Morgunblaðið - 05.03.1994, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
AUH
' ALDA ' ■
WOODY
ALLCtl
AtlJUICA ■
- HUSTOtl .
DIAtlL í
KÍAT0I1 . V
hahháttáh
mm
riYSTTHY '
^SvunpiQQutfið a
' íBffl
MORÐGATA A
MANHATTAN
Nýjasta mynd meistar-
ans Woody Allen.
Óborganlega fyndin
mynd um miðaldra hjón
í kynlífskrísu, sem gruna
nágranna sinn um að
hafa kálað kerlu sinni og
hefja umsvifalaust sína
eigin rannsókn.
„ ★ ★ ★ * Létt, fyndin og
einstaklega ánægjuleg.
Frábær skemmtun.11
Angie Errigo, Empire.
Aðalhlutverk: Diane Kea-
ton, Anjelica Huston, Alan
Alda og Woody Allen.
Leikstjóri: Woody Allen.
Sýnd ÍTHX íA-sal kl. 7, 9 og 11. Sýnd íB-sal kl. 5.
í NÝJU OG STÓRGLÆSILEGU STJÖRNUBÍÓI
„Afbragðs góðir stólar" ★ ★ ★ ★ S.V. MBL.
FLEIRI POTTORMAR
TALKINGI
&
Hver man ekki eftir
Pottorma-myndun-
um tveimur, sem
slógu öll met út um
allan heim!
Takið m i spennandi
kvikmyndagetraBn á
Stjörnibíð-línunni i síma
§91885.. Bnðsmiðar á
myndina í verðlain.
Verá li. 39,18 mínútan.
Sýnd kl. 3, 5 og 7. Miðav. 400 kr. kl. 3.
I KJOLFAR
MORÐINGJA
Sýnd kl. 9og 11.
B. i. 16 ára.
HROI HOTTUR
Sýnd kl. 3. Miðaverð 400 kr.
iMififiti
Basar í Færeyska
sjómannaheímilínu
FÆREYSKAR konur halda
sinnárlegabasarsunnudag-
inn 6. mars ki. 15 í Sjó-
mannaheimilinu, Brautar-
holti 29, Reykjavík.
j Eins og ávallt verða hand-
ptjónaðar peysur og margt
annað sem konumar gera,
einnig verða til sölu heima-
bakaðar tertur. Konur þessar
hafa unnið saman í mörg ár
og aflað fjár til uppbyggingar
Sjómannaheimilisins. Munu
þær einnig gera það núna,
því margt er eftir við heimilið.
■ STJÓRNVÖLD í Suð-
ur-Afríku hafa tilkynnt að
ekki muni lengur krafíst
vegabréfsáritunar fyrir ís-
lenska ríkisborgara sem
vilja heimsækja landið sem
ferðamenn, í viðskiptaerind-
um eða á leið til áfangastað-
ar.
■ HRAÐSKÁKMÓT
Kópavogs verður haldið
sunnudaginn 6. mars og
hefst kl. 14. Teflt er í húsa-
kynnum Taflfélags Kópa-
vogs í Hamraborg 5, 3.
hæð.
■ í MARS 1991 fór fjög-
urra manna hópur, kennari
og 3 nemendur, í ferð til
þáverandi ^ Sovétríkjanna á
vegum MÍR og Adventure
Club, en hið síðarnefnda er
fyrirtæki hins þekkta heim-
skautafara og ævintýra-
manns í Moskvu, dr. Dmitry
Shparo. Förinni var heitið á
æskulýðsmótið Children of
the Artic, en það sóttu 250
unglingar hvaðanæva að úr
heiminum. Nú á að halda
nýtt mót undir áþekkum
formerkjum. Verður það að
þessu sinni samstarfsverk-
efni Finna og Rússa og er
haldið í borgunum Moskvu
og Kuhmo 27. júní til 8.
júlí nk. Boð hefur borist frá
Adventure Club um þátt-
töku íslendinga og er hér
með lýst eftir áhugasömu
fólki sem gæti hugsað sér
að fara á mótið. Aætlað
þátttökugjald er 550 USD
og er innifalið í því allur
kostnaður við þátttökuna í
mótinu fyrir utan flugfarm-
iða á staðinn. Matthías
Kristiansen getur svarað
fyrirspurnum um ferðina í
síma 51546.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 11200
Stóra sviðið kl. 20.00:
• GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson.
