Morgunblaðið - 05.03.1994, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
STJORNUSPA
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú færð íjárhagslegan
stuðning til að Ijúka áhuga-
verðu verkefni og tillögur
þínar falla í góðan jarðveg
í dag.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú nýtur þess að blanda
geði við aðra í dag. Sumir
eru að undirbúa giftingu.
Þú heimsækir gamlan vin í
kvöld.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 5»
Þér býðst óvænt tækifæri til
að stórbæta afkomuna og
þú getur náð hagstæðum
samningum í dag. Sumir
skreppa í skemmtiferð.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) H88
Félagar vinna vel saman í
dag að áhugaverðu verkefni.
Þér berast góðar fréttir og
boð í samkvæmi eða ferða-
lag.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ættingi kemur færandi
hendi f dag. Sumir ráðgera
meiri háttar innkaup fýrir
heimilið. Ástvinir skemmtá
sér vel í kvöld.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Sumir fá tækifæri til að
skreppa í ferðalag en aðrir
vinna að umbótum á heimil-
inu. Góðar fréttir berast í
dag.
vög T
(23. sept. - 22. október)
Þú gleðst yfir góðu gengi í
viðskiptum og nýtur þess að
fá tækifæri til að stunda
uppáhalds tómstundaiðju
þína.
Sporddreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú leggur lokahönd á verk-
efni sem þú hefur unnið að
heima. Dómgreind þín er
góð og þú getur gert hag-
stæð innkaup.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember) m
Samskipti við aðra ganga
vel í dag og þú kemur hug-
myndum þín vel á framfæri.
Þú sinnir fjölskyldumálum í
kvöld.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) X*
Þú átt viðræður í dag sem
lofa góðu um batnandi fjár-
hag. Vinahópurinn fer
stækkandi og kvöldið verður
skemmtilegt.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Þú hefur ástæðu til að fagna
góðu gengi og gætir boðið
heim gestum í kvöld. Láttu
ekki einkamálin sitja á hak-
anum.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) JZt*
Þér gefst gott tækifæri til
að skreppa í ferðalag og
góðar fréttir berast langt að.
Slappaðu af í kvöld.
Stjörnuspána á aó lesa sem
dægradvól. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra’ staóreynSa.
DYRAGLENS
&GVEIT EKJC/.y ,
HANN HEFUR ÞAUT&
ONÖARLEGAR HUG *
ATýNOi
'~V
GRETTIR
/ AF HVetZIO tZRBAJR. J>ú því ^XaLLTAF HVAE> VIPGERUM ?
/S' V ' AFjpvi AF> \ 1 Y þBR VETTOR. ) J. ( ALVB.EI } ( NEITTi HUS ) o
TOMMI OG JENNI
— 1 | lÁOI/ A
/ . . \ UUoKA
rCDrMIU AMH
rtKLMIMMIMIJ 1 * «
SMAFOLK
ANPY! SPiKE! 0LAF! H0U) Q\D Y0U KNOU)
YOUR. BROTHEK U)A5 5ICK ? HOU) PíD
YOU FINP YOUR WAY HEKE ?
tzc
Lappi, Sámur, Lubbi! Vissuð þið að bróðir ykkar var
veikur? Hvernig rötuðuð þið hingað?
Dýr finna slíkt á sér. Við förum eftir eðlisávísun. Stór
hluti þess var heppni.
BRIDS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarson
Fyrsta ígjöf í eyðu ætti alltaf að
hafa einhveija þýðingu. Hjá flestum
pörum er um kall/frávísun að ræða,
en gegn grandsamningi kemur fieira
til greina.
Suður gefur; allir á hættu.
Vestur Norður 4 87 4 KD6 4 D543 4 K843 Austur
4 A9642 4 DG3
¥ 843 4 9752
♦ 62 llllll 4 KG1097
4 D72 4 6
Vestur Suður 4 K105 4 ÁG10 4 Á8 4 ÁG1095 Norður Austur Sudur
— — — 1 grand
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Útspil: spaðafjarki.
Suður drepur spaðagosa austurs
með kóng og spilar laufi á kóng og
meira laufi á gosann. Nú fær austur
tækifæri til að sýna vilja sinn í verki.
Hann vill fá spaða, en hvemig á hann
að koma þeim skilaboðum til makk-
ers?
Samkvæmt hefðbundnum aðferð-
um myndi austur einfaldlega vísa
hjartanu frá og vona að makker taki
ekki upp á því að spila tígli. En marg-
ir spila „oddball" gegn grandi. Sam-
kvæmt þeirri reglu er litur sagnhafa
notaður til að sýna áhuga eða áhuga-
leysi í útspillistanum, enda ekki hægt
að koma þeim upplýsingum á fram-
færi í fyrsta slag. Ofanritað spil er
gott dæmi. Vandamál vesturs er að
staðsetja spaðadrottninguna. Fyrsti
slagurinn segir honum ekkert um
hvort drottningin er í hendi sagnhafa
eða austurs. Ef austur hefði átt tvö
smáspil í laufi hefði hann kallað f
spaða með því að láta hærra laufið
fyrst. En í þessu tilfelli er austur með
einspil, svo hann getur ekki beitt
„oddball" strax. Sumir láta þá næsta
afkast gegna því hlutverki að hreinsa
spaðastöðuna. „Oddball“-spekingar
myndu þá liklega henda háu hjarta
til að sýna spaðaáhugann.
Þriðja vamarreglan kemur til
greina í stöðu eins þessara. Hún er
svohljóðandi: „Sjálfkrafa er vísað frá
í litnum sem hent er frá, en slærð
smáspilanna vísa á annan af hinum
tveimur." Þeir sem beita þessari reglu
henda tfgulgosa í þriðja slag.
Hvaða regla er best?
Þær eru allar ágætar, en mikilvæg-
ast af öllu er að makker sé á sömu
bylgjulengd.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
í gær sáum við glæsilega árás
Kasparovs gegn Ivantsjúk úr
fjórðu umferð stórmótsins í Linar-
es. í næstu umferð á eftir þurfti
Úkraínumaðurinn síðan að mæta
öðrum heimsmeistara, sjálfum
Anatólí Karpov (2.740), sem
hafði svart og átti leik í þessari
stöðu. ívantsjúk (2.710) var ný-
búinn að leika illa af sér. Síðustu
leikir voru 28. Dd2-e3? - Be7-g5
og þá varð hvítur að leika 29.
f2-f4. Framhaldið varð:
29. - Rxf4!, 30. Rxf4 - e5
ívantsjúk var svo miklu felmtri
sleginn eftir afleikinn í 28. leik
að hann gafst nú upp, Kasparov,
keppinauti Karpovs, til mikillar
gremju. Uppgjöfin er vissulega
alltof snemma á ferðinni, en svart-
ur hefur peði meira og betri stöðu
eftir 31. Dd3 - Bxf4, 32. Hbl -
Dc6, því þá getur hvítur tæplega
endurheimt peðið: 33. Bxd6 -
Hb7, 34. b4 - Hbd7, 35. c5 -
a5! er vænlegt á svart.