Morgunblaðið - 17.04.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.04.1994, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRIL 1994 eftir Boge Arason LÍKIN hafa hrannast upp á g-ötum Kigali og fleiri stöðum í Mið-Afr- íkuríkinu Rúanda frá því forseti Iandsins beið bana þegar flugvél hans var skotin niður 6. þessa mánaðar. Tugþúsundir manna hafa fallið, þeirra á meðal ráðherrar, börn og sjúklingar á sjúkrahúsum, nunnur og prestar, friðargæsluliðar og starfsmenn hjálparstofnana og venjulegir Rúandabúar, jafnt Hútúar sem Tútsar. Þessir ættbálk- ar hafa átt í illdeilum í hartnær 500 ár og hrannvígin að undan- förnu eru ekki þau fyrstu í sögu landsins og líklega ekki þau síðustu. útsar komu fyrst á land- svæðið á 15. öld frá norðaustur- hluta Afríku, eða Eþíópíu, enda eru þeir hávaxnir og ljósari yfirlitum en Hútúar. Þótt þeir væru miklir bardagamenn lögðu þeir land- svæði Hútúa und- ir sig smám sam- an án mikilla blóðsúthellinga. Þeir stunduðu nautgriparækt og byggðu upp eins konar lénsskipu- lag sem átti eng- an sinn líka í Afr- íku nema í Eþíóp- íu. Þeir komu upp flóknu valdakerfi, þar sem konung- urinn var æðstur og dýrkaður sem guð. Segja má að Hútúar, sem eru um 85% landsmanna, hafi verið þrælar Tútsa á þessum tíma. Höfðingjar Tútsa úthlutuðu landskikum til Hútúa, sem urðu í staðinn að vinna fyrir þá. Fyrirlitningin á þrælunum jókst smám saman uns svo var kom- ið að þeir voru ekki lengur taldir til manna. Tútsum var til að mynda bannað að borða sama mat og Hútú- ar því hann var sagður saurgaður. Hútúar rísa upp Rúanda var þýskt verndarsvæði á árunum 1899-1916 og síðan hluti af Rúanda-Úrúndí sem Belgar stjórnuðu í umboði Þjóðabandalags- ins og síðar Sameinuðu þjóðapna. Tútsar, sem eru um 10% lands- manna, héldu áfram að undiroka Hútúa á nýlendutímanum til ársins 1959 þegar konungurinn iést án arftaka og mannskæðar óeirðir blossuðu upp. Hútúar lýstu yfir stofnun iýðveldis árið 1961 og land- ið öðlaðist sjálfstæði formlega ári síðar. Hútúinn Gregoire Kayibanda varð fyrsti forseti Rúanda árið 1962. Mikil spenna var þó enn milli ætt- bálkanna og blóðug átök blossuðu upp aftur ári síðar og aftur árið 1972. Talið er að 100.000 manns hið minnsta hafi fallið í átökunum á þessum tíma. Einræðisherra skapar héraðaríg Juvenal Habyarimana, þá ráðherra her- og lögreglumála, tók völdin í sínar hendur árið 1973 og setti forsetann í stofufangelsi. Hann bannaði starfsemi stjórn- málaflokka en tveimur árum síð- ar stofnaði hann flokk, sem var alráður í tæpa tvo áratugi. Habyarimana flækti stjórnmál Rúanda frekar með því að skapa landshlutadeilur ofan á ættbálka- erjurnar. Habyarimana var frá norðurhluta landsins, Gisenyi-hér- aði, og skipaði aðallega menn frá þeim hluta í stjórn sína. Árið 1985 var baráttan milli landshlutanna orð- in stærra vandamál en ættbálkaeij- urnar þótt ekki kæmi til blóðsúthell- inga. Tútsar knýja fram umbætur Friðurinn var þó úti árið 1990 þegar 10.000 uppreisnarmenn í Föð- urlandsfylkingingu Rúanda (RPF) gerðu irmrás í landið frá nágranna- ríkinu Úganda. Fylkingin er aðallega skipuð Tútsum. Innrásin varð til þess að Habyari- mana sá sig knúinn til að fallast á stjórnmálaumbætur. Fyrstu ijöl- flokkakosningarnar fóru fram árið 1992 og ný lög tóku gildi sem kváðu á um að forseti og forsætisráðherra skyldu deila með sér völdunum. Spennan milli ættbálkanna