Morgunblaðið - 05.03.1994, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
Þorleifur Ámi
Reynisson - Minning
Ég var sjö ára þegar ég kynntist
Þorleifi fyrst. Ég var í ísaksskóla,
jafngamall Þorleifí. Við urðum fljótt
bestu vinir og vorum enn þegar
hann féll frá skyndilega.
Þorleifur var alltaf mjög vitur
um alla hluti og ef kennarinn spurði
okkur erfíðrar spurningar var það
venjulega Þorleifur sem vissi svarið.
Ég ímyndaði mér oft að Þorleifur
ætti eftir að verða ríkur því að
hann hafði mjög gott fjármálavit.
En það besta og mikilvægasta var
að Þorleifur var traustur og góður
vinur.
Þorleifur minn, ég vona að þú
verðir vel geymdur í Guðs ríki og
að hin góða minning þín megi ætíð
iifa.
Við þessi orð Áma viljum við
foreldrar bæta nokkrum orðum:
Það var okkur öllum mikið happ
og gleði þegar við eignuðumst
kunningsskap og vináttu Þorleifs
Árna, Líneyjar og Reynis. Vinátta
drerigjanna var traust frá upphafi.
Enginn fær því þeim harmi lýst í
orðum sem slysið ógurlega vakti,
slysið sem tók líf Þorleifs Árna, á
~i-3. ári. Þann harm munum við bera
lengi, svo skært var ljósið sem
slokknaði. Við sem eigum böm á
þessum aldri skynjum og skiljum
hvað á foreldra Þorleifs er nú lagt.
Þorleifur var skarpur og næmur
drengur, mikill rannsóknarhugur,
en líka glaðsinna, áhugamálin
óvenjuleg, ímyndunaraflið frjótt og
uppátækin mörg. Á hugann leita
ólík minningabrot. Vinátta sem
hófst í ísaksskóla, dagsheimsóknir,
næturgisting, dvöl í Vatnaskógi,
íárengur sem kunni ensku reiprenn-
andi, var að læra frönsku, kunni
skylmingar og að spila á harmon-
iku, drengur sem hafði farið svo
víða. Það er ómetanlegt fyrir for-
eldra að vita böm sín í slíkum fé-
lagsskap.
Megi hin bjarta minning sem við
eigum um Þorleif Árna Reynisson
milda sorg Líneyjar, Reynis og ann-
arra aðstandenda, okkar allra.
Árni Helgason,
Gerður og Helgi.
í dag er frændi minn, Þorleifur
Árni Reynisson, borinn til grafar.
Mér finnst það hafi verið í gær sem
mamma sagði mér að Líney og
Reynir væm búin að eignast dreng.
Það fór um mig sælutilfinning, ég
hafði eignast lítinn frænda. Er
tímar liðu varð hann vinur og bróð-
ir í senn.
Eftir því sem árin liðu komu æ
betur í ljós ágætir persónueiginleik-
ar hans. Ég man eitt sinn þegar
Þorleifur var ekki meira en fjögurra
ára að hann kom í jólaboð til okk-
ar. Þar var hundurinn Lubba sem
var orðin gömul og ergileg. Þorleif-
ur óð beint að hundinum, Líney
varð hrædd, en það var óþarfi. Með
blíðuhótum sefaði hann krakka-
fælnu Lubbu sem strax tók Þorleifi
sem góðum vini.
Þorleifur var stór og stæltur þeg-
ar sem lítið barn og ég sagði alltaf
við hann að eitt sinn myndi hann
spila körfubolta eins og ég. En með
árunum lagði hann stund á skylm-
ingar, sú íþrótt sameinaði kraft,
fegurð og list en þessi þijú orð áttu
vel við Þorleif Áma sem með sínum
mikla metnaði og þrotlausu æfing-
um skaraði fram úr í íþrótt sinni.
