Morgunblaðið - 17.04.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.1994, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 86.tbl. 82.árg. SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Deilt um orsök árásar- innar á þyrlumar í Irak Kveikt var á viðvörunarbúnaði sem átti að sýna að um vinaþyrlur var að ræða Engin sök að biðja um koss ÍTALSKUR dómstóll kvað upp þann dóm á föstudag að koss væri aðeins koss og ekki glæpur þótt annar aðilinn hafni öllu kossaflensi. Afrýjunardóm- stóll í bænum Cortona sýknaði fimm- tugan ítala, Guido Mammoli, af ákæru um að hafa áreitt unga ferðakonu með þvi að ávarpa hana og biðja um koss. Undirréttur sýknaði manninn í fyrra en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum. „Ef við ættum að dæma alla sem slá öðrum gullhamra myndi dómskerfið lamast," sagði í úrskurði áfrýjunar- dómstólsins. Zhírínovskíj á fund Saddams RÚSSNESKI þjóðernis- öfgamaðurinn Vladím- ír Zhírínovskíj heldur senn til Iraks þar sem hann verður gestur í afmæli Saddams Hús- seins forseta 28. apríl, að sögn Interfax-frétta- stofunnar. Talsmaður flokks Zhírínovskíjs, Frjálslynda lýðræðis- flokksins, sagði að flokksformaðurinn ætlaði að lyfta ír- ösku þjóðinni upp á afmælisdegi Sadd- ams því í föruneyti Zhírínovskíjs yrði knattspyrnulið og þjóðlagasveit. Handaband og handalögmál LENGI hefur þótt sjálfsögð kurteisi meðal íþróttamanna að takast í hendur að loknum leik en nú hafa nokkrir skól- ar í grennd við Los Angeles bannað nemendum að iðka þennan sið. Ástæðan er ótti við að handaböndin hafi í för með sér handalögmál. Skólarnir eru allir I Ventura-sýslu sem aðallega er byggð hvítu fólki og ekki hefur þurft að kljást við óaldarflokka unglinga. Verstir þykja leikmenn í hefðbundinni, evrópskri knattspyrnu. Sumir þeirra spýta í lófana áður en þeir bjóða hönd- ina, aðrir muldra móðgunarorð og stundum er bætt við höggum, jafnvel sparki í höfuð. Mörgum finnst. sem bannið sýni að skólaíþróttir endur- spegli æ betur árásargirnina og gleði- skortinn í atvinnuíþróttum. Kennarar segja að stundum hafi þjálfarar og for- eldrar ýtt undir áflogin og elt embættis- menn skólans að bílum þeirra eftir leiki. „Það virðist vinsælt að hrækja í knattspyrnu“, segir íþróttastjóri eins skólans. Washington, London. Reuter. TALSMAÐUR stjórnar Bills Clintons Bandaríkjaforseta gagnrýndi harð- lega þingmenn Repúblikanaflokksins fyrir að halda því fram að árásin á bandarísku herþyrlurnar í norður- hluta íraks á fimmtudag væri afleið- ing niðurskurðar stjórnarinnar á út- gjöldum til varnarmála. Öldungadeildarmaðurinn John McCain og fulltrúadeildarmaðurinn Newt Gingrich höfðu sagt að það gæti skýrt atvikið að einhverju leyti að bandaríski heraflinn héngi nánast á horriminni vegna niðurskurðar stjórnarinnar í varnarmálum. Dee Dee My- ers, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði á föstudag að þessi fullyrðing væri afar óvið- eigandi og með öllu ótæk. Undir forystu Bandaríkjamanna hafa sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna fram- fylgt flugbanni í norðurhluta íraks frá lok- um Persaflóastríðsins 1991, til þess að vernda byggðir Kúrda fyrir aðgerðum af hálfu hersveita stjórnar Saddams Husseins íraksforseta. Bandarískar F-15C orrustu- þotur töldu sig vera að skjóta á íraskar árásarþyrlur er þær skutu niður tvær bandarískar UH-60 Blackhawk-þyrlur með 26 manns innanborðs á flugbannssvæðinu. Sérfræðingar undrandi Sérfræðingum þykir atvikið með ólíkind- um þar sem áhöfn AWACS-ratsjárvélar sem stýrði aðgerðunum gegn þyrlunum hafði upplýsingar um ferðir þeirra og um borð bæði í AWACS-þotunni og F-15-þot- unni er búnaður sem auðveldlega hefði átt að greina að þarna voru ekki óvinir á ferð. Þess utan voru þyrlurnar í sjónfæri er flug- menn orrustuþotnanna skutu flugskeytum sínum á þær. Embættismenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu sögðu í fyrrinótt frá því að kveikt hefði verið á viðvörunarbún- aði í þyrlunum sem átt hefði að sýna öðrum bandarískum herflugvélum hveijir þar voru á ferð. Talið er að atvikið verði til þess að hraðað verði þróun nýs viðvörunarbúnaðar. William Perry, varnarmálaráðhen'a Bandaríkjanna, hét því að starfsháttum yrði breytt til þess að koma í veg fyrir að atburðir af þessu tagi endurtækju sig. ATVINNULEYSI Ræturnar 14 liggja djupt 20 SAGAN UM öscar Shindler ÞAKHALDAKOWK mSTJÓRHTAVMAHA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.