Morgunblaðið - 17.04.1994, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRIL 1994
11
okkur fram að þeim tíma. Ég fékk mun meiri
barnabætur sem einstæð móðir heldur en sem
kona í sambúð. Þetta er atriði sem mikið hefur
verið fjallað um í fjölmiðlum í seinni tíð og ég
vil nota tækifærið hér til þess að vara konur
við að falla í þá gryfju að gera þetta. Svona
leikur á kerfíð er stundarhagsbót en veldur
skaða þegar til lengri tíma er litið. Ég hef þurft
að gjalda þessarar ráðstöfunar dýru verði og
það kostaði mig mikla fyrirhöfn að fá viður-
kennt að um sambúð hafi verið að ræða þenn-
an tíma sem ég og sambýlismaður minn áttum
lögheimili sitt á hvorum staðnum. Reyndar var
það svo að sambýlismaður minn hafði hags-
muni af því, þegar þarna var komið sögu, að
flytja lögheimili mitt heim til okkar, því kaup
hans fyrir sveitarstjórnarstöiíin hækkaði í réttu
hlutfalli við gjaldendur í sveitarfélaginu. Oddvit-
ar hafa prósentur af álögðum innhcimtutekjum
sveitarfélagsins. Það segir sig sjálft að þetta
möndl við kerfið breytti engu, til né frá, í sam-
búð okkar tveggja. Sambúð okkar var á þeim
tíma bærilega góð og verkaskiptingin þannig
að hann var mjög mikið út á við, sat í ótal
nefndum fyrir sveitarfélagið, en bústörfín lentu
nánast öll á mér og börnunum. Vinnudagur
minn var því vægast sagt mjög langur.
Svo kom sá tími að börn okkar þurftu að fara
í skóla utan sveitar. Elsta dóttir mín stundaði
sitt skyldunám við Breiðafjörð og framhaldsnám
á Akranesi. Ég borgaði kostnað við skyldunám-
ið, sem var töluverður af því að hún þurfti að
vera í heimavist. En föðurfólk hennar og ætt-
ingjar mínir studdu hana til framhaldsnáms.
Hin börnin stunduðu nám í næsta bæjarfélagi.
hélt hann þvl hins vegar fram að sambúðin
hefði ekki hafíst fyrr en 1980, „Þá fyrst hafí
verið komin alvara í málin,“ eins og segir dóms-
skjölunum. A grundvelli þess neitaði hann alger-
lega að ég hefði átt neinn hlut í þeim eignum
sem komið hefðu til fyrir þann tíma, en það
var mestur hluti eigna okkar. Forsjármálin
leystust á einu ári, ég fékk forsjá barnanna.
Skiptamálunum er ekki lokið enn í dag, þrátt
fyrir að dómur sé genginn í héraðsdómi um að
um helmingaskipti skuli vera að ræði frá upp-
hafi sambúðar, sem samkvæmt dóminum hófst
1969. Maðurinn kærði ekki dóminn til Hæsta-
réttar og málinu er því lokið að því er ég best
veit. Eigi að síður fékkst maðurinn ekki til þess
á skiptafundi sem haldinn var nú í lok febrúar
að skipta eignum okkar. Ég bý enn í íbúðinni
sem maðurinn hefír reynt ítreKað reynt að selja
undan mér og bömunum. Sameiginlegu lausafé
okkar hefur hann skotið undan og veret allra
fregna um hvað af því hefur orðið en sjálfur
situr hann að öllum öðrum eignum búsins. Sam-
band hans við börnin er ekki neitt, hann sinnir
þeim ekki þrátt fyrir úrskurð um fijálsan um-
gengnisrétt. í bráðum tvö ár hefur þetta mál
staðið og sýnir það vel hve erfítt getur orðið
að leita réttar síns þegar um óvígða sambúð
er að ræða þar sem engir samningar eru gerð-
ir og kerfið hefur verið misnotað að hluta. Ein-
mitt sú misnotkun gerði minn málstað miklu
veikari og þess vegna vil ég benda konum á
hve erfiður eftirleikurinn getur orðið af slíku.
Ég vil bæta því við að kröfu „tengdaforeldra"
minna til þriggja milljónanna fyrir aðstoðina
við barnabörnin sem þau gerðu í sameiginlegar
Svala Thorlacius
kannski 80 prósent eignarinnar en konan
fái tuttugu prósent. Þetta leiðir oft til mála-
ferla.
Til mín kemur stundum fólk sem búið
hefur saman í nokkur ár. Þegar sambúðin
hófst áttu báðir aðilar litlar íbúðir sem seld-
ar voru og ein stærri eign keypt. Þær voru
mis verðmiklar og mis veðsettar. í sambúð-
inni voru svo tekin ný lán sem fjölskyldur
beggja hafa ábyrgst o.s.frv. Úr þessu verð-
ur mikil flækja sem langan tíma tekur að
rekja sig í gegnum og reikna út upphaflega
fjárhæð sem hvort um sig iagði í sameigin-
legu fasteignakaupin. Stundum er sameigin-
lega fasteignin á nafni mannsins, þá þarf
konan að sanna hlutdeild sína í kaupunum.
