Morgunblaðið - 05.03.1994, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
Háskólabíó
STÆRSTA BÍÓIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
HASKOIABIO
SÍMI 22140
BESTA MYNDIN • BESTI LEIKSTJÓRINN Jim Sheridan • BESTI AÐALLEIKARINN Daniel Day-Lewis
• BESTU LEIKARAR í AUKAHLUTVERKUM Emma Thompson og Pete Postlethwaite
★ ★★★ A.l. MBL
★★★★H.H. PRESSAN
★★★★ O.M. TIMINN
★★★★ J.K. EINTAK
Nútímaleg feminisk mynd eftir
Zhang Vimou (Rauði lampinn).
Sigraði á hátiðinni í Feneyjum '93.
Sýnd kl. 7.
Undir vopnum
5 Berlín í
% 1994/
'< Berlin Z
4, 1994 J
SÝND KL. 5, 7, 9 og 11. Bönnuö innan 14 ára
Krummarnir
Addams
fjölskyldugildin
jurassic park
Sýndkl.2.50.
WíADfYNDIN FXXSKYLDUMYND
M
ORSON WELLES
HÁTÍÐ 1. TIL 10. MARS
THE THIRD MAN
Ein besta njósnamynd
sögunnar. Orson Welles í
þekktasta
hlutverki
'sinu sem
jskúrkurinn
Harry
Lime.
Sýnd
kl. 9
9*4
OÞELLO
Welles iturvaxinn,
ofsafenginn og
yfirgnæfandi
i hlutverki Úþellós.
Vann i Cannes 1952.
Sýnd kl. 5
”*** MBL.
*** Rás 2
*** DV
***** b.T.
***** E.B.
Ys og þys út af engu
Stórkostleg mynd sem hefur hlotið
mikið lof gagnrýnenda.
Sýnd kl. 5 og 9.
Karpov sótti með
svöritu á Kasparov
Skák
Margeir Pétursson
ANATÓLÍ Karpov, heimsmeist-
ari Alþjóðaskáksambandsins
stendur með pálmann í höndun-
um á stórmótinu í Linares á
Spáni. Hann gerði í gær jafn-
tefli með svörtu við höfuðand-
stæðing sinn, Gary Kasparov,
heimsmeistara eigin atvinnu-
mannasambands. Þar með held-
ur Karpov vinnings forskoti
sínu á Kasparov þegar mótið
er rúmlega hálfnað, hefur sex
og hálfan vinning af sjö mögu-
legum, sem er stórglæsilegur
árangur. Kasparov hefur fimm
og hálfan. Eftir er að tefla sex
umferðir á mótinu og eiga
keppinautarnir tveir eftir að
mæta álíka sterkum andstæð-
ingum.
Karpov var aldrei í neinum erf-
iðleikum í skákinni í gær. Ka-
sparov tókst aldrei að skapa sér
neina möguleika á sigri, jafnvel
þótt hann hefði hvítt. Karpov
beitti hinni traustu Caro-Kann
vörn og í níunda leik breytti hann
út af fyrri skák sinni við Ka-
sparov sem hann tapaði. Áætlun
Kasparovs í miðtaflinu misheppn-
aðist síðan og hann lenti í nokkuð
krappri vörn. Með því að láta af
hendi peð tókst honum þó létta á
stöðu sinni og þvinga fram jafn-
tefli.
Staðan eftir sjö umferðir:
1. Karpov 6 '/2 v.
2. Kasparov 5 '/2 v.
3. -5. Anand, Shirov og Kamsky
4 '/2 v.
6. Kramnik 4 v.
7. -8. Lautier og Gelfand 3'/2 v.
9. Topalov 3 v. 10. Barejev 2 'h
v. og biðskák
11. Júdit Polgar 2 v.
12. Beljavskí U/2 v. og biðskák
13. ívantsjúk IV2 v.
14. _ Illescas 1 v.
Óvæntustu úrslitin í sjöundu
umferðinni urðu þau að Topalov
vann Kramnik. Anand vann Spán-
verjann Ulescas fljótt. Júdit Polg-
ar tapaði þriðju skákinni í röð,
nú fyrir Shirov. En lítum á skák
risanna í skákheiminum:
Hvítt: Gary Kasparov
Svart: Anatólí Karpov
Caro-Kann vörn
1. e4 - c6, 2. d4 - d5, 3. Rd2
— dxe4, 4. Rxe4 — Rd7, 5. Bc4
- Rf6, 6. Rg5 - e6, 7. De2 -
Rb6, 8. Bb3
Timman lék hér jafnan 8. Bd3
í FIDE-heimsmeistaraeinvíginu
við Karpov í fyrra.
