða
Za^reb, Trieste, Sameinuðu þjódunum. Reuter.
BRESKIR friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna urðu
fyrir sprengjuvörpuárás í Mið-Bosníu í gær og yfirmaður þeirra
sagði að ef slíkt henti aftur yrði farið fram á loftárásir af hálfu
Atlantshafsbandalagsins, NATO.
Króatíska fréttastofan HINA
skýrði frá því að þijár sprengjur
hefðu fallið á búðir friðargæslulið-
anna milli bæjanna Zepce og
Zavidovici í gærmorgun. Sprengj-
umar ollu talsverðum skemmdum
en ekki manntjóni.
Líklegast þykir að Bosníu-Serbar
hafi gert árásina. HINA hafði eftir
l’atrick Darling, yfirmanni bresku
friðargæsluliðanna, að hann myndi
fara fram á loftárásir ef hermenn-
irnir yrðu fyrir árás aftur.
Embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna staðfestu í fyrsta skipti í
fyrrakvöld að herþoturnar fjórar
sem NATO grandaði á mánudag
hefðu komið frá Krajina, yfírráða-
svæði Serba í Króatíu. 1
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
23
Jeltsín Rússlandsforseti reynir að friðmælast við þingið
Hvetur til þjóðareining-
ar til að efla ríkisvaldið
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, reyndi í gær að friðmælast við
þing landsins og hvatti þingmenn allra flokka til að ganga í lið með
sér til að koma á stöðugleika í þjóðfélagi sem væri á barmi stjórn-
leysis vegna örra breytinga. Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra
lýsti yfir fullum stuðningi við Jeltsín og fór hörðum orðum um únga
markaðshyggjumenn sem hann sagði vilja reka fleyg á milli hans
og forsetans.
I ræðu sem Jeltsín hélt á fundi
með allri stjórninni og háttsettum
þingmönnum í Kreml í gær ræddi
hann í fyrsta skipti opinberlega um
þá ákvörðun Dúmunnar í vikunni
sem leið að veita þeim sem stóðu
fyrir valdaránstilraununum í ágúst
1991 og í október síðastliðnum sak-
aruppgjöf. Jeltsín gagnrýndi sam-
þykkt þingsins, sagði hana alvar-
legt brot á stjórnarskránni, en gaf
þó til kynna að hann væri reiðubú-
inn að hafast ekki frekar að í mál-
inu.
Jeltsín kvaðst sannfærður um
þingmennirnir skildu þörfina á því
að sameinasttil að styrkja ríkisvald-
ið til að koma í veg fyrir stjórn-
leysi og stemma stigu við glæpum
í landinu.
Jeltsín sagði að skera þyrfti upp
herör gegn verðbólgunni, fá hana
niður í 5% á mánuði, en hún var
14-16% í febrúar og í fjárlögunum
er gert ráð fyrir að hún verði að
jafnaði um 11-12% á mánuði á ár-
inu.
Tsjernomyrdín boðar „hóflegt
aðhald“
Víktor Tsjemomyrtín ávarpaði
fundinn á eftir Jeltsín og kvaðst
styðja forsetann heils hugar. „Það
er ekki hægt og raunar ósiðlegt að
tala um hugsanleg forsetaefni þeg-
ar við höfum forseta nú þegar,“
sagði forsætisráðherrann, sem hef-
ur sjálfur verið orðaður við framboð
í næstu forsetakosningum. „Forset-
inn er leiðtogi þjóðarinnar, kjörinn
af fólkinu og ég ætla honum enga
rýtingsstungu í bakið, ég er ekki
einn af þeim.“
Tsjernomyrdín sagði ennfremur
að stjórnin myndi beita „hóflegu
aðhaldi" í peningamálum. Hann
sagði að Rússar stæðu frammi fyr-
ir erfiðu vali miili óðaverðbólgu og
hruns í iðnframleiðslunni. „Ef við
látum óðaverðbólgu ganga yfír okk-
ur fer allt á annan endann og við
höfum þá enga möguleika á að
snúa við. En ef við látum iðnfyrir-
tækin lamast blasir við okkur upp-
lausn og ólga í landinu," sagði for-
sætisráðherrann.
Jegor Gajdar, fyrrverandi efna-
hagsmálaráðherra, andmælti þessu
síðar og sagði að stjómin hefði
ekki fylgt aðhaldsstefnu í peninga-
málum og það væri fyrst og fremst
skýringin á hmninu í efnahagslíf-
inu.
Þjóðarsátt í sjónmáli?
