Morgunblaðið - 05.03.1994, Síða 27

Morgunblaðið - 05.03.1994, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994 27 Verðkönnun á fermingarmyndatökum Myndatökurnar kosta frá 9.700 krónum til 13.500 kr. NÝLEGA kannaði Samkeppnis- stofnun verð á fermingarmynda- tökum hjá 14 Ijósmyndurum á höfuðborgarsvæðinu. í ljós kom að það er afar mis- jafnt hvað er innifalið í verði myndatökunnar. Sem dæmi má nefna að fjöldi „lappa“ er afar mis- munandi og einnig eru myndirnar af ólíkum stærðum. Útilokað var talið að gera raun- hæfan samanburð á verðlagningu ljósmyndastofanna og í frétt frá Samkeppnisstofnun segir að því beri að skoða tölurnar sem upplýs- ingar fyrir neytendur. í flestum til- vikum er miðað við litmyndir og ekki lagt mat á gæði og þjónustu. Tom Söderman, sendiherra Finn- lands á íslandi. Fyrírlestur í Norræna húsinu SENDIHERRA Finnlands á ís- landi, Tom Söderman, heldur fyr- irlestur í Norræna húsinu sunnu- daginn 6. mars kl. 16 um finnsku forsetakosningarnar sem fram fóru í nóvember sl. og um gildi forsetaembættisins í finnskum stjórnmálum. Tom Söderman mun svara fyrir- spumum gesta að fyrirlestri loknum en fyrirlesturinn er á sænsku. Hinn nýkjömi forseti Finnlands, Martti Ahtisaari, tók við embætti þann 1. mars. ----» ♦ ♦--- Námskeið Amnesty Int- ernational HALDIÐ verður námskeið á veg- um Islandsdeildar Amnesty Int- ernational í Hlaðvarpanum við Vesturgötu mánudaginn 7. mars kl. 20.30. Tilgangur námskeiðsins er að kynna þeim sem hafa áhuga á að starfa með Amnesty Intemational þær leiðir sem bjóðast til virkrar þátt- töku í baráttu hreyfingarinnar gegn mannréttindabrotum. A námskeiðinu verður §allað um starfsvið samtak- anna, uppbyggingu þeirra, baráttuað- ferðir og veitt þjálfim í bréfaskrifta- tækni. Aðgangur er ókeypis. Fermingar- Fjöldi lappa Aukagjald v. Stækkun á Stækkun á Stækkun á myndataka innifaldir myndatöku á einni mynd einni mynd einni mynd 10x12 ferm.daginn 13x18 18x24 24x30 12.520 12 1.175» 3.350 4.250 6.300 . 12.0002' 6” 2.000 2.800 3.900 12.000 14-16 1.800” 3.970 5.200” 10.000 4 2.000 3.000 4.000 12.000*’ 63’ 2.000 2.800« 3.900» 11.500” 12-15 2.375 3.360 3.548 11.4 0 08’ 10-12 3.4209’ 4.67 59> 6.3709’ 12.000u” 6 2.000 2.800» 3.900« 10.800 18 2.980 3.750 4.920 13.500’” 12-16 2.900 4.100» 7.000”” 10.500'3’ 10 2.950 3.900» 5.600 9.700 8 2.400 3.800"’ 4.800 6.900 9.900 8 3.3109’ 4.59 09’ 6.8509’ 11.900 12 2.350 3.100 3.940 6.450”» Ljósmyndarinn Jóhannes Long, Þarabakka 3, R. Ljósmyndast. Bama- og fjölskyldumyndir, Ármúla 38, R. Ljósmyndast. Gunnars Ingimarssonar, Stigahlíð 45, R. Ljósmyndast. Hafnarfjarðar, Strandgötu 41, Hafnarf. Ljósmyndast. Kópavogs, Hamraborg 11, Kóp. Ljósmyndast. Kristjáns Magnússonar, Einholti 2, R. Ljósmyndast. Ljósmyndír Rutar, Grensásvegi 11, R. Ljósmyndast. Mynd, Trönuhrauni 8, Hafnarf. Ljósmyndast. Nýja myndastofan, Laugavegi 18, R. Ljósmyndast. Nærmynd, Laugavegi 178, R. Ljósmyndast. Reykjavíkur, Hverfisgötu 105, R. Ljósmyndast. Sigríðar Bachmann, Garðastræti 17, R. Ljósmyndast. Svipmyndir, Hverfisgötu 18, R. Ljósmyndast. Þóris, Rauðarárstíg 20, R. 1) Innifalið í aukagjaldi ein stækkun 20x25. 2) Innifalið í verði eru.tvsr stækkanir 20x25 og ein stækkun 30x40 mynd í ramma. 3)~13xl8. 4) Tilboð. 5) 20x25. 6) í ramma. 7) Innifalið í verði eru tvær stækkanir 18x24. 8) Hægt er að ve\ja um litmyndir eða svart/hvítar myndir. 9) 10% afsláttur. 10) Innifalið í verði eru þijár stækkanir 13x18. 11) Innifalið í verði er fjölskyldumyndataka og/eða af systkinum. 12) 28x36. 13) Innifalið í verði eru tvær stækkanir 13x18. 