Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 10
ri
10______________________________________
Á SIÐASTA ári slitu rúmlega sjö hund-
ruð pör óvígðri sambúð sinni sam-
kvæmt upplýsingum Hagstofu Is-
lands. Fjórtán hundruð einstaklingar
eru nú að jafna sig eftir sambúðar-
slitin í fyrra og sumir þeirra eiga
vafabust langt í land í þeim efnum.
Það er samdóma álit ýmissa lög-
fróðra manna að siit óvígðrar sam-
búðar séu oft á tíðum mun erfiðari
viðureignar en hjónaskilnaðir hvað
snertir eignaskipti. I óvígðri sambúð
eru engar reglur um helmingaskipti
eigna og skulda og það veldur iðu-
lega miklum vandræðum þegar til
skiptanna kemur. Falli annar sam-
búðaraðilinn frá tekur ekki betra við
því enginn erfðaréttur er milli sam-
búðarfólks og enginn réttur er til setu
í óskiptu búi. Milli sambúðaraðila er
ekki einu sinni gagnkvæm framfærslu-
skylda, sem þýðir m.a. að ef annar
aðilinn veikist þá ber hinum aðilanum
ekki skylda til að hlaupa undir bagga
og sjá svo til að hinn sjúki hafi í sig
og á meóan á veikindunum stendur.
Lögskilnaðir hjóna eru að jafnaði um
fimm hundruð á ári, þar er málið
miklu einfaldara, eignum ber að
skipta til helminga nema að aðilar
hafi gert með sér séreignakaup-
mála. Veikist annað hjónanna ber
hinu að framfæra sjúklingnum. Falli
annað hjóna frá erfír hitt allar eigur
þess látna ef engin börn eru, annars einn
þriðja af búshelmingi hins látna á móti börn-
unum, sem fá tvo þriðju eigna hins látna,
sama hve mörg þau eru. Auk þess á eftirlif-
andi maki rétt til að sitja í óskiptu búi með
sameiginlegum börnum. Erfðaskrá þarf hins
vegar til þess að fá rétt til að sitja í óskiptu
búi með stjúpbörnum. Það er svo mikill
munur á réttindum hjónabands og óvígðrar
sambúðar að furðu gegnir að fólk sem vill
á annað borð búa saman skuli ekki almennt
sjá sér hag í að ganga í hjónaband, hjóna-
band veitir að öllu leyti miklu meiri réttindi
og það er auðveldara að slíta því hvað eigna-
skipti varðar en óvígðri sambúð, slíkt sanna
ótal mörg dæmmi.
Það virðist því ganga þvert á alla skyn-
semi að sambúðarfólki skuli fara sífjölgandi
hér á landi. Líklega er þetta vegna þess að
margir vilja prófa að búa saman áður en
gengið er í hjónaband, gera tilraun hvort
aðilar „passi saman“, eins og sagt er. Fólk
gáir hins vegar ekki að því að ef illa gengur
getur orðið mjög örðugt að komast vand-
ræðalaust út úr slíku sambandi, ekki síst
vegna þess að engin heildarlöggjöf er til um
það hvernig á að skipta eignum sambúðar-
fólks.
Hér er ekki um neitt smámál að_ ræða því
að milli tuttugu og þrjátíu þúsund íslending-
ar búa um þessar mundir í óvigðri sambúð.
Tæplega tuttugu þúsund manns eru skráð
í slíka sambúð hjá Hagstofu, engin laga-
skylda er fyrir slíkri skráningu og láta marg-
ir hana því undir höfuð leggjast. Mjög margt
af þessu fólki veit harla lítið um réttarstöðu
sína. Margir halda að þeir hafi nánast sama
rétt og hinir sem eru í hjónabandi, það er
rangt eins og að ofan greinir. Það hefur
ruglað fólk að Tryggingastofnun ríkisins
leggur tveggja ára sambúð að jöfnu við
hjónaband hvað varðar bætur almannatrygg-
inga. Þetta gildir hins vegar ekki annars
staðar. Það fer t.d. eftir reglum hvers lífeyr-
issjóðs hvort sambúðarfólk á þar einhver
svipuð réttindi og hjón, þarna eru augljós-
lega miklir hagsmunir í húfi. í sambúð vefj-
ast fjármál fólks saman í mismiklum mæli,
oftast er fólk þannig að höndla með aleigu
sína. Alltof margir bera skarðan hlut frá
borði þegar að eignaskiptum kemur ef
óvígðri sambúð er slitið eða sambúðaraðili
fellur frá. Um þetta eru því miður mýmörg
dæmi og er það fróðra manna mál að full
ástæða sé til þess að vara fólk við óvígðu
sambúðinni og hvetja það til þess að ganga
í hjónaband til þess að tryggja hagsmuni
sína og maka síns.