Vladímír Shúmejko, forseti efri
deildar þingsins, kvaðst á sama
máli og Jeltsín um þörfina á því
að efla ríkisvaldið og sagði ekkert
mark vera tekið á tilskipunum for-
setans og reglugerðum stjórnarinn-
ar utan Kremlar.
Ræðu Jeltsíns var almennt vel
tekið á þinginu, þrátt fyrir áhyggjur
manna af því að ríkisfjármálin færu
úr böndunum. Sergej Glazjev, fyrr-
verandi fjármálaráðherra, sagði við
blaðamenn að þingið og forsetinn
hefðu svo að segja sömu skoðanir
í efnahagsmálum. „Það hefur skap-
ast traustur grundvöllur fyrir þjóð-
arsátt," sagði hann.
Reuter
Gítaristi
Nirvana úr dái
KURT Cobain, gítarleikari og
aðalsprauta bandarísku hljóm-
sveitarinnar Nirvana, komst
til meðvitundar í gær á sjúkra-
húsi í Rómaborg. Þangað var
hann fluttur rænulaus í fyrra-
kvöld eftir ofneyslu af blöndu
lyfja og kampavíns. Cobain er
27 ára og þykir með fremstu
tónlistarmönnum i dag. Hljóm-
sveitin Nirvana er frá Seattle
í Bandaríkjunum og sló í gegn
fyrir nokkrum árum en fyrsta
breiðskífa hennar seldist í
rúmlega 10 milljónum eintaka.
Cobain hefur átt erfitt í um-
gengni við fíkniefni og m.a.
neytt heróíns. Myndin af Coba-
in var tekin á tónleikum í
París í síðustu viku en þeir
þóttu heppnast með eindæm-
um vel. Hljómsveitin er á tón-
leikaferðalagi um Evrópu.
Höfóar til
. fólks í öllum
starfsgreinum!
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu
mig og sýndu mér margvíslegan heiður á sjö-
tugsafmœli mínu, 5. febrúar síðastliðinn.
Sigurbjörg Jóhanna Þórðardóttir.
HÁSKÓLI ÍSLANDS
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
GÆÐ ASTJ ORNUNARNÁMSKEIÐ
Markviss fræðslustjórn
á tímum gæðastjórnunar
Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað umsjón-
armönnum fræðslu- og þjálfunarmála fyrir-
tækja og þeim, sem vilja kynna sér gæða-
staðla um fræðslu og þjálfun starfsfólks.
Efni: Lýsing á starfssviði fræðslustjórnar
og þjálfunarkerfi sem tryggir þjálfun starfs-
manna.
Kynnt verða ýmis líkön og verkefni.
Leiðbeinandi: Gunnar Svavarsson, verkfr.,
fræðslustjóri hjá Bifreiðaskoðun Islands.
Tími: 8. og 9. mars kl. 9-12. Verð: 7.500 kr.
Gæðakerfi - ISO 9000
Gæðastjórnun í fyrirtæki þínu
Efni: Áhersla verður lögð á skilning á stöðl-
unum og túlkun þeirra á gæðastjómun.
Ennfremur verður uppbygging gæðakerfis
og gerð gæðahandbókar tekin fyrir. Þátttak-
endur æfa sig í að meta hvernig fyrirtæki
stendur miðað við kröfur staðlanna.
Leiðbeinendur: Pétur K. Maack, prófessor
við HÍ, og Kjartan Kárason, forstjóri
Vottunar hf.
Tími: 9., 16. og 23. mars kl. 13-18.
Verð: 15.600 kr.
Skráning í síma 694940, fax 694080. Upplýsingar í símum 694923, -24 og -25.
.UífK<vt/i i nd'i'K wAmm (Hnnrrniiv aiíiiIihU >I‘)itJx>4 I_______________________
Reuter
Drengur með mynd af Lenín á Rauða torginu í Moskvu,
Ef þú kaupir
nýjan eða notaðan
Ski-doo vélsleða
núna •••
Bfldshöfða 14
112 Reykjavík
Sími686644
Tilboðið gildir eingöngu um vélsleða að verðmæti kr. 200.000,-
eða dýrari. Um uppítökur er ekki að ræða í tilboði þessu nema
að sérstaklega sé um samið. Umboðsmenn okkar eru: Bflval á
Akureyri, Nonni, Bolungarvík og Bílasalan Fell, Egilstööum.
færðu aukahlutri
að verðmætri
kr. 30.000,-
ókeypris!
ri^íSLI IÓNSSON HF