Morgunblaðið - 05.03.1994, Side 48
tfgggtmliIfiMfr M
M FTR M l\l Afl IIR
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 5. MARZ 1994
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Hátt verð hefur fengist fyrir búra
Frystiskip á
búraveiðum
REYTINGSAFLI hefur verið á búramiðunum suður af landinu undan-
farnar vikur, og hafa frystiskipin í auknum mæli reynt fyrir sér við
veiðarnar. Fiskurinn er þá hausaður og frystur, og að sögn Loga Þor-
móðssonar hjá Trosi sf. í Sandgerði, stefnir í nokkurt framboð af fryst-
um búra á næstunni þar sem fiskurinn hafi sýnt sig vera í veiðanlegu
ástandi núna. Ferskur búri hefur allur verið seldur beint úr landi, að
sögn Loga, en hann segir að farið sé fram á mjög hátt verð fyrir fisk-
inn hér innanlands. Seld voru fimm kör af ferskum búra í Vestmanna-
eyjum í fyrradag á 139 kr. kílóið, og í síðustu viku voru seld úr landi
35 kör, en að sögn Loga hefur heyrst að um 200 kr. hafi fengist fyrir
kílóið í Bretlandi. Þá hafa fengist um 700 kr. fyrir kílóið af snyrtum
-hýraflökum í Bandaríkjunum.
Logi sagði í samtali við Morgun-
blaðið að eini búrinn sem boðist hefði
til vinnslu innanlands væri úr frysti-
skipum og miðað við fyrri reynslu
virtist sem búrinn ætli að veiðast vel
á því tímabili sem nú fer í hönd.
Mikil leynd hefur hvílt yfir því hvem-
ig búrinn er veiddur, en menn þekkja
þó orðið hvar fiskurinn heldur sig.
10 dollarar kílóið
Helsti markaður fyrir ferskan búra
hefur verið í Frakklandi, en Tros sf.
tfífur hins vegar eingöngu keypt
frystan búra til vinnslu og selt á
Bandaríkjamarkað. Logi sagði að að
minnsta kosti 10 dollarar hefðu feng-
ist fyrir kílóið þar af fituflegnum
búraflökum sem farið hafa beint á
neytendamarkað. „Það er -hægt að
selja alveg óhemju af frosnum búra,
en hann þekkist nánast ekki öðm-
vísi. Vinnslan hefur hins vegar ekki
verið alveg tilbúin til að gera þetta,
enda hafa húsin kannski ekki fengið
svo mikil tækifæri til að þróa þessa
vinnslu þar sem þetta hefur að mestu
leyti farið beint út og verið á háu
verði miðað við takmarkað magn,“
sagði Logi.
Lítið fengist upp á síðkastið
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, sagði að fengist hefði mjög
gott verð fyrir búrann, en hins vegar
hefði tekist mjög illa að ná honum.
„Hann hefur fyrst og fremst haldið
sig hér suður af landinu á miklu
dýpi, og þær veiðislóðir hafa menn
haft svolítið hver fyrir sig,“ sagði
hann. Magnús Kristinsson hjá Bergi-
Hugin í Vestmannaeyjum tók í sama
streng og Kristján og sagði að lítinn
afla hefði verið að fá síðustu daga,
en hins vegar hefði Vestmannaey
VE fengið dágóðan búraafla fyrir
skömmu, eða um 60 tonn sem seld
voru heilfryst til vinnslu innanlands.
Búrinn eftirsóttur
Morgunblaðið/Þorkell
HAGKAUP í Kringlunni bauð viðskiptavinum sínum upp á búra í gær á 699 kr. kílóið og að sögn
Ragnars Arnars Steinarssonar starfsmanns verslunarinnar seldist búrinn ágætlega. Hann sagði að
þetta árið hefði búri ekki verið til sölu í Hagkaupi fyrr en í gær, en mikið hefði verið spurt um
hvort hann væri ekki væntanlegur. A myndinni sést starfsmaður Hagkaups koma búraflökum fyrir
í fiskborði verslunarinnar.
Mesta
smygl
ítvöár
FIMM skipveijar á Úranusi
hafa játað að eiga smyglvarn-
ing sem fannst við leit um
borð í skipinu í gærmorgun.
Alls er um að ræða 340 lítra
af 75% vodka, 47 lítra af öðru
áfengi, m.a. viskí og koníaki,
og um 35 þúsund vindlinga
eða 175 lengjur. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er
þetta stærsta smyglmál sinnar
tegundar sem upp hefur kom-
ist seinustu tvö ár.
Úranus er leiguskip á vegum
Samskipa og siglir undir þýskum
fána. í áhöfn eru fimm Islend-
ingar, sem stóðu að smyglinu,
og ellefu skipverjar af öðrum
þjóðernum. Smyglvamingurinn
fannst falinn í skápum og öðrum
hirslum í káetu skipveija, þang-
- að sem hann hafði verið fluttur
frá öðrum geymslustað í skipinu.