8. sýn. á morgun sun. 6. mars, uppselt, - lau. 12. mars,
uppselt, - sun. 13 mars, uppselt, fim. 17. mars, uppselt, -
fös. 18. mars, uppselt, - fim. 24. mars, uppselt, - lau. 26.
mars, uppselt.
MEIMNINGARVERÐLAUN DV 1994
• MÁVURINN eftir Anton Tsjekhof
í kvöld, uppselt, aukasýning þri. 15. mars.
• ALLIR SYNIR MÍNIR eftir Arthur Miller.
Fös. 11. mars - lau. 19. mars - fös. 25. mars. Sýningum
fer fækkandi.
• SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson
Ævintýri með söngvum
Á morgun kl. 14, örfá sæti laus, - lau. 12. mars kl. 14,
örfá sæti laus, - sun. 13. mars kl. 14, nokkur sæti laus, -
mið. 16. mars kl. 17, uppselt, - sun. 20. mars kl. 14.
• ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN
2. sýn. í dag kl. 14 - 3. sýn. mið. 9. mars kl. 20 - 4. sýn.
fim. 10. mars kl. 20 - 5. sýn. sun. 20. mars kl. 20.
Smíðaverkstæðið kl. 20.30:
• BLÓÐBRULLAUP eftir Federico Garcia Lorca
Fös. 11. mars, uppselt, - lau. 19. mars, fáein sæti laus, -
sun. 20. mars. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er
unnt að hleypa gestum í salinn eftir að sýning er hafin.
Litla sviðið kl. 20.00:
• SEIÐUR SKUGGANNA eftir Lars Norén
( kvöld - lau. 12. mars. - fös. 18. mars. Ath. afteins 3 sýn-
ingar eftir. Ekki er unnt að hleypa gestum f salinn eftir
að sýning er hafin.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga
frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti
símapöntunum virka daga frá kl. 10.00.
tGrsna línun 996160.
Muniö hina glæsilegu þriggja rétta múltiö úsamt
dansleik.
LEIKHÚSKJALLARINN
- ÞAR SEM LlFIÐ ER LIST -
Ritstjórnaníminn er 69 11 00
(A LEIKFÉL. AKUREYRAR s.96-24073
• BAR PAR SÝNT I ÞORPINU, HÖFÐAHLlÐ 1, kl. 20.30.
I kvöld uppselt, sun. 6/3, fös. 11/3 uppselt, lau. 12/3 uppselt, sun.
13/3.
Ath.: Ekki er unnt að hleypa gestum f salinn eftir að sýning er hafin.
Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18.
gjg BORGARLEIKHÚSIÐ sími 680-680
^ LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Stóra svið kl. 20:
• GLEÐIGJAFARNIR eftir Neil Simon.
með Árna Tryggvasyni og Bessa Bjarnasyni.
3. sýn. mið. 9/3, rauð kort gilda, fáein sæti laus, 4. sýn. sun.
13/3, blá kort gilda, fáein sæti laus, 5. sýn. mið. 16/3, gul kort
gilda, örfá sæti laus, 6. sýn. fös. 18/3, græn kort gilda, örfá
sæti laus, 7. sýn. sun. 20/3, hvft kort gilda, uppselt.
• EVA LUNA leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar
Jónasson unnið upp úr bók Isabel Allende.
i kvöld uppselt, sun. 6/3 uppselt, fim. 10/3 örfá sæti laus, fös.
11/3 uppselt, lau. 12/3 uppselt, fim. 17/3, lau. 19/3 uppselt,
fim. 24/3, fös. 25/3 uppselt, sun. 27/3, fim. 7/4, lau. 9/4 uppselt.
Geisladiskur með lögunum úr Evu Lunu til sölu í miðasölu.
ATH. 2 miðar og geisladiskur aðeins kr. 5.000.
Litla svið kl. 20:
• ELÍN HELENA e. Árna Ibsen
Aukasýning í kvöld uppselt, síðasta sýnlng.
Ath.: Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn
eftir að sýning er hafin.
Miðasalan er opin frá kl. 13-20 aila daga nema mánudaga.
Tekið á móti miðapöntunum f síma 680680 kl. 10-12 alla virka
daga. Bréfasími 680383. - Greiðslukortaþjónusta.