Yndislegustu dagar mínir sl.
sumar voru þeir þegar Þorleifur var
með mér á tveggja daga golfmóti
á Hvaleyrinni. Eg sótti hann um
morguninn sem mótið byijaði og
bjóst við að ég þyrfti að skýra fyr-
ir honum allar reglur og um hvað
þetta allt snerist. En það var óþarfi,
Þorleifur þekkti allar reglumar.
Þann dag þrömmuðum við frændur
um grænar grundir og spjölluðum
um alla heima og geima. Þeir sem
voru með okkur spurðu hver þetta
væri. „Þetta er frændi minn,“ svar-
aði ég stoltur. Menn spurðu hvort
hann spilaði golf því að þeir sáu
og heyrðu að hann kunni heilmikið
fyrir sér í listinni. Jú, Þorleifur
kvaðst spila golf - en bara í tölv-
unni sinni. Við svar hans varð „gen-
eral“ hlátur. Þorleifí brást ekki
húmorinn frekar en fyrri daginn.
Seinni mótsdaginn var rigning og
mér gekk ekki sem best en frændi
minn stappaði i mig stálinu og
sagði: „Þér gengur þó vel með pútt-
in.“ Alltaf tókst honum að sjá eitt-
hvað jákvætt við alla hluti. Þegar
mótinu var lokið ákváðum við
frændur að byija að æfa golf næsta
sumar undir leiðsögn minni. Það
verður ekki í bráð en einhvern dag-
inn munum við frændur samt ganga
eftir grænum grundum en þá verð-
ur Þorleifur leiðbeinandinn minn.
Þegar ég var lítill las mamma
fyrir mig bókina Bróðir minn Ljóns-
hjarta eftir Astrid Lindgren. Það
varð uppáhaldsbókin mín og ég
veit að mamma hans Þorleifs las
hana líka fyrir hann. Mig langar
að enda þessi minningarorð á til-
vitnun í bókina: „„Veistu að ég dey
bráðum?“ sagði ég grátandi. Jónat-
an hugsaði sig um andartak. Það
var eins og hann vildi ekki svara
þessu en svo sagði hann. „Já, ég
veit það.“ Þá grét ég enn sárar.
„Hvemig getur nokkuð svo hræði-
legt gerst að sumir verði að deyja
þegar þeir eru ekki einu sinni orðn-
ir tíu ára?“ Veistu Snúður, mér
finnst það ekki svo hræðilegt,"
sagði Jónatan. „Ég held að þér
muni þykja það mjög gaman.“
„Gaman!“ sagði ég. „Er eitthvað
gaman að liggja dauður niðri í jörð-
inni?“ „Uss,“ sagði Jónatan. „Það
er bara hulstrið utan um þig sem
liggur þar. Þú sjálfur flýgur burt á
allt annan stað.“ „Hvert þá?“ spurði
ég forviða því ég gat næstum ekki
trúað því sem hann sagði. „Til
Nangijala,“ sagði hann.“
Hver veit nema það verði í
Nangijala þar sem við Þorleifur
frændi hittumst næst. En hvar sem
það verður verða fagnaðarfundir.
Ég kveð elskaðan frænda minn með
þakklæti fyrir allt sem hann gaf
mér og allt sem hann var mér á
sinni stuttu ævi.
Þinn frændi,
Friðfinnur V. Hreinsson
Ungur drengur er látinn. Hjart-
kær systursonur, einkabarn móður
sinnar, hefur lokið allt of skammri
jarðvist sinni. Hjartasárin blæða.
Fyrir næstum hálfri öld lá lítil
stúlka í hnipri milli tveggja hey-
galta á túninu á Húsafelli í Hafnar-
firði. Hún lá á bæn og bað guð sinn
í hljóði að barnið, sem móðir henn-
ar var að fæða, yrði falleg og heil-
brigð systir. Guð heyrði bænina og
um kvöldið kom í heiminn yndisleg
stúlka. Þetta var Líney, litla systir-
in langþráða, og nú voru systurnar
á Húsafelli orðnar þijár auk stóru
bræðranna. Þrátt fyrir talsverðan
aldursmun á okkur systrunum
mynduðust milli okkar náin tengsl
þegar á unglingsárum mínum. Móð-
ir okkar var heilsuveil og dó frá
okkur ungum og þar sem ég var
elst mátti oft ekki á milli sjá hvort
ég var í hlutverki móður eða syst-
ur, einkanlega þegar Líney átti í
hlut.