Talið er að vamingurinn hafi
verið keyptur í Þýskalandi, en
rannsókn stendur enn yfír. Úr-
anus fékk brottfararleyfi um
klukkan 20 í gærkvöldi en áfram
var leitað í gámum þeim sem
skipið flutti hingað til lands.
Hafði sú leit engan árangur bor-
ið í gærkvöldi samkvæmt heim-
ildum blaðsins.
Viðskíptaráðherra um lagafrumvarp sem afnemur flutningsjöfnun á olíuvörur
Mun auka mjög á sam-
keppni milli olíufélaga
Eykur möguleika íslenskra fyrirtækja á olíuviðskiptum við erlend skip
SIGHVATUR Björgvinsson viðskiptaráðherra lagði fram frum-
varp á ríkisstjórnarfundi í gær um niðurfellingu laga um flutn-
ingsjöfnunarsjóð og innkaupajöfnun olíu og bensíns. Frumvarp-
ið gerir ráð fyrir að flutningsjöfnun af olíu og bensíni verði
felld niður. Sighvatur segir þetta hafa í för með sér að verð
á olíu og bensíni verði ekki lengur það sama hvar sem er á
landinu og muni auka mjög samkeppni milli olíufélaganna.
Hann segir allar líkur á að verulegt verðstríð hefjist milli olíu-
félaganna verði frumvarpið að lögum.
Sighvatur sagði að rætt hefði
verið fyrir tveimur árum að af-
nema flutningsjöfnun á olíu og
bensíni en ekkert hefði orðið af
því þá.
„Nú hefur komið í ljós að þetta
stendur meðal annars í vegi fyrir
viðskiptum okkar við skip sem
koma hingað til lands að landa
afla og til viðgerða. Vegna hás
olíuverðs sem af þessu leiðir þýðir
það að þessi skip skipta ekki við
okkur um olíuvörur, heldur sigla
héðan eftir landanir til hafna í
Noregi eða í nærliggjandi löndum,
þar sem þau fá olíuna á miklu
lægra verði. Þetta er þáttur í að
gera okkur mögulegt að eiga eðli-
leg viðskipti við þá aðila sem vilja
eiga viðskipti við okkur,“ sagði
ráðherrann.
Allar líkur á
verulegu verðstríði
Aðspurður um áhrifin á
verðsamkeppni olíufélaganna
sagði Sighvatur Björgvinsson:
„Þetta mun auka mjög sam-
keppni. Það verður ekki sama olíu-
og bensínverð hjá öllum olíufélög-
unum allsstaðar á landinu. Það eru
allar líkur á því að það muni hefj-
ast verulegt verðstríð þeirra á
milli,“ svaraði hann.
Geir Magnússon, forstjóri 01-
íufélagsins hf., sagði að þetta
kæmi sér verulega á óvart. Honum
hefði verið kunnugt um að breyta
ætti lögunum en hann hefði aldrei
heyrt að til stæði að afnema flutn-
ingsjöfnunina. Hann vildi ekki tjá
sig frekar um málið fyrr en hann
hefði séð hvað frumvarpið fæli í
sér.
I gildi um næstu áramót
Samþykkt var í ríkisstjórninni
í gær að leggja frumvarpið fyrir
þingflokka ríkisstjórnarinnar. Sig-
hvatur sagði að þingflokkarnir
ættu eftir að taka afstöðu til máls-
ins, en ef frumvarpið yrði afgreitt
á Alþingi í vor gætu lögin gengið
í gildi um næstu áramót.
Tap Landsbanka vegna
SIS um einn milljarður
ÁÆTLAÐ er að Landsbanki íslands þurfi í heild að afskrifa
um einn milljarð króna, vegna tapreksturs eða gjaldþrota Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga og dótturfyrirtækja þess. A
undanförnum tveimur árum hefur Landsbankinn lagt í afskrifta-
reikning vegna tapaðra útlána til Sambandsins og dótturfyrir-
tækja þess liðlega 700 milljónir króna. Áætlað er að á þessu ári
muni Landsbankinn þurfa að leggja í afskriftasjóð vegna dóttur-
fyrirtækja Sambandsins á milli 200 og 300 milljónir króna.
ins og fýrirtækja þess komi til
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins áætla forsvarsmenn
Landsbankans að heildartap bank-
ans vegna upplausnar Sambands-
með að verða í kringum einn millj-
arður króna, þegar upp er staðið.
Þrátt fyrir þessa háu taptölu,
vegna viðskipta við fyrrum dóttur-
fyrirtæki Sambandsins og SÍS, eru
forsvarsmenn Landsbankans
þeirrar skoðunar, að með stofnun
Hamla, eignarhaldsfélags Lands-
bankans um eigur Sambandsins
og sölu þeirra eigna sem voru
teknar upp í skuldir Sambandsins
við Landsbankann, hafi bankanum
tekist að forða bankanum frá millj-
arða áföllum.