Morgunblaðið - 05.03.1994, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
35
Guðfinna Jónsdóttir,
Heiðarbæ, Vestmanna-
eyjum — Minning
Fædd 6. apríl 1902
Dáin 24. febrúar 1994
í dag verður jarðsungin elskuleg
amma mín, Guðfinna Jónsdóttir í
Verstmannaeyjum. Að kveðja náin
ástvin hinstu kveðju, er alltaf erf-
itt, en ég veit að amma varð hvíld-
inni fegin, enda komin hátt á ní-
tugasta og annað aldursár. Hún
hafði í gegnum tíðina notið góðrar
heilsu, en fyrir tæpum tveimur
árum fékk hún áfall sem varð til
þess að hún lá rúmföst til andláts.
Amma var fædd í Ólafshúsum
í Vestmannaeyjum, en eftir að
móðir hennar lést, fór hún í fóstur
upp í sveit og ólst þar upp til full-
orðinsára er hún kom aftur til
Eyja.
Amma giftist afa mínum Ólafi
Ingileifssyni hinn 22. maí 1926.
Afi var þá ekkill og átti tvö börn,
þau Karl og Siguijón, sem bæði
eru nú látin. Karli gekk amma í
móðurstað, en saman eignuðust
amma og afi sex böm. Þau eru:
Sigurgeir, kvæntur Erlu Eiríks-
dóttur; Jóna Guðrún, gift Eggerti
Gunnarssyni sem nú er látinn,
Eggert, kvæntur Sigrúnu Þór-
mundsdóttur, sem_ einnig er látin;
Einar, kvæntur Ágústu Ágústs-
dóttur; Þórarinn, lést nýfæddur,
og Guðni, kvæntur Gerði Sigurðar-
dóttur. Öll eru þau búsett í Vest-
mannaeyjum.
Fyrstu búskaparár ömmu og afa
voru að Víðvöllum en síðan í
Heiðabæ.
Ég minnist þess hve gott var
að koma í Heiðabæ, eða upp í
Heiðó eins og við kölluðum það.
Þar var tekið á móti okkur með
opnum örmum og gott var að fá
nýbakaða jólaköku hjá ömmu. Jól-
in í Heiðó em ógleymanleg. Þar
komu allir saman, oft var kátt á
hjalla og gjarnan gripið í spil.
Amma var mikil blómakona og
stofan hennar angaði yfirleitt af
blómailmi. Handavinnan hennar
setti líka svip á heimilið og mikið
er til af ísaumuðum og hekluðum
munum eftir hana. Saumaskapur
lék í höndum hennar og um tíma
tók hún að sér að sauma fyrir
fólk. Ég naut góðs af myndarskap
hennar. Oft saumaði hún á mig
og pijónaði líka. Börnunum mínum
og fleiri bamabamabörnum sá hún
nær alfarið fyrir pijónasokkum og
vettlingum. Alla sína tíð, meðan
heilsan leyfði, var hún að hann-
yrða og þó að sjónin væri farin
að daprast undir það seinasta þá
lét hún það ekki aftra sér frá að
pijóna á barnabarnabörnin sín
næstum því blindandi.
Amma var mjög trúuð. í hennar
huga var ekki til efi. Oft sem fyrr
ræddum við margt saman og oft
um trúmál. Á erfiðustu tímum lífs
míns fannst mér gott að leita til
hennar og finna hve staðföst hún
var í trúnni.
Æðruleysi var einkennandi fyrir
ömmu og hún kvartaði aldrei,
heldur tók öllu sem að höndum
bar. Eftir að afi lést sýndi hún
hversu sterk og dugleg hún var.
Á seinni árum dvaldist hún á
Hraunbúðum í Vestmannaeyjum
og nú seinast í Sjúkrahúsinu, þar
sem hún lést hinn 24. febrúar sl.
Við sem eftir erum eigum eftir að
sakna hennar, en erum sátt við
að nú hefur hún verið leyst frá
þessu lífi.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðú þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma mín, ég þakka þér
innilega fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig. Ég veit að nú hefur þú
hitt afa og ert búin að faðma Él-
ínu mína frá mér. Guð geymi þig,
elsku amma.
Guðfinna.
Amma mín Guðfinna Jónsdóttir
andaðist aðfaranótt 24. febrúar á
92. aldursári.
Elsku amma mín, mig langar
til að kveðja þig með örfáum orð-
um. Amma dvaldi nokkur ár á
Elliheimilinu Hraunbúðum í Vest-
mannaeyjum og þangað heimsótti
ég hana oft. Amma var alltaf að
gera eitthvað í höndunum, t.d.
sauma, pijóna og fleira. Oft rétti
hún mér sokka eða vettlinga sem
hún var búin að prjóna áður en
ég fór frá henni.
Ég var yngsta barnabarn henn-
ar og nafna og hún minntist oft
á það.