Það er ástæða til að vara við þeim sið sem
myndast hefur að konur borgi það sem eng-
ar kvittanir eru fyrir, svo sem mat o.þ.h.
en mennirnir borgi af lánum og fái kvittan-
ir fyrir á sínu nafni. Slíkt hefur hitt marga
konu illa fyrir ef til sambúðarslita kemur.
Oft heyrast menn halda því fram að þótt
konan hafi haft tekjur á sambúðartímanum
hafi þær mest keypt föt og snyrtivörur fyr-
ir þá peninga en þeir hafi séð um að borga
af öllum lánum og haldið heimilinu að mestu
leyti uppi að auki. Þessu til sönnunar draga
þeir fram bunka af kvittunum á sínu nafni
en konan getur ekki sýnt neitt, kassakvittan-
ir úr matvörubúðum, sem sjaldan er haldið
til haga, sýna ekki nafn þess sem borgar."
En skyldu karlmenn aldrei fara illa út
úr slitum óvígðar sambúðar?
„Það er sjaldgæft. Ég var þó fyrir
skömmu með mál í Hæstarétti þar sem
gerðar voru af hálfu konu kröfur í örorku-
bætur fyrrum sambýlismanns hennar sem
stórslasaðist um borð i vélbát. Maðurinn var
úrskurðaður 90 prósent öryrki og konan
gerði kröfur um að örorkubótunum yrði
skipt til helminga. Þetta gerði hún á grund-
velli gamals hæstaréttardóms þar sem um
hjón var að ræða. í því tilviki var búið að
íjárfesta fyrir örorkubæturnar. Hæstiréttur
ákvað í þeim dómi að í því tilviki væri ekki
hægt að halda örorkubótum aðgreindum frá
öðrum eignum. I málinu sem ég var með
liélt maðurinn sínum örorkubótum en konan
fékk svolítinn hlut.a af eignum búsins dæmd-
an sér af því að hún hafði bæði haft tekjur
í sambúðinni, þótt littar væru, og svo hafði
hún átt barn. Það virðist líka fráleitt að tjón
á Iíkama eins eigi að vera ábati annars.“
Koiwn notgar
matlnn - kariinn
tm krlttanlr
„ÞEGAR engar lagareglur eru til
að styðjast við eru dómar, einkum
Hæstaréttar, látnir leiða að niður-
stöðum þegar reynt er að greiða úr
eignaskiptamálum þeirra sem slíta
óvígðri sambúð og geta ekki látið
sér semja sjálfir um eignaskipti,"
sagði Svala Thorlacius lögmaður,
sem um árabil hefur farið með mörg
mál af þessu tagi. „Vandamálið er
hins vegar það að hvert mál hefur
í miklum mæli sín sérkenni, þess
vegna er erfitt að búa til alsherjar
formúlu til að fara eftir í þessum
efnum. Hins vegar má segja að því
lengur sem sambúð stendur því
meiri líkur eru til þess að helminga-
skipti eigna séu látin gilda.
Elínborg Baldvinsdóttir
Fyrst voru þau hjá afa sínum og ömmu, foreldr-
um sambýlismanns míns en seinna keyptum
við íbúð og ákváðum að heppilegast væri að
ég dveldi þar með þeim á skólatíma. Sambýlis-
maður minn fékk sér pólska stúlku sem vetrar-
mann. Máiin þróuðust þannig að ég kærði mig
ekki um að búa með honum framar og fór fram
á sambúðarslit og skiptingu eigna vorið 1992,
eftir nær 23 ára sambúð.
Ég hélt að þetta væri einfalt mál en komst
að því að svo var ekki. Ég hélt að ég gæti
bara farið og við gætum skipt eignunum. En
því var nú aldeilis ekki að heilsa. Eg þurfti að
fara til sýslumanns og tilkynna sambúðarslit
og gerði það. Síðan kom að eignaskiptum. Þá
neitaði sambýlismaður minn algeriega helm-
ingaskiptum. Ég fékk mér lögmann og hann
reyndi til hins ítrasta að ná sáttum. Það reynd-
ist ómögulegt. Ég bjó í íbúðinni sem keypt
hafðf verið vegna skólagöngu bamanna en
maðurinn nýtti aðrar sameiginlegar eigur. Sjö
mánuðum eftir sambúðarslitin var settur sklpta-
stjóri í málið. Þá var komin fram krafa frá
fyrrum „tengdaforeldrum“ mínum sem skyndi-
lega vildu fá greiddar 3 milljónir fyrir að hafa
veitt bamabörnuni sínum fæði, húsnæði óg
þjónustu þessa þijá vetur sem þau dvöldu hjá
þeim vegna skólagöngu sinnar. Þetta gerðu þau
þrátt fyrir að við hefðum í reynd lagt til með
bömum matvæli og einnig vinnu við húsnæði
gömlu hjónanna á þessum tíma, til að endur-
gjalda þeim þessa aðstoð. Eins og gerist innan
ijölskyldna, þar sem greiði kemur á móti greiða,
voru engir reikningar til fyrir þessu.
