Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 18

Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRIL 1994 Hildur Petersen framkvæmdastjóri Hans Petersen hf. Morgunblaðið/Sverrir það sem því er kærast, myndaal- búmin. Fyrsta hugsunin er að glata þeim ekki. Hildur segir að Hans Petersen hafi jafnhliða verið að auka fjöl- breytnina í þjónustu. Nefnir þar til svonefndar Töframyndir og sýnir mér bækling með kynningu á þess- ari tæknibyltingu í úrvinnslu ljós- mynda, þar sem breyta má mynd- inni, setja saman tvær myndir í eina, bæta við myndefnið og breyta staðreyndum. Til dæmis gétur komið sér vel að koma úr laxveiði og láta stækka á myndinni tittinn sem maður veiddi í gríðarstóran lax. Eins er það nýjung að vera með í búðunum í Kringlunni og í Bankastæti tæki sem stækka myndir á staðnum og fólk getur beðið og fylgst með á fimm mínút- um hvernig þær koma út í stækk- uninni. Þetta hefur verið mjög vin- sælt. í fimm verslunum er einnig boðið upp á litljósritun. Önnur nýjung höfðar til fyrir- tækja og auglýsingastofa. Á Laugavegi 178 hefur Hans Peters- en verið með tölvutengda þjónustu, þar sem hægt er að fá gerða eins stóra mynd og hver vill. Þar kemur inn allt annar markhópur. Til dæm- is er núna verið að framleiða þar myndir á stórar sýningar. Þessi „Lasermasterprentari" býður möguleika á útprentunum hvers kyns veggspjalda og borða. Þá þurfa minni fyrirtæki ekki að vera sjálf með tæki til alls. Það hlýtur að vera erfitt að reka fyrirtæki í grein þar sem þróunin er svona ör og breytingar miklar? „Það krefst mikillar þekkingar á i I I í I I 1. I í i f. I VIDSKIPn AIVINNULÍF ÁSUNNUDEGI ► Hildur Petersen er framkvæmdastjóri Hans Petersens hf., sem er fjölskyldufyrirtæki þar sem hún byrjaði að vinna sem sendill 12 ára gömul. Á skólaárum sínum vann hún þar við ýmis störf í versluninni og á skrifstofunni. Hildur er stúd- ent 1975 frá MR og var í viðskiptafræðinámi við Háskóla íslands. Faðir hennar, Hans P. Petersen, hafði verið forstjóri í 40 ár er hann veiktist og lést 1977 og framkvæmdastjórinn, sem hann réði 1 veikindum sínum, dó haustið 1978. Þá stóð Hild- ur andspænis því að taka við og gerði það. Varð 23ja ára gömul stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri, sem hún hefur verið síðan. eftir Elínu Pálmodóttur Hildur tók við Hans Peters- en á erfíðum tíma. Fyrir- tækið stóð í miklum fjár- festingum, því í bygg- ingu var 3.300 fm hús á Lynghálsi 1, þangað sem það flutti höfuð- stöðvar sínar 1981. Á neðri hæð- inni var á 1.200 fermetrum komið upp heilli verksmiðju, þar sem framköllunin fór fram. Þá var þetta mikið framleiðslufyrirtæki, þar sem störfuðu 40 manns. En um 60 manns hjá öllu fyrirtækinu. Síðar kom ný tækni, hraðframköllunin, og vélarnar fóru út í verslanirnar, að því er Hildur segir. En við hitt- um hana í björtu og hlýlegu um- hverfí í skrifstofunum á efri hæð- inni. Fyrirtækið er með elstu fyrir- tækjum landsins. Afí Hildar, Hans Petersen, stofnaði það 1907 þar sem nú er Bankastræti 4 og ein af verslununum er þar enn. Við lát hans 1938 tók amma hennar, Guð- rún Petersen, sem var ekkja með sex börn, við stjórninni. Svo ' að snemma tóku konurnar í ættinni um stjórntaumana. „Amma mín leit svo á að konur gætu stjórnað engu síður en karlmenn. Pabbi var að vísu nær tvítugu og kom brátt inn í fyrirtækið með henni,“ segir Hildur. Við lát Guðrúnar 1961 var það gert að hlutafélagi í eigu barna hennar sex og Hans Pétur Petersen stjórnaði því til 1977, sem fyrr segir. Hans Petersen hf. er sem sagt fjölskyldufyrirtæki, eigend- urnir tíu talsins af annarri og þriðju kynslóð. Fjórir þeirra starfa þar, þrjár konur og einn karlmaður. Fjölskyldufyrirtæki best? „Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram, að almennings- hlutafélög á opnum hlutabréfa- markaði, sem stjórnað er af utanað- komandi fagstjórnendum, séu