14) 15x21. F^ölskyldu tónleikar í Keflavík KENNARAR Tónlistarskólans í Keflavík halda tónleika á sal skól- ans í dag kl. 15. Tónleikarnir eru liður í „Menningarvöku fjölskyld- unnar“ sem nú stendur yfir í Keflavík. Á efnisskránni, sem miðuð er við að allir fjölskyldumeðlimir geti haft gaman af, verður allt frá fínasta jassi til klassískrar tónlistar. Sér- staklega hefur verið hugsað til barn- anna í þessu sambandi. Einnig verða frumflutt verk eftir tvo af kennurum skólans. Þetta er í fimmta.sinn sem kenn- arar Tónlistarskólans standa sam- eiginlega fýrir tónleikum. Hefur það mælst mjög vel fyrir hjá bæjarbúum og ávallt verið húsfyllir. Aðgangur að tónleikunum í dag er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Morgunblaðið/Rúnar B. Ólafsson Gömul japönsk farþega- flugvél í Leifsstöð GÖMUL japönsk farþegaflugvél hafði stutta viðdvöl á Keflavíkurflug- velli sunnudaginn 20. febrúar sl. Flugvélin er af gerðinni NAMC YS- 11 og er smíðuð í Japan og er sjald- séð á flugvöllum hérlendis. Þessi flugvélartegund er fyrsta farþegavél sem Japanir framleiða til útflutn- Vöm í sókn á Patreksfirði eftír Karl Steinar > Oskarsson Ég undirritaður, Karl Steinar Óskarsson, leiðbeinandi við Grunn- skólann á Patreksfírði og við Fram- haldsskóla Vestfjarða, býð mig fram í annað sætið á lista sjálfstæð- ismanna á Patreksfirði til komandi sveitarstjómakosninga. Nái ég kjöri í annað sæti mun ég beita mér sérstaklega í mennta- og atvinnumálum og þar með stuðla að bjartari framtíð fyrir alla Pat- reksfirðinga. Árið 1979 var hafist handa við að byggja nýtt hús við grunnskólann og var þar mikið gæfuspor stigið, en að árið 1994 skuli rétt vera búið að taka fjórðung hússins í notkun er hreinasta hneisa. Ég tel það mjög brýnt að hraða byggingu nýja skóla- hússins og stórefla þar með aðstöðu nemenda til að stunda - nám sitt. Framhaldsdeildin sem stofnuð var á Patreksfírði síðastliðið haust ber merki um kjark og þor þeirra sem að stofnun hennar stóðu, það er ómetanlegt fyrir Patreksfirðinga að eiga kost á framhaldsskólamenntun í sinni heimabyggð og fólk á öllum aldri ætti að nýta sér þann mögu- leika. Það er ætlun mín að stuðla að eflingu framhaldsdeildarinnar á alla vegu. Um þessar mundir er mikið rætt ium kvóta, eða ætti ég heldur að Karl Steinar Óskarsson „Það er nefnilega hægl að tvöfalda kvóta okkar Patreksfirðinga á tveim til þrem árum einfaldlega með því að fara í þorskeldi.“ segja kvótaleysi, á Patreksfirði og er sú umræða heldur leiðinleg og gerir fólk svartsýnt, en hvernig j væci: BU ftðitaia umÞnýjarrJéÍðjr tjl að auka kvótann í byggðarlaginu? Það er nefnilega hægt að tvöfalda kvóta okkar Patreksfirðinga á tveim til þrem árum einfaldlega með því að fara í þorskeldi. Það hefur verið sýnt fram á það með vísindalegum rökum að með tiltölulega litlum kostnaði er hægt að ala þorsk á kvíum í fjóra til sex mánuði og á þeim tíma tvö- eða þrefaldar hann þyngd sína. Þetta mál hef ég kynnt mér sérstaklega vel á undanförnum mánuðum og er alveg ljóst að í þorskeldinu liggja miklir möguleik- ar. Patreksfirðingar, stöndum sam- an að þessu máli, nýtum okkur sér- þekkingu okkar í útgerð og fisk- vinnslu og blásum til sóknar á ný. Ferðamannaþjónusta á íslandi er í örum vexti og mun ég standa að eflingu hennar hér á Patreksfirði þar sem möguleikamir em óþtjót- andi. Hvert sem litið er blasir við náttúrufegurð og stutt er á alla sögufrægustu staðina á sunnan- verðum Vestfjörðum. Þetta er óplægður akur sem okkur ber að rækta og auka um leið möguleika okkar á nýjum sviðum. Ágæti Patreksfirðingur, viljir þú stuðla að framgangi þessara mála, bið ég þig að styðja mig í annað sætið á lista sjálfstæðismanna í komandi prófkjöri 5. mars 1994. Höfundur er leiðbeinandi og býður sig fram í prófkjöri qjálfstæðismunm á PMreksfirði.; SKEMMTANIR ■ EINKAKL ÚBBURINN Haldinn verður dansleikur á Þotunni í Keflavík laugardag- inn 5. mars. Hljómsveitin