Ýmislegt fleira sem mér fannst einkennilegt
gerðist þegar að eignaskiptum og forsjánnálum
kom. Þegar forsjánnálin voru á dagskrá skrif-
aði maðurinn undir það í gerðarbók sýslumanns
að sambúðin hefði hafist 1969 og gerði í fram-
haldi af því kröfu um að fá forsjá tveggja yngri
barnanna. Þegar skiptamálin komust á dagskrá
eignir mínar og sambýlismanns míns
var hafnað. Þá höfðuðu þau mál, sem
raunar sneri?t gegn mér einni. Eftir
skýrslutökur í Héraðsdómi drógu þau
málið til baka. Nú bíð ég bara eftir að *
skiptum ljúki samkvæmt dómi Héraðs-
dóms og vona að það verði sem fyrst.
Þetta er orðið mjög langt mál, máls-
metandi menn telja jafnvel að kannski
sé slíkur dráttur brot á mannréttinda-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjálf
held ég að markmið fytrum sambýl-
ismanns míns með því að gera mér á
ýmsan hátt lífið leitt, neita öllum samn-
ingum og láta mig því þurfa að sækja
rétt minn með svona miklum erfiðismun-
um hafi verið að bijóta mig andlega
niður þannig að ég gæfist upp á að
sækja til hans það sem mér ber.
Ég kom sjálfri mér óvart í þessu
máli. Eg hef mjög litla menntun, varla
barnaskólapróf, og hafði fram að sambúðarslit-
unum að mestu leyti hlítt forsjá sambýlismanns
míns. Eftir að ég tók þá erfiðu ákvörðun að
láta sverfa til stáls þurfti ég að sitja æði marg-
ar stundirnar við að reyna að skilja og setja
mig inn í flóknar reglur og skjöl þar að lút-
andi. Mér fannst ég víða reka mig á veggi í
kerfínu en ég gafst ekki upp og mér tókst á
endanum að vinna sigur. Mesti sigurinn er þó
að fínna sig hafa vaxið af viðureigninni og
vera orðin sjálfstæð manneskja. Ég læt ekki
lengur neitt vaxa mér í augum.
Eg segi þessa sögu til þess að fólk láti sér
víti mitt að vamaði verða. Það eiga allir að
tryggja rétt sinn með löglegum samnningum
sem ekki ganga í hjónaband. Ég hefði ekki
getað lokið þessu máli nema vegna þess að ég
hafði góðan lögmann og hef fengið mikinn
stuðning frá nánum vinum og konum í Samtök-
um um Kvennalista.
Eg var með mál í Hæstarétti fyrir
nokkrum árum þar sem fólk sleit
óvígðri sambúð eftir 36 ár. Ég var
fyrir konuna og fór fram á helminga-
skipti eigna. Það náði fram að ganga,
ekki síst vegna þess hve lengi sam-
búðin hafði staðið. Annað sem vegur
þungt í slíkum málum er að fólk
hafi haft það sem kallað er fjármunalega
samstöðu. í sumum samböndum heldur fólk
fjármunum sínum algerlega aðskildum og
þá er erfitt að tala um slíka samstöðu.
Stundum er þetta á vissan hátt aðgreint,
konan borgar t.d. matinn og barnaheimili
fyrir börnin en maðurinn borgar af lánum
vegna húsnæðiskaupa. í síkum tilvikum er
málið erfitt við-
fangs. Mað-
urinn hefur þá
ótal kvittanir á
sínu nafni en
konaai engar.
Þá getur orðið
örðugt að
sanna að bæði
hafi staðið jafnt
að eignamynd-
un með vinnu-
framlagi á ýms-
um vettvangi.
íslendingar eru
ekki eins ná-
kvæmir í pen-
ingamálum eins
og t.d. sumar
nágrannaþjóð-
irnar. Ég man
eftir máli sem ég var með fyrir mörgum
árum. Konan var íslensk en maðurinn dansk-
ur. Þar var hinn fjármunalegi aðskilnaður
í sambúðinni slíkur að maðurinn hafði sér-
staka hillu í ísskápnum þar sem hann geymdi
sinn mat, sem hann keypti. Konan hafði
aðra hillu í skápnum þar sem hún geymdi
sinn mat og barnsins. Þetta er kannski ekki
til sérstakrar fyrirmyndar en annað sem
þetta fólk gerði er til fyrirmyndar. Það átti
eignir saman en þær voru þinglýstar í viss-
um hlutföllum á hvort um sig. Margir halda
að ef báðir aðilar séu þinglýstir eigendur
eignar sé björninn unninn. Svo er ekki nema
að kveðið sé um eignahlutföll í prósentum
talið í þinglýsingunni. Þetta er sjaldnast,
gert og þess vegna kemur það oft fyrir að
t.d. maðurinn krefst skipta á grundvelli
hærri tekna á sambúðartínumum, vill
MIKILL FJÖLDIFOLKS
BÝR í ÓVÍGÐRI
SAMBÚÐ, ENGAR
LAGAREGLUR ERU TIL
UM EIGNASKIPTIVID
SLIT SLÍKRAR
SAMBÚÐAR OG
MÁLAFERLI
ÞVÍ ALGENG