Friðrik Rósmunds-
son — Minning
Fæddur 24. júní 1919
Dáinn 27. febrúar 1994
„Ég elska afa af því að hann er
svo góður og svo talar hann svo
fallega við mig.“ Með þessum orð-
um hafði ég svarað eftir að hafa
verið spurð út í dvölina hjá ömmu
og afa. Við systkinin vorum svo
heppin að búa lengst af í næsta
nágrenni við þau og fá að njóta
þess að vera hjá þeim bæði í lengri
og skemmri tíma.
Hjá ömmu og afa í Hveró ríkti
alltaf gleði og síðast en ekki síst
sá friður sem börn kunna svo vel
að meta. Aldrei var rifíst eða gert
veður út af smámunum, enda ein-
kenndist hjónaband þeirra af ást,
samvinnu og virðingu.
Afi Friggi var sá þolinmóðasti
maður sem ég hef á ævi minni
kynnst. Tímunum saman gat hann
verið úti í skúr við smíðar og lag-
færingar og ekki gafst hann upp
fyrr en verkið var fullkomnað. Aldr-
ei varð hann önugur þó við krakk-
arnir kæmum og þvældumst fyrir
honum eða ef við vildum fá að að-
stoða eða jafnvel búa til alls konar
hluti.
Afi gekk ekki heill til skógar
eftir að hafa fengið lömunarveikina
25 ára gamall, en með ótrúlegri
þrautseigju tókst honum að láta
ekki lömunina ná tökum á sér, enda
var honum dugnaður og þijóska í
blóð borin. Ef afi sagði nei, þá datt
engum í hug-að reyna að breyta
því. Afi skipti ekki um skoðanir,
en hann lét heldur aldrei neitt frá
sér fara nema að vel athuguðu
máli. Ég held að upphafsorð mín
lýsi afa best hvernig samskipti hans
við annað fólk á lífsleiðinni voru.
Afi tjáði sig alltaf á rólegu nótun-
um, nótunum sem hann spilaði eft-
ir í gegnum sjálft lífið.
Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tár-
um. Hugsið ekki um dauðann með harmi
og ótta, ég er svo nærri að hvert eitt tár
snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið
og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín
Væri einhver að kvarta reyndi
hún að eyða því og tók yfirleitt
aldrei þátt í neikvæðri umræðu
um náungann, heldur reyndi að
snúa henni til jákvæðari vegar.
Með þessum orðum skáldsins
kveð ég ömmu mína.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ragnheiður Guðfinna
Guðnadóttir.
Mér er efst í huga þakklæti
þegar ég hugsa um hana ömmu,
þakklæti fyrir allar góðu samveru-
stundirnar sem að við áttum og
þakklæti fyrir að fá að hafa hana
svona lengi hjá okkur.
Amma var búin að lifa tímana
tvenna enda hefði hún orðið 92
ára núna í apríl. I gegnum árin
hefur gengið á ýmsu en aldrei
kvartaði amma. Hún sagðist alltaf
hafa það svo gott. Núna síðast
leið henni stundum eins og hún
hélt að drottningum liði, en þá lá
hún á sjúkrahúsinu í Vestmanna-
eyjum.
Amma var mjög hreinskilin að
eðlisfari, hún sagði það sem henni
bjó í bijósti í það og það skiptið.
Stundum var ekki hægt annað en
hlæja að henni, athugasemdirnar
voru einhvern veginn þannig. Oft
gerði hún góðlátlegt grín að sjálfri
upp í mót til ljóssins: Verið glöð og þakklát
fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn
sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
(Höf. óþekktur)
Elsku afi minn, ég þakka þér
fyrir hvað þú varst góður og ég
veit að guð mun launa þér ríkulega.
Þín
Sigríður Vigdís Sigfúsdóttir.
sér, talaði t.d. oft um kerlingarhró-
ið þegar hún var að tala um sjálfa
sig.
Margs er að minnast, ég man
t.d. eftir því þegar amma bjó á
Hásteinsveginum og var að taka
í gegn hjá sér. Henni fannst eld-
hússtólarnir eitthvað lúnir svo hún
keypti sér málningu og málaði þá,
síðan keypti hún sér veggfóður í
viðarlíki og límdi á borðstofuborð-
ið. Svona dreif amma í hlutunum
ef henni datt í hug.
Alla tíð var amma mikið fyrir
allskonar hannyrðir og það lék líka
allt í höndunum á henni. Það var
því mikið tekið frá henni síðustu
árin þar sem hún sá orðið mjög
illa. Ámma lét það þó ekki aftra
sér frá að pijóna það eru ófáir
sokkarnir og vettlingarnir sem hún
er búin að pijóna um dagana og
oft naut ég góðs af.
Samband mömmu minnar og
ömmu hefur alltaf verið gott og
amma kom mikið heim á Sóleyjar-
götu. Það var lengi vel fastur liður
að ná í ömmu á sunnudögum. Þá
sat hún hjá okkur, yfirleitt með
pijónana sína og spjallaði um
heima og geima. Þetta eru ógleym-
anlegar samverustundir af því að
amma var líka svo góð í að hlusta
og ég fann hvað hún vildi okkur
öllum vel.
Amma var alltaf hjá okkur á
aðfangadagskvöld, þá kom hún í
sínu fínasta pússi, svo hlý og góð.