Bubbleflies leikur fyrir dansi. Kiddi í Hljómalind verður í diskóbúrinu. Félagar í Einka- lúbbnum eru sérstaklega vel- komnir og býðst þeim 50% af- sláttur af miðaverði allt kvöld- ið. í tilefni af tveggja ára af- mæli Einkaklúbbsins býður veitingahúsið Ráin í Keflavík klúbbfélögum sérstakan hátíð- armatseðil á góðu verði sem gildir ti! 11. mars. UFEITI DVERGURINN Svo- kallað Höfðakvöld verður haldið á veitingastaðnum Feita dvergnum helgina 5. mars. Tek- ið verður á móti gestum með veitingum við innganginn. Hljómsveitin Útlagar munu leika kántrýtónlist í bland við annað efni. Hljómsveitin mun hefja leikinn kl. 22.30. UBLÚSBARINN Hlljómsveit- in Bláeygt sakleysi leikur laugardagskvöld. Meðlimir hijómsveitarinnar eru Rúnar ívars, Rúnar Ingi, Bjarki Rafn og Baldvin Hrafns. ings, fýrsta flugvélin flaug 1962, alls hafa verið smíðaðar 192 flugvél- ar af þessari gerð og naut hún tals- verða vinsælda hjá flugfélögum víða um heim. NAMC YS-ll-flugvélin tekur 64 farþega og er knúin af tveim Rolls Royce Dart-hreyflum. Flugvél- in sem hér hafði viðdvöl hafði ein- kennisstafina P4-KFA og skráð í Aruba en þangað var för vélarinnar heitið. Þegar flugvélin verður komin til síns heimalands verður sett í hana lúxusinnrétting og henni breitt í einkaflugvél. ■ 10. BEKKUR Snælandsskóla í Kópavogi stendur fyrir körfubolta- maraþoni í íþróttahúsi skólans um helgina. Byrjað verður kl. 12 í dag, laugardaginn 5. mars, og haldið sleitulaust áfram til kl. 12 sunnudag- inn 6. mars. Maraþonið hefst á móti með sex 5-6 manna liðum. Þá verður troðslukeppni og síðan þriggja stiga skotkeppni. Eftir það verða engin lið, heldur spilað með fijálsri skipt- ingu. Þessi uppákoma er liður í fjár- öflun 10. bekkjar fyrir vorferðalagið. ■ SNYRTISTOFA Sigríðar Guð- jónsdóttur hefur flutt sig um set. Stofan fluttist frá 2. hæð á Eiði- storgi 15 og niður á 1. hæð á Eiði- storgi 13. ■ BULGARIUFELAG Islands heldur aðal- og skemmtifund sunnudaginn 6. mars kl. 15 í sal Trésmíðafélags Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30, 2. hæð. Á dagskrá verða stutt aðalfundar- störf, upplestur á smásögu eftir búlgarska rithöfundinn Elin Pelin, búlgarskar listakonur flytja tónlist og að lokum verða óvæntar uppá- komur. Fundargestir fá „Martin- itsa“ til þess að óska þeim góðrar heilsu og hamingju, boðið verður upp á heimabakaðar kökur með kaffinu og leikin verður þjóðleg tónlist af hljómsnældum. ■ LÝÐVELDISGANGAN heldur áfram á morgun, sunnudaginn 6. mars. Gengið verður um miðbæinn og Þingholtin og rifjaðir upp merk- ir atburðir árið 1914 á stöðunum þar sem þeir gerðust og munir sem tengjast þeim skoðaðir. Farið verð- ur frá Ingólfstorgi kl. 10.30. Á leið- inni verður fjallað um stofnun Skíðafélags Reykjavíkur, Verka- kvennafélagsins Framsóknar, Eim- skipafélags íslands og Dýravernd- unarfélagsins. Árið 1914 voru röntgentæki tekin í notkun á ís- landi. Kl. 13 verður farið í rútu frá Umferðarmiðstöðinni í tvær göngu- ferðir. Gengið frá Ártúnsbrekku upp í Lækjarbotna og skíðaganga á Hellisheiði. ■ KÖKUBASAR í Kirkjuhvoli. Ferðasjóður eldri deildar Æsku- lýðsfélags Garðakirkju mun standa fyrir kökubasar í safnaðar- heimilinu Kikjuhvoli við Kirlgu- lund í Garðabæ sunnudaginn 6. mars kl. 14-17. ■ BYLTINGIN á Kúbu á kross- götum er yfirskrift fundar sem Málfundafélag alþjóðasinna stendur að í dag, laugardaginn 5. mars, kl. 15 í MIR-salnum, Vatns- stíg 10 í Reykjavík. Frummælandi er Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir, sem er nýkomin úr heimsókn til Kúbu. Langur laugardagur á Laugavegi Útsalan heldur áf ram Meiri verðlækkun. Kuldaskór herra kr. 3.000. ^kósatan Laugavegi 1, sími 16584. Póstsendum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.