Árin liðu og við systkinin eignuð-
umst maka og börn en einn skugga
bar á. Líneyju varð ekki barna auð-
ið. Allra leiða var leitað en allt kom
fyrir ekki. Guð ætlaði víst ekki að
gefa henni barn. Þá ákvað stóra
systir að taka til sinna ráða. Fallega
stúdentsmyndin af Líneyju var sett
upp á hillu heima hjá mér og við
hlið hennar undurfögur stytta af
móður með nýfætt barn í fangi sér.
Daglega horfði ég á konurnar mín-
ar á hillunni, systur mína og móður-
ina með barnið, og bað guð þess
jafnheitt og ég hafði 'beðið hann
forðum daga þegar Líney fæddist
að gefa henni barn. Enginn vissi
þetta nema við Líney, þetta var
leyndarmálið okkar. Loksins, loks-
ins leit út fyrir að bænirnar hefðu
verið heyrðar, Líney átti að fá úr-
skurð um það hvort hún væri barns-
hafandi eða ekki. Þennan dag var
jarðarför í ættinni svo að ég gat
ekki verið heima til að fá fréttirnar
en við komum okkur saman um að
ef svarið væri jákvætt kæmi Líney
í kirkjuna í hvítu nýju sumarkáp-
unni sinni. Ég man ennþá gleðina
sem gagntók mig þegar Líney gekk
inn eftir kirkjugólfinu í hvítu káp-
unni. Um leið stafaði sólin geislum
sínum inn um gluggann og baðaði
hana ljósi. Kraftaverkið hafði gerst,
guð hafði heyrt bænir okkar, hann
ætlaði að gefa Líneyju barn. Þetta
barn var Þorleifur Árni, sólargeisl-
inn hennar og kraftaverkið mitt,
sem kvaddur er i dag í hinsta sinn.
Frá fyrstu stundu var þessi ynd-
islegi drengur sannkallaður sólar-
geisli og gleðigjafí öllum sem hon-
um kynntust. En einkum þó foreldr-
um sínum, þeim Líneyju Friðfinns-
dóttur og Reyni Oddssyni. Og þau
kunnu svo sannarlega að meta sól-
argeislann sinn. Oft á lífsleiðinni
hef ég kynnst góðum foreldrum en
ég vona að ég halli ekki á neinn
þegar ég segi að enga foreldra hafi
ég þekkt sem ræktuðu barnið sitt
eins og vel og þau gerðu. Ekki með
dekri eða ofgnótt veraldlegra hluta
heldur með kærleika sínum og
umhyggju. Af hvoru tveggja áttu
þau nóg. Þau töluðu við hann, hlust-
uðu á hann, lásu fyrir hann og völdu
honum hollt lestrarefni. Þau komu
fram við Þorleif Árna frá fyrstu tíð
af þeirri virðingu, tillitssemi og
kurteisi sem þeim er eðlislæg. Þau
leiðbeindu honum og hrósuðu en
tóku aldrei ábyrgðina frá honum,
ábyrgðina á eigin orðum og gerð-
um. En fyrst og fremst elskuðu þau
hann og ást þeirra nær út yfir gröf
og dauða.
Þorleifur Árni var frá fyrstu
bemsku miklu þroskaðri en aldur
hans sagði til um. Það kom vel í
ljós sl. haust þegar leiðir foreldra
hans skildu. Þá var hann ekki leynd-
ur neinu heldur var hann, eins og
endranær, fullgildur viðmælandi.