besta rekstrarformið. Ég er á ann- arri skoðun,“ segir Hildur. „Held að fjölskyldufyrirtæki séu ekki síðra form og að eigendurnir vinni þar sjálfir. Rökstyð það með því að auðvitað hugsi fólk best um sína eigin fjármuni. Ef maður lítur á best reknu fyrirtækin í dag, þá eru það einmitt fjölskyldufyrirtæki. Má nefna Hagkaup, Mylluna, Byko, Heklu og fleiri. I öðru lagi geta fjölskyldufyrirtæki leyft sér að hafa misgóða afkomu og eru þá ekki eins háð skammtímasjónarmiðum." Hildur nefnir sem dæmi að í fyrra var í fyrsta sinn í 10 ár tap og það kom m.a. til vegna þess að vísvit- andi var farið í fjárfestingu sem ekki skilar sér strax. Ekki eru konur neinar hornkerl- ingar í fyrirtækinu Hans Petersen. Sex efstu stjórnunarsætin skipa konur til helminga og þó tekin séu 20 efstu sætin, þá helst það hlut- fall. í þriggja manna stjórn sitja tvær konur, Hildur og frænka hennar Elín Agnarsdóttir, og einn karlmaður, Tryggvi Jónsson endur- skoðandi, sem kemur utan frá. „Fjölskyldan verður að gæta að því að falla ekki í þá gryfju að álíta að fjölskyldumeðlimirnir séu best fallnir til allra stjórnunarstarfa. Ég tel mjög mikilvægt að nýta mér fagstjórnendur og er óhrædd við að kalla til utanaðkomandi þekk- ingu þegar það á við. Maður má ekki falla í þá gryfju að halda að maður sé bestur í öllu og þarf að geta nýtt sér utanaðkomandi fag- þekkingu," segir Hildur. Örar tækninýjungar Mikil breyting hefur orðið á fyrirtæki Hans Petersens síðan það byrjaði að versla með matvörur og seldi svo auk ljómyndavaranna leik- föng og veiðaríæri. Árið 1920 tók fyrirtækið við Kodakumboðinu og hefur alla tíð síðan verið umboðsað- ili þess á íslandi. Ljósmyndavörur eru enn lang stærsti hlutinn af við- skiptunum. „Almenningur notar myndavélar og framköllun. En fyr- ir þremur árum fórum við að selja sælgæti líka, sem fellur vel að dreif- ingarkerfínu," segir Hildur. En í dag selur Hans Petersen m.a. Moz- art og Marabou sælgæti. Svo að aftur er verið að auka fjölbreytnina í vöruvali. Einnig hefur Hans Peter- sen verið að færa út kvíamar með fjölgun verslana, kaupa verslanir í rekstri og setja upp aðrar. Nú eru búðirnar orðnar 10 talsins í Reykja- vík og nágrenni, sú stærsta í Kringlunni. Þróunin hefur verið sú að fólk vill eiga minningar sínar í myndum, sem kemur m.a. vel fram þegar náttúruhamfarir verða eins og í Los Angeles. Þá grípur fólk með sér markaðinum. Þegar ný tækni er að ryðja sér til rúms þarf að fylgj- ast vel með og kaupa á réttri stundu. Ný tækni er fljót að lækka í verði,“ segir Hildur og samsinnir því að mikill vandi sé að veðja á það rétta. Við höldum áfram að tala um þessar tækninýjungar, sem eru komnar eða eru að fara í gang. Hildur nefnir nýja tækni sem gerir kleift að skrifa gögn frá tölvu yfír á geisladisk, sem er bylting í vistun gagna í stafrænu formi. Þá er hægt að koma til þeirra rneð disk- ling eða jafnvel mynd og fá það sett yfír á geisladisk. Hún segir geisladiskmyndir á mikilli uppleið. Viðskiptavinurinn getur þá fengið bæði myndina og svo diskinn með sér heim og horft á myndaefnið á tölvuskjá eða í sjónvarpi. Þessar geisladiskmyndir eru m.a. að koma í staðinn fyrir lit- skyggnur. Hildur segir að þau fylg- ist vel með þessari þróun og býst við að þau geti boðið þessa þjón- ustu fyrir almennan markað áður en þijú ár eru liðin. Þó reiknar hún ekki með að eldra fólk fari yfír í þetta. Það vilji áfram sjá myndirn- ar sínar á pappír og raða þeim í albúm. En yngsta fólkið, sem elst upp við tölvur, muni grípa það. Þetta eru geisladiskar sem hægt er að tengja við tölvuna. Möguleik- arnir eru óteljandi. Til dæmis hægt að fá ferðabæklinga á geisladisk- um. „Margir skemmtilegir og spenn- andi möguleikar eru framundan. Og hafa raunar verið það síðan ég byijaði, bæði í myndavélunum og I c f í ( í c I (

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.