magnað- ist þó aftur í fyrra, meðal annars vegna efnahagskreppu í kjölfar þess að verð á kaffi, helstu tekjulind landsins, hrundi á heimsmarkaði. Forsætisráðherrann, Dismas Nsengiyaremye, Tútsi, sakaði stuðn- ingsmenn Habyarimana um að hafa myrt 350 Tútsa. Á sama tíma átti stjórnarherinn undir högg að sækja í stríðinu gegn uppreisnarmönnun- UPPREISN I RUANDA Uppreisnarmenn í Rúanda hófu sókn gegn stjórnarhernum í höfuöborginni, Kigali, eftir aö forseti landsins var drepinn fyrir rúmri viku. um, sem voru komnir um 50 km frá höfuðborginni. Samt naut stjórnar- herinn stuðnings franskra her- manna. Habyarimana neyddist til að semja um frið við uppreisnarmenn- ina í ágúst í fyrra og féllst á að þeir fengju aðild að bráðabirgða- stjórn og boðað yrði til nýrra kosn- inga. Uppreisnarmennirnir sökuðu hann síðar um að hafa svikið samn- inginn með því að fresta framkvæmd hans. Mynda átti stjórnina í septem- ber en valdabarátta stjórnmála- mannanna varð til þess að ekki náð- ist samkomulag um skiptingu ráðu- neyta. Hútúar drepa Hútúa Hútúar eru í miklum meirihluta í hernum og hermenn úr þeirra röðum gengu berserksgang um götur Kig- ali til að hefna dt'ápsins á Habyari- mana forseta 6. apríl. Þeir myrtu aðallega Tútsa, meðal annars Agethe Uwilingiyimana, þá nýskipaðan for- sætisráðherra, sem hafði leitað skjóls í húsnæði Sameinuðu þjóðanna. Hermennirnir létu heift sína ekki aðeins bitna á Tútsum því þeir eru einnig sagðir hafa drepið Hútúa úr flokkum, sem voru andvígir Habyari- mana, og Hútúa frá öðrum landshlut- um en heimahéraði forsetans fyrrver- andi. Rúandabúar bíða eftir matvælum frá hjálpar- stofnun í Kigali. Rúanda er eitt fátækasta land heims og hætta er á hungursneyð þar vegna óaldarinnar að undan- förnu. Alexis Kanyarengwe, leið- togi uppreisnarhreyfingar- innar í Rúanda, er Hútúi þótt flestir félaganna séu Tútsar. Uppreisnarforinginn Hútúi Þótt Tútsar séu í miklum meiri- hluta í Föðurlandsfylkingu Rúanda er leiðtogi hennar, Alexis Kanyar- engwe, Hútúi. Hreyfingin hóf stríðið til að binda enda á eins flokks kerfið í landinu og réðst á höfuðborgina til að koma þar á lögum og reglu, að eigin sögn. Hún berst einnig fyr- ir því að landflótta Rúandabúar fái að snúa aftur til landsins. Tugþús- undir Rúandabúa hafa flúið til ná- grannaríkjanna vegna átakanna undanfarna áratugi. Kanyarengwe er 57 ára gamall og var nemandi Habyarimaná í her- foringjaskóla Rúanda. Hann tók þátt í valdaráni Habyarimana, sem gerði hann að innanríkisráðherra. Þeim sinnaðist árið 1980 og Kanyar- engwe fiúði til Tanzaníu. „Ég er Hútúi - en þetta er ekki ættbálkastríð,“ segir Kanyarengwe. „Þetta er stríð gegn einræði." Flest bendir til þess að Kanyar- engwe og félagar hans nái brátt völdunum í landinu og fái tækifæri til að sýna hvort þeir geti bundið enda á ættbálkaerjurnar. 1 ljósi sög- unnar síðasta hálfa árþúsundið getur varla talist ástæða til mikiilar bjart- sýni. Minnismolar frá Ruanda eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur ÞEGAR ég var í Rú^nda í nokkrar vikur vorið 1989 var friður í landinu og allt með ró og spekt. Höfuðborgin Kigali kemur fyrir sjónir eins og þorp, þar er varla nokkur miðbær í okkar skiln- ingp og langflestir bjuggu í Ieirkofum eða litlum timburhýsum. Ein tegund bygginga skar sig úr, það voru bankarnir, þeir hefðu þess vegna getað verið hvar sem var í heiminum. Útlendingarnir