Á HERRANÓTT 1994
SHEENEY TODD
Morðóði rakarinn við
Hafnargötuna
Blóðugasti gamanleikur
allra tfma f leikstjórn Ósk-
ars Jónassonar og þýðingu
Davfðs Þórs Jónssonar í
Tjarnarbíói:
Fim. 3. mars frumsýning.
Lau. 5. mars kl. 20.
Sun. 6. mars kl. 20.
Fim. 10. mars kl. 20.
Lau. 12. mars kl. 23,
miðnætursýning.
Sun. 13. mars kl. 20.
Miðaverð kr. 900.
Pantanir í síma 610280.
ÍSIENSKA
LEIKHÚSIÐ
HIHU HÚSINU. BRIUTIIHOLTI21. SlMI 624321
VÖRULYFTAN
eftir Harold Pinter
í leikstjórn Péturs Einarssonar.
Laugard. 5. mars kl. 20.00, laus sœti.
Sunnud. 6. mars kl. 20.00, taus saati.
Miðvikud. 9. marskl. 17.00.
Laugard. 12. mars kl. 20.00.
Mlðapantanir í Hinu húsinu,
sími 624320.
Karlakórinn Heimir söng við góðar undirtektir.
Samhugnr við söfnun-
arátak á Sauðárkróki
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Selma Barðdal Reynisdóttir ávarpar gesti.
Sauðárkróki.
UNG stúlka, Pála Kristín
Bergsveinsdóttir, hefur frá
því í haust verið mjög
þungt haldin af erfiðum
sjúkdómi sem orsakast af
óeðlilegri uppsöfnun kop-
ars í líkamanum en er nú
á nokkrum batavegi og á
fyrir höndum erfiða mán-
uði endurhæfingar á Rey-
kjalundi.
Vegna þessa tóku sig sam-
an að frumkvæði Selmu
Barðdal Reynisdóttur nokkr-
ir jafnaldrar Pálu Kristínar
og Körfuknattleiksdeild
Tindastóls og héldu íþrótta-
og skemmtikvöld í íþrótta-
húsinu á Sauðárkróki sunnu-
daginn 27. febrúar sl. Það
voru Úrvalsdeildarlið Tinda-
stóls, kvenna og karlaflokkur
í körfubolta, sem voru í aðal-
hlutverki, einnig sýndu
yngstu flokkamir í körfubolt-
anum ágæta takta en kynnir
kvöldsins var Sr. Hjálmar
Jónssonar, aðstoðarprestur.
Áður en leikur hófst sýndi
dansflokkurinn Securitas, en
þessi hópur varð í þriðja sæti
á nýafstöðnu íslandsmóti í
frístæl-dönsum en í leikhléi
söng Karlakórinn Heimir
nokkur lög undir stjóm Stef-
áns R. Gíslasonar við undir-
leik Thomas Higgerson.
Að söngnum loknum lét
kynnir nokkra kórfélaga úr
Heimi þreyta vítaskotkeppni
í körfubolta og bar þar hæst
keppni þeirra Stefáns R.
Gíslasonar, stjórnanda, og
Þorvaldar Óskarssonar, for-
manns kórsins, en Stefán
sigraði í þeirri keppni eftir
nokkra baráttu.
Að lokum kallaði kynnir
til Selmu Barðdal sem ávarp-
aði gesti sem vom ekki færri
en á meðal úrvalsdeildarleik
og þakkaði hún þeim frábær-
an stuðning og sagði að það
hefði verið einstaklega
ánægjulegt að vinna að þessu
máli, allir hefðu verið boðnir
Rannsóknardeild lögregl-
unnar í Reykjavík lýsir eftir
vitnum að því er ekið var á
hvítan Subaru-bíl á bílastæð-
um við Ægisgarð, við ver-
búðirnar austan við hús
Slippfélagsins.
og búnir að rétta hjálparhönd
og söfnunin hefði orðið á
þriðja hundrað þúsund krón-
ur. „„Það er eins og alltaf
þegar á reynir þá stöndum
við öll saman“, sagði þessi
unga körfuboltakona úr
Tindastól þegar hún kvaddi
gesti og þakkaði komuna.
- BB.
Ekið var á hægra fram-
hom bílsins og skemmdust
bretti og ljósker.
Lögreglan skorar á tjón-
valdinn að gefa sig fram og
vitni að óhappinu að hafa
samband.
Tjónvalds o g
vitna er leitað