Það fylgdi henni svo mikill friður,
friður sem fylgir þeim sem veit út
á hvað lífið gengur.
Amma átti sterka og einlæga
trú á Jesú Krist. Hún vildi að við
værum trúuð Jíka. Þá taldi hún
okkur borgið. Ég er alveg viss um
að henni ömmu er borgið þar sem
hún er núna.
Elsku amma, hafði þökk fyrir
allt og allt.
Sigurlaug.
Minning
Benedikt Elís Jóns-
son, Bolungarvík
Fæddur 28. október 1903
Dáinn 28. febrúar 1994
Afi, hann Bensi Jónsson, er dá-
inn, maður sem var í mínum huga
jafn ábyggilegur hluti tilverunnar
og að nótt fylgir degi.
í þessum fáu línum langar mig
að minnast þess hversu mikils virði
það var fyrir str^k í sjávarplássi
að eiga afa sem upplifað hafði alla
þróunina, sem orðin var á þessari
öld.
Þegar nafni fæddist var varla
farin að myndast byggð á Mölun-
um og var hann því jafn gamall
byggðinni í Víkinni.
I afa gat ég því flett upp á öllu
um Víkina, sjóinn, þar sem hann
komst nokkrum sinnum í hann
krappan, og öllu öðru sem ungan
strák í sjávarplássi fýsti að vita.
í húsið þeirra afa og ömmu við
Hafnargötuna var alltaf jafn gott
að koma, þar sem amma hafði sinn
sess og afí sinn eins og verið hafði
um árabil þegar ég fæddist. Þang-
að kom ég oft til þess að fá mér
bæði veraldlega og andlega nær-
ingu.
Ég veit að hann er hvíldinni feg-
inn eftir rúm níutíu ár og að það
er sérstakur staður á himnum fyr-
ir svona heiðarlega og dugmikla
menn.
Að endingu vil ég þakka fyrir
að hafa fengið að vera samferða
þessum litríka persónuleika með
sinn fomíslenska húmor.
Hvíl þú í friði, elsku afi.
Benedikt Halldór.
Afi er dáinn. Skrýtið að hugsa
um það, hann sem hefur alltaf
verið fastur punktur í tilverunni.
Frá því ég man eftir mér hafa afi
og amma alltaf verið á sínum stað.
Lítil stelpa gat alltaf hlaupið til
afa og ömmu í vinalega húsið á
Hafnargötunni. Hús sem hafði sál,
hús afa og ömmu. Ég man eftir
mér hlaupa niður lautina til að fá
að sofa hjá afa og ömmu, það var
svo gott að vera þar. Seinna skynj-
aði ég þessa tilfinningu betur er
mér hlotnaðist sá heiður að fá að
búa þar með mína fjölskyldu og
höfðu mínir gestir orð á að gott
væri að koma í hús afa og ömmu.
Afi var líka góður maður, ég á
endalausar sælar minningar um
hann. Afi að kenna mér að syngja,
lita, teikna, lesa og hnýta á tauma,
já, það var spennandi að hnýta á
tauma, og afi laumaði oft pening
í lófa fyrir vinnuna. En það er
varla hægt að hugsa um afa nema
amma sé með. Þau voru eitt. Ekki
amma og afi, heldur amma-og-afi,
bæði í eldhúsinu, hún að baka,
hann að hnýta á tauma. Alltaf
kökuhlaðborð og afi kenndi vísur
eða sagði sögur. Hann lifði langa
ævi og kynntist mörgu. Hann var
hógvær í frásögnum af sjálfum sér
en samt var hann alltaf hetjan
fyrir mér. Hann mundi allt svo vel
að maður gat ekki annað en dáðst
að honum, ég bar alltaf virðingu
fyrir afa og því sem hann sagði.
Hann gat verið kaldhæðinn, en
mér fannst hann hafa húmor,
kannski sérlega íslenskan. Ég hef
kannski skrýtinn húmor en mér
líkaði afa húmor. Ég veit að kald-
hæðnin var bara í nefinu á honum
því sínum og sínu var hann svo
tryggur. Sérstaklega fann maður
fyrir umhyggju hans í garð ömmu
og þegar hún var orðin sjúklingur
fannst mér að í hjarta hans snerist
allt um hana. Sjálfur var hann líka
orðinn lasinn síðustu árin, en hann
var svo sterkur og eljan svo mikil
að ef honum var sagt að gera
æfingar svo hann hresstist gerði
hann þær helmingi oftar, kappið
var svo mikið. Minningarnar um
afa munu lifa með mér alla ævi.
Ég bið góðan guð að geyma hann
og styrkja ömmu.
Margrét Halldórsdóttir.
(öl =n=o=n,É=aif/ft30j^r)=t a— föl
‘ffl Dl
u III 0 III 0 0 III 0 II! c
III 0 III n Höm BOKC III 0 III n
III Sími 11440 ii
O iii 0 Önnumsterfidrykkjur 0 III c
III íokkarfallegaog III
i virðulega Gyllta sal. 0 III
0 Ul 0 lll
O =Q==O=O=sgfe3bBSÖs0= 3