bjuggu í sérstöku hverfum og þar virtist allt til alls. ♦ Ifljótu bragði man ég ekki eftir nema smáspottum sem voru malbikaðir, hvort sem var í Kígali eða úti á landinu. Moidargötur í bæjunum, malarvegir og oft hrikalegir úti um fjöllótt iandið. Bíiaeign er ekki mikil og mörg farartækin komin til ára sinna og ástand þeirra eftir því. Rúanda er mörgum kunnugt vegna fjallagórillanna á Virungaíjöllum. Starf Dian Fossey til verndunar þeim og athugun á lifnaðarháttum þeirra varð frægt. Ferðamenn í Rúanda halda yfirleitt norður í landið að sjá górillurnar en stoppa síðan ekki öllu lengur. „Menn vita allt um góriliurnar en ekkert um okkur íbúana,“ sagði einn við mig og er ekki fjarri lagi. Landið er fallegt og Rúandar er fágætlega iðjusam- ir. Mér fannst þeir kurteisir en fálátir og grunnt á tortryggni í garð útlendinga. Fátækt er mikil, þétt- býli úr hófí og erfiðlega hefur gengið að bæta ástand- ið. Ýmsar erlendar þróunarstofnanir hafa aðsetur í Kígali og þar starfar fjöldi útlendinga. Rúandar sögð- ust ekki sjá breytingar til batnaðar og ýmsir sögðu fulium fetum að þróunaraðstoðin virtist eintóm skrif- finnska og skýrsiugerð. „Þeir skrifa skýrslur, enda- lausar skýrslur um okkur,“ sagði gítarleikarinn Ein- manaleiki sem ég hitti í Gisenyi. „Svo gerist ekkert meira.“ Ólæsi er mikið, fólksfjölgun hamslaus og heilsu- gæsla klén. Þó það eigi að heita svo að böm skuli læra að lesa er misbrestur á því. Rúanda var lengi mjög einangrað. Fram eftir síð- ustu öld komu þangað fáir; landið er fjöllótt og erfítt yfírferðar og íbúarnir höfðu orð á sér fyrir grimmd. Það var ástæða fyrir því að Rúandar komu lítið við sögu í þrælaversluninni í Zanzibar. Belgar skildu landið eftir í fullkominni upplausn. Þeir héldu öllum taumum í höndum sér og við brottför- ina kom í ljós að það var varla nokkur .maður eftir með menntun eða tæknikunnáttu eftir í landinu og stjórnkerfið var á brauðfótum. Staða kvenna í Rúanda hefur verið bágborin og þær hafa lítt barist fyrir meiri réttindum. Stúlkur giftast snemma og eru upp frá því oftast undirokaðar af eigin- mönnum sínum. Það er litið á það með velþóknun ef karl tekur sér fleiri konur. Geri konan sig seka um eitthvað sem eiginmaðurinn metur ósiðlegt má dæma hana í fangelsi. „Maður á þak yfir höfuðið og fær oftast að borða ef maður nær sér í mann. Guði sé lof.“ Þetta sagði ung kona við mig í Gisenyi og hún deilir þessari skoðun með miklum fjöida Rúanda- kvenna. Því fannst mér það gleðiefni þegar þær frétt- ir bárust að kona hefði verið skipuð forsætisráðherra þegar í fyrra. Hún hefur nú fallið fyrir hendi moril- óðra ásamt þúsundum annarra. Þegar maður leitar eftir skýringu á þvf af hverju fámennur minnihluti Tútsa hefur komist upp með það að ráða því sem hann hefur gert voru svörin auðvitað eftir því hvort maður var að tala við Húta eða Tútsa. „Þeir líta á sig sem æðri verur. Manni skilst þeir séu svona eins konar útvalin þjóð. En svo eru þetta flest- ir ótíndir glæpamenn og spilltir öfgamenn," sagði Húti í Kígali. „Við erum siðmenntaðri og fágaðri en Hútar. sem eru hálfgerðir villimenn,“ sagði Tútsi í Gisenyi. Báðir staðhæfðu þó að æt.tbálkarnir ættu að geta lifað saman í friði og til þess væri vilji. En illsk- an og heiftin sem undit' kraumaði hefur snúist úpp í blóðbað sem ekki sér fyrir endann á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.