Þrátt fyrir erfiðleika þá sem foreldr-
ar hans gengu í gegnum var hagur
barnsins það sem skipti þá mestu
máli. Satt að segja var stórkostlegt
að fylgjast með hvemig þessi litla
fjölskylda komst yfir þennan erfiða
hjalla og hvernig foreldramir rækt-
uðu samband sitt sem vinir. Vinir
sem hlutu að skilja en áttu sér samt
sem áður sameiginlegt takmark;
heill og hamingju barnsins síns.
En nú þyrpast minningarnar að,
einstök atvik skýrast og ég endur-
lifi atburðina. Lítill fjögurra ára
drengur liggur mér við hlið í stóra
hjónarúminu. Mamma er að fljúga
og pabbi staddur erlendis vegna
atvinnu sinnar. Þá er gott að vera
hjá Helgu frænku, Hreini, Friðfinni
og Elínu Önnu. Ekkert finnst litla
frænda eins gaman _og að láta
spyija sig spurninga. Ég er undir-
búin og hef sankað að mér heilum
bunka af spurningum. En það er
sama hversu erfiðar spumingarnar
em, sá litli veit ævinlega svarið.
Loks get ég ekki orða bundist og
segi: „Þorleifur minn, hvemig
veistu svona mikið?“ Þá ljóma fal-
legu augun og hann svarar:
„Mamma og pabbi era búin að segja
mér þetta allt saman.“ Stoltið yfir
þeim leyndi sér ekki.
Við erum á leið heim eftir vorhá-
tíð í ísaksskóla. Frændi lýsir fyrir
mér kennaranum, bekkjarsystkin-
um sínum og skólalífinu. Hann er
rólegur og yfírvegaður og segir
skipulega frá, m.a. frá því hvernig
hann fékk hrist af sér hrekkjusvín
sem létu hann ekki í friði. Þau lögðu
hann í einelti um haustið en í jólafrí-
inu hugsaði hann upp ráð til að ná
tökum á tilerunni. Hann gerði sér
áætlun svo pottþétta að ég hugsaði
með mér hvaða herforingi sem
væri gæti verið stoltur af slíkri
áætlun. „En dugði hún,“ spurði ég,
„láta hrekkjusvínin þig nú í friði,
Þorleifur minn?“ „Ja-há alltaf,“
sagði hann „og ekki bara mig held-
ur vin minn Iíka.“ Auðvitað, hann
hugsaði líka um vin sinn.
Hann er að útskrifast úr ísaks-
skóla. Við eram þarna öll, foreldr-
arnir ljóma af stolti yfir efnilegum
drengnum sínum. Hann fer með
kvæði eftir Halldór Laxness. Hann
er yfirvegaður eins og æfður ræðu-
maður eða leikari og flytur ljóðið
skýram rómi. Alltaf sama rólega
fasið, þrátt fyrir að hann sé feiminn
að eðlisfari.
Ég er að flytja á Tjarnarbraut-
ina. Þorleifur Ámi er að hjálpa til
og er dijúgur við verkið. í nokkrum
kössum, sem eru ekki alveg lokað-
ir, eru gömlu bækurnar barnanna
minna og allt í einu er Þorleifur
horfinn. Við föram að svipast um
eftir honum og loksins finnst hann
í einu herberginu. Þar situr hann á
gólfinu flötum beinum með bók í
kjöltunni, niðursokkinn í lestur.
Þarna hefur hann komist í feitt.
Auðvitað fékk hann bækurnar lán-
aðar og á nokkrum dögum hafði
hann innbyrt þær allar. Hann var
ótrúlega afkastamikill og góður les-
ari, las bæði hratt og vel og mundi
auk þess allt sem hann las enda
frábær námsmaður.
Ég er komin í heimsókn í Mið-
skóga, þangað sem fjölskyldan er
nýflutt. Faðir Þorleifs er ekki
heima, við Líney systir ætlum að
spjalla saman eftir að Þorleifur er
kominn í rúmið. Eins og ævinlega
er tekið á móti manni eins og um
sé að ræða tiginn þjóðhöfðingja.