teci íííwa si h'joaoir/.yus aiuait/'jofov
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1994
Kom sjalfri
mámri
eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
SKÖMMU fyrir jól- féll í Héraðsdómi
Vestfjarða dómur í máli sem Elínborg
Baldvinsdóttir á ísafirði höfðaði á hendur
fyrrum sambýlismanni sínum vegna
eignaskipta eftir sambúðarslit. Mál þetta
er mjög skýrt dæmi um þá erfiðleika sem
komið geta upp þegar skipta á eignum
sem myndast hafa á sambúðartíma þegar
engir eignasamningar eru fyrir hendi og
um óvígða sambúð er að ræða. I slíkum
tilvikum er ekki um annað að ræða en
snúa sér til dómstóla þegar þrautreynt
hefur verið að leysa málið með samning-
um. Mál þetta sem hér um ræðir er sér-
stakt fyrir þær sakir að mjög mikið bar
í milli í framburði málsaðila um það hve-
nær sambúð hófst og einnig svo hitt að
nánast ekkert tókst að þoka málum í sam-
komulagsátt þrátt fyrir fjölmarga skipta-
fundi.
Isamtali við blaðamann Morgunblaðsins rakti
Elínborg þessa sögu í stórum dráttum. „Ég
kynntist fyrrum sambýlismanni mínum
þegar ég kom sem ráðskona á heimili for-
eldra hans sumarið 1969. Ég var þá nýlega
fráskilin og átti fjögurra ára dóttur sem
ég hafði með mér í ráðskonuvistina. Fljót-
lega eftir að ég hóf störf sem ráðskona fór ég
að vera með eldri syni hjónanna, sem ekki hafði
áður verið í sambúð,“ segir Elínborg. „Ég geri
ráð fyrir að mér hafí fundist ég þurfa stuðning
í lífsbaráttunni, eftir skilnað er einsemdin mik-
il og auk þess treysta konur sér oft illa til að
vera eini forsjár- og uppeldisaðilinn, einkum ef
þær eru ungar eins og ég var á þessum tíma,
en þá var ég 22 ára gömul. Ég er samt ekki
að segja að ég hafi ekki verið ástfangin, það
var ég vissulega. Hins vegar held ég að það
sé óráðlegt að flýta sér um of í sambúð eins
og konum hættir til að gera og ég óneitanlega
gerði.
Um haustið 1969 brugðu foreldrar hins nýja
sambýlismanns míns búi og við, ungu hjúin,
keyptum jörðina og hófum búskap. Við byijuð-
um með tvær hendur tómar, ef svo má segja.
Búið var skuldsett þegar við tókum við því og
við fengum jarðarkaupalán til þess að fjár-
magna kaupin. Þetta var lítið bú, of lítið til
þess að það stæði undir öllum þessum skuldbind-
ingum. Þess vegna hélt sambýlismaður minn
áfram að vinna utan búsins, eins og hann hafði
gert sem ungur „sveinn" í föðurgarði. Hann
vann á þungavinnuvélum og fór seinna að aka
mjólkurbíl. Ég sinnti búskapnum og lagði á
mig mikla vinnu, ekki síður en hann. En það
dugði eigi að síður ekki til, við urðum að lúta
lægra haldi og selja jarðeignadeild ríksins jörð-
ina, en búinu héldum við og rákum áfram í
sameiningu.
Þessi ráðstöfun gerði okkur kleift að stækka
bústofninn og byggja upp jörðina. Árið 1976
byggðum við útihús og stækkuðum ræktað land
um helming á fáum árum. Þetta gerir það að
verkum að jörðin er margfalt verðmeiri í dag
en hún var þá og þessar framkvæmdir voru
okkar eign. Jafnframt þessu stækkuðum við
fjölskylduna, fyrsta sameiginlega bam okkar
fæddist árið 1972 og ári seinna fæddist okkur
annað barn. Þriðja bam okkar fæddist árið
1980 og það fjórða árið 1982. Það sama ár tók
hann við oddvitastarfi í sveitinni og við tókum
ákvörðun um að ég skyldi flytja lögheimili mitt
þangað, en ég hafði fram að því átt lögheimili
hjá foreldrum mínum sem bjuggu við Breiða-
fjörð. Við höfðum þetta svona af því að við
töldum það fjárhagslega hagkvæmara fyrir