8. - h6, 9. R5f3 - a5
Á Linaresmótinu 1992 lék
Karpov hér 9. — c5 gegn Ka-
sparov sem var svarað með 10.
Bf4. Kasparov vann þá skák í 41
leik.
10. c3 - c5, 11. a3 - Dc7, 12.
Re5 — cxd4, 13. cxd4 — a4
Hér kom til greina að hleypa
taflinu upp með 13. — Bxa3!? Þá
gengur hvorki 14. bxa3? — Dc3+
né 14. Hxa3? — Dxcl+. Líklega
hefði Kasparov svarað þessu með
14. Bxh6! - Bxb2!, 15. Dxb2 -
Hxh6, 16. Rgf3 og hefur þá
ákveðnar bætur fyrir peð. Jafn-
djarft peðsrán og 13. — Bxa3 er
þó tæplega í anda Karpovs og
skiljanlegt að hann skuli ekki
leggja í það gegn sjálfum höfuð-
andstæðingnum.
14. Bc2 - Bd7, 15. Rxd7-
Rbxd7
Hvítur má þokkalega við byrj-
unina una, en verður of bráður á
sér við að leggjast á veika svarta
peðið á a4. Eðlilegast virðist nú
16. Rf3 með hrókun í kjölfarið.
16. Ddl?! - Bd6, 17. Re2 -
Rd5, 18. Bd2 - b5, 19. Rc3 -
Rxc3, 20. Bxc3 - Rf6, 21. Dd3
- Rd5!
STÖÐUMYND I
• bedai oh
Tryggir sér öruggt frumkvæði,
því 22. Dxb5+ — Ke7 er slæmt
á hvítt. Svartur nær þá óumflýjan-
lega peðinu til baka því biskupinn
á c3 má ekki flytja sig.
22. Bd2 - Ke7, 23. Hcl - Dc4
Karpov hefur góða stöðu en
þessi leikur sýnir að hann er ekki
tilbúinn til að hætta miklu til að
sigra.
24. Ke2 - Hhb8
Hér kom einnig til greina að
leika 24. — Rf4+. Eftir 25. Bxf4
— Bxf4, 26. Dxc4 — bxc4, 27.
Hbl stendur svartur betur í enda-
tafli með mislitum biskupum.
25. g3 — Dxd3+, 26. Bxd3 —
b4, 27. Hal - bxa3, 28. bxa3 -
Hb3, 29. Bc2!
STÖÐUMYND II
Nú hangir Kasparov á jafn-
tefli, því eftir 29. — Hb2 30.
Hhcl er ekki að sjá að svartur
geti bætt stöðuna.
29. — Hxa3, 30. Hxa3 — Bxa3,
31. Hal - Bb2, 32. Hxa4 -
Hxa4, 33. Bxa4 — Bxd4, 34. f4
- Kd6, 35. Kf3 - f5, 36. h4 -
Bb2, 37. g4 - fxg4, 38. Kxg4 -
Rf6+, 39. Kf3 - Rd5, 40. Bc2
— Bf6, 41. h5 og nú þegar tíma-
mörkunum var náð var samið um
jafntefli.
Alþýðubandalagið
Ákveðið
hverjir
verða í
framboði
Á FUNDI í kjördæmisráði Al-
þýðubandalagsfélaganna í
Reykjavík á fimmtudag var
gengið endanlega frá hvaða full-
trúar flokksins munu skipa þau
sex sæti sem Alþýðubandalagið
fær á sameiginlegum lista minni-
hlutaflokkanna í Reykjavík.
Kjörnefnd lagði fram tillögu um
að farið yrði eftir niðurstöðu
forvals sem fram fór 12. febrúar
í öll sætin og var tillagan sam-
þykkt samhljóða, að sögn Árna
Þórs Sigurðssonar, formanns
kjördæmisráðs.
Guðrún Ágústsdóttir, sem varð í
efsta sæti í forvalinu, mun því skipa
2. sæti á sameiginlega framboðs-
listanum, Árni Þór Sigurðsson verð-
ur í 5. sæti, Arthur Morthens í 12.
sæti og Guðrún Kr. Óladóttir í 15.
sæti. Helgi Hjörvar og Sigþrúður
Gunnarsdóttir munu taka sæti neð-
ar á listanum en ekki hefur verið
gengið frá hvernig neðri sætum á
framboðslistanum verður skipt milli
flokkanna.
Vinna við gerð málefnasamnings
og kosningastefnuskrár sameigin-
lega framboðsins er langt komin
að sögn Árna og er búist við að
henni verði lokið um miðjan þennan
mánuð.