Þannig er Líney, hlý og nærgætin.
Þorleifur sýnir mér nýja herbergið
sitt og ég dáist að því hvað það er
fallegt og hvað öllu er þar smekk-
lega fyrir komið. „Já, hún mamma
gerði það,“ sagði frændi minn og
stoltið leyndi sér ekki. Þorleifur var
lasinn þetta kvöld og fékk að sitja
hjá okkur um stund, vafinn í sæng-
ina sína og hjúfraði sig að móður
sinni. Við systurnar fórum að ræða
um lífið og tilveruna og velta fyrir
okkur stóru spurningunum sem
aldrei fást svör við. Eftir dijúga
stund áttuðum við okkur á því að
það hafi gleymst að senda drenginn
í rúmið. En hann hafði ekki verið
óvirkur hlustandi heldur sem full-
þroska viðmælandi, greindarlegur,
þroskaður og fróður langt umfram
það sem mátti búast við eftir aldri
hans. Þá flaug mér í hug það sem
Jónas Hallgrímsson segir um lang-
lífi og skammlífi:
Hvað er langlífi?
Lífsnautnin frjóva,
alefling andans
og athöfn þörf.
Fyrir dijúgum mánuði fór Þor-
leifur með mér og fjölskyldu minni
í Ieikhús að horfa á frænku sína
Elínu Önnu leika í skólaleikriti.
Hann var ánægður með leikritið og
bæði hrifinn og stoltur af frænku
sinni á sviðinu. Á eftir töluðum við
systurnar um það að taka upp fyrri
siði og fara saman í leikhús og
ferðalög og rækta enn betur sam-
band frændsystkinanna. Við höfð-
um fyrir löngu gert okkur ljóst
hversu mikilvægt það er að eiga
frændfólk og vini þegar á bjátar
og lífið fer um mann ómjúkum
höndum. Eða hvert á að sækja styrk
ef ekki til nánustu skyldmenna
sinna? Og nú væri brátt komið að
næstu kynslóð að rækta vináttu og
frændsemi. Þó að við vissum það
ekki þá var Þorleifur Árni raunveru-
lega að kveðja mig og fjölskyldu
mína þetta yndislega síðdegi. Núna
vil ég muna hann eins og hann var
þá. Ég vil muna hlýjuna í augum
hans og þeirra frændsystkina
beggja er hann kyssti frænku sína
og óskaði henni til hamingju með
leikinn, glettnina og alvöruna til
skiptis í máli hans er þeir frændur
lögðu á ráðin um framtíðina og hlýj-
una í svipnum er hann kvaddi mig
með kossi en þannig kvaddi hann
mig ævinlega. Algóður guð blessi
hann og veiti foreldrum hans og
öllum þeim sem elskuðu hann styrk
til að standast þá miklu raun sem
nú er á þau lögð.
Þín móðursystir,
Helga Friðfinnsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN SVEINSSON,
Hafnarbraut 22,
Hólmavík,
lést í sjúkrahúsinu á Hólmavík 4. mars.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
FRIÐRIKKU M. JÓNSDÓTTUR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
sem lést þann 25. febrúar, hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Fyrir hönd dætra og annarra aðstandenda,
Valmundur Þorsteinsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu,
MÖRTU JÓNSDÓTTUR
frá Nýborg,
Akurgerði 5,
Akranesi.
Magnús Guðmundsson, Ester Jónsdóttir,
Anna Guðmundsdóttir, Sigurður Geirsson,
Dóra Guðmundsdóttir, Karl H. Karlsson,
Steinunn Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðbjörnsson,
Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Ásgeir Kr. Ásgeirsson,
Sigurður Guðmundsson, Nanna Sigfúsdóttir,
Pálmi Guðmundsson, Hanna Benediktsdóttir,
Elín Sveinsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.